Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Samfélag allra Haustinu fylgir upphaf skóla hvarvetna um landið. Í blaðinu okkar í dag lítum við yfir sviðið, allt frá grunnskólum á Vesturlandi til háskólanna í landshlutunum. Það er ánægjulegt að sjá að skólafólk hvarvetna er að koma býsna jákvætt úr sumarleyfinu og hlakkar til starfsins framundan. Víðast hvar virðist hafa gengið vel að manna stöður og er það vel. Fyrir flesta nemendur er það tilhlökkunarefni að setjast að nýju á skólabekk, hitta fé- lagana og takast á við verkefni komandi missera. En þessi tilhlökkun er ekki hjá öllum. Ég hef vissu fyrir því að fyrir marga er þetta tími kvíða þar sem þeir hafa ekki endilega þá reynslu í farteskinu að geta leyft sér að trúa að ákveðnir hlutir hafi breyst. Hin illvíga ógn sem einelti er getur verið þeim þrúgandi. Af þessum sökum vil ég hvetja foreldra og forráðamenn barna og ung- linga, skólasamfélagið og að sjálfsögðu ungmennin sjálf til að ræða þessi mál opinskátt. Hvetja til þess að þetta haust og komandi vetur verði mann- gæska og náungakærleikur í hávegum hafður. Ef viðkomandi sér einhvern sem á erfitt með að eignast vini eða mynda tengsl, eða einhvern sem er strítt af því að hann eða hún er feiminn, öðruvísi, eða ekki klæddur sam- kvæmt einhverju tískunormi, þá þarf að sýna hugrekki. Það hugrekki er hægt að sýna einstaklingi á skólalóðinni með því einfaldlega að heilsa. Fyrir einstakling sem er lítill í sér og einn, getur eitt „Hæ“ verið gulls ígildi. Ég tala nú ekki um stuttar samræður á vinsamlegum nótum, bros eða hlýja. Einelti er skilgreint þegar einstaklingur verður fyrir endurteknu og lang- varandi áreiti og á erfitt með að verjast því. Birtingarmyndir eineltis geta verið af margvíslegum toga, bæði duldar og sýnilegar. Nútíma einelti fer þannig oft fram í gegnum tölvur, snjalltæki og samskiptamiðla en getur auk þess falist í félagslegri útskúfun eða einangrun þannig að meira beri á því. Barn sem verður fyrir útskúfun er ekki fullgildur þátttakandi í hópi eða samfélagi og einangrast því fljótt, er ekki með í félagsskap eða í leik og er sjaldan eða aldrei valinn í lið. Fær jafnvel ekki boð í afmæli. Auðvitað getur einelti einnig verið miklu beinskeyttara og sýnilegra, svo sem með baktali og sögusögnum, særandi ummælum, niðurlægingu, jafnvel frelsissviptingu, veðmætastuldi, eignatjóni eða líkamsmeiðingum. Umræða hefur aukist um einelti á liðnum árum og vissulega holar drop- inn steininn. Ég er því fullviss um að vitund skólafólks og almennings hefur aukist um þá vá sem einelti er. á liðnum árum hef ég fylgst með þessum málum og sótt mér fræðslu um þessi mál. Aldrei gleymi ég besta fyrir- lestri um þessi mál sem ég hef farið á. Þannig vildi til að sem blaðamaður fór ég sama kvöldið til að taka ljósmyndir á tveimur afar ólíkum viðburð- um. Sá fyrri var konukvöld í Húsasmiðjunni. Þar gátu þeir sem þjófstartað vildu jólakrautsinnkaupunum fengið afslátt. Stappfullt var út úr húsi og á að giska 300 gestir í loftlausri búðinni. Þannig háttaði til að í beinu framhaldi fór ég á upplýsandi fund um einelti sem boðaður hafði verið öllum íbúum og var haldinn í öðrum grunnskóla bæjarins. Þegar inn var komið brá mér í brún. Þar voru, auk skólafólks sem stóð fyrir fundinum og frummælendum, staddir um fimmtán almennir gestir. Líklega voru flestir þeirra foreldrar barna sem þá voru lögð í einelti í skóla eða utan hans. Mér krossbrá, kom- andi beint af þrjú hundruð manna kynningu á nytjaleysismarkaði. Ég hugs- aði með mér að þetta hlyti að vera eitthvað rangt. Að forgangsröðun fólks væri virkilega sú í þetta stóru samfélagi að nánast allir foreldrar og forráða- menn létu eins og einelti kæmi þeim ekki við. Síðan þetta var eru nokkur ár. Vona ég svo sannarlega að áherslur og forgangsröðun uppalenda í dag hafi breyst og batnað hvað þetta snertir. Einelti er nefnilega alls ekki bundið við börnin sem eru þolendur. Það þarf gerendur til og þeir eiga einnig foreldra. Þeir bera ekki síst ábyrgð á að uppræta bölið. Gleymum ekki að við íbúar þessa lands myndum samfélag, hvert á sínum stað, og það er okkar að gera það samfélag þannig að öllum eigi að geta liðið vel. Magnús Magnússon. Leiðari Umfangsmiklum framkvæmd- um hafa í sumar staðið yfir á Vest- urgötu á Akranesi. Nú sér fyr- ir enda þeirra. Jarðvegsskipt verð- ur undir allri götunni milli Still- holts og Merkigerðis og verður hún malbikuð eftir það. Samhliða þessu eru lagnir sem liggja í göt- unni og gangstéttum endurnýjað- ar eða endurbættar þar sem það á við. Guðmundur Guðjónsson, eig- andi Skóflunnar, sem sér um fram- kvæmdirnar, segir sumarið hafa gengið nokkuð áfallalaust fyrir sig. „Það er ljóst að verkið dregst eitt- hvað fram á haustið. Til stóð að verkinu yrði lokið um þetta leyti en við búumst við því, eins og staðan er núna, að klára frágang á verkinu í byrjun október svo þetta verða um tveir mánuðir sem verkið fer fram úr upphaflegri áætlun,“ segir Guð- mundur en ástæðurnar segir hann vera eðlilegar í ljósi aðstæðna. „Það hefur verið nokkur magnaukning á verkinu, m.a. með fleiri lögnum, og ýmsar breytingar hafa orðið á verkinu meðan á því stóð. Klöppin í götunni er til að mynda fimmfalt meiri en búist var við. Þegar unnið er í eldri hverfum er eðlilegt að það komi upp ófyrirséð vandamál.“ Þegar Skessuhorn heyrði í Guð- mundi var unnið að því að leggja lagnir í götuna; bæði vatnslagnir og frárennslislagnir. Jafnframt er verið að leggja vatns-, síma- og raflagn- ir í gangstéttar og heimtaugar inn í hús. „Þegar vinnu við lagnirnar er lokið er ekki mikið eftir. Þá tekur við yfirborðsvinna sem lýkur með malbikun götunnar og gangstétt- um.“ bþb Svipmynd af framkvæmdasvæðinu fyrir síðustu helgi. Framkvæmdir við Vesturgötu langt komnar Síðastliðinn föstudag var vígður nýr ærlsabelgur í Stykkishólmi. Belg- urinn er staðsettur á lóð Grunn- skólans í Stykkishólmi, austan meg- in við skólabygginguna. Vígsla hans var liður í dagskrá Danskra daga sem haldnir voru hátíðlegir í Hólminum í síðustu viku. Ærslabelgur, eða loftdýna, er leik- tæki, niðurgrafinn belgur sem blás- inn er upp og síðan hoppað á eins og á trampólíni. Leiktæki sem þetta er að finna víða um land. Oftast eru ærslabelgirnir blásnir upp á morgn- ana og loftinu hleypt úr á kvöldin. Þeir eru helst notaðir yfir sumar- tímann en jafnan hafðir vindlausir á vetrum. Það var Sturla Böðvarsson, bæjar- stjóri í Stykkishólmi, sem vígði nýja leiktækið með hoppi ásamt hópi ungra Hólmara. Af meðfylgjandi mynd að dæma höfðu allir gaman af vígslunni sem að henni komu, bæði bæjarstjórinn og börnin sem aðstoð- uðu hann við verkið. kgk Nýr ærslabelgur vígður í Stykkishólmi Sturla Böðvarsson bæjarstjóri vígði ærslabelginn ásamt ungum ærslabelgjum úr Stykkishólmi. Ljósm. sá. Íbúar við Kveldúlfsgötu í Borgar- nesi sjá nú fram á langþráða stund þegar framkvæmdum við götuna lýkur. Í raun er nú verið að ljúka við tvö verk. Haustið 2015 var samið við Borgarverk um endur- nýjun gangstétta og í ljós kom að jarðvegsskipta þurfti undir götunni einnig. Samið var um það verk á síðasta ári. Eftir framkvæmdirn- ar nú verður gatan því með all- ar lagnir endurnýjaðar og er ljós- leiðari m.a. kominn inn í öll hús. Að sögn Óskars Sigvaldasonar hjá Borgarverki er nú beðið eftir mal- bikunargengi að sunnan og verð- ur vonandi búið að leggja yfir göt- una fyrir helgi. Í liðinni viku þegar þessi mynd var tekin var unnið við lokafrágang, jöfnun og þjöppun. Óskar vildi koma á framfæri þakk- læti til íbúa við Kveldúlfsgötu fyrir mikla þolinmæði og almennilegheit í garð þeirra verktakanna meðan á framkvæmdum stóð. mm Komið að malbikun Kveldúlfsgötu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.