Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 2017 21
Framkvæmdir við nýtt eldhús Nar-
feyrarstofu í Stykkishólmi eru á
lokametrunum, en þær hafa staðið
yfir í sumar. Síðastliðinn fimmtu-
dag fluttu matreiðslumenn sig yfir í
nýtt eldhús í viðbyggingu við húsið.
„Við tókum ofninn inn í gær. Hann
varð að koma inn um gluggann
þannig að það var ekki hægt að setja
glerið í fyrr en það var búið. Síðan
vorum við í nótt að flytja eldhúsið
og kláruðum bara núna í morgun
að koma okkur fyrir,“ segir Sæþór
Þorbergsson, matreiðslumeistari
og eigandi Narfeyrarstofu, í samtali
við Skessuhorn á fimmtudaginn.
„Með þessari framkvæmd för-
um við úr sjö fermetra eldhúsi og
yfir í 37 fermetra. úr fjórum gas-
hellum og yfir í tíu, auk þess sem
grill og fleira er í nýja eldhúsinu.
Þetta er algjör bylting fyrir okk-
ur,“ segir hann. „Við fluttum upp-
vaskið yfir í nýja rýmið fyrir mán-
uði síðan og horfðum löngunar-
augum hingað yfir úr gamla eld-
húsinu, alveg að verða brjálaðir,“
segir Sæþór og hlær við. „En nú er
þetta komið í gagnið og verður allt
annað líf fyrir vikið. Mér finnst við
bara vera komin til himna að vinna
hérna. Þetta býður upp á miklu
fleiri möguleika í að þróa hluti og
fleira sem við höfum verið að gera.
Síðan verður lager á neðri hæðinni
sem er jafn stór og eldhússrýmið,“
bætir hann við ánægður.
Flutningar í nýja eldhúsið hafa
staðið yfir samhliða fullum rekstri
veitingastaðarins. Sæþór segir að
staðið hafi til að ljúka framkvæmd-
um fyrir sumarið en það hafi ekki
gengið eftir. „Núna er í raun versti
tíminn til að standa í þessu,“ seg-
ir hann og hlær við. „Þetta átti að
vera búið í maí en það er bara eins
og það er. Nokkru lengri tíma tók
að fá tækin til landsins, gera ýmis-
legt og græja, afgreiða leyfismál
fyrir nýja eldhúsið og fleira. Þetta
er bara orðinn nokkuð þungur ferill
að klára,“ bætir hann við en kveðst
ánægður að flutningum sé lokið.
„Nú er bara framundan að klæða
húsið með standandi viðarklæðn-
ingu sem passar vel við heildaryfir-
bragð hússins.“
Gengið vel í sumar
En burtséð frá framkvæmdum seg-
ir Sæþór að reksturinn hafi geng-
ið vel það sem af er sumri. „En
þetta er aldrei eins. Maður undir-
býr sig undir eitthvað og svo kem-
ur alltaf eitthvað allt annað. Þann-
ig er þetta alltaf,“ segir Sæþór og
brosir. „Í ár er til dæmis ekki eins
þétt traffík allan daginn og var í
fyrra, en samt mjög gott að gera.
En hún er rosaleg á kvöldin, það
er bara sprengja hérna á kvöldin,
biðröð niður tröppurnar og rosa-
leg pressa,“ segir hann. „En heilt
yfir held ég að fjöldi gesta sé nokk-
urn veginn í horfinu frá því í fyrra.
Það var svo mikil aukning á síð-
asta ári að ég held að maður sjái
aldrei viðlíka aukningu í fjölda á
meðan maður lifir. Engu að síður
er mjög gott að gera og við getum
ekki kvartað yfir því,“ segir Sæþór
að endingu.
kgk
„Núna er fjórða sumarið okkar og
gestunum hefur fjölgað jafnt og
þétt frá ári til árs,“ segir Kolbrún
Freyja í samtali við Skessuhorn, en
hún rekur ásamt Rósu Björk kaffi-
húsið Skemmuna á Hvanneyri.
„Við erum í elsta húsinu á Hvann-
eyri. Upphaflega var það byggt
sem skemma fyrir Hvanneyrarbú-
ið. Prestinum sem var þá fannst
ekki við hæfi að hveiti og fleira væri
geymt í kirkjunni. Seinna brann
húsið og lá undir skemmdum allt
þar til fyrir nokkrum árum að sr.
Flóki beitti sér fyrir því að hús-
ið yrði lagað. Húsið þjónar hlut-
verki safnaðarheimilis á veturna en
við fáum það leigt á sumrin og um-
breytum í kaffihús,“ segir Kolbrún
í spjalli við blaðamann.
Notalegt og heimilislegt
Hún segir þær hafa stefnt að því frá
fyrsta degi að hafa kaffihúsið nota-
legt og heimilislegt. „Gestir okk-
ar mega búast við hlýlegu og nota-
legu umhverfi, dýrindis vöffluilmi,
rjúkandi góðu kaffi og fara út end-
urnærðir,“ segir Kolbrún. Aðspurð
um veitingarnar segir hún þær
leggja sig fram við að sækja sem
mest hráefni í nærumhverfið. Til
dæmis rabarbara en líka kryddjurt-
ir eins og hvönnina. „Kaffið kemur
síðan frá Reykjavík Roasters og er
mjög bragðgott. En vöfflurnar eru
orðnar okkar aðalsmerki, bornar
fram með mismunandi áleggi, bæði
mat og sætu,“ segir hún.
Kolbrún segir hópa jafnt sem
einstaklinga velkomna í heimsókn
og nefnir að kjörstærð hópa sé um
20 manns. Sá fjöldi fólks rúmist
þægilega innan veggja Skemmunn-
ar. Hún tekur þó fram að eftir sam-
komulagi sé hægur leikur að taka á
móti fjölmennari hópum með því
að bæta við borðum og stólum og
opna upp á loft hússins. „Þá getum
við tekið á móti allt að 80 manns,
en þá er orðið dálítið þröngt. Við
gerum það á Hvanneyrarhátíð, 17.
júní og við sérstök tilefni. Það hefur
gengið vel og kemur vel til greina
ef pantað er fyrir stóra hópa með
fyrirvara,“ segir hún.
Fjölmargir fastakúnnar
Hún segir íbúa Hvanneyrar og ná-
grennis duglega að kíkja í heim-
sókn. „Stærstur hluti viðskiptavina
okkar í gegnum tíðina hafa ver-
ið Íslendingar en ferðamönnum er
alltaf að fjölga. Nú er þetta orðið
blandað. Heimamenn eru duglegir
að kíkja í kaffi og vöfflur og við eig-
um orðið fastakúnna úr nágrenninu
og alla leið niður á Akranes,“ segir
Kolbrún. „Það er mjög ánægjulegt
og skemmtilegt þegar maður fer að
þekkja andlitin sem koma í heim-
sókn. Þá vitum við að við erum að
gera eitthvað rétt,“ segir Kolbrún
Freyja að endingu.
Opið verður í Skemmunni til
13. ágúst næstkomandi milli kl. 12
og 17, alla daga nema mánudaga.
Þá má geta þess að kaffi og kakó
Skemmunnar er borið fram í boll-
um Elísabetar Haraldsdóttur lista-
konu. Eru þeir jafnframt til sýnis og
sölu í Skemmunni.
kgk
Nýtt eldhús tekið í notkun í Narfeyrarstofu
- rúmlega fimmfalt stærra en það gamla
Nýja eldhúsið er í viðbyggingu við húsið. Það er 37 fermetrar en það gamla
var aðeins sjö. „Þetta er algjör bylting fyrir okkur,“ segir Sæþór Þorbergsson í
Narfeyrarstofu.
Matreiðslumennirnir Þorbergur Helgi og Sigþór Daði kváðust hæstánægðri að
vera komnir í nýja eldhúsið.
Sæþór Þorbergsson, matreiðslu-
meistari og eigandi Narfeyrarstofu
Kaffihúsið Skemman er í elsta húsinu á Hvanneyri.
„Vöfflurnar eru orðnar okkar aðalsmerki“
- Kaffihúsið Skemman er rekið í elsta húsinu á Hvanneyri
Kolbrún Freyja stóð vaktina við vöfflujárnið á Hvanneyrarhátíð um liðna helgi.
Rósa Björk við kaffivélina.
Vöfflurnar eru að sögn Kolbrúnar
orðnar aðalsmerki Skemmunnar.