Skessuhorn


Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 201714 Jósep Blöndal læknir fagn­ aði sjötugusafmæli sínu á Jóns­ messu, 24. júní síðastliðinn. Jós­ ep hóf störf sem sjúkrahúss­ læknir á St. Fransiscusspítal­ anum í Stykkishólmi árið 1990 og hefur starfað þar allar götur síðan. „Ég byrjaði 8. maí 1990. Ástæðan fyrir því að ég man upp á dag hvenær ég byrjaði er að í dag starfar ung kona sem hjúkr­ unarfræðingur á sjúkrahúsinu. Mitt fyrsta verk sem læknir í Stykkishólmi var að tosa hana út úr mömmu sinni með sog­ klukku,“ segir Jósep og brosir. Skessuhorn ræddi við Jósep um stórafmælið, ævistarfið, íslenskt heilbrigðiskerfi en talið berst einnig að samskiptum læknis­ ins við Heilbrigðisstofnun Vest­ urlands. Sjaldan haldið upp á afmælið Við sitjum við eldhúsborðið á heimili hans við Sjávarflöt í Stykk- ishólmi. jósep hellir kaffi í tvo bolla. „Þetta er hollasti drykkur í heimi samkvæmt næringarfræð- ingum. Enginn drykkur inniheldur jafn mikið magn andoxunarefna. Sá sem drekkur nokkra bolla af kaffi á dag er ólíklegri en aðrir til að þjást af ýmsum hjarta- og æðasjúkdóm- um, samkvæmt kenningum nær- ingarfræðinga,“ segir hann. Húsið er fullt af hljóðfærum. Í stofunni stendur píanó með opnum nótnabókum og Hammond-orgel við hliðina á því. Rafmagnsgítar, kassagítar, básúna og saxófónn eru sömuleiðis meðal þeirra hljóðfæra sem fyrir augu ber í stofunni hjá lækninum, sem hefur alla tíð haft dálæti á tónlist. Það var því við hæfi að hann fagnaði afmæli sínu með því að blása til tónleika. „Ég hef mjög sjaldan haldið upp á daginn. Ég er fæddur á Siglufirði og þegar ég var ungur þá hélt ég aldrei upp á afmælið, mátti ekkert vera að því vegna þess að ég var alltaf að vinna í síldinni,“ segir hann. „En þegar ég varð fimmtugur þá ákvað ég að gera þetta almennilega og halda tónleika. Ég er rokk- og djasspíanisti að upp- lagi en var á þeim tíma byrjaður að læra klassískan píanóleik í tónlistar- skólanum hér í Stykkishólmi,“ segir jósep. „Samhliða þessum afmælis- tónleikum mínum var stofnaður sjóður fyrir tónlistarskólann, ætlað- ur til hljóðfærakaupa. Við fluttum alls kyns tónlist, söfnuðum fullt af peningum og þetta þótti hafa lukk- ast mjög vel,“ segir hann. Vel heppnaðir afmælis­ tónleikar „Núna ákvað ég strax í janúar að endurtaka leikinn frá því ég varð fimmtugur og halda tónleika. Ég pantaði kirkjuna og fékk fullt af góðu fólki með mér. Margt héðan úr bænum, því það er mikil músík í Stykkishólmi,“ segir jósep, sem auðvitað spilaði sjálfur á píanó- ið. „Ég lék Óveðurssónötu Beet- hovens, við feðgarnir — Björn bassaleikari og ég — lékum Czar- das eftir Monti og síðan lék ég Næt- urljóð Chopins. Þeir sem þekkja kvikmyndina The Pianist kannast kannski við Næturljóð. Aðalsögu- hetjan spilar fyrri helminginn af því í beinni útvarpsútsendingu en þarf að hætta þegar sprengjunum rignir yfir Varsjá. Síðan í lok myndarinnar er hann aftur mættur í útvarpið þar sem hann klárar lagið,“ segir jósep. „En ég veit ekki annað en afmæl- istónleikarnir hafi verið vel heppn- aðir, það segja þeir, sem ég hef hitt. Síðan eftir tónleikana var farið í reiðhöllina þar sem við átum fiski- súpu og fengum svaka tertu. Þetta var mjög skemmtilegur dagur.“ Þess má geta að ríflega 300 þús- und krónur söfnuðust í hljóðfæra- kaupasjóð tónlistarskólans á af- mælistónleikum jóseps, en hann af- þakkaði afmælisgjafir, og bað gesti þess í stað að styrkja sjóðinn. Háls­ og bakdeildin 25 ára jósep fluttist í Stykkishólm á vor- mánuðum 1990 og hóf störf sem sjúkrahússlæknir á St. Fransiskus- spítalanum. Tveimur árum síð- ar átti hann, ásamt luciu de Korte sjúkraþjálfara, frumkvæðið að opn- un hinnar rómuðu háls- og bak- deildar í Stykkishólmi. „Ég er al- mennur skurðlæknir að mennt en áttaði mig á því þegar ég starfaði í heilsugæslu — en ég starfaði sem sjúkrahúss- og heilsugæslulæknir á Patreksfirði fyrstu sex árin eftir að ég lauk námi í sérgrein minni í Sví- þjóð — að ég kunni lítið sem ekkert fyrir mér í háls- og baklækningum. Fannst ég lítið kunna ef ekki þurfti að skera. Ég var í 14 ár erlendis áður en ég kom í Stykkishólm. Árið 1986 fór ég til london og kynnti mér störf Dr. Cyriax, sem er fað- ir sérgreinarinnar stoðkerfisfræði. Þegar ég kem í Stykkishólm 1990 kynnist ég luciu de Korte sjúkra- þjálfara, sem þá hafði nýlega haf- ið störf á sjúkrahúsinu. Við förum að ræða þá hugmynd að slá saman sjúkraþjálfun og læknisfræði, hvort við gætum ef til vill búið til þver- faglegt prógramm til að meðhöndla bak- og hálsvandamál. Við sett- um okkur í samband við dr. jeff- rey Saal hjá San Francisco Spine Institute, en þar var slík starfsemi starfrækt,“ segir hann. „Við tókum upp grindina af þeirra prógrammi og notuðum hér í upphafi. Háls- og bakdeild sjúkrahússins í Stykk- ishólmi var síðan opnuð haustið 1992 og fagnar því 25 ára afmæli í ár. Strax árið 1996 var síðan nýting- in orðin 100% á 13 rúma deild hér í Hólminum,“ segir jósep. Sjúklingar verði sjálfbjarga Þegar starfsemi háls- og bakdeild- ar hófst var meðferðarprógramm- ið nokkuð langt, sex til tíu vikur, en hefur síðan verið stytt rækilega með því að auka breiddina í sjúkraþjálfun og beita markvissri verkjameðferfð. „Við ákváðum að stytta það veru- lega og í dag er þetta tveggja vikna prógramm. Rannsóknir hafa sýnt að það gefur mjög góðan árangur,“ segir jósep. „Þetta snýst ekki um að meðhöndla verkina eingöngu held- ur að taka á vandamálinu heild- rænt og reyna að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig, leggja rækt við fyrirbyggjandi forvarnir. Þetta er mikið til fræðsla, við útskýrum fyrir sjúklingum hvað er að gerast í bakinu þegar þeir fá verki, kenn- um líkamsbeitingu og fleira. Mark- miðið er að fólk hætti í raun aldrei að beita sér eftir prógramminu. Það hefur gengið vel eftir. Síðasta rannsókn — af þremur, sem unnar hafa verið — sem var gerð á þess- ari meðferð náði yfir sjö ára tímabil og sýnir að lang stærstur hluti sjúk- linga er ennþá „í prógramminu“ ef svo má að orði komast, að sjö árum liðnum,“ segir hann. „Stefnan er einmitt að sjúklingar verði sjálf- bjarga og þurfi ekki að kaupa dýr- ar græjur, dýr lyf eða dýra þjónustu í og utan heilbrigðiskerfisins til að ráða bót á sínum vandamálum. Það eina sem fólk þarf að kaupa er svo- kallaður svínahryggur, sem eru úr einangrunarplasti og hræódýr,“ segir hann. Stefnulítið heilbrigðis­ ráðuneyti Á þeim tíma sem jósep hefur starf- að sem læknir í Stykkishólmi telur hann heilbrigðismálum hafa farið verulega aftur og að stefnuleysi ríki í málaflokknum. „Ráðuneyti heil- brigðismála vantar læknisfræðileg- an haus. Heilbrigðisráðuneytið á að heita fagráðuneyti en þar skort- ir læknisfræðilega yfirsýn og fram- tíðarsýn. Þannig hefur það ver- ið allt síðan Páll Sigurðsson hætti sem ráðuneytisstjóri. Það er engin fagleg stefna eða framtíðar; „vision. Síðan 1995 hefur mest verið hugs- að um hagræðingu og einkavæð- ingu og mantran hefur verið „sam- eining“,“ segir jósep. En sú var ekki alltaf raunin. Hann segir að fram til ársins 1995 hafi mjög gott starf verið unnið í heilbrigðismálum á Íslandi. „Þeg- ar ég byrjaði hér í Hólminum 1990 þá var íslenska kerfið jafnfætis þeim norrænu hvað varðar þekkingu, að- stöðu, skipulag og annað,“ segir jós- ep. Telur hann það ekki síst tveimur mönnum að þakka: Ólafi Ólafssyni, sem var landlæknir á árunum 1972 til 1998 og áðurnefndum Páli Sig- urðssyni, sem var ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins frá 1970 til 1995. „Þessir menn eru tveir mátt- arstólpar í íslenskri læknisþjónustu. Þeir höfðu forgöngu um að lækna- væða alla landsbyggðina og létu byggja upp aðstöðu af mikilli fram- sýni, sem við njótum góðs af enn í dag. Það er þeim að þakka að alls staðar eru heilsugæslustöðvar, sem og því að Matthías Bjarnason, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, hann hlustaði á þessa menn,“ segir jós- ep. „Nú eru önnur viðhorf ríkjandi. Við á Franciskusspítala höfum til dæmis oft kvartað hástöfum yfir vinnubrögðum stjórnar HVE, allt frá hinni svokölluðu „sameiningu“. Við fáum þau svör að ráðuneytið — fagráðuneytið — skipti sér ekki af hinni faglegu starfsemi,“ segir hann og hlær. Meira um samskipti jós- eps við stjórn Heilbrigðisstofnunar Vesturlands síðar. „Hættuleg einkavæð­ ingarstefna“ jósep telur heilbrigðismálin vís- vitandi látin afskipt vegna þess að til standi að einkavæða sem mest í kerfinu. Það hugnast honum ekki. „Stjórnvöld stunda stórhættulega einkavæðingarstefnu þegar kemur að heilbrigðiskerfinu,“ segir jósep. „Nú hef ég ekkert út á einkarekstur að setja, afstaða mín í þessu máli er alls ekki pólitísk, heldur eingöngu fagleg. Ýmsilegt má einkavæða og ýmislegt hefur gengið vel að einka- væða. Til dæmis myndgreiningin í Domus Medica. Þar er stundaður mjög góður rekstur, frábær þjón- usta og gott samstarf við Sjúkra- tryggingar Íslands,“ segir hann. „Okkur verður hins vegar vandi á höndum þegar kemur að almennri læknisfræði, skurðaðgerðum, því sem ég er að gera og fleiru. Þegar farið verður að taka læknisfræðileg- ar ákvarðanir á bisness grundvelli þá erum við komin út á geysilega hættulega braut. leynir sér ekki að það verður dýrara fyrir sjúklinga og þjóðina alla,“ segir hann og tek- ur dæmi. „Það verður„overkill“ á öllu sem gefur í kassann, til dæm- is að spegla hné. Það þarf ekki að spegla hné nema í fáum tilfellum, það sýna rannsóknir,“ segir jósep. „Þá er hætt við því að farið verði að senda sjúklinga fram og til baka Jósep Blöndal læknir í Stykkishólmi stendur á sjötugu: „Vil og ætla að vinna áfram þar til framtíð stofnunarinnar hefur verið tryggð“ Jósep Blöndal, læknir í Stykkishólmi, á afmælistónleikum sínum í Stykkishólms- kirkju. Ljósm. sá. Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal, stórsöngvari og góðvinur Jóseps, kom fram á tón- leikunum ásamt hljómsveit. Ljósm. sá. Eftir tónleikana var haldið í reiðhöllina þar sem boðið var upp á fiskisúpu. Ljósm. Sá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.