Skessuhorn


Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 20178 Banaslys í hlíð­ um Kirkjufells GRUNDARFj: Pólsk kona hrapaði til bana í hlíðum Kirkjufells við Grundar- fjörð síðastliðinn föstudag. Mikill viðbúnaður björg- unarsveita og viðbragðs- aðila var vegna slyssins. Áhöfn þyrlu landhelgis- gæslunnar tóks að hífa kon- una og flutti á landspítal- ann í Reykjavík. Þar var hún úrskurðuð látin. Kon- an hét Agata Bornikowski fædd árið 1974. Hún var á ferðalagi hér á landi ásamt eiginmanni og öðru pari. Slysstaðurinn er í sunnan- verðum hlíðum Kirkjufells. -mm/ ljósm. sk. Emil ráðinn yfir­ sálfræðingur HVE VESTURlAND: Emil Einarsson hefur verið ráð- inn í starf yfirsálfræðings Heilbrigðisstofnunar Vest- urlands. Emil starfaði áður sem sálfræðingur Félags- og skólaþjónustu Snæfells- ness. -mm Aflatölur fyrir Vesturland Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes, 14 bátar. Heildarlöndun: 57.868 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 29.564 kg í 4 löndunum. Arnarstapi, 16 bátar. Heildarlöndun: 32.091 kg. Mestur afli: Bárður SH: 10.297 kg í 3 róðrum. Grundarfjörður, 14 bátar. Heildarlöndun: 87.313 kg. Mestur afli: Steinunn SF: 58.737 kg í einni löndun. Ólafsvík, 31 bátur. Heildarlöndun: 87.853 kg. Mestur afli: Egill SH: 16.809 kg í einum róðri. Rif, 25 bátar. Heildarlöndun: 161.951 kg. Mestur afli: Örvar SH: 50.439 kg í einni löndun. Stykkishólmur, 37 bátar. Heildarlöndun: 121.368 kg. Mestur afli: Íris SH: 7.529 kg í 5 róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Steinunn SF - GRU: 58.737 kg. 1. júlí 2. Örvar SH - RIF: 50.439 kg. 1. júlí. 3. Rifsnes SH - RIF: 49.579 kg. 4. júlí. 4. Egill SH - ÓlA: 16.809 kg. 4. júlí. 5. Klettur ÍS - AKR: 12.551 kg. 4. júlí. -kgk Íbúar í Hlíðarbæ á Hvalfjarðar- strönd segjast langþreyttir á sí- felldu hundagái sem er í hverf- inu. Kristín Sigfúsdóttir, einn íbúi á svæðinu birti myndband á íbúasíðu Hvalfjarðarsveitar í lið- inni viku. Í því má heyra mikið hundgá. Eigandi hundanna, Páll Tryggvi Karlsson hundaþjálfari, segir að hann hafi reynt að koma til móts við íbúa í hverfinu í gegn- um árin. Hann hafi til dæmis fært búr hundanna niður fyrir húsið sem hann býr í, svo minna heyr- ist í þeim. Sleðahundar með öll leyfi Hundarnir eru af tegundinni Alaskan Husky og eru þeir aldir til að keppa í hlaupum og dragkeppn- um sleðahunda. Alaskan Husky er minni tegund en Siberian Husky, sem er þekktari hér á landi. „Þetta eru keppnishundar,“ segir Páll og bætir við að hundarnir séu í við- urkenndri girðingu sem sé tveggja metra há. Þeir hafi auk þess aldrei náð að stökkva yfir girðinguna og honum finnst ólíklegt að það geti nokkurn tímann gerst. Páll segir að hann reyni að takmarka ónæð- ið af hundunum, sem eru alls sjö í girðingunni hjá honum núna. Þeir góli mest þegar hann gefi þeim að éta eða tekur einhverja þeirra út til æfinga. Hann reynir að haga því þannig að það sé gert þegar sem fæstir eru heima í hverfinu. Ný hundasamþykkt frá 2016 Hlíðarbær flokkast sem íbúahverfi í dreifbýli. Árið 2016 gekk í gildi ný hundasamþykkt sem heimilar íbú- um sveitarfélagsins að halda þrjá hunda á heimili. Hundar Páls voru skráðir áður en samþykktin tók gildi og nær því ekki yfir aðstæðurnar. Hundaeftirlitsmaður Hvalfjarðar- sveitar segir ekkert athugavert við aðbúnað hundanna og eigandinn sé með öll tilskilin leyfi. Hann geti því lítið aðhafst þrátt fyrir kvartan- ir nágranna. Matvælastofnun hefur einnig tekið út aðbúnað hundanna og samkvæmt þeirri úttekt er fylgt öllum reglum og stöðlum. Páll hef- ur því öll tilskilin leyfi fyrir hund- unum og var með leyfi frá Hval- fjarðarsveit fyrir þeim þegar hann flutti inn í hverfið á sínum tíma. Leikvöllur í nágrenni við hundana Íbúar í hverfinu hafa reglulega sent kvartanir bæði til hundaeftirlits- mannsins og sveitastjórnar vegna ónæðis frá hundunum. „Við búum hérna af því við viljum frið og ró. Sú ró og sá friður var rofinn þegar þessir hundar komu í hverfið,“ seg- ir Þórdís Reynisdóttir, íbúi í Hlíð- arbæ í samtali við Skessuhorn. „Við erum í raun og veru bara að mót- mæla þessum hávaða.“ Hún bætir þó við að ónæðið sé ekki stöðugt. Það sé mest þegar hundarnir fái að éta og þegar þeir fari út til æfinga. En það komi einnig fyrir að þeir gjammi mikið þegar eigandinn er ekki heima og þegar þeir heyra í bíl hans þegar hann er á leiðinni heim. „Mér finnst mjög skrýtið að þetta skuli vera leyft í íbúðahverfi,“ segir Kristín sem segir að hún sé hrædd við hundana og að hún hafi orðið skelfingu lostin eftir göngutúrinn þegar hún tók myndbandið. Kristín og Þórdís segja báðar að fólk veigri sér við að nýta leikvöll- inn í hverfinu. Ein lóð sé á milli hans og hundabúranna og hund- arnir byrji að gelta þegar þeir heyri umgang. Reynt verður að leysa málið á friðsælan hátt Björgvin Helgason oddviti Hval- fjarðarsveitar staðfesti að ítrekað hafi verið kvartað undan hundun- um. Þá sérstaklega vegna láta frá þeim og gelts. „Ég held að þetta hljóti að verða skoðað,“ segir Björg- vin. „Það liggur ljóst fyrir að þetta veldur íbúum óþægindum. Þar af leiðandi hlýtur að þurfa að skoða þetta með viðeigandi stofnunum eins og MAST, íbúum í hverfinu og eiganda hundanna,“ segir Björgvin að lokum. kljPáll Tryggvi Karlsson ásamt sleðahundinum Kristal. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Hundagá veldur óánægju meðal íbúa í Hvalfjarðarsveit Mynd sem tekin var 2015. Síðan hafa hundagerðin verið færð fjær öðrum húsum í hverfinu. Tíkin hafði það gott á lögreglustöðinni á Akranesi á meðan leitað var að eiganda hennar. Ljósm. Margrét Helga Guðmundsdóttir Fólk er stundum óþarflega hirðusamt um dýr annarra Hundaeftirlitsmaður Hvalfjarð- arsveitar fékk tík í hendurnar í síðustu viku. Tíkin virðist hafa gengið laus við þjóðveginn og var tekin upp í bíl af ferðamönnum og ekið með hana á lögrelgustöð- ina á Akranesi. Samkvæmt upp- lýsingum ferðafólksins hafði það tekið tíkina upp í bíllinn rétt fyr- ir utan Akranes, um tíu til fimm- tán mínútna keyrslu frá bænum. Eftirgrennslan lögreglu leiddi ekki í ljós hver eigandi tíkurinnar gat verið, þar sem enginn sakn- aði hennar af bæjum í nágrenni við Akranes. Þar sem talið var að tíkin væri úr Hvalfjarðarsveit tók hundaeftirlitsmaður sveitafélags- ins tíkina að sér. En ekki fannst eigandinn eftir mikla leit um allt sveitarfélagið. Eigandinn fannst ekki fyrr en auglýst var eftir hon- um á Facebook, í fjöldahópi sem tileinkaður er hundahaldi og týndum dýrum, sem og á íbúas- íðum. Þá kom í ljós að tíkin hafði verið tekin upp í bílinn í Kjósinni og ekið með hana á Akranes. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ferðamenn hyggjast koma týndum dýrum til aðstoðar. Nýlega var til dæmis ekið með unga tík af bæ í Stafholtstungum í Borgarnesi ofan í Borgarnesi og til hundaeftirlits- manns. Sú hafði verið í heimsókn á næsta bæ þegar fólkið aumkaði sig yfir hana. Þá eru nokkur dæmi um að ferðamenn hafi komið með búfénað eins og lömb og jafnvel fullorðnar kindur og skilað heim að bæjum vafalaust af einskærri greiðasemi. klj

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.