Skessuhorn - 25.10.2017, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2017 27
Hverjum fannst það góð
hugmynd að bola henni Öllu
minni í Kaffitári úr Leifs-
stöð Eiríkssonar og troða
inn hópi af vape-smókandi
fuccbojjum í staðinn sem
bjóða bara upp á djús og
kramdar kalkúnasamlokur.
Held í alvörunni að hæfnis-
kröfur Joe & the Juice sé að
umsækjandi þurfi að sporta
veglegum snúð á höfð-
inu, sé í rifnum Iron Mai-
den bol úr H&M og þröng-
um buxum þar sem klof-
ið byrjar við hnén. Booztið
þeirra er meira að segja yf-
irlætislegt og ber nöfn sem
enginn skilur. Ég yrði ekki
hissa á því ef ég myndi sjá
Aron Can í afgreiða eitt-
hvað ógeðslega hipster latte
til einhvers Primaloft-túr-
istans og sjái í leiðinni um
Nova snappið þann dag-
inn sem ég væri á ferðinni
í gegnum Leifsstöð.
Þegar ég skrifa þetta
verður mér hugsað til strákanna
minna og í hvaða umhverfi þeir
munu alast upp í. Við skulum
renna aðeins yfir þá hluti sem hafa
verið að taka sér bólfestu í íslensku
samfélagi síðastliðin ár:
Takkaskór sem líta út eins og
sokkar (helst bleikir), Vape, síðir
bolir, gallabuxur sem líta út eins og
leggings. Jafnaldrar þeirra hafa ekki
bílpróf vegna þess að þeir þurfa
ekki að fara út fyrir bæjarmörkin,
Snapchatstjörnur, fæðubótarefni.
Umm hvað meira? Jú, markþjálfar
og Dale-Carnegie siðblindingjar
sem ætla sér að sigra heiminn með
nýsköpun en enda bara í umfjöllun
DV með slóð eyðileggingar á eftir
sér, sjónvarpskokkar, matreiðslu-
og lífstílsbloggarar, fuccbojs og
rafbílar... Listinn er ekki tæmandi.
Reyndar langar mig aðeins að
ræða um þessa menningu sem
fuccboj-arnir eru framverðir í.
Uppáhalds fuccboj tískan fyrir mér
er sú sem virðist vera að tröllríða
æskunni í dag. Þessir krakkar vilja
bara „liffa“ og „njóta“ (eða er það
skrifað „að njóda“?) Fyr-
ir mér stendur fuccboj
tískan fyrir algeru skeyt-
ingarleysi um hvað öðr-
um finnst (halda þeir).
Þá í því hvernig þeir
klæða sig, tala og eru al-
mennt atvinnulausir.
Þetta er ákveðin kristall-
ísering á þróun sem hófst
hjá aldamótakynslóðinni
(fólk fætt ca 1981-1999)
og var að klæða sig eins
og meðlimir Wu-Tang
Clan á sínum táningsár-
um. Nema að í dag eru
fyrirmyndir fuccboja (og
fuccstelpna) að miklu
leyti Kanye West, Justin
Bieber, Kendall Jenner
og Rick Owens fatahönn-
uður. Guð blessi Ísland
segi ég. Ég vona bara að
þegar hinn blákaldi veru-
leiki, sem er daglegt líf
eftir miðjan tvítugsaldr-
inn, skellur á þessum
krökkum að höggið verði
ekki of mikið og þau viti að það er
líf eftir kjánahrollinn.
Allavega nóg af þessu. Ég vona
bara að um þessar mundir að fólk
drepist ekki úr leiðindum nú þeg-
ar facebook fréttaveitan þeirra er
orðin full af frásögnum frambjóð-
enda um hversu vel var mætt og
hvað það sé mikill kraftur og já-
kvæðni í fólki hvar sem er stigið
niður í kjördæmum landsins. Góð-
ar stundir.
Axel Freyr Eiríksson
PISTILL
Fuccbojs og kosningar
Kosningar til Alþingis
laugardaginn 28. október 2017
Kjördeild á Reykhólum
Kjördeild við Alþingiskosningarnar laugardaginn 28. október
2017 verður á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a á
Reykhólum, Reykhólahreppi.
Kjörfundur hefst kl. 10 og stendur til kl. 18.
Kjörskrá hefur verið gefin út af sveitarstjórn Reykhólahrepps og
liggur hún frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Maríutröð 5a
á Reykhólum.
Kosningarnar fara fram í samræmi við lög um kosningar til Alþingis,
nr. 24/2000 með síðari breytingum. Kosningaathöfnin sjálf, sem og
undirbúning hennar, atkvæðagreiðsla utan kjörstaða og á kjörstað,
fer að öðru leyti fram samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis
eftir því sem við á.
Upplýsingar um lög um kosningar til Alþingis má m.a. nálgast á
vefnum kosning.is. Þar má líka finna leiðbeiningar til kjósenda um
framkvæmd kosninganna, kosningarétt og atkvæðagreiðslu.
Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa
persónuskilríkjum. Þess vegna eru kjósendur sérstaklega minntir
á að hafa skilríki meðferðis.
Kjörstjórn Reykhólahrepps
Steinunn Ó. Rasmus, formaður
Sveinn Ragnarsson
Leifur Z. Samúelsson
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
AUGLÝSING
UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Við alþingiskosningar laugardaginn 28. október 2017
er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir:
Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (Menntaskólanum) í Borgarnesi
Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár.
Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00.
Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu
Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00.
Lyngbrekkukjördeild í félagsheimilinu Lyngbrekku
Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Hítarár.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00.
Þinghamarskjördeild í félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi
Þar kjósa íbúar í Stafholtstungum, Norðurárdal, Bifröst og Þverárhlíð.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00.
Brúaráskjördeild í félagsheimilinu Brúarási
Þar kjósa íbúar Hvítársíðu og Hálsasveitar.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00.
Kleppjárnsreykjakjördeild í grunnskólanum að Kleppjárnsreykjum
Þar kjósa íbúar Hvanneyrar, Andakíls, Bæjarsveitar, Lundarreykjadals,
Flókadals og Reykholtsdals.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00.
Vinsamlega athugið mismunandi tíma á lokun kjördeildanna.
Kjósendur eru hvattir til að athuga í hvaða kjördeild þeir eiga
að kjósa og hafa persónuskilríki með sér á kjörstað.
Á kosningavef innanríkisráðuneytisins, kosning.is, geta kjósendur kannað
hvar þeir eiga að kjósa og þar eru ýmsar upplýsingar varðandi kosningarnar.
Á kjördag verður kjörstjórn Borgarbyggðar með aðsetur
í Hjálmakletti í Borgarnesi. Sími hennar er 433-7708.
Kjörstjórn Borgarbyggðar
Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit vegna Alþingiskosninga
laugardaginn 28. október 2017 verður frá kl. 9:00 til
kl. 22:00.
Kjörstaður er í stjórnsýsluhúsinu við Innrimel 3 í Melahverfi.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanni
fram að kjördegi.
Kjósendum ber að hafa
persónuskilríki meðferðis.
Kjörstjórn
Snæfellsbær
Auglýsing um kjörfundi
vegna alþingiskosninga
laugardaginn 28. október 2017
Ólafsvíkurkjördeild:
Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum í Ólafsvík. Kosning hefst
kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00
Hellissands- og Rifskjördeild:
Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum á Hellissandi. Kosning hefst
kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00
Staðarsveitar- og Breiðuvíkurkjördeild:
Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum á Lýsuhóli. Kosning hefst
kl. 11:00 og stendur til kl. 20:00
Munið eftir persónuskilríkjum.
Yfirkjörstjórn Snæfellsbæjar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6