Skessuhorn - 22.11.2017, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 201730
MT: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Hvað er það besta
við veturinn?
Spurni g
vikunnar
(spurt á Akranesi)
Helgi Steindal:
„Það besta við veturinn er að
þegar hann er kominn þá er far-
ið að styttast í sumarið aftur.“
Ingibjörg Sigþórsdóttir:
„Jólin.“
Kristín Sigfúsdóttir:
„Þegar jólaljósin eru sett upp, þá
færist yndisleg birta yfir skamm-
degið.“
Kristinn Pétursson:
„Mér líkar veturinn ágætlega
ef hann er snjóléttur, þá er ég
ánægður með hann.“
Segja má að undirbúningur Víkings
Ólafsvíkur fyrir næsta knattspyrnu-
tímabil hafi byrjað um síðustu helgi.
En þessa dagana fer riðlakeppnin í
Futsal fram og spilar Víkingur Ó
í C-riðli. Leikið var í Íþróttahúsi
Snæfellsbæjar og vann Víkingur Ó
báða sína leiki, fyrst við Ísbjörninn
6 - 1 og svo við Augnablik 8 - 2,
en lið ÍH dró sig úr keppni. Ejub
Purisevic sem nýlega skrifaði und-
ir nýjan tveggja ára samning stýrði
liðinu og var Suad Begic honum til
aðstoðar. Þeir stilltu upp 13 manna
ungu liði heimamanna af Snæfells-
nesinu.
Segja má að ungu leikmennirnir
úr uppeldisstarfi félagsins séu farnir
að nálgast meistaraflokkinn og fullt
af enn yngri leikmönnum er á leið-
inni. Seinni umferð C-riðils í Fut-
sal verður spiluð laugardaginn 9.
desember á Álftanesi.
þa
Víkingur með tvo sigra í Futsal
Ungir og efnilegir körfuknattleiks-
menn í 8. flokki drengja hjá Skalla-
grími áttu góðu gengi að fanga um
síðustu helgi. Þeir léku fjóra leiki
í A-riðli Íslandsmótsins í körfu-
knattleik, en riðillinn var spilaður
á heimavelli í Borgarnesi. Skalla-
grímspiltar gerðu sér lítið fyrir og
unnu alla leikina og það sannfær-
andi. Sigruðu piltarnir riðilinn og
þar með skipuðu þeir sterkasta lið
landsins í sínum aldursflokki þessa
helgina. „Sterk liðsheild sem þeir
Alexander, Almar, Aron, Andri,
Bjartmar, Halldór og Jónas mynda.
Vilhjálmur var því miður veikur en
kemur sterkur inn í næsta mót,“
segir í tilkynningu á Facebook-síðu
kkd. Skallagríms.
kgk
Sterkastir í sínum aldursflokki
Piltarnir í 8. flokki Skallagríms ásamt þjálfara sínum, Ricardo Gonzales Dávila.
Naut þjálfarinn sérlegrar aðstoðar Skúla Guðmundssonar við þjálfun liðsins.
Ljósm. Skallagrímur.
Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins
í körfuknattleik, tilkynnti á mánudag tólf manna
hóp sem heldur til Tékklands og mætir heima-
mönnum næstkomandi föstudag. Grundfirðing-
urinn Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar,
er að venju meðal leikmanna hópsins en Borgnes-
ingurinn Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, er fjarri
góðu gamni vegna meiðsla. Borgfirðingurinn Arn-
ar Guðjónsson er sem fyrr aðstoðarþjálfari liðsins.
Leikur liðsins gegn Tékklandi er liður í undan-
keppni Heimsmeistaramótsins sem fram fer í Kína
á næsta ári. Leikurinn gegn tékkum hefst kl. 17:00
að íslenskum tíma en að honum loknum snýr liðið
heim og undirbýr sig fyrir næsta verkefni, sem er
leikur gegn Búlgörum á Laugardalsvelli mánudag-
inn 27. nóvember næstkomandi. Heimaleikurinn á
mánudaginn hefst kl. 19:45. kgk
Tveir leikir
framundan hjá
karlalandsliðinu
Körfuknattleiksdeild Snæfells hefur samið við
körfuknattleikskonuna Júlíu Scheving Steindórs-
dóttur. Mun hún leika með Snæfelli í Domino‘s deild
kvenna það sem eftir lifir tímabils.
Júlía er tvítugur framherji, uppalin hjá Njarðvík
og hefur leikið með liðinu allan sinn feril. Hún hefur
hins vegar ekkert leikið með liðinu í vetur. Á síðasta
ári skoraði hún fimm stig að meðaltali í Domino‘s
deildinni með Suðurnesjaliðinu. Þá var hún sömu-
leiðis hluti af U20 ára liði Íslands sem tók þátt í
Evrópumótinu síðasta sumar. Júlía mun leika sinn
fyrsta leik fyrir Snæfell í dag, miðvikudaginn 22.
nóvember, þegar liðið heimsækir Keflavík. kgk
Snæfell galopnaði toppbaráttu 1.
deildar karla í körfuknattleik með
góðum sigri á Breiðabliki, 103-99,
þegar liðin mættust í spennandi leik
í Stykkishólmi á sunnudag.
Snæfellingar mættu ákveðnir til
leiks og höfðu undirtökin í upphafs-
fjórðungnum. Þeir léku góða vörn
sem skilaði nokkrum stolnum bolt-
um og auðveldum körfum í kjölfarið.
Í stöðunni 19-11 leist gestunum ekki
á blikuna og skiptu yfir í svæðisvörn.
Þannig tókst þeim að minnka mun-
inn í tvö stig en Snæfell átti lokaorð-
ið í upphafsfjórðungnum og hafði
sjö stiga forskot að honum loknum,
28-21. Breiðablik minnkaði muninn
í eitt stig snemma í öðrum fjórðungi,
37-36 en Snæfellingar náðu undir-
tökunum að nýju. Þeir hittu ágæt-
lega úr skotum sínum og héldu gest-
unum í skefjum næstu mínúturnar.
En Blikar áttu lokaorðið í fyrri hálf-
leik og tókst með góðri rispu að jafna
metin í 51-51 og þannig var staðan
í hléinu.
Mikið jafnræði var með liðunum
í upphafi síðari hálfleiks. Snæfell-
ingar höfðu þó heldur undirtökin en
Blikar fylgdu þeim eins og skugginn.
Aldrei munaði meira en þremur stig-
um á liðunum fyrstu mínútur síðari
hálfleiks. Um miðjan þriðja leikhluta
snerist taflið við. Blikar tóku að sér
að leiða með örfáum stigum og Snæ-
fellingar brugðu sér í hlutverk skugg-
ans sem fylgdi þeim hvert fótmál.
Gestirnir höfðu tveggja stiga forystu
fyrir lokafjórðunginn, 72-74. Fjórði
leikhluti var æsispennandi og reyndi
heldur betur á taugar bæði áhorf-
enda og leikmanna. Snæfell komst
yfir í upphafi fjórðungsins og hafði
tveggja stiga forystu þar til um hann
miðjan. Þá komust Blikar tveimur
stigum yfir en Snæfell jafnaði. Þeg-
ar 90 sekúndur voru eftir af leiknum
var staðan jöfn, 95-95 og sigurinn
gat fallið báðu megin. Snæfell skor-
aði næstu stig og var yfir, 101-99
þegar 14 sekúndur lifðu leiks. Blikar
geystust upp í sókn en Snæfellingar
stálu boltanum og skoruðu auðveld-
lega og tryggðu sér þar með sigurinn
í leiknum, 103-99.
Toppbaráttan galopin
Fjórir leikmenn Snæfells skoruðu
meira en 20 stig í leiknum. Stiga-
hæstur var Christian Covile með 31
stig, en hann tók tíu fráköst að auki
og gaf fimm stoðsendingar. Reynslu-
boltinn Sveinn Arnar Davíðsson var
með 23 stig og sjö stoðsendingar,
Þorbergur Helgi Sæþórsson 23 stig
einnig og Viktor Marinó Alexand-
ersson 20.
Jeremy Smith var
atkvæðamestur í liði
gestanna með 27 stig,
ellefu fráköst og fimm
stoðsendingar en
Árni Elmar Hrafns-
son, sem lék einmitt
með Snæfelli síðasta
vetur, skoraði 18 stig
og gaf fimm stoð-
sendingar.
Með sigrinum
opnuðu Snæfellingar
toppbaráttu deildar-
innar upp á gátt. Þeir
hafa tíu stig í þriðja
sæti eftir fyrstu átta
leiki vetrarins, jafn
mörg og næstu lið
fyrir neðan en tveim-
ur stigum minna en
Breiðablik í öðru
sæti og fjórum stig-
um minna en topplið
Skallagríms. Næsti
leikur Snæfells er
gegn Vestra í Stykk-
ishólmi sunnudag-
inn 26. nóvember, en
liðin eru einmitt jöfn
að stigum í þriðja og
fjórða sæti deildar-
innar.
kgk
Snæfell vann baráttusigur á Breiðabliki
Reynsluboltinn Sveinn Arnar Davíðsson var með
skotsýningu í leiknum gegn Breiðabliki.
Ljósm. úr safni/ sá.
Snæfell
fær liðsstyrk
Nýjasti leikmaður Snæfells, Júlía
Scheving Steindórsdóttir.
Ljósm. snaefell.is.
Hlynur Bæringsson til varnar í leik með
landsliðinu á Evrópumótinu í Finnlandi
síðastliðið haust.
Ljósm. Wikimedia Commons.