Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 201712 SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS Brekkubæjarskóli á Akranesi var sett- ur í gærmorgun, þriðjudaginn 22. ágúst, í íþróttahúsinu við Vestur- götu. Kennsla hófst síðan samkvæmt stundaskrá í morgun, miðvikudag- inn 23. ágúst. Alls eru 450 nemendur skráðir í skólann fyrir komandi haus- tönn og er það um það bil sami nem- endafjöldi og síðasta vetur, að sögn Arnbjargar Stefánsdóttur skólastjóra. „Við útskrifuðum 49 nemendur síð- astliðið vor og það er 41 nemandi að hefja skólagöngu sína í 1. bekk. Þar fyrir utan eru nokkrar nýskráningar og nemendur að flytja í burtu. Það eru því nokkurn veginn jafn margir nemendur skráðir í vetur og voru í fyrravetur,“ segir hún. Starfsmenn Brekkubæjarskóla verða í kringum 80 á komandi vetri. Hlutfall kennara með kennsluréttindi er mjög hátt, en aðeins einn kennari er ekki með leyfisbréf á grunnskóla- stigi. Arnbjörg segir nokkrar breyt- ingar á starfsmannaliði skólans. „Já, það eru nokkrar breytingar eins og eðlilegt er í stórri stofnun. Það er alltaf ákveðin endurnýjun og ráðn- ingar vegna fólks sem komið er á eft- irlaun og afleysingar vegna fæðingar- og námsorlofa. Í haust koma fjórir nýir kennarar og þroskaþjálfari inn og nokkrir aðrir starfsmenn,“ segir hún. „Ekki hefur gengið eins vel að ráða starfsfólk fyrir þetta skólaár og undanfarin ár, þegar við höfum þurft að hafna fjölmörgum umsækjend- um með kennsluréttindi. Við höf- um búið við það lúxusvandamál hér á Akranesi að geta alltaf valið úr um- sóknum, hvort sem um er að ræða kennara eða annað starfsfólk,“ segir Arnbjörg skólastjóri. Áherslurnar eru sérkenni skólans Arnbjörg segir Brekkubæjarskóla vera lífsleikniskóla þar sem áhersla er lögð á manngildi og að nemend- um þurfi að líða vel til að nám eigi sér stað. „Unnið er með dygðir eða þemu sem eiga að vera rauði þráð- urinn í skólastarfinu,“ segir hún. „á þessu skólaári vinnum við með fyr- irgefningu og virðingu. Hápunktur- inn í þessari vinnu eru stórar morg- unstundir sem haldnar eru í íþrótta- húsinu við Vesturgötu fjórum sinn- um yfir skólaárið. Þar sjá nemend- ur um skemmtidagskrá með söng og hljóðfæraleik, dansi, leik og fleiru ásamt því að veittar eru viðurkenn- ingar til nemenda. Það má í raun- inni segja að við höldum árshátíð fimm sinnum á ári,“ bætir hún við. „Einnig leggjum við mikla áherslu á umhverfismál og erum Grænfána- skóli. Í umhverfismálum eru marg- ir þættir komnir í mjög gott lag, þannig að við höfum gott svigrúm til að taka nýtt inn og verður áhersl- an í vetur á neyslu og samgöngur.“ Skólastjórinn segir þessar áherslur skólans vera hans helsta sérkenni. „Einnig er öflug stoðþjónusta í skól- anum. Brekkubæjarskóli er gam- all skóli með mörgum og góðum gömlum hefðum og öflugum starfs- mannahópi sem getur haldið í það sem gott er og er óhræddur að bæta nýju inn,“ segir hún. Heppin að vera í litlu samfélagi Arnbjörg hefur orð á því að nem- endur, starfsfólk og aðrir aðstand- endur skólans séu heppnir að búa í tiltölulega litlu samfélagi, þó svo að það hafi vaxið mikið undanfar- in ár. „Hér eru einungis fjórir leik- skólar, tveir grunnskólar, félagsmið- stöð, tónlistarskóli og framhalds- skóli. Þessi stærð gerir okkur kleift að vinna mikið saman og er heilmik- ið samstarf milli allra þessara stofn- ana enda er það sameiginlegt verk- efni okkar að lífsgæði allra barna og ungmenna á Akranesi séu góð og skiptir þá ekki máli í hvaða húsi þau eru hverju sinni. Samstarf okkar við Grundaskóla og aðrar stofnanir sem vinna með börnum og ungmenn- um hefur aukist verulega á síðustu árum. Er það að mínu mati einstak- lega gott og skiptir heilmiklu máli. Meðal annars var að ljúka Erasmus verkefni þar sem Brekkubæjarskóli, Grundaskóli, Þorpið og skólaskrif- stofan unnu saman ásamt skólafólki í Þýskalandi og Svíþjóð. Verkefnið snýst um skóla margbreytileikans og hófum við þetta skólaár á málþingi um þetta málefni með öllu starfsfólki þessara stofnana. Þar fengum fólk sem er framarlega á þessu sviði til að deila þekkingu sinni og reynslu með okkur. Við væntum mikils af þessari vinnu í framhaldinu og hlökkum til að fara inn í skólaárið.“ Engar kúvendingar í skólastarfinu Arnbjörg segir áherslur skólastarfs- ins ekki hafa breyst mikið frá fyrra ári. „Skólastarf er þess eðlis að það tekur breytingum með þeim nem- endahópi og starfsmönnum sem setja mark sitt á starfið hverju sinni. En það eru engar kúvendingar frá síðasta ári, enda störfum við alltaf eftir sömu lögum og sömu nám- skrá,“ segir hún. „Við höldum áfram með þróun í nýtingu spjaldtölva í námi og kennslu. Það er ekki nóg að eiga tækin heldur þarf að leggja heilmikla vinnu í hvernig þau nýtast nemendum sem best. Við erum far- in að nota Office 365 og stefnum á að vera alfarið komin inn í það kerfi um áramót. Nemendur vinna heil- mikið í þessu kerfi nú þegar. Einn- ig munum við auka notkun okkar á Mentor með öllum þeim mögu- leikum sem það býður upp á. Eins er heilmikil þróun í stoðþjónust- unni okkar í kjölfarið á verkefninu um skóla margbreytileikans,“ bætir hún við. „Þá er vert að minnast á að í vetur verðum við í fyrsta skipti til margra ára með list- og verkgrein- ar á unglingastigi,“ segir Arnbjörg Stefánsdóttir að endingu. kgk Brekkubæjarskóli á Akranesi Unnið með dygðir sem verða rauði þráður skólastarfsins Skólasetning Grundaskóla var í gær, þriðjudaginn 22. ágúst, og hófst skólastarf samkvæmt stunda- töflu í dag. „Við gerum ráð fyrir því að nemendafjöldi Grundaskóla verði svipaður og í fyrra eða milli 630 og 640 nemendur,“ segir Sig- urður Arnar Sigurðsson skólastjóri í samtali við Skessuhorn. Starfsmenn verða um 100 talsins í misstórum stöðugildum á kom- andi vetri. „Skólinn er ákaflega vel mannaður, litlar mannabreyting- ar og margar umsóknir hafa borist um hvert auglýst starf. Allar kenn- arastöður eru eins og mörg fyrri ár mannaðar menntuðum kennurum,“ segir Sigurður Arnar. „Við eigum enn eftir að ganga frá ráðningum í stöðu skólaliða og stuðningsfull- trúa vegna breytinga sem komu til á allra síðustu dögum. Við munum ráða í þessar stöður á fyrstu vikum skólaársins,“ bætir hann við. Spennandi skólaár framundan Aðspurður segir hann áherslur skól- ans verða hinar sömu og síðustu ár. „Við viljum reka fyrirmyndar skóla- starf og höfum metnað fyrir að veita nemendum framúrskarandi þjón- ustu á öllum sviðum. Það er spenn- andi skólaár framundan og nem- endur og starfsmenn Grundaskóla munu standa í stórræðum á ýmsum sviðum, t.a.m. frumsýna nýjan söng- leik. Þá munu nemendahópur fara í skólaheimsókn til Svíþjóðar. Við erum með fjölmörg þróunar- og listaverkefni í gangi svo mætti lengi telja,“ segir Sigurður Arnar. Breytingar á skólafrístund Hann segir að í upphafi skóla- ársins verði breytingar á skipu- lagi skólafrístundar Grundaskóla. „Til þessa hafa nemendur í 1.-4. bekk verið saman í frístund og hafa um 160 nemendur nýtt sér þessa þjónustu. Til að koma bet- ur til móts við þennan hóp hefur verið ákveðið að skipta skólafrí- stundinni upp og munu nemend- ur í 1.-2. bekk vera áfram saman í Grundaskóla en skólafrístund 3.-4. bekkjar færast í Þorpið. Með þessum aðgerðum getum við bætt þjónustu skólafrístundar Grunda- skóla við bæði börn og foreldra,“ segir hann. „Miklar endurbætur hafa verið gerðar á skólalóð Grundaskóla og ný leiktæki bæst við í Krúsinni. Þá er unnið að umfangsmiklum end- urbótum á smíðastofu og fyrir- hugað að opna þar sérstaka lista- smiðju sem leggur áherlsu á sam- þættingu námsgreina og sköpun. Þá haf verið gerðar margvísleg- ar skipulagsbreytingar á húsnæði yngsta stigsins s.s. að skipta út skápaeiningum og bæta fatahengi fyrir nemendur,“ segir Sigurður Arnar Sigurðsson að endingu. kgk/ Ljósm. Grundaskóli. Grundaskóli á Akranesi „Viljum reka fyrirmyndar skólastarf“ Reynt að fella skotmörk á karnivalinu. Ljósm. Arnbjörg Stefánsdóttir. „Miklar endurbætur hafa verið gerðar á skólalóð Grunda- skóla og ný leiktæki bæst við í Krúsina,“ segir Sigurður Arnar skólastjóri. Tækin eru þegar farin að vekja lukku meðal barna á Akranesi. Kátir krakkar á hjóladögum í Grundaskóla. Spurning vikunnar Eyja Rós Sigþórsdóttir, 4. bekk „Fá að hitta alla kennarana.“ Díana Rós Axelsdóttir, 4. bekk „Hitta alla krakkana og fá nýja stofu.“ Krissý van den Berg, 9. bekk „Félagslífið.“ Brynhildur Björk Magnúsdóttir, 10. bekk „Að komast aftur inn í fasta rútínu.“ Hvað er skemmtilegast við að byrja í skólanum? (Spurt á Akranesi)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.