Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 201730 Annar Íslend- ingurinn í mark í maraþoninu HVALFJ.SV. Sigurjón Ernir Sturluson frá Hnúki í Hvalfjarðarsveit var tíundi í mark í heilmaraþoni Reykjavíkurmaraþons Ís- landsbanka síðastliðinn laugardag ásamt því að hafna í öðru sæti í Íslandsmeistara- móti hlaupsins í karlaflokki. Sigurjón hljóp maraþonið á tveimur klukkustundum og 57 mínútum. Sigurjón er mikill hlaupari og hljóp m.a. fjallamaraþon á Mont Blanc fyrr í sumar, eins og fram kom í viðtali við hann í Skessuhorni. -bþb Fimmti sigur- leikur Kára í röð AKRANES: Kári hefur verið á miklum skriði í þriðju deildinni undanfarið og fátt virðist geta stöðvað þá í að komast upp um deild. Kári mætti liði KFG í fjórtándu umferð þriðju deildarinnar síðastliðinn föstudag á Akra- nesvelli. Leiknum lauk með 2-1 sigri Kára sem vann þar með sinn fimmta sigur í röð í deildinni. Mörk Kára skoruðu Ragnar Már Lárusson og Alexander Már Þorláksson en mark KFG skoraði Kári Pétursson. Kári er sem stendur með sex stiga forystu á toppi deild- arinnar þegar fjórir leikir eru eftir. Ef Kári vinnur næstu tvo leiki sína kemst liðið upp óháð því hvernig aðrir leikir fara. Næsti leik- ur Kára er á morgun klukkan 18:00 á útivelli gegn Reyni Sandgerði. -bþb Skallagrímur nálgast úrslita- keppnina BORGARNES: Skallagrímur mætti Hruna- mönnum á Flúðavelli síðastliðinn laugardag í næstsíðustu umferð C-riðils fjórðu deildar karla í knattspyrnu. Um var að ræða nokk- uð mikilvægan leik þar sem Skallagrímur er í vænlegri stöðu að komast í úrslitakeppni fjórðu deildar um laus sæti í þriðju deild- inni á næsta ári. Leiknum lauk með örugg- um sigri Skallagríms 9-3. Mörk Skallagríms skoruðu; Goran Jovanovski 3, Guðni Albert Kristjánsson 2, Viktor Ingi Jakobsson 2, Vikt- or Már Jónsson og Brynjar Snær Pálsson. Tvö efstu lið riðilsins fara í úrslitakeppnina en Skallagrímur er í öðru sæti fyrir lokaumferð- ina, tveimur stigum á undan Árborg sem er í þriðja sæti. Það verður því æsispennandi lokaumferð á laugardaginn næstkomandi en Skallagrímur mætir þá toppliði riðilsins, Ými, á Skallagrímsvelli. -bþb ÍA með góðan sigur á toppliði deildarinnar AKRANES: Skagakonur hafa verið að rétta úr kútnum í fyrstu deildinni að undanförnu. Þær mættu Selfossi föstudaginn síðastliðinn en Selfoss var fyrir leikinn á toppi deildarinn- ar. Skagakonur gerðu sér lítið fyrir og unnu góðan sigur á Selfyssingum 1-0 og markið skoraði Unnur Ýr Haraldsdóttir en hún hefur komið af miklu krafti aftur inn í lið Skaga- kvenna eftir fæðingarorlof. Nú eru þrír leik- ir eftir af mótinu og er næsti leikur ÍA gegn Þrótti á Akranesvelli næstkomandi föstudag. -bþb Víkingur berst fyrir lífi sínu í deildinni SNÆF: Von Víkings Ólafsvíkur að halda sér upp í fyrstu deild kvenna er að verða lítil. Lið- ið virðist þó ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Liðið mætti Tindastóli í fimm- tándu umferð deildarinnar en bæði lið voru í fallsæti fyrir leikinn. Víkingur sigraði í leikn- um 2-1 með mörkum frá Fehimu Líf Purse- vic og Mary Essiful. Með sigrinum höfðu lið- in sætaskipti og Víkingur fór úr síðasta sæti í það næstsíðasta með ellefu stig, enn eru þó fimm stig upp úr fallsæti og aðeins þrír leik- ir eftir. Það er þó enn von fyrir Víking og er næsti leikur föstudaginn næstkomandi gegn ÍR á útivelli. -bþb Síðastliðinn sunnudag varð Stef- án Gísli Örlygsson, Skagamað- ur og meðlimur í Skotfélagi Akra- ness, bikarmeistari í leirdúfuskot- fimi (skeet). Um er að ræða móta- röð á vegum Skotsambands Íslands og stóð Stefán uppi sem stiga- hæsti skotmaðurinn með 64 stig af 65 mögulegum. „Sumarið hefur gengið mjög vel hjá mér og ég er sáttur með það í heild. Ég hef ver- ið stöðugur allt tímabilið og aldrei lent neðar en í öðru sæti á móti í sumar. Í hverju móti eru skotnar 125 leirdúfur og ég hef í þremur mótum skotið fleiri en 114 dúfur en það er viðmið á Ólympíuleik- ana svo ég get ekki verið annað en glaður með það,“ segir Stefán Gísli í samtali við Skessuhorn. Heimsmeistaramót eftir hálfan mánuð Keppnissumarið kláraðist þó ekki hjá Stefáni um helgina heldur er hann á leið til Moskvu í Rússlandi eftir hálfan mánuð á Heimsmeist- aramót í skotfimi. Hann heldur út ásamt Hákoni Svavarssyni úr Skotfélagi Suðurlands sem einn- ig keppir á mótinu. „Þetta er lang- stærsta mót sem ég hef tekið þátt í. Ég hef áður keppt á Norður- landamóti, Heimsbikaramóti og Smáþjóðleikunum árið 2001 í San Marino en þau eru ekki í líkingu við mótið í Moskvu. Ég er afar spenntur fyrir að keppa á mótinu. Við verðum á flottu svæði og ekki skemmir fyrir að ég hef aldrei áður komið til Rússlands svo það verður líka upplifun,“ segir Stefán Gísli sem hefur keppt lengi í skot- fimi og er einn af stofnmeðlimum Skotfélags Akraness. „Skotfélagið var stofnað árið 1994 og aðstað- an var tekin í notkun árið 1998. Ég fór fljótlega að keppa í kjölfar þess en hætti því að mestu eftir Smá- þjóðleikana árið 2001 og fór ekki að sinna sportinu að alvöru fyrr en fyrir fimm árum síðan. Ég ákvað svo á þessu ári að setja allt púður í skotfimina og æfa eins og keppnis- maður, maður þarf að gera það ef maður ætlar að ná árangri. Ég hef æft tvisvar til fimm sinnum í viku allt árið en æfingarn- ar eru oft háðar veðri.“ Ekki ólíkt golfi Þegar Stefán fór fyrst að skjóta leir- dúfur stóð ekk- ert endilega til að verða keppnismað- ur í greininni. „Ég byrjaði að skjóta leirdúfur til þess að æfa mig fyrir skot- veiðarnar. Ég átt- aði mig þó fljótlega á því að sportið hentaði mér vel auk þess hve skemmti- legt mér þótti það,“ segir Stefán og bætir við að skot- fimi sé mjög tækni- leg íþrótt. „Þetta er mikil hugar- íþrótt og snýst að stórum hluta um nákvæmni. Ég hef oft líkt þessu við golf; þetta snýst um samhæfingu hugar og handar. Maður þarf að halda gríð- arlegri einbeitingu þar sem leirdúf- urnar fara vel yfir hundrað kílómetra hraða.“ Öflugt starf Skotfélags Akraness Eins og áður segir var Stefán einn af stofnendum Skotfélags Akraness og er enn virkur í starfinu. „Félagið er virkt og í því eru um 130 manns. Við höfum haldið þrjú mót í sumar og þar af eitt kvennamót. Skotfélagið hefur átt keppendur í flestöllum landsmót- um sumarsins í karla- og kvenna- flokki. Það hefur verið ánægjulegt að sjá að sífellt fleiri konur eru að ganga til liðs við félagið enda er þetta sport jafnt fyrir konur sem karla. Aðstaðan sem félagsmenn hafa fyrir skotfimina er ágæt en við erum alltaf að reyna að bæta hana. Einnig hefur Skotfélagið aðstöðu fyrir loftriffil og loftskamm- byssu í íþróttahúsinu á Vesturgötu. Við sinnum einnig ýmsum verkefn- um eins og skotvopnanámskeiðum fyrir Umhverfisstofnun og hæfnis- próf fyrir þá sem eru að fara á hrein- dýraveiðar svo það er mikið líf í fé- laginu,“ segir Stefán. Framhaldið hjá Stefáni í skotfim- inni er spennandi og ætlar hann að halda ótrauður áfram eftir Heims- meistaramótið í Moskvu. „Ég ætla að halda áfram sama skriði og ég hef verið á og stefni ég á nokkur lands- liðsverkefni á næsta ári. Ég ætla að fara inn í næsta ár og æfa jafn stíft og ég hef gert á þessu ári,“ segir hann að endingu. bþb Stefán Gísli bikarmeistari í skotfimi og á leið á Heimsmeistaramót Stefán Gísli með verðlaunagripinn síðastliðinn sunnudag. Stjórn Knattspyrnufélags ÍA sendi frá sér yfirlýsingu síðastliðinn mánudag þar sem fram kom að Gunnlaugur Jónsson hafi óskað eft- ir því við stjórn félagsins að stíga til hliðar sem þjálfari meistaraflokks ÍA. Stjórnin samþykkti beiðni Gunnlaugs og hefur falið Jóni Þór Haukssyni, aðstoðarmanni Gunn- laugs, að stjórna liðinu út keppn- istímabilið. Þá hefur félagið ráð- ið ármann Smára Björnsson sem aðstoðarþjálfara mfl. karla. Einn- ig munu þeir Þórður Guðjónsson og Sigurður Jónsson koma til með að aðstoða nýráðinn þjálfara, Jón Þór Hauksson, í þeim verkefnum sem framundan eru. „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu því þetta eru reynslumiklir menn með mikinn karakter. Það er mikilvægt fyrir okkur að þeir svöruðu kall- inu fljótt og vel. Allir með Skaga- hjartað á réttum stað og tilbúnir að hjálpa liðinu,“ segir Jón Þór Hauks- son þjálfari. Gengi Skagamanna hefur valdið vonbrigðum í sumar og situr liðið á botni Pepsideildarinnar með tíu stig, eða sex stigum minna en ÍBV í næstneðsta sæti. Skagamenn töpuðu einmitt fyrir Eyjamönnum 1-0 í síð- asta leik Gunnlaugs. Í yfirlýsingu ÍA er því lýst að fjöldi áfalla hafi dunið á liðið fyrir tímabilið í ár og þjálfar- ar og stjórn áttað sig á að tímabilið gæti orðið erfitt. Stjórn félagsins vill koma á framfæri þökkum til Gunn- laugs fyrir störf sín undanfarin fjög- ur ár. Þá lýsir stjórnin sérstaklega yfir ánægju sinni með hversu vel Gunnlaugur hafi staðið sig í að byggja upp ungt og efnilegt lið. Í lok yfirlýsingarinnar segir; „Það hefur reynst okkur Skagamönn- um best í gegnum tíðina að standa saman og berjast sem einn mað- ur þegar á móti blæs, mörg dæmi sanna það. Framtíð knattspyrnunn- ar er björt á Skaganum og við erum rosalega stolt af þessu frábæra fé- lagi okkar. Við erum nær því í dag en við höfum verið um langt skeið að búa til lið byggt á heimamönn- um sem getur barist á meðal þeirra bestu. Við verðum að gefa drengj- unum okkar tíma til að þroskast enn frekar og styðja þá þó á móti blási. á sama tíma þurfum við að standa okkur betur í því að ná í þær styrk- ingar utan frá sem nauðsynlegar eru á hverjum tíma. Að lokum vill stjórn KFÍA koma á framfæri sérstöku þakklæti til stuðningsmanna félags- ins sem hafa heldur betur látið í sér heyra og þétt raðirnar á undanförn- um vikum í mótbyrnum sem strák- arnir okkar eru í núna. Kærar þakk- ir fyrir ykkar gríðarlega mikilvæga framlag í baráttunni. áfram ÍA!“ bþb Gunnlaugur Jónsson hættir sem þjálfari ÍA Gunnlaugur Jónsson er hættur sem þjálfari Skagamanna eftir fjögur ár við stjórnvölin. Jón Þór og Ármann Smári taka nú við þjálfun liðsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.