Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 2017 23 Vígsla á pottasvæði laugardaginn 26. ágúst Formleg vígsla á nýju pottasvæði á Jaðarsbökkum verður laugardaginn 26. ágúst næstkomandi kl. 9:15. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Þórður Guðjónsson, formaður skóla- og frístundaráðs, munu klippa á borða og bjóða fyrstu gesti dagsins velkomna. Laugardag og sunnudag verður hægt að skella sér í sund á Jaðarsbökkum án endurgjalds og fá allir sem vilja frostpinna að loknu sundi í boði Akraneskaupstaðar, eða á meðan birgðir endast. Hlökkum til sjá ykkur um helgina! SK ES SU H O R N 2 01 7 Fyrir viku var haldin uppskeruhátíð sumarlesturs Bókasafns Akraness. á hátíðinni var Ævar Örn Bene- diktsson, eða Ævar vísindamað- ur, heiðursgestur og las hann kafla úr óútkominni bók sinni Þitt eigið ævintýri fyrir lestrarhestana. Einn- ig voru vinningshafar í happdrætti sumarsins dregnir út og loks fengu krakkarnir hressingu. Sumarlestur Bókasafn Akra- ness er hvatningarátak bókasafns- ins til þess að krakkar lesi sér til yndisauka á sumrin þegar frí gefst frá námsbókunum og hefur átakið gefið góða raun, en það var haldið í tólfta sinn í ár. Ævar Örn hefur verið ötull baráttumaður fyrir því að kveikja áhuga barna fyrir bókum en undanfarin ár hefur lestur og lesskilningur barna á Íslandi farið dvínandi. Ævar Örn segir að átak líkt og Bókasafn Akraness stendur fyrir hafi mjög jákvæð áhrif. „Þeg- ar hlutirnir eru gerðir eins vel og hér á Bókasafni Akraness getur það haft virkilega góð áhrif og komið snjóboltanum til að rúlla. Það er ánægjulegt að sjá hve margir krakk- ar taka þátt og hvað krakkarnir hafa verið duglegir að lesa,“ segir Ævar í samtali við Skessuhorn. Þátttaka í sumarlestrinum í ár var aðeins minni en árið 2016. Svip- aður fjöldi stúlkna tók þátt en öllu færri strákar en á síðasta sumri. 119 krakkar voru virkir í sumarlestr- inum og voru fleiri bækur lesnar í ár en í fyrra eða 1.339 bækur og 79.608 blaðsíður. bþb Uppskeruhátíð sumar- lesturs Bókasafns Akraness Mikill fjöldi lestrarhesta var saman kominn í Bókasafni Akraness á uppskeruhátíð sumarlestursins. Þátttakendur sumarlestursins höfðu þakið heilan vegg með geimskipum og geimverum. Hver miði þýddi ein lesin bók og voru því yfir þrettán hundruð miðar á veggnum. Ævar Örn Benediktsson las upp úr óútkominni bók sinni með miklum tilþrifum fyrir börnin. Fjórir krakkar voru dregnir úr í happdrætti sumarsins. Hér er vinningshafinn Sindri Már Einarsson ásamt Halldóru Jónsdóttur bæjarbókaverði og Ævari Erni vísindamanni. Sumarlestrarátaki er víða að ljúka á bókasöfnum landsins. á meðfylgj- andi mynd eru nokkrir þátttakend- ur sumarlesturs á Héraðsbókasafni Borgarfjarðar í Borgarnesi á upp- skeruhátíð verkefnisins sem haldin var síðastliðinn föstudag. Það var gert með að veita viðurkenningar og svo gæddu gestir sér á dýrindis súkkulaðiköku sem velunnari safns- ins hafði bakað af þessu tilefni. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur forstöðumanns Safnahúss var þetta í tíunda sinn sem safnið gengst fyr- ir þessu verkefni fyrir börn á aldr- inum 6-12 ára. „Börnin koma á safnið og velja sér bók eða bækur til lesturs og skrá sig um leið í Sumar- lesturinn. Valið er lestrarefni við hæfi og eftir áhuga hvers og eins og lestrarkunnáttan þjálfuð með því móti. Hugsunin er sú að hvetja krakka til hafa gaman yfir sumarið með bók í hönd meðan skólastarfs nýtur ekki við,“ segir Guðrún. mm Uppskeruhátíð sumarlesturs í Borgarnesi Tæknifyrirtækið Skaginn 3X sem hefur starfsstöðvar á Akranesi og Ísafirði mun á næstunni opna sölu- skrifstofu í Noregi en fyrirtækið hefur sótt inn á Noregsmarkað að undanförnu. Fréttavefur Bæjarins besta greinir frá. Skaginn 3X hefur gert stóra samninga um ofurkæl- ingarbúnað sinn við norsk laxaslát- urhús og er mikill áhugi á vörulín- um fyrirtækisins í Noregi, bæði hjá hefðbundnum sjávarútvegsfyrir- tækjum og laxeldisfyrirtækjum. mm Skaginn 3X opnar söluskrifstofu í Noregi Svipmynd úr norsku laxasláturhúsi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.