Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 2017 29 Vantar litla íbúð Karlmann vantar litla íbúð til leigu á Akranesi eða í sveitunum þar í kring. Best að hún sé 1-2 herbergja. Ég er reyklaus. Skilvísum greiðslum heitið. omar@kafari.is. Íbúð til leigu á Akranesi Til leigu björt og falleg 4 herb. íbúð á Akranesi. Á jarðhæð með sérinn- gangi, staðsett miðsvæðis nálægt Grundaskóla og Jaðarsbökkum. Íbúðin leigist í 4 eða 5 mánuði frá 1. september nk. Nánari uppl. í síma 896-4546. Reiðhjól til sölu Kven- og karlmannsreiðhjól til sölu. Upplýsingar í síma 431-5646. Sjónvarpsborð Sjónvarpsborð til sölu. Upp- lýsingar í síma 847-4109. Námskeið á netinu Vinsæl og gagnleg námskeið á netinu; bókhaldsnámskeið, nám- skeið í skattskilum fyrirtækja o.fl. Skráning á http://fjarkenns- la.com eða samvil.fjarkennsla@ gmail.com eða í síma 898-7824. Markaðstorg Vesturlands Borgarbyggð - í dag 23. ágúst Grunnskólinn í Borgarnesi - Kynning- arfundur í Hjálmakletti. Boðað er til fundar um fyrirhugaðar framkvæmd- ir við endurbætur á skólahúsnæðinu og viðbyggingu. Ráðist verður í veru- legar endurbætur á núverandi hús- næði á næstunni ásamt því að hafin verður bygging mötuneytis og salar í viðbyggingu við skólann. Fundurinn hefst kl. 17:00 í Hjálmakletti. Dalabyggð - fimmtudagur 24. ágúst Göngudagur Umf. Æskunnar í sam- starfi við Byggðasafn Dalamanna á Laugum - Ránargil og jarðhýsi í Sæ- lingsdal. Gangan hefst við Sælings- dalslaug kl. 18:00 og verður gengið fram með Sælingsdalsá. Fyrst verð- ur komið við í „jarðhýsi Ósvífurs- sona“. Í hrauninu framan við Lauga hefur fundist byrgi, sem lítur út fyr- ir að vera manngerður felustaður að hluta. Síðan verður gengið inn eftir Ránargili sem er litfagurt gil á móts við Gerði. Leiðsögumaður verður Jón Benediktsson frá Sælingsdalstungu. Áætlað er að gangan taki tvær til þrjár klst. Rétt er að benda þeim sem eru seint fyrir, að auðvelt er að koma inn í gönguna eftir að hún er lögð af stað. Eftir gönguna mun Umf. Æskan bjóða göngumönnum í sund í Sælingsdals- laug og kaffisopa. Dalabyggð - fimmtudagur 24. ágúst Dalakonur í félagsmiðstöðinni. Fimmtudaginn 24. ágúst klukkan 20 í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar, verður fyrsta kvöldið þar sem hug- myndin er að konur hittist, kjafti og kynnist. Þessi hittingur er ætlaður öll- um konum, 18 ára og eldri, og börn og karlar eru ekki leyfð, nema und- anþága er gefin fyrir börn upp að tveggja ára ef þarf. Af hverju? Þessi kvöld eru hugsuð sem vettvangur fyrir konur til að eiga stund fyrir sjálf- ar sig, kjafta og kynnast. Kaffi verður í boði en endilega takið með ykkur nasl ef vill. Og handavinnu ef vill. Og aðra drykki ef vill – en aðallega ykkur sjálfar! Stefnt er að því að hafa svona fundi einu sinni til tvisvar í mánuði ef áhugi er fyrir því. Hvalfjarðarsveit - föstudagur 25. ágúst Hátíðin Hvalfjarðardagar fara fram í Hvalfjarðarsveit dagana 25.-27. ágúst næstkoamndi. Fjölbreytt dagskrá víða um sveitina og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Sjá nánar um- fjöllun og auglýsingu í Skessuhorni vikunnar. Akranes - föstudagur 25. ágúst ÍA mætir Þrótti R. í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 18:00 á Akranesvelli. Stykkishólmur - laugardagur 26. ágúst Snæfell/UDN mætir Herði Í. á Stykkis- hólmsvelli í 4. deild karla í knattspyrnu. Lokaleikur sumarsins hjá Snæfelli/ UDN. Leikurinn hefst kl. 14:00. Borgarbyggð - laugardagur 26. ágúst Skallagrímur mætir Ými í 4. deild karla í knattspyrnu. Skallagrímur getur gull- tryggt sæti sitt í úrslitakeppni 4. deild- arinnar þar sem leikið er um sæti í 3. deild að ári. Leikurinn hefst kl. 14:00 á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Grundarfjörður - laugardagur 26. ágúst Sveitamarkaður að Vatnabúðum við Grundarfjörð frá kl. 13:00 - 16:00. Kaffi og með því. Borgarbyggð - laugardagur 26. ágúst Verðlaun úr sjóði minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar og Ingi- bjargar Sigurðardóttur frá Kirkju- bóli. Að minningarsjóðnum standa erfingjar Guðmundar og Ingibjargar. Veitt eru verðlaun til einstaklings eða hóps sem unnið hefur að menning- armálum í Borgarfjarðarhéraði, einn- ig eru veitt verðlaun til ljóðskálds í landinu. Þetta er í 10. sinn sem sjóður- inn úthlutar verðlaunum en það var fyrst gert árið 1994. Útlutað verður í Snorrastofu í Reykholti kl. 15:00. Akranes - laugardagur 26. ágúst Tónleikar í Jónsbúð á Akranesi laugardaginn 26. ágúst næst- komandi. Hljómsveitir frá Akra- nesi leika fyrir dansi: Skrímsl, Hector Rektor, Hark, The Boy and his Blob, xGADDAVÍRx, Panil. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Frítt inn. Sjá nánar umfjöllun í Skessuhorni vikunnar. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni LEIGUMARKAÐUR ÝMISLEGT TIL SÖLU 20. ágúst. Stúlka. Þyngd: 3.372 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar: Erla Fanný Gunnarsdóttir og Jón Eyþór Gottskálksson, Kópavogi. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. 1. ágúst. Drengur. Þyngd: 4.022 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Eva Margrét Jónudóttir og Jón Sigurður Snorri Bergsson, Hvanneyri. Ljósmóðir: Anna Björnsdóttir. 3. ágúst. Stúlka. Þyngd: 3.846 gr. Lengd: 54 cm. Foreldrar: Olga Rún Kristjánsdóttir og Jens Gísli Heiðarsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. 9. ágúst. Drengur. Þyngd: 3.802 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Lára Jóhanna Magnúsdóttir og Bergur Líndal Guðnason, Akranesi. Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir. 11. ágúst. Drengur. Þyngd: 3.910 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Ásrún Óskarsdóttir og Arnar Stefánsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. Nafn drengsins er Hrafn Tinni Ísfeld Arnarsson. 18. ágúst. Stúlka. Þyngd: 3.074 gr. Lengd: 48 cm. Foreldrar: Iðunn Hauksdóttir og Heimir Klemenzson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. Stúlkan hefur fengið nafnið Ingibjörg. 4. ágúst. Drengur. Þyngd: 3.332 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Dísa Rhiannon Edwards og Reginald Keil Dupree, Reykjanesbæ. Ljósmóðir Anna Björnsdóttir. 9. ágúst. Drengur. Þyngd: 2.908 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar: Hólmfríður Eysteinsdóttir og Sigurður Bachmann Sigurðsson, Akranesi. Ljósmóðir: Anna Björnsdóttir. 18. ágúst. Stúlka. Þyngd: 3.650 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Hlín Hilmarsdóttir og Reynir Ver Jónsson, Akranesi. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir. 20. ágúst. Stúlka. Þyngd: 2.830 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Anna Kristín Guðmundsdóttir og Daníel Karl Egilsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. Þess er minnst í ár af ýmsum menn- ingarstofnunum að 22. ágúst síðast- liðinn voru liðin 100 ár frá fæðingu dr. Selmu Jónsdóttur listfræðings. Selma var dóttir kaupmannshjónanna Helgu Maríu Björnsdóttur og Jóns Björnssonar. Foreldrar hennar voru bæði úr Borgarfirði, Helga María frá Svarfhóli í Stafholtstungum og Jón frá Húsafelli í Hálsasveit. Hann kenndi sig ávallt við Bæ í Bæjarsveit þar sem hann ólst upp. Selma var fædd og uppalin í Kaupangi í Borgarnesi og átti alltaf sterk tengsl við Borgarfjörð. Kaupangur er elsta húsið í bænum, byggt um 1880. Þangað fluttu Jón og Helga María árið 1907 og bjuggu þar í nærfellt fjörutíu ár. á upphafs- árum búskapar þeirra hjóna var það eitt örfárra íbúðarhúsa á staðnum og mæddi mikið á heimilinu vegna gesta- móttöku. Húsið stendur við höfnina og var ekki að sökum að spyrja því þá ferðuðust flestir sjóðleiðis upp í Borg- arnes. Í dag hefur húsið verið gert upp og er nýtt í ferðaþjónustu. „Selma var merkur brautryðjandi á íslensku listasviði á 20. öld og er því verðugt að minnast hennar á tíma- mótum. Hún var fyrst kvenna til að ljúka doktorsprófi við íslenskan há- skóla og var forstöðumaður Lista- safns Íslands fyrstu 30 ár starfstíma þess eða allt fram að því að hún lést, åárið 1987,“ segir Guðrún Jónsdótt- ir forstöðumaður Safnahússins, en safnið minnist Selmu á afmælisárinu í samstarfi við eftirtalda aðila: Kvenna- sögusafn Íslands, Landsbókasafn- Háskólabókasafn, Listasafn Íslands, Listfræðafélag Íslands og Þjóðminja- safn Íslands. Framlag Safnahússins er veggspjaldasýning um Selmu sem unnin hefur verið í samstarfi við fjöl- skyldu hennar. Mun sú sýning standa til áramóta. Ennfremur hefur verið opnuð sérstök síða um Selmu á www. safnahus.is. mm/gj Foreldrar Selmu bjuggu í Kaupangi í hartnær fjóra áratugi. Dr. Selmu Jónsdóttur minnst í samstarfi Reykholtskirkja Verið innilega velkomin í Reykholtskirkju S K E S S U H O R N 2 01 7 - L jó sm . G Ó Messa sunnudaginn 27. ágúst kl. 14 11. s. e. trinitatis Sóknarprestur Selma var yngst í fjögurra systkina hópi og listrænir hæfileikar einkenndu þau öll. Á myndinni sjást þau ásamt foreldrunum sínum. Frá v. var elstur Björn Franklín (f. 1908), þar næst Guð- rún Laufey (Blaka, f. 1910), þá Selma og næstyngstur (lengst til hægri) var Halldór Haukur Jónsson arkitekt (f. 1912). Ljósm. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.