Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 201728 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Leiguakstur á Akranesi sem og á öllu Vesturlandi Ari Grétar Björnsson Sími: 864-2100 Email : taxar@simnet.is H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmar 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 7 Háls- og bakdeild Franciskusspít- ala var stofnuð í september 1992 og fagnar því 25 ára afmæli eftir örfáar vikur. Deildin nýtur mik- ils álits meðal fagfólks og almenn- ings, góður árangur af aðferð- um hennar hefur verið staðfestur í þremur vísindarannsóknum og orðspor hennar hefur einnig bo- rizt út fyrir landsteinana. Deildin hefur í um tuttugu ár þjónað öllu landinu. Hryggjarstykkið í greiningu og meðferð sjúklinganna er sjúkra- þjálfunin og sú teymisvinna sem liggur til grundvallar því tveggja vikna prógrammi, sem skjólstæð- ingar deildarinnar ganga í gegnum. Breiddin í sjúkraþjálfun er gríðar- lega mikil og sérhæfing hinna ein- stöku sjúkraþjálfara afar fjölbreytt, enda höfum við verið mjög dug- leg að sækja ráðstefnur, námskeið, þjálfun og þekkingu, bæði hér og erlendis. Þá höfum við notið góðs af samvinnu við erlenda fagaðila, sem og aðra þá á okkar landi, sem fást við verkjavandamál. Sá sjúkra- þjálfari sem á sér stystan feril á deildinni, hefur starfað í átta ár, en sú sem á lengstan feril að baki, 27 ár, en fimm þjálfarar starfa við deildina sem stendur. á engan er hallað, þótt ég fullyrði, að á þess- ari deild sé landsliðið í greiningu og íhaldssamri meðferð bak- og hálsvandamála. Teymisvinna getur verið krefjandi, en það segir sína sögu, að á 25 árum hefur aldrei fallið styggðaryrði í daglegu sam- starfi teymisfélaga og samvinnan verið einstök. Lykillinn að þessu er tvennt: Fagmennska og heil- indi. Mafíutaktar? Í Hollywoodmyndum þar sem Mafían kemur við sögu, heyrist oft setningin: „We‘re gonna make him an offer he cannot refuse“. Í tilviki stjórnar Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands var farin þver- öfug leið, þegar undirrituðum var gert tilboð um áframhald- andi starf við Franciskusspítala í Stykkishólmi; tilboð sem stjórnin mátti vita, að aldrei yrði tekið. Ég hef áður verið auðmýktur og fagmennsku minni misboðið af stjórninni og læt það ekki yfir mig ganga enn einu sinni. Þessi gjörn- ingur þarf ekki að koma neinum á óvart, sem lesið hefur Skessuhorn þ. 12. júlí, 19. júlí og 26. júlí sl. Og þessi gjörningur er í raun stað- festing á því að allt það sem fram kemur í viðtalinu 12. júlí og grein minni þ. 26. júlí er rétt, enda hef- ur enginn í stjórninni - og eng- inn annar - séð ástæðu til að lyfta penna og svara þeirri gagnrýni sem þar kemur fram. Þótt undirritaður hverfi frá deildinni - og það gerir ég með miklum trega og söknuði - ber ég engan kvíðboga fyrir framtíð hennar. Lykilfagfólkið er á staðn- um og starfsemin heldur áfram af fullum krafti. Sjálfur mun ég verða fagfólkinu innan handar og hjálpa til eins og ég frekast get, sé þess óskað af teyminu. Bið ég Franc- iskusspítalanum, öllu starfsfólki og sjúklingum allrar blessunar um alla framtíð og vona að takast megi að verja starfsemi þessarar stoltu stofnunar og efla hana eins og hún á skilið. Hvað stjórnina varðar, þá er það von mín að þau, sem hana skipa, beri gæfu til að temja sér fagleg vinnubrögð og heilindi og láti af þeirri þröngsýni, einstefnu, harð- neskju í samskiptum og óbilgirni, sem frá upphafi hafa einkennt stjórnhætti hennar. Það getur ekki verið að markmiðið með samein- ingunni hafi verið að gera SHA að spítala, sem einkum þjónar íbúum Reykjavíkursvæðisins, en láta aðr- ar stofnanir utan Akraness, eink- um þá stærstu, gjalda þess. Guðjóni Brjánssyni óska ég vel- farnaðar á hinu háa Alþingi. Fyr- ir aðkomu hans að stjórn stofnana HVE í Stykkishólmi kann ég hon- um engar þakkir. Beztu kveðjur, Jósep Ó. Blöndal læknir Pennagrein Lítil eru geð guma Framtíð Háls- og bakdeildar St. Franciskusspítala í Stykkishólmi Farþegaferjan Akranes fór sex ferðir milli Akraness og Reykja- víkur síðastliðinn laugardag, þeg- ar Menningarnótt var haldin í Reykjavík. Skipið var vel nýtt og veður var eins og best verður á kosið til siglinga með skipinu og margir um borð í öllum ferðun- um. bþb Sex ferðir Akranesferju á Menningarnótt Hljómsveitin Key to the Highway lék lög Erics Claptons fyrir fullu húsi í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit síðastliðið fimmtudagskvöld. Hljóm- sveitina skipuðu þeir Reynir Hauks- son gítarleikari, Heiðmar Eyjólfsson söngvari, bræðurnir frá Varmalæk þeir ásmundur Svavar Sigurðsson bassaleikari og Jakob Grétar Sigurðs- son trommari, Gunnar Ringsted gít- arleikari og tónlistarkennari í Borg- arnesi, Ólafur Garðarsson trommari og Pétur Hjaltested hljómborðsleik- ari. Leynigestur kvöldsins var síðan gítarleikarinn Finnur Torfi Stefáns- son, sem á sínum tíma lék til dæm- is með Ólafi Garðarssyni í Óðmönn- um. Í aðdraganda tónleikanna þurfti að skipta út einum manni hljóm- sveitarinnar, því Heimir Klemenz- son varð frá að hverfa til að verða viðstaddur fæðingu frumburðar síns. Því var hringd neyðarhringing á ell- eftu stundu austur í Hveragerði í Pétur Hjaltested sem svaraði kall- inu og mætti á staðinn. „Hann rann inn í hlutverkið, enda vanur maður,“ segir Haukur Júlíusson, sem skipu- lagði tónleikana. Heimi og Iðunni Hauksdóttur fæddist síðan lítil stúlka snemma næsta morgun. „Makalaust gott framtak“ Tónleikarnir þóttu takast vel og sem fyrr segir var húsfyllir í Brún. Hauk- ur sjálfur telur málið sér of skylt til að hann geti talist dómbær á hvernig til tókst en þeir gesta sem Skessuhorn hefur rætt við eru þó á einu máli um að tónleikarnir hafi tekist afar vel og verið hin mesta skemmtun. Einn þeirra er Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri. Hann ritaði pistil á Fa- cebook-síðu sína að loknum tónleik- um þar sem hann lýsti ánægju sinni með hvernig til tókst. „Makalaust gott framtak hjá Hauki Júlíussyni að hafa forgöngu um þenn- an menningarviðburð,“ ritar Bjarni. „Músíkantarnir hver öðrum betri, al- deilis gaman að sjá garvaða jaxla eins og Gunnar Ringsted, Ólaf Garðars- son, Pétur Hjaltested og Finn Torfa með ungu heimamönnunum. Dag- skráin [var] ljómandi skemmtileg. Ég geri kannski óþarflega mikið upp á milli verka Claptons, held upp á þau mildari. Því þóttu mér „unplugged“ lögin tvö í sérflokki - Flott hjá ykk- ur strákar, flott!,“ skrifar Bjarni. Þá segir hann hljóðstyrkinn hafa verið hæfilegan og fínt jafnvægi þó enginn hafi hljóðmaðurinn verið í salnum. Kynningar Hauks segir Bjarni síðan hafa verið ómetanlegar. „Haukur & Co: Þú mátt vera stoltur með þínu fólki af því að gangast fyrir þessari veislu í ágústkvöldkyrrðinni og í húsi sem marga popp-söguna mætti segja ef mælandi væri.“ Haukur Júlíusson hafði orð á því í samtali við Skessuhorn að sveitin hefði í hyggju að blása til Clapton tónleika kannski í eitt eða tvö skipti tilviðbótar í haust. Ef til vill kæmi sveitin fram í örlítið smærri mynd en hún gerði í Brún en efnisskráin yrði með svipuðu móti og var í Brún síðastliðinn fimmtudag. Engu hefur hins vegar verið slegið föstu enn sem komið er um dagsetningar eða stað- setningu viðbótartónleika sveitarinn- ar. kgk Afar vel heppnaðir Eric Clapton tónleikar í Brún Liðsmenn hljómsveitarinnar Key to the Highway afslappaðir á sviðinu í Brún eftir vel heppnaða tónleika. F.v. Ólafur Garðars- son, Heiðmar Eyjólfsson, Finnur Torfi Stefánsson, Reynir Hauksson, Ásmundur Svavar Sigurðsson, Jakob Grétar Sigurðsson, Pétur Hjaltested og Gunnar Ringsted. Ljósm. Haukur Júlíusson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.