Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 201714 SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS Spurning vikunnar Sigurgeir Erik Þorvaldsson, 4. bekk: „Kynnast nýjum kennara og leika við vinina.“ Jóhann Orri Einarsson, 4. bekk: „Hitta vini mína og spila fót- bolta.“ Ingibjörg Karen Guðnadóttir, 3. bekk: „Að læra.“ Alda Rut Eðvarsdóttir, 3. bekk: „Hitta krakkana og kennarana.“ Hvað er skemmtilegast við að byrja í skólanum? (Spurt í Borgarnesi) Dagný Egilsdóttir, 4. bekk: „Fara í stærðfræði.“ Þorkell Fjeldsted Axelsson, 1. bekk: „Að fá blóm.“ Kristján Karl Hallgrímsson, 4. bekk: „Að byrja að læra aftur.“ Kristbjörg Ragney Eiríksdóttir, 1. bekk: „Að lesa.“ Hvað er skemmtilegast við að byrja í skólanum? (Spurt á Hvanneyri) Spurning vikunnar Skólasetning Reykhólaskóla var í gær, þriðjudaginn 22. ágúst og hófst kennsla seinna sama dag. Skólinn er samrekinn leik- og grunnskóli. Inn- ritaðir nemendur á haustönn 2017 eru 69 talsins, sem er einum nem- anda færra en síðasta vetur. „Reyk- hólaskóli leggur mikla áherslu á að vinna og læra í góðum tengslum við náttúruna og nærumhverfið, enda er Reykhólaskóli „skóli á grænni grein“,“ segir Valgeir Jens Guð- mundsson skólastjóri í samtali við Skessuhorn. „Við leggjum okkur fram við að skapa andrúmsloft og umhverfi þar sem nemendum líði vel og geti þroskast og dafnað á sínum for- sendum við krefjandi og áhugaverð verkefni í leik og starfi. Við leggjum áherslu á að gera nemendur ábyrga fyrir námi sínu og veita þeim hvatn- ingu og stuðning við ákvarðanatöku um framvindu náms eins og mögu- legt er, jafnframt því að samvinna og jákvæðni séu aðalsmerki nemenda og starfsmanna skólans. Kjörorð skólans eru „Vilji er vegur“,“ segir hann. Við grunnskólann eru 18 starfs- menn. Helsta breytingin sem hefur orðið á starsfmannahaldi Reykhóla- skóla frá síðasta ári er að Valgeir tók við sem skólastjóri 1. ágúst síðast- liðinn, eftir að ásta Sjöfn Kristjáns- dóttir lét af því starfi sl. vor. „Þá hef- ur sveitarfélagið ákveðið að starf- rækja tónlistarskóla í vetur. Búið er að ráða tónlistarkennara, Ingimar Ingimarsson organista, og undir- búningur að starfi vetrarins er haf- inn,“ segir Valgeir. Enn fremur er hafin vinna við að útbúa nýja skólastefnu sveitar- félagsins. Haldið verður íbúaþing í tengslum við þá vinnu 9. september næstkomandi. „Starfsmönnum skól- ans, ásamt íbúum, gefst kostur á að móta og vinna að nýrri skólastefnu núna í vetur. Stefnt verður að því að klára þá vinnu í vor,“ segir Valgeir Guðmundsson skólastjóri að end- ingu. kgk/ Ljósm. Reykhólaskóli. Reykhólaskóli á Reykhólum „Samvinna og jákvæðni aðalsmerki nemenda og starfsmanna“ Í lok vorannar voru haldnir Fjölgreindarleikar í Reykhólaskóla. Hér spreyta nem- endur sig í frisbígolfi í Hvanngarðabrekku. Nemendur reyna sig við orðaleiki og ljóð á Fjölgreindarleikum sl. vor. Skólasetning Heiðarskóla í Hval- fjarðarsveit var síðastliðinn mánu- dag. Nemendur skráðir til náms á haustönn eru 90 talsins og er það ör- lítil fækkun frá síðasta ári, að sögn Sigríðar Láru Guðmundsdóttur skólastjóra. „Við Heiðarskóla eru 23 starfsmenn í ýmsum starfshlut- föllum. Búið er að mann allar stöð- ur og eru allir kennarar skólans með kennsluréttindi,“ segir hún í samtali við Skessuhorn. Aðspurð segir Sigríður Lára áherslur í skólastarfinu verða þær sömu og síðasta vetur. „Við leggj- um áherslu á umhverfismennt, já- kvæð og uppbyggileg samskipti sem við vinnum með aðferðarfræði Upp- byggingarstefnunnar. Þá eru spjald- tölvur vel nýttar í skólastarfinu. Við ætlum ekki að taka upp ný verkefni í vetur heldur að bæta okkur í því sem við erum að gera. áherslan er lögð á að við lærum saman, börn og full- orðnir,“ segir Sigríður. „Við ætlum að efla okkur enn frekar í teymis- kennslu þar sem sameiginleg ábyrgð kennara yfir nemendahópi er höfð að leiðarljósi ásamt því að nemend- ur hafa yfirleitt aðgang að fleiri en einum kennara í kennslustundum. Við erum öll að læra saman í Heið- arskóla,“ bætir hún við. „Gildi skól- ans eru „virðing, vellíðan, metnaður og samvinna“. Við ætlum vinna með þau enda er það trú okkar að í gegn- um gildi nái hver og einn að þroskast og dafna á farsælan hátt.“ Sigríður Lára tók formlega við starfi skólastjóra 1. ágúst síðastliðinn. Hún var áður sviðsstjóri grunnskóla- sviðs Heiðarskóla og annaðist skóla- stjórn síðasta vetur eftir að Jón Rún- ar Hilmarsson sagði starfi sínu lausu í ágúst í fyrra. Sigríður var síðan ráð- in skólastjóri síðastliðið vor. Utan þess að hafa tekið við sem skólastjóri segir Sigríður að einhverjar breyt- ingar hafi orðið á starfsmanna- og nemendahópnum. „Við bjóðum nýja nemendur og starfsmenn velkomna í lærdómssamfélagið Heiðarskóla og hlökkum til skólaársins. Það er okkar trú að það verði farsælt og árangurs- ríkt fyrir þá sem stunda nám í Heið- arskóla,“ segir Sigríður að endingu. kgk/ Ljósm. Heiðarskóli. Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit Áhersla á jákvæð og uppbyggileg samskipti Síðasta vor fór 9.-10. bekkur í náms- og skemmtiferð til Bret- lands þar sem m.a. var gist í tjöldum og grillað í Wilderness Wood. Nemendur í Heiðarskóla að vinna að verkefni um landnám Íslands.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.