Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 20174
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is
Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Einfarar eða í hópum
Í gegnum tíðina er þekkt, þegar einstaklingum eða hópum þykir sem
þeir þrífist ekki lengur samkvæmt ákveðnu normi, þá hafa þeir átt
það til að mótmæla. Stundum hefur slíkt leitt til átaka, en oftast hefur
þó verið farið með friði. Þá hefur fólk stundum gefist upp, lýst frati í
kerfi sem því hugnast ekki lengur að vera hluti af. Við þekkjum sög-
ur af einförum sem hafa kúplað sig út úr samfélagi annarra og lifað
óáreittir útaf fyrir sig, sem allra mest óháðir skilgreindu samfélagi.
Hvað gerði til dæmis Gísli á Uppsölum í Selárdal? Ég þekki meira
að segja nokkra í samtímanum. Nærtækt er einnig að nefna Kristjan-
íu í Kaupmannahöfn. Fríríkið sem byggt var upp fyrir tæpum fimm-
tíu árum af dágóðum hópi fólks sem þar býr og starfar eftir eigin geð-
þótta og setur sínar reglur. Dönum hefur frá upphafi þótt dálítið snið-
ugt hvernig þessir hippar í uppreisnaranda réðust gegn kerfinu og
tókst það. Vissulega var óreglufólk sem litaði orðspor Krisjaníu frem-
ur dökkum litum, en engu að síður hefur fríríkið haldið velli. Yfirvöld,
einkum hægri sinnuð þjóðernisöfl, hafa ítrekað reynt að leysa þessa
kommúnu upp með lögregluvaldi, en án sýnilegs árangurs.
Markmið Kristjaníu var að koma upp sjálfstýrðu samfélagi þar sem
hver einstaklingur getur þróað sína hæfileika en engu að síður á sam-
félagslega ábyrgan hátt. Reyndar hefur það tekist svona allavegana og
þekktasti agnúinn á því hefur verið ótæpileg neysla fíkniefna. Samt
hefur þetta samfélag, þegar runnið hefur af mönnum, náð að setja
reglur sem meðal annars banna hörð fíkniefni. Þá hefur markvisst ver-
ið dregið úr ofbeldi og innan veggja hallarmúranna eru bílar bannaðir.
Gárungar segja að einungis nokkur bílastæði í grennd við innganginn
þjóni þeim tilgangi einum að hassbirgjar hafi þangað greiða leið.
Í Kristjaníu er gert út um málin á opnum íbúafundum, inntaka nýrra
íbúa rædd og þar eru reglur settar. En sökum þess að dönsk landslög
eiga ekki við þurfa íbúar Kristjaníu að nota rekstrarform sem byggja
dálítið á samvinnuforminu gamla líkt og við Íslendingar þekkjum úr
sögubókunum frá árdögum kaupfélaganna. Þar gat félagsmaður haft
áhrif ef hann vildi. Þá þykir leikskóli Kristjaníu merkilegur fyrir ýms-
ar sakir, líklega í anda Hjallastefnunnar hér á landi. loks hafa Krist-
janíubúar farið ótróðnar slóðir í ýmsu. Áttu til dæmis frumkvæði að
sölu lífrænt ræktaðra matvæla og þar voru hönnuð og smíðuð Krist-
janíuhjól með vagni að framan. Ýmis ferðaþjónusta hefur fylgt vaxandi
straumi gesta í Kristjaníu og þar eru rekin veitinga- og kaffihús. Af
þessu sést að þrátt fyrir að hafa aftengst dönsku normi, eru framfarir
sjáanlegar í fríríkinu og því er alls ekki allt slæmt um það að segja.
Mér finnst saga Kristjaníu athyglisverð fyrir margra hluta sakir og
tel að hægt sé að draga af henni lærdóm. Þeir sem mótmæla þurfa ekki
endilega að draga sig í skel hver fyrir sig, heldur geta í krafti samtaka-
máttar náð árangri. Í stað þess að flýja land tók fólkið sjálft eignar-
námi hús og land sem aðrir voru hættir að nota. Það skaðaði ekki aðra
mér vitanlega en það tók að vísu dágóðan tíma að setja nýjar reglur
þannig að jafnvægi myndaðist. Þarna gat hópur sagt sig frá lögum af
því það þreifst ekki undir því regluverki sem því var gert að fara eftir.
Ég er ekki endilega að mæla þessu bót, en óneitanlega kemur upp í
hugann að sambærilegt gæti allt eins gerst hér á landi ef ójöfnuður og
óréttlæti verður meira en fólk getur sætt sig við.
Magnús Magnússon.
Leiðari
Byggðarráð Borgarbyggðar sam-
þykkti samhljóða bókun á fundi sín-
um í síðustu viku þar sem mótmælt
er fyrirætlan landeigenda Hrauns-
áss II í Hálsasveit um að hefja inn-
heimtu bílastæðagjalda við Hraun-
fossa. Ítarlega var greint frá málinu
í Skessuhorni í síðustu viku. Í bók-
un byggðgarráðs segir m.a.: „Fram
hefur komið að fyrrgreindar fyr-
irætlanir um gjaldtöku eru sett-
ar fram án samráðs og samskipta
og í andstöðu við Umhverfisstofn-
un, Vegagerðina, hinn landeigenda
svæðisins, rekstraraðila þjónustu-
húss og umsjónarmann svæðisins.
Hraunfossar eru friðland sem er í
umsjón Umhverfisstofnunar. Öll
uppbygging við Hraunfossa hefur
verið fjármögnuð með fjármagni
frá opinberum aðilum. Þáverandi
Borgarfjarðarsveit annaðist við-
hald mannvirkja á svæðinu svo sem
viðhald salernishúsa, útsýnispalls,
gönguleiða og hreinlætistækja svo
og rekstur salernishúsa á árunum
2003-2006.“
Þá segir í ályktun byggðarráðs
að eftir sameiningu Borgarfjarðar-
sveitar og Borgarbyggðar árið 2006
hafi sveitarfélagið í nokkur skipti
lagt fram mótframlag við framlag
Framkvæmdasjóðs ferðamanna-
staða til uppbyggingar við Hraun-
fossa, annast viðhald mannvirkja
ásamt því að annast viðhald og
rekstur salernishúsa níu mánuði á
ári. „Þar fyrir utan hefur starfsmað-
ur sveitarfélagsins annast umsókn-
ir um styrki í ýmsa sjóði í samstarfi
við UST og séð um umsýslu þeirra
verkefna sem hafa hlotið styrki. Að-
koma og fjárframlög sveitarfélags-
ins til uppbyggingar og reksturs við
Hraunfossa hafa verið innt af hendi
með það að markmiði að byggja
upp nauðsynlega aðstöðu í sam-
vinnu við aðra hlutaðeigandi aðila
til að taka á móti vaxandi straumi
ferðafólks að þessum merka stað án
þess að hann verði fyrir skaða af sí-
vaxandi umferð.“
mm
Kristján Þór júlíusson mennta-
málaráðherra hefur ákveðið að
ekki verði af sameiningu á rekstri
Fjölbrautaskólans við Ármúla og
Tækniskólans að svo stöddu. jafn-
framt hefur hann ákveðið að ráðist
verði á greiningu á einstökum land-
svæðum eða klösum skóla, sem og
greining á einstökum skólum með
tilliti til styrkleika þeirra og veik-
leika. „Að þeirri vinnu lokinni mun
ráðherra ákveða hvort ástæða sé til
að ráðast í sameiningar skóla eða
gera aðrar breytingar á starfsemi
þeirra svo efla megi gæði náms,
skilvirkni í starfsemi og þjónustu
við nemendur,“ segir í tilkynningu
frá ráðuneyti menntamála.
Kristján Þór segir nauðsynlegt
að athuga þá kosti sem í stöðunni
eru þegar nemendum á framhalds-
skólastigi muni væntanlega fækka
um 600 á ári á höfuðborgarsvæð-
inu auk þess sem fyrirsjáanlegar eru
breytingar á nemendafjölda annars
staðar á landinu. „Það er nauðsyn-
legt að athuga fyrirkomulag fræðsl-
unnar því eðlilega hljóta framhalds-
skólar að mótast af þeim breyting-
um sem verða í umhverfi þeirra,
þörfum og væntingum nemenda
og þeim fjölda nemenda sem í þá
sækja.“
mm
Dagana 22. júní til 6. júlí síðastlið-
inn var opið fyrir vefkönnun um
hvort íbúar Stykkishólms, Grund-
arfjarðar og Helgafellssveitar væru
hlynntir því að sveitarfélögin sam-
einist. Í sveitarfélögunum þrem-
ur er samanlagður íbúafjöldi 2.089
manns og var könnuninni svarað
af 381. Því ber að hafa í huga að
skekkjumörk eru talsvert mikil. Á
vef ruv.is kemur fram í frétt síðast-
liðinn föstudag að samkvæmt upp-
lýsingum KPMG, sem framkvæmdi
vefkönnunina, var hægt að svara
könnuninni oftar en einu sinni og
var það gert til að heimilisfólk gæti
svarað úr sömu tölvu. úrvinnsla
hrágagna hjá KPMG hafi þó sýnt
að ekki hafi verið merki um að oft
hafi verið svarað úr sömu tölvum.
Samkvæmt niðurstöðum könn-
unarinnar sögðust 52% svaranda
vera hlynntir sameiningu. Í samtali
við RúV segir Þorsteinn Sæmunds-
son, bæjarstjóri Grundarfjarðar, að
könnunin muni nýtast vel sem tæki
í þeirri vinnu sem framundan er til
undirbúnings mögulegri samein-
ingu. „Við viljum vinna þetta með
íbúunum eins vel og hægt er og
stjórnvöld eru ekki að þröngva fram
sameiningu heldur vinna þetta með
íbúum og vinna þetta vel,“ sagði
Þorsteinn í samtali við RúV síðast-
liðinn föstudag. Í sömu frétt er haft
eftir Sturlu Böðvarssyni bæjarstjóra
Stykkishólms að niðurstaðan kæmi
skemmtilega á óvart, þá sérstaklega
í ljósi þess hve málið hafi verið lítið
kynnt. Hann sagði að næstu skref
felist í sviðsmyndargreiningu og
kynningu í september. Þá verður
fundað með íbúum og málið skoð-
að af alvöru.
bþb/ Ljósm. tfk.
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra ætlar að láta framkvæma ítarlega
greiningu á einstökum framhaldsskólum og landssvæðum til að kanna skilvirkni
náms. Ljósm. úr safni Skessuhorns.
Ítarleg athugun verður gerð á
stöðu framhaldsskóla um land allt
Naumur meirihluti
hlynntur sameiningu
Borgarbyggð mótmælir
fyrirhugaðri gjaldtöku við Hraunfossa