Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 201718 Spurning vikunnar Matthías Bjarmi Ómarsson, 4. bekk: „Eignast nýja vini.“ Arna Rún Guðjónsdóttir, 4. bekk: „Að hitta vini mína.“ Maron Logi Brynjarsson, 2. bekk: „Að fara í smíði.“ Ólöf Ívarsdóttir, 2. bekk: „Heimilsfræði.“ Hvað er skemmtilegast við að byrja í skólanum? (Spurt í Heiðarskóla) Herdís María Vilbergsdóttir, 4. bekk: „Það verður gaman að byrja í skólanum og skipuleggja vetur- inn.“ Sædís Rún Heiðarsdóttir, 8. bekk: „Það verður gaman að kom- ast í rútínu og gott að fara í unglingadeildina og hitta alla krakkana.“ Kristófer Máni Atlason, 8. bekk: „Að fara í íþróttir og hitta vin- ina.“ Matthías Daði Gunnarsson, 6. bekk: „Að leika við krakkana og fara í íþróttir og stærðfræði.“ Hvað er skemmtilegast við að byrja í skólanum? (spurt í Snæfellsbæ) Spurning vikunnar „Það eru 90 nemendur skráðir í skólann í vetur og er það fækkun sem nemur fjórum nemendum frá fyrra ári. Það er því nokkuð stöð- ugur nemendafjöldinn hjá okkur,“ segir Hlöðver Ingi Gunnarsson, skólastjóri Auðarskóla í Búðardal, í samtali við Skessuhorn. Skólinn var settur í gær, þriðjudaginn 22. ágúst og kennsla hófst samkvæmt stundaskrá í dag, miðvikudag- inn 23. ágúst. Við grunnskólann eru 15 starfsmenn í mismunandi stöðuhlutföllum. „Það er mannað í allar stöður,“ segir Hlöðver. Áhersla á lestur Spurður hvort einhverjar sérstak- ar áherslur verði í náminu í vet- ur svarar Hlöðver því játandi. „Í vetur er mikil áhersla lögð á lest- ur. Nemendur frá 1. bekk og upp í 10. bekk fá lestrardagbók þar sem ítarlega er fylgst með lestri nem- enda,“ segir skólastjórinn. „Einn- ig er skólinn kominn langt á veg með að innleiða nýtt einkunna- kerfi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskólanna,“ bætir hann við. „Auðarskóli er teymiskennslu- skóli og býður það upp á mikil tækifæri til að samræma og skapa fjölbreyttari kennsluhætti,“ segir Hlöðver. Í vetur verður sú breyting frá fyrra ári að nemendum Auðar- skóla verður boðið upp á ókeypis ritföng og námsgögn. Dalabyggð bætist þar með í hóp þeirra sveit- arfélaga á Íslandi sem hyggjast leggja nemendum til ritföng og námsgögn. „Þá erum við einnig að breyta tímasetningum á skóla- akstri til þess að geta aukið við tómstundastarfið,“ segir Hlöðver að endingu. kgk/ Ljósm. úr safni. sm. SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS Laugargerðisskóli var settur í gær, þriðjudag, og hefst kennsla sam- kvæmt stundaskrá í dag miðviku- daginn 23. ágúst. Laugargerð- isskóli er samrekinn grunn- og leikskóli. „Í vetur verða 16 nem- endur í grunnskóladeildinni og átta í leikskóladeildinni. Fjöld- inn í grunnskólanum hefur hald- ist nokkuð stöðugur undanfarin ár og hið gleðilega er að börnum er að fjölga í leikskólanum okk- ar,“ segir Ingveldur Eiríksdótt- ir skólastjóri í samtali við Skessu- horn. „Við skólann eru um það bil 3,5 stöður kennara auk skólastjóra. á leikskóladeildinni eru um tvö stöðugildi. Við skólann eru einnig stuðningsfulltrúi og um hálf staða skólaliða. Enn á eftir að ráða í eina stöðu umsjónar- og íþróttakenn- ara,“ segir hún. Sú breyting hefur orðið á starfi Laugargerðisskóla frá síðasta vetri að Ingveldur tók við sem skóla- stjóri af Kristínu Björk Guð- mundsdóttur, sem hafði gegnt starfinu undanfarinn áratug. „Nýr skólastjóri hefur tekið við og ætli það gildi ekki nú sem fyrr að með nýju fólki komi eitthvað af nýjum siðum. Auk þessa verður við skól- ann ráðinn nýr kennari - þegar hann finnst,“ segir Ingveldur. Kröftugt skólastarf Aðspurð um helstu áherslur í skóla- starfinu segir hún að unnið verði að því að móta læsistefnu skólans. „Auk þess sem áhersla verður lögð á fjöl- breytta kennsluhætti og skapandi starf. Skólinn starfar í anda jákvæðs aga og er heilsueflandi skóli. Megin- áhersla verður hér eftir sem hingað til á velferð og vellíðan allra þeirra sem starfa við skólann, barna sem fullorðinna,“ segir hún. „Í Laugar- gerði er kröftugt skólastarf og við erum stolt af skólanum og nemend- um okkar. Við lítum á fámennið sem tækifæri til þess að gera enn betur og möguleikarnir eru svo sannarlega til staðar enda skólinn vel búinn og við njótum þess að hafa íþróttahús og sundlaug rétt handan við horn- ið, auk þessarar frábæru náttúru sem umlykur okkur, allt um kring,“ segir Ingveldur að lokum. kgk/ Ljósm. Laugargerðisskóli. Laugargerðisskóli í Eyja- og Miklaholtshreppi „Við lítum á fámennið sem tækifæri“ Nemendur í 3. bekk Laugargerðisskóla í gönguferð á vordögum. Nemendur Laugargerðisskóla tóku til hendinni á Norræna strandhreinsunardeg- inum í maíbyrjun. Auðarskóli í Búðardal „Tækifæri til að skapa fjölbreyttari kennsluhætti“ Nemendur unglingastigs Auðarskóla tóku þátt í nýsköpunarsmiðju um ferðamál í Dölum í vetur. Hálfgert prjóna- og heklæði greip um sig í Auðarskóla síðasta vetur. Hér sjást nemendur á yngsta stigi við hannyrðirnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.