Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 2017 25 Arctic Trucks Kletthálsi 3 110 Reykjavík sími 540 4900 info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is EXPLORE WITHOUT LIMITS ® Vandaðar plasthlífar á flestar gerðir bifreiða sem hlífa bílnum gegn grjótkasti og varna lakkskemmdum. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er! • Húddhlífar • Gluggavindhlífar • Ljósahlífar PLASTHLÍFAR Um er að ræða fulla stöðu. Við leitum að skapandi og framsæknum kennara sem hefur áhuga á fjölbreyttum kennsluháttum. Gott og ódýrt húsnæði er í boði á staðnum. Við hvetjum alla áhugasama um vinnu með börnum og fullorðnum til að sækja um. Til greina kemur að ráða leiðbeinanda berist ekki umsókn frá kennara með full réttindi til kennslu við grunnskóla. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 2017. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Ingveldur Eiríksdóttir, í síma 856-0465 eða í tölvupósti. Vinsamlegast sendið umsóknir með upplýsingum um umsækjanda rafrænt á netfangið skolastjori@laugargerdisskoli.is Laugargerðisskóli er öflugur samrekinn leik- og grunnskóli með 25 nemendur. Hér nýtum við okkur jákvæðan aga og erum heilsueflandi skóli. Áhersla er á einstaklingsmiðaða kennsluhætti þar sem áhugi, frumkvæði og styrkleikar hvers og eins eru nýttir í leik og starfi. Gott samstarf er við aðra skóla, bæði á Snæfellsnesi og í Borgarbyggð. Á staðnum er gott íþróttahús og sundlaug auk dásamlega fallegrar náttúru. Löngufjörur eru rétt fyrir neðan skólann, Eldborg blasir við að ógleymdum öðrum gígum og formfögrum fjöllum Snæfellsness, vötnum, ám og fossum. Laugargerðisskóli í Eyja og Miklaholtshreppi auglýsir eftir íþróttakennara og umsjónarkennara á miðstigi SK ES SU H O R N 2 01 7 Samkvæmt heimildum Skessuhorns stóð til í dag, miðvikudag, að mal- bika í Búðardal. Er það Hlaðbær- Colas sem annast verkið en Kol- ur hefur undirbúið það. Nú verð- ur Vesturbraut malbikuð frá gatna- mótum við Brekkuhvamm og að gatnamótum við Sunnubraut, en um þennan hluta sér Vegagerð- in enda þjóðvegur í gegnum þétt- býli. Þá lætur Dalabyggð m.a. mal- bika Fjósabraut til að hún verði betur afmörkuð vörubílastæði, en Fjósabraut liggur frá Vesturbraut, framhjá Blómalindinni og að Fjós- um. Loks munu nokkur fyrirtæki og einstaklingar nýta tækifærið og láta lagfæra bílastæði við hús, með- al annarra MS, Samkaup, N1 og Kastalinn. mm Malbikað í Búðardal í vikunni Vesturbraut í Búðardal þar sem til stendur að yfirleggja malbik í þessari viku. Ljósm. sm Trausti Eiríksson sem býr og starfar í Lækjarkoti, skammt ofan við Borg- arnes, skrifaði í síðustu viku harð- ort bréf til sveitarstjórnar Borgar- byggðar vegna fyrirætlana sveitar- stjórnar um að setja í ferli undirbún- ing að skotæfingasvæði í nágrenni Einkunna og jarðar hans. Staða þess máls er sú að sveitarstjórn hef- ur ákveðið að opna þann möguleika að í nýju aðalskipulagi verði gert ráð fyrir skotfæfingasvæði með ákveðn- um reglum um hljóðdeyfa og fleira. Þar með er ekki sagt að af skotæf- ingasvæði verði þar sem skipulag er til þess fallið að allir hagsmunaaðil- ar geti gert athugasemdir áður en til samþykkis þess kemur. Trausti Eiríksson rekur vélsmiðj- una Traust en auk þess leigir hann út gistirými í smáhýsum á jörð sinni og telur skotæfingasvæði í næsta ná- grenni gera það að verkum að sjálf- hætt yrði með slíka starfsemi. Hann telur auk þess að sveitarstjórn ætti, fremur en undirbúa gerð skipulags, að beina kröftum sínum í að flýta ljósleiðaravæðingu í dreifbýli enda góð nettenging forsenda fyrir nú- tíma atvinnurekstri. mm Átelur sveitarstjórn vegna fyrirætlana um skotæfingasvæði Dagana 25.-27. ágúst fer fram há- tíðin Hvalfjarðardagar með veg- legri dagskrá. Hátíðin hefur verið haldin frá 2008 en frá 2012 í þeirri mynd sem hún er í dag. „Hátíð- in hefur vaxið og dafnað í gegnum árin. Fyrst var um að ræða einn dag en nú er þétt dagskrá alla helgina. Í ár verður hátíðin blanda af hefð- bundnum dagskrárliðum og nýjum. Hátíðin hefur alltaf verið hugsuð sem endahnúturinn á sumrinu og lagt er upp með að sveitungar sam- einist og skemmti sér saman á fjöl- skylduvænni hátíð en að sjálfsögðu bjóðum við alla velkomna að gleðj- ast með okkur,“ segir ása Líndal forsvarsmaður Hvalfjarðardaga í samtali við Skessuhorn. Dagskrá Hvalfjarðardaga er fjöl- breytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Alla helgina verður ljósmyndasamkeppni þar sem þem- að verður gleði og náttúra í Hval- fjarðarsveit. Þeir sem taka þátt í keppninni þurfa að senda myndirn- ar á heimasíðu hátíðarinnar (hval- fjardardagar@hvalfjardarsveit.is) og verður tilkynnt um sigurvegara eftir úrskurð dómara í lok hátíðar- innar. Það verður einnig keppni um best skreyttu heimreiðina í sveit- inni og dómnefnd verður á sveimi um helgina til að velja sigurvegara í þeirri keppni. á föstudaginn býður Laxárbakki til veislu þar sem lambakjöt verður á grillinu og fólki gefst tækifæri að skoða aðstæður á staðnum, en ný- lega tóku nýir eigendur við rekstr- inum. Þá sýna BMX-brós listir sín- ar að Hlöðum áður en slegið verður upp sundlaugarpartýi. Laugardagurinn hefst með gönguferð með leiðsögn Petrínu Helgu Ottesen úr Grafardal um Síldarmannagötur niður í Hval- fjörð. Gengnir verða 13,5 kílómetr- ar og er áætlað að gangan taki um fjórar klukkustundir. Þá stendur Sjóbaðsfélag Akraness fyrir svoköll- uðu Helgusundi þar sem synt verð- ur úr Geirshólma í land í Helguvík. Sundið er kennt við Helgu konu Harðar Grímkelssonar sem Harð- ar saga og Hólmverja er kennd við. Segir í sögunni að hún hafi synt úr Geirshólma að landi og gengið yfir í Skorradal með tvo drengi sína á flótta. Opið hús verður hjá hesta- leigu Draumhesta í Steinsholti og teymt verður undir börnum. Einn- ig verður Hernámssetrið opið. á Þórisstöðum verður svo heilmikil dagskrá þar sem m.a. verður stóri sveitamarkaðurinn þar sem til sölu verður fallegt handverk og góður matur, Leikhópurinn Lotta kem- ur fram, trúbador verður á svæð- inu ásamt vatnsrennibraut og keppt verður í traktoraþrautabraut. Dag- skránni á laugardaginn lýkur svo með tónleikum Fjárlaganefndar- innar í Hallgrímskirkju í Saurbæ. á sunnudaginn verður opið hús í skógræktinni álfholtsskógi og Vatnaskógur býður fólki í heim- sókn þar sem verður mikið húll- umhæ. Hvalfjarðardögum lýkur svo með stofutónleikum á Skipa- nesi þar sem ásta Marý Stefáns- dóttir mun flytja uppáhaldslögin sín. „Það hefur verið gaman að taka þátt í skipulagningu Hvalfjarðar- daga. Það hafa allir verið jákvæð- ir og hjálpsamir sem maður hefur haft samband við varðandi hátíð- ina. Maður finnur að það er kom- in tilhlökkun í fólk fyrir komandi helgi og ég býst við að það verði mikið líf og fjör í sveitarfélaginu um helgina,“ segir ása að endingu. bþb Hvalfjarðardagar verða haldnir um helgina Frá Hvalfjarðardögum í fyrra, en þá var m.a. opið í nýja fjósið í Hvítanesi. Ljósm. kgk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.