Skessuhorn - 22.11.2017, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 201720
Liður í dagskrá uppskeruhátíðar
ferðaþjónustunnar á Vesturlandi
síðastliðinn fimmtudag var kynning
Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar
Margrétar Guðmundsdóttur á fyr-
irhugaðri uppbyggingu Vínlands-
seturs í Leifsbúð í Búðardal. Þau
eiga bæði sæti í Eiríksstaðanefnd og
hafa unnið að hugmyndum um og
undirbúningi stofnunar Vínlands-
seturs í Leifsbúð. Þar verður rak-
in sagan af landnámi Grænlands og
tilraunum norrænna manna til að
nema land í Ameríku. Hljóðleið-
sögn verður um safnið og veitinga-
staður á neðri hæð hússins.
Kjartan sagði að upphaflega hafi
verið unnið út frá hugmynd um
Sögulandið Vesturland. Kvaðst
hann hafa séð slíkt verkefni fyrir
sér sem framhald Landnámsseturs-
ins í Borgarnesi, en hann og Sirrý
áttu sem kunnugt er frumkvæði að
stofnun þess. Forsvarsmenn sendu
á sínum tíma hugmyndina um
Sögulandið Vesturland á stjórnend-
ur allra sveitarfélaga í landshlutan-
um. Dalabyggð sýndi verkefninu
áhuga og hafði hug á sögualdarsýn-
ingu, tengdri Laxdælu og sagnarit-
un Sturlu Þórðarsonar, enda eiga
þær sagnir hvað sterkust tengsl við
Dalina. Fallið var frá þeim hug-
myndum, þar sem ekki var talið að
erlendir ferðamenn væru nægilega
kunnugir þeim sögum. „En sagan
af Leifi Eiríkssyni og Eiríki rauða
er stöngin inn hér í Dölum,“ sagði
Kjartan, en sagan af landafundum
þeirra feðga er ferðamönnum að
góðu kunn, einkum þeim frá ensku-
mælandi löndum. Til að mynda er
Dagur Leifs Eiríkssonar haldinn
hátíðlegur ár hvert í Bandaríkjun-
um.
Ákveðið var því að Vínlands-
setur skyldi rekja söguna af land-
námi Grænlands og síðan tilraun-
um norrænna manna til landnáms
Ameríku. Hljóðleiðsögn verður um
safnið og Kjartan sagði í stuttu máli
frá því sem gestir safnsins myndu
berja augum og sýndi á skjá skissur
af útliti safnmuna sem hann teikn-
aði sjálfur. Veitingastaður verður á
neðri hæð Vínlandsseturs, rétt eins
og í Landnámssetrinu í Borgarnesi.
„Samlegðaráhrifin eru svo gríðar-
lega mikil af því að hafa veitinga-
stað við hlið svona sýningar,“ sagði
Kjartan.
Kostnaður um
230 milljónir
Þessa dagana er unnið að fjármögn-
un Vínlandsseturs. Heildarkostn-
aður við verkefnið er áætlaður um
230 milljónir króna, að öllu með-
töldu. Þannig er til dæmis fasteign-
in Leifsbúð inni í þeim kostnaði,
ásamt sýningum og framkvæmdum
við húsið. Fjármagn sem þarf að
afla er um það bil að upphæð 140
milljónir króna. Fram kom í máli
Sirrýjar að þegar hefði tekist að afla
um þriðjungs þess. Markmiðið er
að verkefnið verði fjármagnað með
þrennum hætti, það er að segja af
sveitarfélaginu Dalabyggð, ríkis-
valdinu og einkaaðilum.
Erindi Kjartans og Sirrýjar vakti
áhuga viðstaddra og fyrsta spurn-
ingin sem þeim barst úr sal var ein-
faldlega hvenær hægt yrði að opna
Vínlandssetrið. Þau kváðust ekki
geta svarað því að svo stöddu en um
leið og búið væri að fá nægan pen-
ing til að geta hafið framkvæmdir
þá væri hægt að setja stefnuna á ein-
hverja dagsetningu. Sirrý tók fram
að framkvæmdir við Vínlandssetur
myndu taka skemmri tíma en þeg-
ar unnið var að því að koma Land-
námssetrinu á fót á sínum tíma því
húsið, Leifsbúð, væri þegar til stað-
ar. Aðeins er gert ráð fyrir því að
byggja við húsið 40 fermetra eld-
hús, bæta við gluggum og aðrar
minni framkvæmdir.
Kjartan og Sirrý kváðust vona
að Vínlandssetur yrði liður í því að
efla ferðaþjónustu í Dölum. „Við
verðum að fá fólk til að stoppa til
að Dalabyggð hafi tekjur af ferða-
mönnum. Þrjú hundruð þúsund
manns aka hér í gegn á ári hverju
og aðeins örfáir stoppa,“ sagði
hann. Sirrý bætti því síðan við að
mikilvægt væri fyrir Dalamenn að
fá Skógarstrandarveg endurgerðan
sem fyrst. „Þannig myndi opnast
hringleið frá Snæfellsnesi til að fólk
geti farið um Dali þegar það ætlar
af Snæfellsnesi og norður í land. Sú
umferð myndi bætast við þá umferð
fólks sem fer um Dali nú þegar á
leiðinni vestur á firði,“ sagði Sirrý
og Kjartan tók undir hvert orð.
kgk
„Sagan af Leifi Eiríkssyni og
Eiríki rauða er stöngin inn“
Kynnt var fyrirhuguð uppbygging Vínlandsseturs í Leifsbúð
Kjartan Ragnarsson segir frá fyrirhugaðri uppbyggingu í Leifsbúð.
Leifsbúð í Búðardal, þar
sem fyrirhugað er að
opna Vínlandssetur.