Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 201720 SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS Síðastliðinn föstudag var skólasetn- ing Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði og hófst kennsla sam- kvæmt stundaskrá samdægurs. Um 170 nemendur eru nú skráðir til náms í skólanum en enn gæti bæst í hópinn á næstu dögum. „Nemend- um skólans fækkar dálítið milli ára en það skýrist af því að árgangurinn sem var að útskrifast úr grunnskóla á Snæfellsnesi er nokkuð minni en fyrri ár. Hlutfall þeirra nemenda sem útskrifast úr grunnskólum hér á svæðinu og hefur nám við FSn er samt sem áður mjög hátt. Skól- inn var stofnaður árið 2004 og hef- ur sannað gildi sitt á þeim tíma. Hann er orðinn rótgróinn og ung- lingar á Snæfellsnesi líta í auknum mæli á hann sem fyrsta kost. Það er mjög jákvæð þróun þar sem nú dvelja einstaklingar lengur á Snæ- fellsnesi á mótunarárunum og festa frekar rætur hér. Þetta gerir það að verkum að við erum að sjá fleira ungt fólk snúa heim eftir að hafa lokið háskólanámi, það er al- veg ómetanlegt,“ segir Hrafnhild- ur Hallvarðsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga, í sam- tali við Skessuhorn. Skólinn hefur einnig verið með framhaldsdeild á Patreksfirði en þangað koma nem- endur af sunnanverðum Vestfjörð- um. Deildin hefur verið starfandi frá árinu 2007. Nemendur sækja nám daglega í framhaldsdeildina og koma þrisvar á önn til Grund- arfjarðar til að taka þátt í námi og félagslífi á staðnum. Stór lokapróf heyra sögunni til Kennsluhættir skólans hafa í gegn- um tíðina verið nokkuð frábrugðn- ir öðrum framhaldsskólum á land- inu. Kennslan fer nær öll fram í opnu kennslurými og notast er við leiðsagnarmat og verkefnavinnu í kennslu. „Við höfum ekki haft mikla trú á stórum lokaprófum í okkar námi og höfum farið þá leið í auknum mæli að vera með verk- efnamiðað leiðsagnarmat. á síðasta skólaári var tekin ákvörðun um það að stórum lokaprófum yrði alveg hætt. Við erum í staðinn með verk- efnavinnu og smærri próf í gegn- um alla önnina. Við höfum verið að þróast í þessa átt að undanförnu og teljum þetta bæta nám nemenda,“ segir Hrafnhildur. Notast við speglaða kennslu FSn hefur verið að leita leiða til að virkja nemendur enn frekar í nám- inu og hefur skólinn tileinkað sér æ meira kennsluhætti vendináms eða speglaðrar kennslu. Spegluð kennsla felst í því að í stað þess að nemendur horfi á fyrirlestur kenn- ara í skólanum og geri verkefni heima hjá sér þá felst heimanám- ið í að horfa á fyrirlestra en unn- ið er í verkefnum í skólanum. „Við höfum einnig verið að leitast við að bæta kennsluhætti okkar og höfum við verið að færa okkur frá hefð- bundnu fyrirlestraformi í kennslu í átt að speglaðri kennslu. Hún felst í því að við höfum komið okkur upp litlu upptökuveri í skólanum þar sem kennarar geta tekið upp stutta fyrirlestra sem nemendur horfa á heima hjá sér. Nemendurnir hafa kost á því að horfa á þessi kynning- armyndbönd á efninu aftur og aftur þegar þeim hentar. Kennslan í skól- anum felst svo í því að nemendurnir vinna verkefni og dæmi sem tengj- ast fyrirlestrunum og kennarinn að- stoðar nemendur við þær hindran- ir sem þeir lenda í við úrlausn verk- efna. Þetta hefur gefið góða raun og nemendurnir eru hæstánægðir með kennsluna. Við erum spennt fyrir komandi vetri og ég hef einn- ig fundið það á nemendum, það er bara tilhlökkun,“ segir Hrafnhildur að endingu. bþb Fjölbrautaskóli Snæfellinga Skólinn hefur sannað gildi sitt í gegnum árin Í FSn er mikið notast við vendinám en þá horfa nemendurnir á fyrirlestra heima hjá sér og leysa verkefni í skólanum. Kennsla í FSn fer að mestu fram í opnu rými. á föstudaginn síðasta var Mennta- skóli Borgarfjarðar í Borgarnesi formlega settur og á mánudaginn hófst kennsla samkvæmt stunda- töflu. Nemendum skólans fækkar lítillega frá síðasta skólaári og verða í ár 125 við nám í MB. Skólinn fagnar í haust tíu ára afmæli sínu og stend- ur til að blása til veislu í tilefni þess. „Það eru tíu ár frá fyrstu skólasetn- ingu MB og stefnum við á að verða með veisluhöld 8. september næst- komandi í tilefni þess. Það verð- ur opið hús og boðið upp á veiting- ar og skemmtiatriði frá nemendum sem hafa útskrifast frá skólanum,“ segir Guðrún Björg Aðalsteinsdótt- ir, skólameistari Menntaskóla Borg- arfjarðar, í samtali við Skessuhorn. Þróunarvinna í vetur á komandi skólaári fer fram þróun- arvinna innan skólans sem snýr að gerð nýrra námsleiða og kennslu- hátta. „Við höfum í hyggju að MB muni bjóða upp á námsbraut í skap- andi greinum í náinni framtíð þar sem áhersla verður lögð á nýsköp- un. Veturinn fer í þróunarvinnu á þeirri námsbraut og í lok skólaárs verða frekari ákvarðanir varðandi þá námsbraut teknar. Þetta er allt á byrjunarreit eins og er og verðum við því að bíða og sjá hvernig hlut- irnir þróast,“ segir Guðrún. MB hefur allt frá stofnun fyrir tíu árum boðið nemendum sínum upp á öðruvísi kennsluhætti en flest- ir framhaldsskólar landsins. Skól- inn var leiðandi í því að bjóða upp á stúdentspróf á þremur árum sem í dag er orðið fyrirkomulag allra framhaldsskóla landsins. MB hefur einnig einblínt á að kennslan sé leið- sagnar- og verkefnamiðuð. Nem- endur þurfa ekki að taka stór loka- próf og fremur lagt áherslu á símat í gegnum verkefnavinnu. „Í ár ætl- um við að reyna að þróa enn sveigj- anlegri kennsluhætti en við höfum áður boðið upp á. Við erum stöð- ugt að skoða kennsluhætti okkar og þar má alltaf gera betur. Við viljum kveikja áhuga nemenda enn frekar á náminu og því þurfum við ávallt að vera á tánum,“ segir Guðrún. Félagsmálafulltrúi gaf góða raun Starfsmannahópur MB saman- stendur af 21 starfsmanni og breyt- ist hópurinn lítið frá fyrra skólaári en tveir nýir kennarar taka til starfa og tveir stundakennarar. Í fyrra var ráðinn inn félagsmálafulltrúi sem tengiliður á milli skólans og nem- endafélagsins og gaf það góða raun. „Það er klárt mál að starf félags- málafulltrúans bætti starf skólans og verður því starfi haldið áfram. Félagsmálafulltrúinn bætti starf nemendafélagsins og úr var heil- brigt og gott félagslíf hér í skólanum síðasta vetur.“ Nú er starf skólans komið á fullt skrið og segir Guðrún að skólaárið leggist vel í alla. „Það er mikil bjart- sýni í öllum fyrir skólaárinu sem nú fer í hönd og við förum inn í afmæl- isárið með brosi á vör,“ segir Guð- rún að endingu. bþb Menntaskóli Borgarfjarðar Skólinn fagnar tíu ára afmæli í ár Þóra Árnadóttir líffræðikennari með hóp nemenda. Lært í hádegishléi í MB.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.