Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 20172 Þessa dagana er kennsla að hefjast í grunn- skólum á Vesturlandi öllu og þar með bæt- ist stór fjöldi barna, gangandi eða hjólandi, við umferðina að morgni og síðdegis. Mörg hver eru börnin að feta sín fyrstu skref í um- ferðinni. Því er ástæða til að minna öku- menn á að sýna sérstaka aðgát og árverkni við aksturinn. Austan 5-10 m/s með suðurströnd landsins en annars staðar hæg breytileg átt á morg- un, fimmtudag. Sums staðar skýjað við sjáv- arsíðuna en annars léttskýjað. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi. Hæg breytileg átt og bjart með köflum austan til á föstudag, en suðaustan 5-10 m/s á Vesturlandi. Hiti breytist lítið. Á laugardag er útlit fyrir suð- austan kalda og rigningu en þó yfirleitt þurrt á Norðausturlandi. Heldur svalara verður á Suður- og Vesturlandi. Austlæg átt á sunnu- dag og mánudag. Heldur kólnandi veður og víða rigning með köflum. „Hefur þú hlaupið maraþon?“ var spurning- in sem lesendum gafst kostur á að svara á vef Skessuhorns í síðustu viku. Af niðurstöð- unum eru Vestlendingar ekki miklir hlaupa- gikkir, nema þeir hafi einfaldlega verið á hlaupum og því ekki gefið sér kost á að svara spurningunni. „Nei, aldrei“ var algengasta svarið, en 88% greiddu þeim valmöguleika atkvæði. „Já, oftar en einu sinni“ sögðu 5%, „nei, en hef hlaupið hálfmaraþon“ sögðu 4% og 3% sögðu „já, einu sinni“. Í næstu viku er spurt: „Hvert er skemmti- legasta haustverkið?“ Haukur Júlíusson hafði í síðustu viku for- göngu um Eric Clapton tónleika í Brún í Bæj- arsveit. Tókust tónleikarnir afar vel og var al- menn ánægja með framtak Hauks, sem er til þess eins fallið að auðga menningarlífið í nærsamfélagi hans. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Klippt í þágu krabbameins- sjúkra barna AKRANES: Rakarastofa Gísla við Stekkjarholti 8 á Akranesi fagnar tíu ára afmæli föstudag- inn 1. september næstkomandi. Að sögn Gísla Guðmundssonar hárskera hefur hann ákveðið að halda upp á daginn með óvenju- legum hætti. „Það verða engar kökur eða afmælistilstand í til- efni dagsins. Ég hef hins vegar ákveðið að hafa opið og mun öll innkoma á afmælisdaginn renna óskipt til stuðnings krabba- meinssjúkum börnum. Auk þess ætlar rakarastofan að bæta hundrað þúsund krónum við þá upphæð,“ segir Gísli. -mm Elstu börn frá 2016 fá inni á leikskólum AKRANES: Skóla- og frí- stundaráð Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum í síð- ustu viku að elstu börnum í bæj- arfélaginu, sem fædd eru 2016, verði boðin dvöl á leikskóla með það að markmiði að losa um pláss hjá dagforeldrum. Þetta var ákveðið í ljósi mikils skorts á dagvistunarúrræðum í bæjar- félaginu, sem jókst enn frek- ar nú í byrjun ágúst þegar tvær dagmæður sem ætluðu að hefja starfsemi í haust heltust úr lest- inni og foreldrar níu barna urðu skyndilega án daggæslu. Í frétt á vef Akraneskaupstaðar um mál- ið segir að þessi lausn hafi verið í samvinnu við foreldra og dag- foreldra ásamt leikskólastjór- um á Akranesi. „Þeir foreldr- ar yngri barnanna sem misstu dvalarpláss hjá dagforeldrunum hafa nú fengið upplýsingar um laus pláss.“ Þá segir í fréttinni: „áfram er unnið að því að móta tillögu fyrir bæjarráð sem mið- ar að því að taka börn almennt fyrr inn í leikskóla en áður hef- ur tíðkast hjá Akraneskaupstað. Stefnt er að leggja tillöguna fyr- ir 1. september í bæjarráð Akra- ness.“ -mm Kynningarfundur í Hjálmakletti BORGARNES: Í dag, mið- vikudaginn 23. ágúst, er boðað til kynningarfundar um fyrir- hugaðar framkvæmdir og end- urbætur á húsnæði Grunnskól- ans í Borgarnesi og viðbyggingu hans. Ráðist verður í verulegar endurbætur á núverandi hús- næði ásamt því að hafist verður handa við byggingu mötuneytis og salar í viðbyggingu við skól- ann. Fulltrúi frá verkfræðistof- unni Eflu fer á fundinum yfir núverandi stöðu húsnæðisins. Því næst munu Orri árnason arkitekt og Pálmi Þór Sævars- son, formaður byggingarnefnd- ar Grunnskólans í Borgarnesi, fara yfir áætlun um endurbætur og viðbyggingu. Að lokum mun sveitarstjórn svara fyrirspurnum úr sal. Fundurinn hefst kl. 17:00 í Hjálmakletti í Borgarnesi. -kgk Við Vallarás í Borgarnesi hafa verið sett upp skilti sem minna vegfarend- ur á að umferð hrossa um götuna er óheimil. Frá þessu er greint á heima- síðu Borgarbyggðar. Í lögreglusam- þykkt fyrir sveitarfélagið er kveðið á um að umferð hrossa sé bönnuð innan þéttbýlismarka annars stað- ar en á merktum reiðvegum, nema með sérstöku leyfi eða skv. samþykkt sveitarstjórnar. „Þetta bann er árétt- að sérstaklega varðandi Vallarásinn vegna þeirrar atvinnustarfsemi sem þar fer fram. Fyrirtækið Eðalfisk- ur flutti rekstur sinn nýlega í Vall- arásinn. Starfsemi þess er mjög við- kvæm fyrir listeriusmiti sem getur m.a. borist inn í húsið með húsdýra- skít. Ef slíkt smit berst í húsið og í framleiðslu fyrirtækisins getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér fyrir fyrirtækið og rekstrar- afkomu þess,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Borgarbyggðar. „Því er skorað á alla umráðamenn hesta að virða fyrrgreindar reglur því mik- ið liggur undir að það sé gert. Með brot á þeim verður farið eftir gild- andi ákvæðum í lögreglusamþykkt Borgarbyggðar,“ segir á vef sveitar- félagsins. kgk Umferð hrossa um Vallarás óheimil Skilti við Vallarás sem minnir vegfarendur á að umferð hesta um götuna er óheimil. Ljósm. Borgarbyggð. Þróunarsvið Byggðastofnunar, í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, hefur gefið út skýrsluna Hagvöxtur landshluta 2008-2015. Nokkrar af helstu nið- urstöðum skýrslunnar eru þær að hagvöxtur á tímabilinu mæld- ist 3% á höfuðborgarsvæðinu en 6% utan þess. Mestur hagvöxtur á landinu öllu á þessu árabili var á Vesturlandi, eða 7%. Fram kem- ur m.a. að framleiðsla jókst mest á Suðurnesjum, Norðurlandi eystra og Suðurlandi, lítill vöxtur var á Austurlandi og Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum dróst framleiðsla saman á tímabilinu. Mikill hagvöxtur mældist á Vest- urlandi á árunum 2011 til 2013 og yfir allt tímabilið varð hann 7% eins og fyrr segir. Umsvif á Vestur- landi jukust bæði í sjávarútvegi og öðrum iðnaði en stóriðju og fisk- vinnslu. Fjármálaþjónusta skrapp saman eftir 2011 enda hefur bankaútibúum fækkað umtalsvert á tímabilinu og starfsfólki fækkað. Mannvirkjagerð minnkaði um tæp- an helming frá 2008 til 2010, en óx aftur hægum skrefum á seinni hluta tímabilsins. Þrátt fyrir góð- an hagvöxt breyttist íbúafjöldi lít- ið. Stóriðja er sterk á Vesturlandi, en um 7% ársverka voru í þeirri atvinnugrein árið 2015. Þá vinna um 14% í sjávarútvegi. Þrátt fyr- ir nálægð við höfuðborgarsvæðið og fallega náttúru er ferðaþjónusta ekki eins mikilvæg atvinnugrein og víða annars staðar á landinu. Um 8,5% ársverka er í samgöng- um, veitingum og gistihúsarekstri. Húsnæðisverð er svipað og annars staðar í nágrenni höfuðborgarinn- ar. Staðgreiðsluverð í sérbýli var 164 þúsund krónur á fermetrann árið 2015, eða tæp 80% af meðal- verði á landinu öllu. Eins og sést á meðfylgjandi töfl- um hefur lítilsháttar breyting orð- ið á vægi atvinnugreina á Vestur- landi milli áranna 2008 og 2015. Vægi sjávarútvegs sem hlutfalls af öllum greinum fer úr 19% árið 2008 í 21% árið 2015. Vægi stór- iðju minnkar að sama skapi, en hún er engu að síður langstærsta atvinnugreinin á Vesturlandi, eða 27% árið 2015. Vægi byggingar- starfsemi minnkar á tímabilinu en opinber þjónusta eykst lítillega. mm Helmingi meiri hagvöxtur á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu Atvinnugreinar eftir landshlutum 2015 á verðlagi þess árs. Atvinnugreinar eftir landshlutum 2008 á verðlagi þess árs. Frá 2008 til 2015 mældist mesti hagvöxtur á landinu á Vesturlandi. Hér er hamingjusöm vestlensk fjölskylda í lautarferð. Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, segir stefnt að kosn- ingu í lok nóvember eða byrj- un desember meðal íbúa Stykkis- hólmsbæjar, Helgafellssveitar og Grundarfjarðar. Þar verði athugað hvort vilji sé til sameiningar meðal íbúanna. Verði af sameiningu þess- arra þriggja sveitarfélaga á norðan- verðu Snæfellsnesi yrði kosið í nýju sveitarfélagi í sveitarstjórnakosn- ingunum næsta vor. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali Sturlu í Morgunvaktinni á Rás 1 í síðustu viku. Að sögn Sturlu verður sameigin- legur undirbúningsfundur sveitar- stjórna þessara sveitarfélaga hald- inn nú í vikunni. Sjálfur kvaðst hann hlynntur sameiningunni en árétt- aði að mikilvægt væri að horfa til framtíðaráætlana en ekki einungis rekstrarþátta eins og þeir blasa við í dag. Meta verði áhrif sameiningar- innar til langs tíma. kgk Kosið um sameiningu á Snæfellsnesi í vetur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.