Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 201722
SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS
Um síðastliðna helgi hófst skólaár
Háskólans á Bifröst með nýnema-
dögum og var skipulögð dagskrá fyr-
ir nýnema frá fimmtudegi til laugar-
dags. Grunn- og meistaranemar sem
og nemendur í Háskólagátt hófu sitt
skólaár um helgina. Reiknað er með
svipuðum fjölda nýnema og í fyrra,
eða um 220 nemendum. Nýjum
meistaranemum við skólann fjölg-
ar töluvert, úr um 70 í fyrra í 100 í
ár. „Meistaranámið við Háskólann á
Bifröst er í sókn en meistaranemar
eru yfirleitt fólk sem tekur nám með
fullri vinnu og er að ná sér í aukna
þekkingu fyrir sín störf. Nýju náms-
greinarnar í meistaranáminu sem
kynntar voru á þessu ári eru forysta
og stjórnun með áherslu á mann-
auðsstjórnun, markaðsfræði og við-
skiptalögfræði. Þær hafa allar fengið
góðar viðtökur og skýra fjölgunina
í meistaranáminu. Samkeppnin við
vinnumarkaðinn er samt greinilega
að harðna sem kemur fram í að færri
koma í grunnnám og Háskólagátt.
Eftir því sem staðan á vinnumark-
aðnum hefur batnað er greinilegt að
færri vilja staldra við, hætta að vinna
eða minnka við sig, og hefja nám á
ný,“ segir Vilhjálmur Egilsson, rekt-
or Háskólans á Bifröst, í samtali við
Skessuhorn.
Undirbúa sókn í námi fyrir
erlenda nemendur
Vilhjálmur segir margt vera í gangi
innan skólans og ýmsar nýjungar lit-
ið dagsins ljós undanfarin ár sem eru
spennandi. „Miklar nýjungar hafa
verið innleiddar í skólanum á und-
anförnum árum. Yfir 70% af nem-
endum í háskóladeildunum sem inn-
ritast nú eru að hefja nám sem ekki
var til staðar skólaárið 2013-2014.
Alþjóðlegi sumarskólinn starfaði
í annað skipti nú í júlímánuði og
framundan er að undirbúa frekari
sókn í námi fyrir erlenda nemendur.
Endurskipulagning á fjárhag íbúða-
félaga á Bifröst hefur verið í vinnslu
og nú verða væntanlega tímamót í
þeim efnum þegar nýir aðilar eign-
ast Sjónarhól og hótelhæðirnar í
Hamragörðum. Væntanlega mun
hótelreksturinn skipta um hendur
og uppbygging hans halda áfram af
enn meiri krafti.“
Nokkur breyting hefur einnig
orðið á starfsliði við skólann sem
og nýtingu þess. „Það hefur orðið
fækkun í starfsliðinu á Bifröst þar
sem ekki hefur verið ráðið í störf
þeirra sem hættu eða fóru tíma-
bundið til annarra starfa. Meira
verður um stundakennslu en áður.
Nýtt launakerfi fyrir akademíska
starfsmenn var tekið upp á árinu
og nýting starfsliðs er betri en
áður. Þannig lækkar launakostn-
aður á árinu þrátt fyrir 6% hækk-
un launa um mitt ár,“ útskýrir Vil-
hjálmur.
Sameining þyrfti að efla
skólastofnanir
Töluverð umræða hefur skapast í
samfélaginu síðustu ár varðandi sam-
einingu háskóla á Íslandi. Sitt sýnist
hverjum í þeim málum en Vilhjálmur
segir mikilvægt að ef til sameiningar
kæmi þyrfti það að vera á grundvelli
þess að efla skólana en ekki í sparn-
aðarskyni. „Háskólinn á Bifröst hefur
haft sama hlutverk og Samvinnuskól-
inn hafði við stofnun hans 1918 sem
er að mennta fólk til forystustarfa í
atvinnulífinu og samfélaginu. Þetta
skapar skólanum ákveðna sérstöðu. Í
skólann sækir gjarnan fólk sem hef-
ur tekið sér hlé frá námi og öðlast
reynslu á vinnumarkaðnum. Nem-
endur koma í skólann til að ná lengra
í lífi og starfi og eflast sem einstak-
lingar sem styrkja atvinnulífið og
bæta samfélagið. Það hafa verið um-
ræður oftar en einu sinni á undan-
förnum árum um sameiningu við
aðra háskóla sem hafa ekki leitt til
slíkrar niðurstöðu. Meginatriðið þarf
að vera að sameining sé til þess að
efla starfsemi þeirra sem renna sam-
an og sækja fram en ekki að búa til
virki til að verjast niðurskurði. Fag-
leg og fjárhagsleg samkeppni og fjöl-
breytni innanlands er nauðsynleg til
þess að íslenska menntakerfið geti
staðið sig á alþjóðlegan mælikvarða.
Þetta er lögmál sem gildir jafn um at-
vinnugreinar og rekstur í mennta- og
heilbrigðiskerfunum.“
Yfirgnæfandi meirihluti
í fjarnámi
Ein af sérstöðum Háskólans á Bifröst
er fjarnámskennsla skólans en yfir-
gnæfandi meirihluti nemenda skól-
ans stundar fjarnám. Vilhjálmur seg-
ir skólann sífellt vera að leita leiða
til að bæta þátt fjarnámsins. „Þró-
unin til fjarnáms heldur áfram og
meistaranámið er alfarið í fjarnámi.
Um og yfir 80% nemenda eru nú í
fjarnámi. Staðnám og fjarnám eru í
sjálfu sér sama námið en sérstakar
kennslustundir hafa verið á Bifröst
þegar nægilega margir staðnemar
hafa skráð sig í námskeið. Við erum
markvisst að auka gæði fjarnámsins.
á síðasta skólaári var gert sérstakt
átak til að auka gæði netfyrirlestra í
viðskiptadeildinni og á þessu skóla-
ári verður samsvarandi átak gert í
Félagsvísinda- og lagadeild. Innleið-
ing nýrrar og betri tækni er viðvar-
andi verkefni og ný skref verða vænt-
anlega stigin á komandi mánuðum,“
segir Vilhjálmur.
Aldarafmæli á næsta ári
Háskólinn á Bifröst fagnar aldaraf-
mæli á næsta ári og er undirbúning-
ur frá þau tímamót hafin. Afmælið
mun lita allt næsta ár hjá háskólan-
um. „Sérstök nefnd starfar að und-
irbúningi viðburða á afmælisárinu
en þeim verður dreift yfir árið. Við-
burðadagatalið verður kynnt þegar
líða fer á haustið,“ segir Vilhjálmur
sem segist hlakka til skólaársins.
„Skólaárið leggst mjög vel í okk-
ur. Nám og kennsla í skólanum og
stjórnsýsla hans hafa fengið stað-
festingu á gæðum frá Gæðaráði ís-
lenskra háskóla. Skólinn hefur verið
að breytast ört á undanförnum árum
og frekari breytingar eru framundan.
Skólinn hefur sýnt ótrúlega aðlögun-
arhæfni í tímum mikilla breytinga
í samfélaginu og það eru sannar-
lega spennandi tímar framundan
í skólanum þegar hann siglir inn í
aðra öldina í sögu sinni,“ segir Vil-
hjálmur að endingu. bþb
Háskólinn á Bifröst
„Spennandi tímar framundan í skólanum
þegar hann siglir inn í aðra öldina í sögu sinni“
Vilhjálmur Egilsson við útskrift úr Háskólanum á Bifröst í júní síðastliðnum. Ljósm. James Einar Becker.
Eitt af aðalsmerkjum BA og BS náms við Háskólann á Bifröst eru misserisverkefni
sem nemendur vinna að í hópum. Áhersla er lögð á að tengja verkefnin við
raunverulegar áskoranir atvinnulífs og samfélags. Ljósm. af Facebook HB.
Í sumar var í annað sinn haldinn alþjóðlegur sumarskóli á vegum Háskólans
á Bifröst. Vilhjálmur segir að skólinn stefni á að fara í frekari sókn í námi fyrir
erlenda nemendur. Myndin er tekin við Glanna. Ljósm. úr safni Skessuhorns.
Um síðastliðna helgi voru haldnir nýnemadagar í Háskólanum á Bifröst. Ljósm. James Einar Becker.