Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2017, Side 10

Skessuhorn - 22.11.2017, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 201710 Í síðustu viku kvað EFTA dóm- stóllinn upp þann úrskurð að ís- lenska leyfisveitingakerfið fyrir inn- flutning á hrárri og unninni kjöt- vöru, eggjum og mjólk samrýmdist ekki ákvæðum EES-samningsins. Fjallaði dómurinn um frystiskyldu við innflutning á hráu kjöti og að hingað til lands megi ekki flytja inn ógerilsneydda mjólk og mjólkuraf- urðir sem og ógerilsneydd egg og af- urðir úr þeim. Þar með viðurkennir ekki dómstóllinn þær takmarkanir sem settar hafa verið meðal annars í þeim tilgangi að verja íslenska bú- fjárstofna gegn sjúkdómum. Sérstaða íslenskra stofna felst í að hér hafa þeir lifað í einangrun í aldir og því viðkvæmir gagnvart ýmsum sjúkdómum sem herjað hafa á bú- fjárstofna erlendis. Stóraukinn inn- flutningur á matvörum til landsins síðustu ár er engu að síður stað- reynd. Ef felldar verða úr gildi tak- markanir á innflutningi aukast lík- ur á að hingað berist ýmist smit með matvælum, svo sem salati eða kjötvörum, sem ógnað geta heilsu manna og dýra. En dómurinn hefur talað. Krafan um frjálst flæði vöru og aukin milliríkjaviðskipti vegur sam- kvæmt þessu þyngra en varúðarráð- stafanir til að verja heilsu manna og dýra. Boltanum hlýtur því að verða skotið til Alþingis og verðandi ríkis- stjórnar til úrlausnar telji ráðamenn almennt skyldu þeirra að verja ís- lenska búfjárstofna. Niðurstaða EFTA dómstólsins breytir ekki ís- lenskum lögum og það mun því koma til kasta Alþingis að fjalla um hana og gera þær breytingar sem taldar verða nauðsynlegar. „Berjumst fyrir hreinum og heilbrigðum búfjárstofnum“ „Bændasamtök Íslands harma nið- urstöðu dómstólsins en þau hafa um árabil barist gegn innflutningi á hráu kjöti, ógerilsneyddum mjólk- urvörum og hráum eggjum,“ segir í tilkynningu frá BÍ. „Að mati sam- takanna mun niðurstaða dómsins að óbreyttu geta valdið íslenskum land- búnaði miklu tjóni og ógnað bæði lýðheilsu og búfjárheilsu. Ísland er ekki aðili að evrópskum trygginga- sjóðum sem bæta tjón ef upp koma alvarlegar sýkingar í landbúnaði og þyrfti ríkisvaldið ásamt bændum að bera slíkar byrðar,“ segir í yfirlýs- ingu BÍ. „Hvað sem öðru líður þá munum við áfram verja okkar stöðu sem er einstök. Það hefur komið skýrt fram í umræðu um þessi mál að okkar færustu vísindamenn í sýklafræði og bæði manna- og búfjársjúkdómum hafa varað sterklega við innflutningi á hráu kjöti og öðrum þeim vörum sem geta borið með sér smit. Við eigum hreina og heilbrigða búfjár- stofna og erum heppin að því leyti að matvælasýkingar eru fátíðar hér- lendis. Það er beinlínis skylda okk- ar að viðhalda þeirri góðu stöðu,“ segir Sindri Sigurgeirsson formað- ur BÍ. Slæmt út frá sjónarmið- um um lýðheilsu Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, sagði í framhaldi frétta um EFTA dóminn í síðustu viku að niður- staðan sýndi að viðskiptahags- munir og lögfræði vegi þyngra en sjónarmið lýðheilsu. „Niðurstaða dómsins er slæm út frá sjónarmiði lýðheilsu og íslensks landbúnað- ar, þótt niðurstaðan sé væntan- lega lagalega séð rétt. Með því að gefa innflutninginn frjálsan er ver- ið að auka líkurnar á því að margs konar sýklar geti borist til lands- ins í menn og dýr. Úr því að þetta er niðurstaðan verður að leita leiða til þess að draga eins og hægt er úr líkunum á því að sýklar og sýkla- lyfjaónæmar bakteríur berist til landsins í auknum mæli og herða eftirlit með því.“ mm Viðskipti og lögfræði metið ofar lýðheilsu Undanfarin misseri hefur ver- ið starfandi nefnd á vegum hesta- mannafélaganna Faxa í Borgarfirði og Skugga í Borgarnesi sem haft hafði það hlutverk að vinna tillögu um hugsanlega sameiningu félag- anna. Nefndin tók til starfa eft- ir aðalfundi félaganna beggja og sátu fimm frá hvoru félagi í henni. Hestamannafélögin eru svipuð að stærð, en um 580 félagar eru skráð- ir í Skugga og 570 í Faxa. Nú liggur fyrir tillaga um sameiningu félag- anna ásamt ítarlegri greinargerð. Á félagsfundum í báðum félögunum síðastliðið miðvikudagskvöld var kynnt fyrir félagsmönnum tillaga sameiningarnefndar. „Sameiningarnefndir félaganna telja að töluverður vilji sé til stað- ar meðal félagsmanna að sam- eina félögin á grundvelli þess að þar með verði öflugra félag starf- andi í Borgarfirðinum og komið sé þannig til móts við kröfur um meiri samstöðu og samtakamátt hestamanna á svæðinu. Stærra fé- lag verði öflugra í innra starfi og útávið á landsvísu. Vísa nefndirn- ar til greinagerðar sem unnin hef- ur verið upp um sameiningu félag- anna, kosti þess og galla,“ segir í tillögu sameiningarnefndar. Leggur nefndin til að samein- ingu félaganna verði háð því að nýtt sameinað félag fái nýtt nafn sem valið verði af félagsmönnum hins nýja félags. Ekki verði not- ast við nöfnin Faxi eða Skuggi. „Sameining félaganna verði með þeim hætti að samþykki aðalfund- ir félaganna sameininguna þá verði kosin framkvæmdanefnd, skip- uð tveimur aðilum frá hvoru fé- lagi, auk oddamanns skipuðum af UMSB, sem sjái um framkvæmd sameiningarinnar, uppstillingu í stjórn og nefndir, ný lög fyrir fé- lagið, tillögur um árgjöld og ann- að þess háttar, sem lagt verði fyrir á fyrsta sameiginlega fundi nýs fé- lags.“ Fimmtudaginn 30. nóvember næstkomandi verður aðalfundur haldinn í báðum félögunum sam- tímis. Í kjölfar hefðbundinna að- alfundarstarfa verður tillaga um sameiningu Faxa og Skugga bor- in undir atkvæði. Hvernig sem sú afgreiðsla fer verður aðalfundum félaganna frestað. Ef félögin sam- þykkja sameininingu verður und- irbúin stofnun nýs félags og boðað til stofnfundar. Ef hins vegar ann- að eða bæði félögin fella samein- ingu verður boðað til framhalds- aðlafundar í þeim báðum. mm Stefán Logi Haraldsson kynnir tillögur nefndarinnar fyrir Skuggafélögum. Ljósm. kþg. Sameiningarnefnd Faxa fékk jákvæðar viðtökur við tillögum nefndarinnar. Ljósm. se. Kosið verður um sameiningu Skugga og Faxa í lok mánaðar

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.