Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 201710 Í upphafi þessa árs urðu tíma- mót hjá Andrési Konráðssyni þeg- ar hann tók að nýju við starfi fram- kvæmdastjóra Loftorku Borgarnesi ehf. Þá voru rétt tíu ár liðin frá því hann kvaddi vinnustaðinn og hélt til annarra verkefna úti í heimi. Í lok síðasta árs keypti Steypustöð- in í Reykjavík starfsemi Loftorku í Borgarnesi af fyrri eigendum, feðgunum Óla Jóni Gunnarssyni og Bergþóri Ólasyni. Steypustöð- in stofnaði nýtt hlutafélag utan um reksturinn, keypti húsakost, vél- búnað, tæki og birgðir og yfirtók jafnframt óframkvæmda verksamn- inga. Ólafur Sveinsson stjórnar- formaður Steypustöðvarinnar kom með Andrési að endurreisn fyrir- tækisins sem starfandi stjórnarfor- maður Loftorku Borgarnesi. Í dag sjá þeir fram á bjarta tíma í fram- leiðslu húseininga í Borgarnesi og að fjöldi starfsmanna gæti far- ið í 135-140 innan tíðar. Verkefni í einingaverksmiðju duga nú fram til páska á næsta ári, sem verður að teljast gott. Tók á að verða þjónn en ekki eigin herra Sest er niður með Andrési á skrif- stofunni í Borgarnesi, þeirri sömu og frumkvöðullinn Konráð Andr- ésson faðir Andrésar hafði í ára- tugi meðan hann stýrði Loftorku. Andrés viðurkennir fúslega að það hafi tekið sig tíma að venjast því að vera einungis starfsmaður, en ekki jafnframt eigandi. „Persónulega var þetta býsna erfitt í upphafi, eftir að hafa komið að rekstri Loftorku sem framkvæmdastjóri og einn af eigendum. Raunar var ég í hálf- gerðri tilvistarkreppu fyrst í stað og það reyndist mér gott að hafa Ólaf Sveinsson mér við hlið til að slípa hlutina til þarna í byrjun ársins. Hlutverk Óla var að samþætta þarf- ir Steypustöðvarinnar og Loftorku og leggja grunn að sterkri heild fyr- irtækjanna. Nú þurfti ég allt í einu að fara eftir því sem aðrir ákváðu og sögðu. Þetta var handleggur, en er að venjast,“ viðurkennir Andrés. Endurskilgreind starfsemi Hann segir að fyrir ýmsa aðra starfsmenn innan fyrirtækisins hafi þetta einnig reynst talsvert breyttar aðstæður sem þurfti sinn tíma að venjast. „Það tók sinn toll fyrir ýmsa hér innandyra að venj- ast því að við vorum orðið dótt- urfyrirtæki annars stærra fyrir- tækis suður í Reykjavík. Nú vor- um við hins vegar orðnir hluti af starfsemi heildar sem sameinuð er miklu öflugri en við gátum orðið ein og sér hér í Borgarnesi. Í upp- hafi þurftum við að endurkilgreina verkferla og vinnufyrirkomulag og er sú vinna í raun ekki búin ennþá, en vel á veg komin. Það sem hef- ur þó auðveldað vinnuna er að það er mikil þensla í þjóðfélaginu og því hefur þetta ár verið mjög skemmtilegur tími til að standa í svona verkefni. Einingafram- leiðslan öll er farin að ganga mjög vel og þar erum við að auka við framleiðslugetuna með að fjölga borðum, eða fletum sem steypt er á. Við erum því enn í miklum stækkunarfasa. Hins vegar vant- ar okkur að auka söluna í rörum og erum þar í harðri samkeppni við rör úr plasti. Rörasteypan er því með ónýtta framleiðslugetu.“ Andrés segir að byrjað sé að fram- leiða í fyrrum Mjólkursamlags- húsinu sunnan við þjóðveginn en þar eru steyptir stigar, plötur og aðrir húshlutar sem krefjast minni lofthæðar en í framleiðslurýminu norðan Snæfellsnesvegar. Stefna á frekari fjölgun starfsmanna Í þeirri þenslu sem einkennt hefur allt þetta ár í byggingaiðnaði hér á landi segir Andrés að skortur á mannafla hafi verið helsta vandamál Loftorku. Ekki síst hefur íbúðarhúsnæði skort í Borg- arnesi til að hægt væri að ráða nógu marga til framleiðslunnar. „Við brugð- um á það ráð að kaupa þrílyft eldra hús í Borgarnesi; Þórólfsgötu 10A. Meiri- hluti þeirra starfsmanna sem við fáum nýja inn eru erlendir og nær allt Pól- verjar. Okkar reynsla er að það borgi sig ekki að blanda mörgum þjóðern- um saman. Það er ánægjulegt að marg- ir af þeim sem unnu hjá fyrirtækinu á þensluskeiðinu í upphafi aldarinnar hafa verið að snúa til okkar aftur. Nú eru 114 starfsmenn hjá Loftorku Borg- arnesi og okkar áætlanir gera ráð fyrir að þeir verði 135-140 til að við náum að fullnýta framleiðslugetuna.“ Sameinuð standa fyrirtækin betur Andrés segir að með nánu samstarfi við Steypustöðina, eiganda fyrirtæk- isins, náist fram ýmis hagkvæmni. Þannig er gæðamálunum stýrt úr Reykjavík sem og markaðsmál- unum öllum. „Helsti kostur þessa nána samstarfs við Steypustöðina er það góða tengslanet sem Steypu- stöðin hefur náð að byggja upp í gegnum tíðina. Við leggjum áherslu á að þjóna vel þeim viðskiptavinum sem komust í gegnum hrunið án þess að fara flatt. Við erum því með mörg vel rekin fyrirtæki í viðskipt- um.“ Hann kveðst vænta þess að Loftorka verði rekin sem sjálfstæð eining um einhvern tíma, en úti- lokar þó ekki að aukin samþætting og samstarf við Steypustöðina gæti leitt til sameiningar fyrirtækjanna síðar. „Markmiðið er náttúrlega að efla fyrirtækin sem heild og skapa sterka stöðu á markaði. Það eru góðir tímar framundan í íslensk- um byggingaiðnaði og þessi starf- semi hér í Borgarnesi er ekki að fara neitt. Mitt mat er að Loftorka er markaðslega sterkari en hún var fyrir sameiningu við Steypustöð- ina. Hér er engu að síður byggt á 55 ára gamalli reynslu sem ég geri ekki lítið úr,“ segir Andrés að end- ingu. mm „Þetta fyrirtæki er ekki að fara neitt“ -Segir Andrés Konráðsson framkvæmdastjóri Loftorku Borgarnesi Andrés Konráðsson kom að nýju til starfa hjá Loftorku réttum áratug eftir að hann hafði kvatt sinn gamla vinnustað. Aftan við hann sjást húseiningar sem bíða flutnings á byggingarstað. Húseining vélslípuð á fleti. Einingarnar snyrtar meðan steypan er óhörðnuð. Loftorkurör bíða hér í stöflum. Fjær sést íbúðabyggðin í Holtahverfinu í Borgarnesi. Horft fram eftir húsnæði þar sem framleiddar eru ýmsar einingar í loft og gólf.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.