Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2017, Qupperneq 22

Skessuhorn - 22.11.2017, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 201722 Fimmtán gráðu frost og gúmmílist- arnir neita að sleppa takinu á hurð- inni. Ég skelli hurðinni á bílnum en hún hoppar aftur út, djöfulsins frostið alltaf hreint, hurðin lokast á endanum. Þó ekki fyrr en ég er orðinn helblár á puttunum við að beita bíllyklunum á klinkuna sem gefur sig að lokum til baka. Sumir hata veturinn, ég elska hann. Það er bara svo „kósý“ að horfa út í snjóinn hérna umvafinn einangrun frá Nor- egi. Í Borgarfirði á bökkum Hvítár er eins og Elsa prinsessa hafi mætt á svæðið og fengið bræðikast, eða svo segja litlu börnin. Þrátt fyrir smá örðugleika sem tengjast hurðarlist- um og hurðarlæsingu hafa þessi síð- ustu dagar ekkert bitið á Cherokee- inn minn sem rýkur í gang þrátt fyr- ir fimbulkuldann, svo segja þeir að Kaninn kunni ekki smíða bíla... Á Syðra-Langholti í Hruna- mannahreppi stendur maður úti við glugga og kremur flugur í glugg- anum með vísifingri, þær eru orðn- ar svo svifaseinar um þessar mund- ir. Hann er reyndar hissa á því hvað flugurnar hafa lifað lengi inn í vetur- inn, hann býr jú í sveit svo kannski er þetta ekkert skrítið. „Muna að láta eitra næsta vor,“ hugsar Sig- urður Ingi þegar hann snýr sér til að ná sér í fyrsta kaffibolla dagsins (ég vona að hann drekki kaffi, sum- ir gera það ekki). Honum sem líkaði svo vel við Helga Hrafn, hann hefur kannski hugsað að hann gæti togað hann úr þessari bévítans tölvuvit- leysu. Kannski boðið honum í rétt- ir næsta haust eða jafnvel að rýja í vor. En þessu var sjálfhætt, þreifing- ar og pot – ekkert meir. Bíllinn, sem er búinn að vera í gangi í meira en klukkutíma. Er orðinn vel heitur og bíður eftir því að flytja hann á fund örlaganna. Ráðherrabílnum er lagt fyrir utan ráðherrabústaðinn. Vel greiddur og klæddur Bjarni Ben situr örlítið lengur í bílnum sínum, hann er bú- inn að einbeita sér að saumunum í stýri bílstjórans síðan hann sett- ist upp í bílinn fyrir utan hús sitt í Garðarbænum: „Hvernig er þetta eiginlega hægt?“ Hugsar hann með sér og spilar í huga sínum myndband af youtube sem sýnir konu sauma sæti og stýri í Lamborghini. Vestið keypti hann líklega í Kultur Men í Kringlunni. Ekki of formlegt, ekki of stíft, það má ekki styggja vinstrið. Bílstjórinn, sem situr þögull í kyrrð- inni sem fylgir á eftir þegar búið er að drepa á bíl, segir: „Herra minn, við erum komnir.“ Bjarni rankar við sér og stígur út. Katrín lýkur við lotuáhorf sitt á Stranger Things um kl. 01:24 og sofnar í sófanum. Eðlan sem hún lét Gunna gera fyrr um kvöldið er orðin köld, rjómaosturinn og salsa- sósan orðin að einu gumsi. Svona kannski eins og næsta ríkisstjórn. Hún vissi að það væri mikilvægur fundur á morgun en þessir þættir eru bara svo ógeðslega góðir. Kolli Proppé var búinn að segja að þess- ir þættir væru geðveikir svo það var ekkert um annað að ræða en að taka þá í einni lotu því það verður ekki tími til að horfa á sjónvarp næstu daga. Hún dregur upp kröftuglega ofinn ullartrefilinn og þegar hún er búin að vefja honum utan um háls- inn heyrist bjölluhljóð í símanum: „Thu endar sem forsatisradherra, trudu mer. ekki bakka þumlung. kv steini j“. „Hann verður að fara að fá sér snjallsíma,“ hugsar Katrín og skellir í lás. Ég vona bara að þessu verði lokið fyrir jól. Kveðja, Axel Freyr Eiríksson Sandkorn í skítakulda PISTILL Áratugahefð er fyrir því í versluninni Bjargi við Stillholt á Akranesi að bjóða viðskiptavinum upp á Gott kvöld í aðdrag- anda aðventu. Síðastliðinn fimmtudag var opið langt fram á kvöld og streymdi fólk í verslunina til að nýta sér spennandi tilboð á fatnaði og snyrtivörum og þiggja um leið veitingar. Við látum meðfylgjandi myndir tala sínu máli. mm Gott kvöld í Bjargi „Körfuboltamenn frá öðrum EES ríkjum eiga að hafa sömu réttindi til atvinnu á Íslandi og íslenskir leik- menn.“ Þannig hefst frétt á heima- síðu ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, frá því á miðvikudag. Stofnunin hafði til umfjöllunar svokallaða 4+1 reglu Körfuknattleikssambands Íslands, sem felur í sér að íslensku körfuknatt- leiksliði er aðeins heimilt að hafa einn erlendan leikmann inni á vellin- um í leik. Samkvæmt rökstuddu áliti sem ESA sendi til Íslands sama dag felur þetta í sér brot á skuldbinding- um ríkisins samkvæmt EES-samn- ingnum „Einn grunnþátta EES- samningsins er sameiginlegi vinnu- markaðurinn, sem gerir Íslendingum kleift að starfa í öðrum Evrópulönd- um og njóta réttinda þar. Samning- urinn er gagnkvæmur og körfubolta- maður frá öðru EES ríki sem spilar á Íslandi á því að njóta sömu réttinda og íslenskir leikmenn,“ segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður ESA, í fréttinni. Sameiginlegur vinnumarkaðurinn í Evrópu gerur launþegum kleift að flytja á milli EES-ríkja og sinna störf- um án mismununar. Þegar íþrótt er skilgreind sem atvinnugrein og fólk fær greidd laun fyrir að stunda hana, þá fellur hún undir frjálsa vinnumark- aðinn og þar með EES-löggjöfina. „Erlendir leikmenn frá EES-lönd- um eiga því að hafa sömu réttindi og íslenskir leikmenn og það gera þeir ekki samkvæmt „4+1 reglunni“, en mismunun á grundvelli þjóðernis brýtur í bága við EES-samninginn,“ segir í fréttinni. ESA sendi yfirvöldum á Íslandi formlega áminningu fyrr í sumar og gaf gaf stjórnvöldum þriggja mánaða frest til að koma röksemdum sínum á framfæri. „Eftir framlengdan frest hefur enn ekkert svar borist. Rök- studda álitið sem ESA sendi Íslandi er annað stigið í samningsbrota- máli gegn íslenska ríkinu. Verði ekki brugðist við innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA- dómstólsins.“ Nýjar reglur næsta vor „Stjórn KKÍ hefur rætt málið ítar- lega og tekið þá ákvörðun að fyr- ir körfuknattleikshreyfinguna og ís- lenska ríkið sé best að frá og með keppnistímabilinu 2018/2019 verði spilað samkvæmt þeim reglum sem ESA telur að þurfi að gera með frjálst flæði vinnuafls innan ESB/EFTA svæðins. Er þetta gert með það í huga að hvorki KKÍ, ÍSÍ né fulltrúar íslenska ríkisins þurfi að setja í mál- ið töluverðan tíma, vinnu og fjár- magn. Ný reglugerð um hlutgengni erlendra leikmanna í körfuknattleik í mótum á vegum KKÍ mun taka gildi frá og með 1. maí 2018,“ segir í bréfi sem KKÍ sendi aðildarfélögum sama dag vegna málsins. Stjórn körfu- knattleikssambandsins ítrekar að KKÍ telji engin lög hafi verið brotin með þeirri reglu sem í gildi hafi verið undanfarin ár. „En þar sem reglurnar eru óljósar og málsmeðferð mun taka nokkur ár, mikinn tíma og fjármagn telur stjórn KKÍ að best sé að breyta regluverkinu eins og fram kemur hér að ofan. Ákvörðunin er tekin með heildarhagsmuni körfuknattleiks- hreyfingarinnar og íslenska ríksins að leiðarljósi. Stjórn KKÍ vonast til þess að með þessari ákvörðun tak- ist sátt á milli aðila og að ESA muni nú láta málið niður falla og gefa KKÍ svigrúm í að breyta sínu regluverki sem taka mun gildi 1.maí 2018,“ seg- ir í bréfinu. kgk/ Ljósm. úr safni. Telur reglu KKÍ brjóta í bága við EES-samninginn

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.