Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 201726 Íbúar í Stykkishólmi og gestir þeirra fengu kjörið tækifæri til að dusta rykið af menntaskóladönskunni þegar bæjarhá- tíðin Danskir dagar var haldin með pompi og prakt í síð- ustu viku. Dagskráin var einkar vegleg með viðburðum frá mánudegi til sunnudags. Mest var þó við að vera á fimmtu- dag, föstudag og laugardag, venju samkvæmt og hér er að- eins stiklað á stóru. Bæjarbúar fegruðu bæinn með skrauti í dönsku fánalitun- um, hvítum og rauðum. Setti það svip sinn á bæinn á með- an hátíðarhöldum stóð. Íbúarnir slógu síðan víða saman í hverfagrill og skemmtu sér saman á föstudagskvöld áður en hátíðin var formlega sett við Flæðisker. Að setningarathöfn lokinni stjórnaði Hlynur Ben brekkusöng við varðeld. á laugardag var ýmislegt fyrir börnin, til dæmis búninga- hlaup og dorgveiðikeppni. á hádegi var slegið upp markaði og farið í fjölskylduratleik, farin salíbuna í froðurennibraut og keppt í fótbolta. Um kvöldið var haldið hið árlega Bryggjuball á stóru bryggjunni og flugeldum var skotið á loft áður en botninn var slegið í laugardagskvöldið með stórdansleik með hljóm- sveitinni Buff í íþróttamiðstöðinni. Dagskránni lauk síðan á sunnudag með gönguferð á Drápuhlíðarfjall og félagsvist á Dvalarheimili aldraðra. kgk/ Ljósm. sá. Danskir dagar haldnir hátíðlegir í síðustu viku Blásið var til dorgveiðikeppni þar sem keppt var um stærsta, minnsta og þyngsta fiskinn. Hólmarar og gestir bæjarins njóta sín í veðurblíðunni. Fólk kemur sér fyrir í brekkunni að kvöldi föstudagsins. Bæjarbúar skreyttu hús sín með dönsku fánalitunum og sumir klæddu sig jafnvel upp í tilefni hátíðarinnar. Hið árlega Bryggjuball á stóru bryggjunni er fastur liður í dagskrá Danskra daga. Boðið upp á nýbakaðar eplaskífur, eða „æbleskiver“, í Norska húsinu. Markaðsstemning á torginu. Í ágúst árið 1957 urðu Skagamenn Íslandsmeistarar 3. flokks karla í knattspyrnu og varð sami hóp- ur Íslandsmeistari 2. flokks þrem- ur árum síðar ásamt því að kjarni liðsins spilaði með meistaraflokki sama ár þegar félagið var einnig Íslandsmeistari. á sunnudaginn síðasta voru þessir knattspyrnu- drengir saman komnir á Garða- kaffi á Akranesi til þess að halda upp á sextíu ára Íslandsmeistara- afmæli og rifja upp gamla tíma. Mikil gleði var í hópnum og hlýtt var hugsað til baka og rætt um lið- ið, ferðasögur rifjaðar upp og jafn- vel frásagnir af misgóðum dómur- um. „Þetta er í fyrsta sinn sem við hittumst allir saman eftir Íslands- meistaratitilinn 1960. Eins og gengur og gerist fara menn í sitt- hvora áttina i lífinu en það er mikil ánægja að við höfum látið verða af þessu og hist hér og haft gaman,“ segir Bogi Sigurðsson einn af Ís- landsmeisturunum en aðeins einn úr liðinu 1957 er fallinn frá, Jó- hannes Þórðarson. Gegnum allt sumarið 1957 voru að mestu bara ellefu leikmenn sem spiluðu á mótinu svo ekki var hægt að skipta út leikmönn- um. „Við vorum fáliðaðir og vor- um ekki einu sinni með þjálfara. Tómas Runólfsson var fyrirliðinn okkar og hann hélt utan um lið- ið. Hann á fjöldann allan af leik- skýrslum og myndum frá þessum tíma sem gaman er að skoða. Við fengum í fyrsta sinn þjálfara þeg- ar við vorum komnir upp í meist- araflokk. Okkar æfing fóls í að við vorum alla daga og allan daginn í fótbolta, það var fátt annað sem komst að. Við höfðum líka það sem vantar í marga í dag og það er hjartað og metnaðinn fyrir hvern annan. Við vorum samheldnir og aðstoðuðum félaga okkar,“ segir Bogi. „Þetta var afskaplega skemmti- legur tími og ferðalögin standa líklega helst upp úr. Við vorum verðlaunaðir eftir Íslandsmeist- aratitilinn í 3. flokki með viku ferð um Norðurlandið sem var eftirminnileg. Þar sem við höfð- um engan þjálfara var það Ævar á Hvítanesi sem keyrði okkur í ferð- inni en hann keyrði okkur einnig á alla leiki,“ segir Bogi að endingu. bþb Rifjuðu upp gamla daga sextíu árum eftir Íslandsmeistaratitil Hópurinn sem hittist á sunnudaginn. F.v. Bogi Sigurðsson, Ingvar Elísson, Tómas Runólfsson, Hörður Ólafsson, Gunnar H. Gunnarsson, Björn Ingi Finsen og Helgi Sigurðsson. Íslandsmeistaralið 3. flokks árið 1957 eftir úrslitaleik á Melavellinum. Aftari röð frá vinstri; Kristján Þórarinsson, Gunnar H. Gunnarsson, Tómas Runólfsson, Jó- hannes Þórðarson, Margeir Rúnar Daníelsson, Ingvar Elísson og Helgi Daníelsson liðsstjóri í leiknum. Fremri röð frá vinstri; Bogi Sigurðsson, Pétur Steinar Jóhannesson, Hörður Ólafs- son, Björn Ingi Finsen og Atli Marinósson. Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.