Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 23.08.2017, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 201724 Strandveiðum á svæðum, A, B og C er lokið þetta árið en á svæði D, frá Höfn og vestur um til Borgarbyggðar, eru enn óveidd 46% af heimildum þessa mánaðar. Skessuhorn heyrði í nokkrum sjómönnum sem réru frá höfnum í Snæfellsbæ. Al- mennt er þungt hljóð í mönnum eftir sumarið; meiri brælur en á síðasta ári og lengra hafi þurft að sækja aflann. Þá hafi verið með einsdæmum lágt fiskverð framan af sumri þótt það hafi farið aðeins upp á við í ágúst. Þröstur Albertsson, sem rær á Stefaníu SH frá Ólafsvík, segir að þetta hafi verið erfitt sumar en hann hafi þó náð í 17 tonn, en missti hluta af júnímánuði út. Þröstur segist hafa fiskað fyrir 3,5 miljónir króna í ár og er það hátt í 30% minna aflaverðmæti en á síðasta ári. Hann bætir við að þessir tveir auka dagar hefðu mátt koma í júlí því að í ágúst er langt að sækja aflann og sumir strandveiðibátar fóru allt að 50 mílur út til að ná dagsskammtinum. Þórður Björnsson hafnarvörður segir að hann hafi ekki nákvæmar tölur yfir strandveiðiaflann í sumar, en sér sýnist svona í fljótu bragði aflinn vera svipaður og á síðasta ári, en sjómenn hafi að vísu þurft að sækja aflann langt. Einn viðmælanda Skessuhorns, sem vildi ekki koma fram undir nafni, sagði: „Blessaður vertu nú ekki að minnast á helv. strandveiðarnar við mig. Þetta var alveg hræðilegt sumar hjá mér og varla hægt að segja að ég hafi náð skammtinum í þess- um róðrum sem ég fór. Það var svo langt að sækja á miðin og verðið á fiskinum var alveg til skammar. Maður lagði mikið á sig fyrir ekki neitt, en sem betur fer er þessum strandveiðum lokið í ár,“ sagði þessi óhressi strandveiðimaður í samtali við fréttaritara. Jónas Gunnarsson sem réri á Hafdísi RE sagði að þetta hafi verið erfitt sumar og lágt fiskverð hafi spilað inn í erfitt sum- ar. „Við rérum langt út á haf og þrátt fyrir að hafa farið svona langt síðasta daginn náðum við aðeins í um 600 kíló. En svona var þetta fram eftir sumri, langt að sækja og lélegt fiskverð.“ af Erfiðu strandveiðitímabili að ljúka Sjómenn á handfærum. Vöggur Ingvason í þungum þönkum með sitt hafurtask eftir síðasta róður ársins á strandveiðum. Strandveiðibátar í höfn að lokinni síðustu veiðiferð ársins. Tekið til um borð áður en heim er haldið. Jónas Gunnarsson á Hafdísi RE sagði þetta hafa verið erfitt sumar á strandveiðum. Þröstur Albertsson um borð í bát sínum á lokadegi strandveiðanna í sumar. Eins áður hefur verið greint frá í Skessuhorni hafa töluverðar mal- bikunarframkvæmdir staðið yfir í Snæfellsbæ undanfarin misseri. Malbikaðar voru götur, gangstígar og bílastæði í öllum þremur þétt- býliskjörnunum í norðanverðum Snæfellsbæ; Hellissandi, Rifi og Ólafsvík. „Þetta gengur mjög vel og við vitum ekki annað en að íbúarn- ir séu mjög ánægðir með þetta. Við höfum verið að taka þær götur þar sem viðhald hefur verið hvað mest aðkallandi. Malbikun þeirra hefur því verið mikið bóta. Flestallar göt- ur í bæjarfélaginu hafa hingað til verið með klæðningu eða steyptar. Það eru ekki sömu gæði í klæðning- unni og malbikinu þannig að þetta verður mikill munur,“ segir Krist- inn Jónasson bæjarstjóri í Snæ- fellsbæ í samtali við Skessuhorn. Auk gatna, gangstíga og bíla- stæða á þéttbýlisstöðunum þremur hefur göngustígurinn milli Hellis- sands og Rifs einnig verið malbik- aður. Var það sveitarfélagið sem stóð að þeirri framkvæmd. Þá er hafin vinna við malbikun göngu- stígarins milli Rifs og Ólafsvíkur. „Það er samstarfsverkefni Vega- gerðarinnar og Snæfellsbæjar. Það er mjög ánægjulegt að Vegagerð- in og ekki síst vegamálastjóri sjálf- ur er jafn áhugasamur og raun ber vitni um góða göngustíga með- fram þjóðvegum landsins. Hann og Vegagerðin eiga hrós skilið fyrir það,“ bætir Kristinn við. Góðir göngustígar auka öryggi Göngustígarnir milli bæjanna eru að sögn Kristins nokkuð mikið notaðir. „Þó hefur það verið vanda- mál, sérstaklega milli Ólafsvíkur og Rifs, að þar hefur verið gróf möl í stígunum og fólk veigrað sér við að fara út af því. Engu að síður er allt- af mikið af fólki sem fer á milli,“ segir hann og bætir því við að góð- ir göngustígar séu mikið öryggisat- riði. „Með því að malbika göngu- stígana aukum við umferðarör- yggi, bæði fyrir gangandi og hjól- andi og ekki síður fyrir ökumenn. Því ef stígarnir eru góðir þá fara gangandi og hjólandi vegfarendur ekki út á veg,“ segir Kristinn. „Fyr- ir utan það er auðvitað algjör lúx- us fyrir okkur íbúana að vera kom- in með svona góða stíga í þessu fal- lega umhverfi. Það hefur nefnilega orðið svo mikil lífsstílsbreyting á ekki lengri tíma en bara síðustu tíu árum eða svo. Tala nú ekki um mið- að við hér áður fyrr. Þá voru þeir sem lögðu mikið upp úr hreyfingu og heilsu taldir vera hálfgerðir kve- rúlantar,“ segir Kristinn léttur í bragði. „Þannig að breytingin er mikil og við sem samfélag þurfum að bregðast við því og höfum gert það mjög vel að mínu mati. Hlut- irnir þurfa að vera þannig að fólk geti hreyft sig við góðar aðstæður í öruggu umhverfi,“ segir Kristinn Jónasson að endingu. kgk/ Ljósm. Kristinn Jónasson. Malbikun í Snæfellsbæ hefur gengið vel „Mikið til bóta“ - segir bæjarstjórinn „Við höfum verið að taka þær götur þar sem viðhald hefur verið hvað mest aðkall- andi. Malbikun þeirra hefur því verið mikið bóta,“ segir Kristinn bæjarstjóri. Hér er það bílaplan í Ólafsvík sem er malbikað á fallegum degi. Ólafsvíkurkirkja í baksýn. Sveitarfélagið stóð að malbikun göngustígarins milli Rifs og Hellissands, en malbikun göngustígarins milli Ólafsvíkur og Rifs var samstarfsverkefni sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar. Hér eru starfsmenn Kraftfags við malbikun í Rifi. Nú á mánudaginn bættist við malbikunarflokkur frá Vegagerðinni, en sá annast malbikun hluta þjóðvegarins sem liggur í gegnum Ólafsvík.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.