Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 2017 15
FRYSTIKERFI ehf
BRIM HF.
R E S T A U R A N T
Akranesi
Snæfellsbær
Útvegsmannafélag
Snæfellsness
Vélaverkstæði Hillarí
Nesvegi 9
340 Stykkishólmi
Sigurður: 894 6023
Rúnar: 694 9323
www.sjomennt.is
Óskum sjómönnum til
hamingju með daginn
Grunnskóli Borgarfjarðar hefur þrjár
starfsstöðvar; á Hvanneyri, Klepp-
járnsreykjum og Varmalandi. Skóla-
setning var á öllum þremur starfs-
stöðvum í gær, þriðjudaginn 22.
ágúst og kennsla samkvæmt stunda-
skrá hófst í dag, miðvikudaginn 23.
ágúst. Þegar þessi orð eru rituð eru
195 nemendur skráðir í nám í GBF
og er það fjölgun frá fyrra ári að
sögn Ingibjargar Ingu Guðmunds-
dóttur skólastjóra. „Allar stöður við
skólann eru mannaðar og gekk vel
að manna þær,“ segir Ingibjörg.
Starfað í anda
leiðtogaverkefnisins
Aðspurð um helstu áherslur skóla-
starfsins segir hún þær vera að auka
námsárangur nemenda, sjálfstæði
þeirra og að virkja nemendur til auk-
innar ábyrgðar á eigin námi. „Við
vinnum áfram að þeim verkefnum
sem skólinn hefur gert undanfarin ár
og einkennt starfið. Skólinn starfar í
anda leiðtogaverkefnisins „Leader in
me“ er heilsueflandi ásamt því að vera
Grænfánaskóli sem hefur umhverfis-
mennt að leiðarljósi. Við erum vel í
sveit sett til að fylgja þeim áherslum
eftir með góðu og áhugasömu starfs-
fólki,“ segir Ingibjörg. „áfram verð-
ur unnið að þróun teymiskennslu, en
hún verður í forgrunni á öllum stig-
um og öllum starfsstöðvum í vetur,“
segir hún. „Mikil vinna átti sér stað á
síðasta ári er viðkom nýju námsmati
og gekk það vel. Í vetur verður það
þróað enn frekar og eiga kennarar,
nemendur og foreldrar að geta fylgst
enn betur með framvindu náms og
hvaða kröfur um viðmið eru settar í
takt við aðalnámskrá.“
Ný og spennandi
verkefni
Aðspurð segir Ingibjörg ekki mikl-
ar breytingar í skólastarfinu frá síð-
asta ári. Þær séu þó einhverjar, eins
og engur. „Helga Jensína Svavars-
dóttir, deildarstjóri á Hvanneyri, er
í árs námsleyfi og við hennar starfi
tekur Sólrún Halla Bjarnadóttir. Í
afleysingu til eins árs á Hvanneyri
Grunnskóli Borgarfjarðar
„Hvert skólaár felur í sér ný tækifæri“
koma tveir nýir kennarar til starfa;
þær Hrund Malín Þorgeirsdóttir og
Anna Dís Þórarinsdóttir. Tveir nýir
kennarar koma að stundakennslu
við skólann, Rósa Björk Sveinsdótt-
ir og Anna Sigríður Hauksdóttir en
Anna verður einnig aðstoðarmat-
ráður í samreknu mötuneyti GBF
og leikskólans Andabæjar á Hvann-
eyri. Tveir nýir skólaliðar koma til
starfa; Arnar Gylfi Jóhannesson og
Ragnheiður K. Grétarsdóttir. Arnar
Gylfi á Varmalandi og Ragnheiður
á Kleppjárnsreykjum. Að öðru leyti
er sama starfsfólk,“ segir hún. „Sjálf
hlakka ég til að takast á við verkefni
vetrar með mínu góða starfsfólki og
nemendum. Hvert skólaár felur í sér
ný tækifæri, ný og spennandi verk-
efni sem hafa það að leiðarljósi að
efla skólastarfið í Grunnskóla Borg-
arfjarðar,“ segir Ingibjörg Inga að
lokum.
kgk/ Ljósm. Grunnskóli Borgar-
fjarðar.
Nemendur 1.-5. bekkjar Hvanneyrardeildar GBF sýndu leikritið um Dýrin í
Hálsaskógi á árshátíð í vor.
Frá hjólaferð nemenda GBF á Kleppjárnsreykjum að Rauðsgili síðasta vor.
Grillaðir sykurpúðar á leikjadegi á Varmalandi í maí síðastliðinum.
www.skessuhorn.is
SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS
Náms- og starfsráðgjöf Tómstundanámskeið
Nám fyrir fólk með fötlun Raunfærnimat
Nám fyrir atvinnuleitendur
Nám fyrir innflytjendur
Sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir
Markviss – ráðgjöf og gerð fræðsluáætlana
Þjónusta við fjarnema Áhugasviðspróf
Lærum allt lífið
www.simenntun.is facebook.com/simenntun
„Langmikilvægasta viðhorfið sem myndast getur
er löngun til að halda áfram að læra“
JOHN DEWEY