Skessuhorn - 25.10.2017, Síða 38
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 201738
MT: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Finnst þér að eigi að lækka
kosningaaldur niður í 16 ár?
Spurni g
vikunnar
(Spurt í Hjálmakletti í Borgarnesi)
Axel Örn Bergsson:
Nei, það finnst mér ekki. Þeir
sem eru undir 18 ára hafa ekki
náð þeim þroska sem þarf til að
mynda sér skoðun á stjórnmál-
unum.
Helga Dóra Jóhannsdóttir:
Já, af því að við byrjum að borga
skatta þegar við verðum 16 ára.
Fannar Óli Þorvaldsson:
Já, mér finnst að við unga fólkið
eigum að geta haft áhrif fyrr.
Svava Sjöfn Kristjánsdóttir:
Nei, mér finnst það ekki. Okkur
vantar á þeim aldri meiri þekk-
ingu til að getað myndað okkur
skoðun til að kjósa.
Þórður Brynjarsson:
Já, hann ætti að vera 16 ár. Sjálf-
ræðisaldur líka og bílprófsaldur.
ÍA heimsótti nýliða Gnúpverja í
1. deild karla í körfuknattleik á
sunnudag. Skagamenn höfðu und-
irtökin nær allan leikinn. Það var
ekki fyrr en á lokamínútunum að
Gnúpverjar náðu forystunni og
sigruðu, 83-80. Var þetta fyrsti
sigur Gnúpverja í 1. deild karla í
sögu félagsins.
Leikurinn var jafn og spennandi
í upphafi. ÍA hafði undirtökin en
Gnúpverjar fylgdu þeim eins og
skugginn. Forskot ÍA var aldrei
meira en tvö stig lengst framan
af fyrsta leikhluta. Undir lok hans
náðu Skagamenn smá spretti og
leiddu með sex stigum að hon-
um loknum, 18-24. Gnúpverjar
jöfnuðu í 26-26 snemma í öðr-
um fjórðungi og mikið jafnræði
var með liðunum allt til hálfleiks.
Skagamenn höfðu fjögurra stiga
forskot í hléinu, 37-41.
Skagamenn komu ákveðnir til
síðari hálfleiks. Eftir að Gnúp-
verjar minnkuðu muninn í eitt stig
náðu Skagamenn góðum spretti
og komust níu stigum yfir, 43-52.
En Gnúpverjar spyrntu við fótum,
minnkuðu muninn jafnt og þétt
það sem eftir lifði þriðja leikhluta.
Skagamenn leiddu með aðeins
tveimur stigum að honum loknum,
57-59. Upphófst þá æsispennandi
lokafjórðungur. Skagamenn náðu
fimm stiga forskoti en Gnúpverjar
börðust áfram og minnkuðu mun-
inn í aðeins eitt stig. Þeir komust
síðan yfir í fyrsta sinn í leiknum
þegar fjórar mínútur lifðu leiks,
75-72. Skagamenn tóku forystuna
að nýju og komust þremur stigum
yfir þegar innan við tvær mínútur
lifðu leiks, 75-78. Gnúpverjar jöfn-
uðu metin snarlega með þriggja
stiga körfu. Skagamenn komust
yfir að nýju, nú með tveimur víta-
skotum, en aftur settu Gnúpverj-
ar þrist og náðu eins stigs forystu
og aðeins hálf mínúta á klukkunni.
Skagamenn fengu dæmda á sig
sóknarvillu í næstu sókn, Gnúp-
verjar brunuðu upp í hraðaupp-
hlaup og skoruðu auðveldlega og
fengu vítaskot að auki með aðeins
átta sekúndur eftir á klukkunni,
83-80. Þeir brenndu af vítinu,
Skagamenn brunuðu upp í sókn og
létu þriggja stiga skot vaða. Ofan
í fór það ekki og sigur Gnúpverja
staðreynd.
Ármann Örn Vilbergsson var
stigahæstur Skagamanna með 21
stig og Derek Shosue skoraði 19
stig og tók 13 fráköst. Þeir Jón
Orri Kristjánsson og Fannar Freyr
Helgason skoruðu 11 stig hvor.
Everage Richardson átti stórleik
fyrir Gnúpverja. Hann skoraði 37
stig og tók 7 fráköst.
Eftir leikinn situr ÍA í 8. og
næstneðsta sæti deildarinnar, án
stiga eftir fyrstu þrjá leiki vetrar-
ins sem allir hafa tapast naumlega.
Næsti leikur Skagamanna er Vest-
urlandsslagur gegn Skallagrími
næstkomandi föstudagskvöld, 27.
október. Leikið verður í íþrótta-
húsinu við Vesturgötu á Akranesi.
kgk
Skagamenn rétt misstu af sigri
Fannar Freyr Helgason og liðsfélagar hans í ÍA þurftu að játa sig sigraða gegn
Gnúpverjum. Ljósm. úr safni/ jho.
Nú þegar haustið færist yfir með
kólnandi veðri og styttri dögum
eru sumir sem bíða í ofvæni eftir
næsta sumri. En svo eru aðrir sem
óska sér meiri kulda og lát sér bein-
línis hlakka til vetrarins. Þeirra á
meðal eru meðlimir í Skíðadeild
UMFG í Grundarfirði en þar hef-
ur mikil uppbygging verið síðustu
ár og mikill metnaður. Allt er þetta
gert í sjálfboðastarfi og með góðum
styrkjum. Til dæmis hélt Lions-
klúbbur Grundarfjarðar kúttmaga-
kvöld 25. febrúar síðastliðinn þar
sem allur ágóðinn rann til skíða-
deildarinnar. Sá peningur er áfram
nýttur í uppbyggingu á svæðinu
en til dæmis er búið að endurnýja
skíðaskálann töluvert, kaupa snjó-
troðara, endurnýja vírinn í lyftunni
og alla diska svo eitthvað sé nefnt.
Skíðadeild UMFG vill koma
fram þökkum til allra velunnara
skíðasvæðisins sem styrktu deildina
hvort sem er með peningastyrkj-
um eða vinnu. Slíkt er ómetanlegt
í þeirri uppbyggingu á svæðinu sem
nú á sér stað. Hægt er að forvitnast
um starfsemina og framgang upp-
byggingar á fésbókarsíðu deildar-
innar undir Skíðasvæði Snæfells-
ness. Næst á dagskrá hjá deildinni
er að ræsa fram vatn úr brekkunni,
kaupa öryggisvörur og áframhald-
andi uppbygging.
tfk
Skíðadeildin í Grundarfirði undirbýr veturinn
Mynd frá einum af opnunardögum lyftunnar síðasta vetur. Frá kúttmagakvöldi Lions en ágóðinn rann til Skíðadeildarinnar.
Næstkomandi föstudag, 27. októ-
ber, fer fram málþing um áhrif
knattspyrnunnar á Akranesi. Það
verður haldið í Tónbergi og stend-
ur yfir frá klukkan 15 til 18:40.
„Þetta er risastórt forvarnarmál
okkar Akurnesinga, ímyndarmál
fyrir bæjarfélagið og stórt samein-
ingartákn. Þá er þetta stórt upp-
eldissmál og ætti að vera eitt af
kosningamálunum, bæði í alþing-
iskosningum og í bæjarstórnar-
kosningum,“ segir í tilkynningu
frá KFÍA sem heldur málþingið.
Á málþinginu verða flutt erindi
og panelumræður undir stjórn
Heimis Fannars Gunnlaugsson-
ar. Meðal frummælenda má nefna
Gunnar Gunnar Sigurðsson fyrr-
verandi formann KFÍA, Guðna
Bergsson formann KSÍ og feðgana
Jón Gunnlaugsson og Stefán Jóns-
son. Gísli Gíslason mun fjalla um
hvað Akraneskaupstaður hefur gert
fyrir knattspyrnuna og hvaða áhrif
hún hefur haft á bæjarlífið síðan
1951. „Hvað ungur nemur gamall
temur,“ er heiti á framsögu þeirra
Skarphéðins Magnússonar og
Hjördísar Brynjarsdóttur. Hulda
Birna Baldursdóttir fjallar um fót-
bolta- og skólabæinn Akranes og
dætur Ríkharðs Jónssonar koma
fram. Viðar Halldórsson fjallar
um afreksfólkið. Að lokum mun
Magnús Guðmundsson formaður
KFÍA ræða um veginn framundan.
Frítt er inn og fer skráning fram á
heimasíðu KFÍA.
mm
Málþing um áhrif knattspyrnunnar á Akranesi
Ríkharður Jónsson að þruma boltanum í netið fyrir ÍA úti í Hamborg.