Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2017, Síða 28

Skessuhorn - 22.11.2017, Síða 28
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 201728 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmar 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 7 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Á vef Skógræktarinnar er greint frá því að barrvefari hafi fundist í Döl- um nú í haust. Var hann staðbund- inn við um einn fjórða af hektara á einum bæ. Þar hafði hann étið barrið af nokkrum lerkitrjám svo að þau voru orðin albrún að lit. Hann hafði þó ekki dreift sér á allt lerki á svæðinu því í kringum sýktu trén stóðu hvanngræn lerkitré. Einnig hafði hann herjað á nokkrar furur á svæðinu. Barrvefari lifir í barrskógum og húsagörðum. Hann flýgur frá lok- um júlí og fram í miðjan október- mánuð. Að öllum líkindum verpir tegundin eggjum sínum á trjágrein- ar þar sem þau geymast yfir vetur- inn þar til þau klekjast út á næsta vori. Lirfurnar vaxa síðan upp fyrri hluta sumarsins og púpa í júlí. Þær nærast á nálum barrtrjáa, lerkis, furu og þins. Þær spinna spunahjúp utan um nálarnar og éta þær frá oddi að rót. Þegar fæðan er uppur- in finna þær sér nýja nál og spinna hjúp utan um hana. Tegundin er útbreidd um Evr- ópu allt frá Norður-Skandinavíu til Miðjarðarhafs. Þá er hún einn- ig algeng í Miðausturlöndum og Asíu allt til Japans. Hana er einn- ig að finna í Færeyjum og Norð- ur-Ameríku. Hingað til hefur út- breiðsla hennar hérlendis verið á sunnan- og austanvert landið, allt frá Hvanneyri austur að Hallorms- stað og Neskaupstað. Einnig hefur barrvefari fundist í Stykkishólmi og í grennd við Ásbyrgi. Tegund- in er nýlegur landnemi hér á landi, fannst fyrst í Hallormsstaðaskógi haustið 1992 en ekki var strax ljóst hver tegundin væri. Fyrst var hún greind árið 1997 og á næstu árum hafði hún náð að dreifa sér um allt sunnanvert landið. kgk Barrvefari fannst í Dölum Lirfur barrvefara spinna hjúp um barrnálar og éta þær frá oddi að rót. Þegar fæðan er uppurin færa þær sig á aðrar nálar. Þannig skilur hver lirfa eftir sig nokkra spuna. Ljósm. Skógræktin. Pennagrein Mistök eru ekki sérlega gildishlaðið orð. Eitthvað sem okkur verður víst flestum á er að gera mistök, sum stór önnur smávægileg. Við viljum ekki láta það um okkur spyrjast að við séum sífelldlega að gera mistök en oft gengur þetta yfir alla þjófa- bálka, fólki virðist ótrúlega oft ekki um að viðurkenna jafnvel smávægi- leg mistök sem engu skipta. Hvað þá veruleg mistök sem gætu hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir aðra. Í veraldarsögunni er þekkt að mistök sem jafnvel er hægt að rekja til fárra hafa haft áhrif á hag margra, jafn- vel leitt til heimsstyrjalda. Öll slík sagnfræði er þó nokkuð vafasöm ef hún á að leiða fram; „það sem ann- ars hefði gerst“. En getur fætt af sér skemmtilegar vangaveltur. Hvað ef íslensku bankarnir hefðu ekki ver- ið einkavæddir? Hvað ef Versala- samningarnir hefðu ekki hallað svo mjög á Þjóðverja eins og raunin varð? En nóg um það. Mannréttindi Nýverið var sagt frá því að Jón Björgvinsson fréttaritari hefði ver- ið handtekin í Abu-Dabi. Honum var haldið í einangrun í 50 klukku- tíma og yfirheyrður samfellt í 10 klukkustundir. Í viðtali sagði Jón að þetta sýndi hve mannréttindi væru fótumtroðin í landinu, þeir sem reyndu að vekja athygli á misrétti væru einfaldlega settir bak við lás og slá eins og hann. Þetta er þó ekki einsdæmi og ansi langt frá því að vera bundið við þetta fjarlæga ríki sem eins og önnur lönd þurfa þó að sæta vax- andi nánd við allt og alla vegna tækniþróunar sem orðið hefur og er á fleygiferð meðal annars í formi snjallsíma í hvers manns hönd. Í byrjun 17. aldar varð mikil gerj- un í heimsmynd Evrópu og kaþ- ólska kirkjan barðist við smokka þeirrar aldar sem voru nýjar hug- myndir um stöðu Jarðar í alheimi sem fóru gegn heimsmynd kirkj- unnar. Glíma kirkjunnar við Galí- leó endaði fyrir rannsóknarrétt- inum alræmda en hann var of stór biti til að fara á bálið og endaði í stofufangelsi. Þessi slagur hefur orðið frægur í sögulegu samhengi og 1741 sættist kirkjan að einhverju leyti við Galíleó. Í páfatíð Jóhann- esar Páls II bað kirkjan hann svo fyrirgefningar 350 árum eftir and- látið. Giordano Bruno var brenndur á báli á Campo di Fiori í Róm árið 1600 eftir að hafa fyrst komið fyrir rannsóknarréttinn árið 1593. Hann hefur enn ekki fengið uppreisn æru í Páfagarði þó hans sé nær allsstað- ar getið þegar fjallað er um þá bylt- ingu sem varð í vísindum með til- komu sólmiðjukenningar Kóperni- kusar 1543 og í kjölfarið eðlisfræði Galileós og Newtons. Aftur var það þó Jóhannes Páll II sem baðst af- sökunar á þeim kæk páfagarðs að kveikja í andmælendum sínum upp við staur á árum áður. Guðmundar og Geirfinnsmál Á Íslandi var staðnað landbúnaðar- samfélag í mörgu tilliti langt fram á 19. öld. Þegar kom fram á miðja öldina má segja að hægfara breyt- inga hafi tekið að gæta sem stóð til 10. maí árið 1940 þegar nútím- inn hélt hér innreið sína. Sumir vilja miða þessa kollsteypu við komu bandaríska hersins sumarið eftir. Að einhverju leiti er hægt að skilja þau mistök sem gerð voru í svoköll- uðu Guðmundar og Geirfinnsmáli í þessu ljósi. Ráðandi kynslóð vissi í einhverjum skilningi ekki sitt rjúk- andi ráð og vildi skapa hér samfélag sem væri fallegt og réttlátt. En vissu óglöggt hvar mörk valdsins lágu. Því fór sem fór og meðferðin á Jóni Björgvinssyni í Abu-Dabi í nóvem- ber 2017 verður eins og saklaus busun í framhaldsskóla hjá því sem venjulegir íslenskir lögregluþjónar og fangaverðir gerðu á hlut nokk- urra samborgara sinna á seinni hluta áttunda áratugar liðinnar aldar. Það má vissulega velta því fyr- ir sér hvernig þetta gat allt gerst með þeim hætti sem það gerðist. Hvað ef eitthvað hefði gerst öðru- vísi en raunin varð. En það verður verkefni sagnfræðinga úr því sem komið er. Það sem vekur hinsveg- ar furðu mína eru viðbrögð stjórn- málamanna við þeim tíðindum sem fljótlega urðu á vitorði almennings að málið hafi allt verið nær sam- felld röð mistaka og að brotið hafi verið gróflega á rétti þeirra sem að lokum hlutu dóma í málinu. Minn- ir þar óþægilega á Páfagarð. Geir Haarde neitaði að biðja þolendur ofbeldis í vistheimilinu í Breiðuvík afsökunar af því að hann hefði ekki gert á hlut nokkurs manns þar í vík- inni. Sama virðist gegnum gangandi í málflutningi dómara og stjórn- málamanna þegar kemur að Guð- mundar og Geirfinnsmálinu, sem að einhverju leyti er framhaldssaga af Breiðuvíkurmálinu og sagan af inn- reið nútímans í íslenskt samfélag. Enginn virðist leggja í að biðja þol- endur fyrirgefningar. Þeir sem sátu á valdastóli eru horfnir þaðan og þó mistökin hafi verið þeirra er ekki á þeirra færi að greiða úr þeim að svo miklu leyti sem það er hægt. Forseti vor og ríkisstjórn Giovanni Mercati kardináli hélt því fram árið 1942 að skjöl sem hann hafði þá fundið sýndu að full ástæða hafi verið til að rétta yfir Giordano Bruno. Stundum er óttinn við af- leiðingar þess að viðurkenna mis- tök – jafnvel annarra fyrir mörgum öldum – svo mikill að menn vilja frekar freista þess að breiða yfir þau eina duluna enn. Flest okkar þekkja þetta, erfiðleikana við að viður- kenna að hafa gert á annarra hlut og biðja viðkomandi fyrirgefning- ar. Þroskað fólk veit þó að það leið- ir oftast til einhvers góðs og menn átta sig á því þegar árunum fjölg- ar að sum mistök eru raunverulega stór mistök sem hafa áhrif á líf ann- arra. En það er alltaf betra að við- urkenna sannleikann, horfast í augu við hann, frekar en að halda áfram að reyna að stagbæta lygavefinn og leita nýrrar réttlætingar á ranglæt- inu. Þegar ný ríkisstjórn tekur við valdataumum bíða hennar mörg verk. Þetta verk hefur beðið lengi. Það hefur beðið of lengi og ætti ekki að bíða lengur! Finnbogi Rögnvaldsson Að viðurkenna mistök er betra en að stagbæta lygavef

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.