Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Síða 21

Skessuhorn - 23.08.2017, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 2017 21 Mánudaginn 21. ágúst hófst skóla- starf vetrarins í Landbúnaðarhá- skóla Íslands á Hvanneyri hjá bú- fræði- og háskólanemum en garð- yrkjunemar hefja nám mánudag- inn 28. ágúst. Um 370 nemendur eru skráðir í skólann í ár og skipt- ist nemendafjöldi svo; 183 í starfs- menntanám, 139 í BS námi og 42 í framhaldsnámi; flestir á meistara- stigi en fáeinir í doktorsnámi. Við skólann starfa rúmlega 80 manns og eru mannabreytingar ekki mikl- ar frá síðasta vetri. Karen Björg Gestsdóttir er nýr kennari í bú- fræðideildinni og Kristín Péturs- dóttir er nýr lektor í umhverfis- skipulagi. Þá kemur Hamid Khaza- ei til starfa um áramót sem lektor í jarðrækt. „Búfræðin er fjölmenn- ust af starfsmenntabrautunum og búvísindin í BS náminu. Í endur- menntunardeild er námsbrautin Reiðmaðurinn fjölmennust en þar stunda 74 nemendur nám í fjór- um hópum, tveir í Borgarnesi, einn í Mosfellssveit og einn á Króki í ásahreppi,“ segir Björn Þorsteins- son, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, í samtali við Skessuhorn. Jarðrækt vaxandi grein Aðspurður segir Björn að engar meiriháttar breytingar verði á starf- semi skólans á næstunni þó það sé alltaf einhver þróun. „Ljóst er að leigusamningur um Mið-Fossa fer að renna út og áformað er að byggja einfaldari aðstöðu á Hvanneyri til þeirrar kennslu sem þar hefur farið fram. Þá eru vaxandi umsvif í jarð- ræktartilraunum á Hvanneyri eftir nokkra lægð í þeim efnum á liðnum misserum, en skólinn eignaðist nýja tilraunareitasláttuvél á liðnum vetri sem stórbætir möguleika í jarð- ræktartilraunum. Þá fékkst fjárveit- ing á síðustu fjárlögum til að fara í umfangsmikið viðhald og viðgerðir á húsum skólans á Reykjum og er það verk hafið,“ segir Björn. Nánd skólans við náttúruna er mikil og hjálpar það töluvert við þá kennslu sem fram fer í skólan- um. „Viðfangsefni skólans eru líf- ið og landið og til þeirra verkefna er skólinn vel staðsettur og getur boðið óvenjugóða nánd við við- fangsefnin m.a. í námsþáttum sem tengjast vettvangi beint í verk- legum námskeiðum. Þar má t.d. nefna sumarnámskeið og náms- þætti sem nýta náttúruna í kring- um skólann eða búreksturinn á staðnum. Skólinn er sá eini sem við vitum um að sé staðsettur í miðju fuglafriðlandi s.k. Ramsarsvæði sem er alþjóðlega viðurkennt sem mikilvæg náttúruverndarsvæði.“ Enn óljóst með nýjan rektor Björn Þorsteinsson baðst eftir lausn frá starfi rektors fyrr á þessu ári vegna persónulegra ástæðna. Ekki náðist að ráða inn rektor fyr- ir skólaárið sem nú var að hefjast. Eini umsækjandinn sem hafið var viðræður við í vor gat ekki tekið við starfinu innan settra tímamarka. Starfið mun því verða auglýst að nýju. „Eins og staðan er nú er verð ég áfram í starfi rektors á meðan leitað er að nýjum rektor. Háskóla- ráð og ráðherra eru að kanna þann möguleika hvort hægt sé setja tíma- bundið nýjan rektor þar sem um- sóknarferli í störf sem þetta geta verið mjög tímafrek. Tímasetning mannaskipta í embættinu er því enn óljós eins og staðan er nú. Ég held því áfram mínu striki meðan annað kemur í ljós og sinni starf- inu af fullum hug. Það er spenna og gleði fyrir komandi skólaári og skólinn fer vel af stað,“ segir Björn að endingu. bþb Landbúnaðarháskóli Íslands Nándin við viðfangsefnið óvenjugóð SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS Björn Þorsteinsson er sem stendur rektor Landbúnaðarháskóla Íslands en hann sagði starfi sínu lausu fyrr á árinu, enn á þó eftir að finna eftirmann hans. Nýnemar fóru í upphafi viku í gönguferð með brautastjórum sínum og heimsóttu m.a. Hvanneyrarbúið. Ljósm. lbhí. Frá spurningarkeppninni Viskukýrin sem nemendafélags skólans hélt fyrr á þessu ári. Logi Bergmann Eiðsson var spyrill. Ljósm. Nemendafélag LbhÍ á facebook. Frá Skeifudeginum í LbhÍ í ár sem er uppskeruhátíð í reiðmennsku við skólann. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.