Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 2017 19 Spurning vikunnar Þórarinn Páll Þórarinsson, 3. bekk: „Mér finnst sund, íþróttir og skólahlaupið skemmtilegast í skólanum. Við hlupum í kring- um Búðardal og fengum drykk þegar við komum til baka og máttum svo fara nokkra hringi í viðbót. Skólaferðalagið er líka skemmtilegt. Við þurftum að labba svolítið því rútan komst ekki alla leið út af malarvegi og hliði rétt hjá Klofningi. Við fór- um upp á Klofning. Ég hlakka líka til að hitta krakkana.“ Alexandra Agla Jónsdóttir, 3. bekk: „Það er skemmtilegast að hitta krakkana. Ég er ekki búin að hitta sum þeirra lengi. Í skól- anum er skemmtilegast að vera í myndmenntinni hjá Mæju að gera eitthvað.“ Jóhanna Vigdís Pálmadóttir, 6. bekk: „Það er gaman að hitta krakk- ana og vita í hvaða hópum maður er af því að á miðstigi eru tveir umsjónarhópar. Mér finnst skemmtilegt að læra. Íþróttirnar eru alltaf skemmti- legastar.“ „Róbert Orri Viðarsson, 1. bekk: „Ég þarf að hugsa það. Að læra stærðfræði. Ég kann næstum að reikna allt með puttunum.“ Hvað er skemmtilegast við að byrja í skólanum? SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS Fjölbrautaskóli Vesturlands (FVA) á Akranesi var settur fimmtudag- inn 17. ágúst. Móttaka fyrir nýnema var á sal skólans samdægurs og síðan fengu nemendur kynningu á skólan- um og farið var í ratleik um skólann. Ratleikurinn var tengdur við síma nemenda og mikill keppnisandi ríkti á meðan á honum stóð. Dagskránni lauk með því að öllum nýnemum var boðið í mat í mötuneyti skólans og teknar voru myndir af þeim til notk- unar í skólastarfinu og félagslífinu. Góð aðsókn í skólann ágústa Elín Ingþórsdóttir, skóla- meistari FVA, er ánægð með hversu góð aðsóknin í skólann er í ár. „Mik- il og góð aðsókn var að skólanum og helst nemendafjöldinn stöðugur á milli ára. Í skólabyrjun var nemenda- fjöldinn um 560, þar af eru rúm- lega 110 nemendur skráðir í dreif- nám, þ.e. húsasmíði, húsgagnasmíði, meistaraskóla, sjúkraliðanám og vél- virkjun. Nýinnrituðum nemendum hefur fjölgað frá því í fyrra. Mest aðsókn var á bóknámsbrautir eins og ver- ið hefur, flestir innritast á náttúru- fræðabraut. Aðsókn á opna stúdents- braut og félagsfræðabraut er svipuð. Aðsókn í húsasmíði í dagskóla hefur aukist og farið verður af stað með nýjan hóp á haustönninni,“ segir ágústa. „Eins og verið hefur er afreks- íþróttasviðið okkar vinsælt og nem- endafjöldinn þar er um 50. Lang- flestir eru í knattspyrnunni, aðrir skiptast á körfu, keilu, badminton og sund sem kemur aftur inn eftir hlé. Afreksíþróttasviðið er samstarfsverk- efni FVA, íþróttafélaga á Akranesi og Akraneskaupstaðar. Sviðið er hugs- að fyrir nemendur sem hafa stundað afreksíþróttir í töluverðan tíma og vilja hafa aukið svigrúm til að stunda íþrótt sína samhliða námi í skólan- um. Aðrar greinar sem við bjóðum nú upp á og teljast til nýjunga, eru leiklist, heimspeki og stjórnmála- fræði.“ Nánast fullsetin heimavist Þá segir ágústa að heimavist skólans sé nánast fullsetin en vistin tekur nú 60 nemendur. Kynjaskipting vistar- búa er nokkuð jöfn, drengir þó ör- lítið fleiri. Nemendurnir koma hvað- anæva af landinu en flestir frá Vestur- landi, utan Akraness. á vormánuðum var ráðist í framkvæmdir á heimavist- inni. Nýtt samverusvæði fyrir nem- endur var útbúið á heimavistinni, jafnframt því sem skólinn keypti allt innbú í eldhús, borðstofu og setu- stofu. Þannig að nú hafa nemend- ur afnot af eldhúsi og sameiginlegu rými. Einnig var haldið áfram með að endurnýja innanstokksmuni í her- bergjum vistarbúa. Reksturinn nú til fyrirmyndar Síðustu tvö og hálft ár hefur verið unnið að því að laga rekstur skólans og segir ágústa að fjárhagsstaða skól- ans sé nú góð og því verði lögð enn meiri áhersla á vinnu við skólaþróun og gæði skólastarfsins. „Fagleg mál- efni verða nú í forgrunni en mikill tími hefur farið í það að bæta fjár- hagsstöðu skólans og er rekstur hans nú til fyrirmyndar. Búið er að rétta við fjárhag skólans, greiða upp upp- safnaðan rekstrarhalla og skuld skól- ans við ríkissjóð. Hafin er vinna við endurnýjun á tækjabúnaði, aðstöðu nemenda og starfsfólks. Sá þrösk- uldur sem við mættum í ársbyrjun 2015, höfum við nú komist yfir, og því mun nú enn meiri tíma verða var- ið til að sinna persónulegum og fag- legum gildum, eins og þeim að skól- inn eigi að hafa hagsmuni nemenda í fyrirrúmi og að allir nemendur geti náð árangri, ásamt skýrri sýn á skóla- starfið. Við getum sannarlega haft nýju einkunnarorðin okkar; „jafn- rétti, virðing og fjölbreytileiki“ hér að leiðarljósi, en við munum vinna áfram með þau á næsta þjóðfundi með nemendum og starfsmönnum,“ segir ágústa. Nýr og betri tækjabúnaður fyrir málmiðngreinar Þónokkrar framkvæmdir hafa verið í skólanum í sumar og vegna góðr- ar fjárhagsstöðu voru keypt ný og fullkomin tæki í málmiðngreina- hús. „á innan við ári höfum við fjár- fest í nýjum vélbúnaði fyrir málm- iðnaðarbraut fyrir meira en 15 millj- ónir króna. Búið er að mála aðal kennslusalinn og setja inn nýja bún- aðinn sem mun stórbæta alla verk- lega kennslu í framtíðinni. Keyptur var nýr tölvustýrður CNC þriggja ása fræsari og tölvustýrður CNC rennibekkur. Með tilkomu þessara tækja, erum við að bjóða tæki á við það besta sem gerist í atvinnulífinu. Verður nú hægt að bjóða nemendum upp á frábæra aðstöðu og fjölbreytta möguleika í CNC forritun, þar sem einhver hlutur er teiknaður í hönn- unarforritum og smíðaður í þessum fullkomnu tækjum. Fyrirtæki á borð við Skagann 3X, Össur og Marel eru stöðugt að leita að tæknifólki sem hefur þekkingu til þess að vinna á svipuðum vélum og skólinn hefur nú keypt. Því má búast við að framtíðin sé björt hjá nemendum sem kjósa að læra vélvirkjun hjá FVA. Tölvukost- ur og tölvukerfi skólans hefur ver- ið endurnýjað og bætt; netbúnaður, vefþjónar og tölvur fyrir nemendur í tölvustofum. Haldið verður áfram að endurnýja tölvuaðstöðu nemenda bæði í tölvuveri og rafiðnaðardeild,“ útskýrir ágústa. Fjörutíu ára afmæli í september ágústa segist hlakka til komandi tíma í FVA og að margt spennandi sé framundan. „Það má segja að mik- ið uppbyggingarstarf hafi átt sér stað í FVA og sé áfram fyrir höndum. Unnið hefur verið að umbótaáætl- un í samræmi við niðurstöður innra og ytra mats og mun sú vinna tví- mælalaust skila sér í því að gera góð- an skóla enn betri. Starfsfólk lítur já- kvæðum augum til þessa starfs sem gefur tækifæri til skýrrar skólasýnar og breytinga sem verða nemendum, starfsfólki og öðrum hagsmunaað- ilum skólans vonandi til gæfu. Fjöl- brautaskóli Vesturlands fagnar 40 ára starfsafmæli í ár. Haldið verður upp á afmælið laugardaginn 16. septem- ber og er öllum velunnurum skól- ans boðið til þeirrar samkomu, fyrr- verandi og núverandi nemendum og starfsmönnum, foreldrum, forráða- mönnum og öðrum þeim sem vilja fagna með okkur á þessum degi. Auk þessa viðburðar verður gefið út veg- legt afmælisrit sem dreift verður á Vesturlandi og víðar. Það er von mín að við getum öll gert okkur glaðan dag í tilefni þessara merkilegu tíma- móta,“ segir ágústa að endingu. bþb Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi Bjart framundan á fjörutíu ára afmæli skólans Þjóðfundur nemenda er haldin árlega í Fjölbrautaskóla Vesturlands og var í ár unnið með gildi skólans. Ljósm. facebooksíða FVA. Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari FVA, ásamt dúx síðustu vorannar Önnu Chukwunonso Eze. Ljósm. Myndasmiðjan. Í vor var tekið til notkunar samverusvæði á heimavist skólans. Ljósm. facebooksíða FVA. (spurt í Dalabyggð)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.