Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 14. FEbRúAR 201820 Ásta Marý Stefánsdóttir er fjölhæf ung kona frá Skipanesi í Hvalfjarð- arsveit, dóttir Stefáns Ármanns- sonar og Guðfinnu Indriðadóttur. Ásta Marý tekur á móti blaðamanni Skessuhorns á hlaðinu í Skipanesi einn fallegan eftirmiðdag í febrúar. Það er bjart yfir öllu og nýfallinn snjór þekur jörðina og útsýni yfir stóran hluta Hvalfjarðarsveitar og Akrafjallið er einstaklega fallegt séð frá bæjarhlaðinu í Skipanesi. „Það er ekki slæmt að vakna alla daga við þetta útsýni,“ segir Ásta Marý þeg- ar blaðamaður dáist að því hvern- ig Akrafjallið blasir við út um stofu- gluggann þegar komið er inn í bæ. „Enda vil ég helst hvergi annars staðar búa. Við systkinin gætum mögulega byggt okkur hús á jörð- inni. Mamma og pabbi vita að þau losna líklega aldrei við okkur,“ bæt- ir hún hlæjandi við. Vélvirki og söngkona Ásta Marý er menntuð sem vél- virki og vinnur sem slíkur hjá véla- verkstæðinu Vélfangi í Reykjavík. Segja má að hún sé fædd og uppal- in með fingurna í vélum en pabbi hennar rekur vélaverkstæði í Skipa- nesi. Aðspurð segist Ásta Marý þó ekki ætla að fara að vinna hjá föð- ur sínum eins og er. „Ég tók samn- inginn hér hjá pabba þegar ég var að læra en ákvað að fara að vinna í Reykjavík eftir útskrift. Ég vann við að smíða vélar hjá Marel í tvö ár en er núna komin í aðeins fjöl- breyttara starf þar sem ég er bæði að smíða og gera við vélar og líkar mjög vel,“ segir hún. Auk þess að vinna í fullu starfi sem vélvirki hef- ur Ásta Marý lagt sönginn fyrir sig og er nemandi í söngskóla Sigurðar Demetz. Þar lærir hún einsöng hjá Hallveigu Rúnarsdóttur söngkenn- ara. „Það mætti alveg segja að söng- urinn sé mér í blóð borin. Mamma er óperusöngkona og móðurafi minn hefur líka alltaf sungið mikið. Ég man í raun varla eftir afa nema syngjandi eða raulandi. Mér er svo sagt að ég sé eins og hann, alltaf að raula eitthvað en ég tek ekki mik- ið eftir því sjálf,“ segir Ásta Marý og hlær. Lærði að anda upp á nýtt „Ég hef verið í söngnámi frá því ég var 15 ára en það var ekki fyrr en ég fór í tíma hjá Hallveigu sem ég fór virkilega að læra rétta tækni. Tækn- in skiptir gríðarlega miklu máli, sér- staklega þegar lengra er komið og maður fer að syngja flóknari verk. Hallveig hefur í raun kennt mér al- veg nýja tækni og til dæmis að anda alveg upp á nýtt, en öndunin hef- ur heilmikið að segja um hvern- ig röddin hljómar. Maður þarf að kunna að anda á réttum tíma og að anda hvorki of mikið né of lít- ið,“ bætir Ásta Marý við og bros- ir. Aðspurð hvernig hún skilgreini sig sem söngvara segist Ásta Marý ekki vilja skilgreina það sérstaklega. „Það fer mikið eftir dagsforminu hvað ég syng helst. Ég er mikið að syngja óperu núna en skilgreini mig ekki sem óperusöngkonu. Mér þyk- ir held ég skemmtilegast að syngja í kór og er að syngja með Mótettu- kór Hallgrímskirkju en ég syng mikið klassískt og hef líka gaman að poppsöng,“ segir hún. „Ég er einn af stofnendum Stuðbandsins Skaramú þar sem við spiluðum ein- göngu popplög. En við erum í pásu núna en það væri gaman að taka upp þráðinn við gott tækifæri. Svo syng ég líka með sönghópnum Fjárlaga- nefnd þar sem sungin eru klassísk lög. Ætli það sé ekki bara hægt að segja að ég er svona eitthvað í öllu bara,“ segir hún og brosir. Notar núvitund áður en hún fer á svið Helgina 26.-28. janúar tók Ásta Marý þátt í söngkeppninni Vox Domini þar sem hún stóð uppi sem sigurvegari í framhaldsflokki. „Þetta var í annað sinn sem keppn- in er haldin, í fyrra var ég bara ný- lega byrjuð í tímum hjá Hallveigu og því enn að ná tökum á tækninni og ekki alveg nógu vel undirbú- in fyrir keppnina. Í ár var keppnin með aðeins öðruvísi sniði en verkin voru að mestu ákveðin fyrirfram. Í fyrstu sá ég ekki fram á að taka þátt því það var ekkert verk sem pass- aði fyrir mína rödd. Ég sá svo eitt verk sem ég hef sungið áður svo ég skráði mig og það gekk svona líka glimrandi vel,“ segir Ásta Marý og brosir. „Ég tók fyrst og fremst þátt í þessari keppni fyrir reynsluna. Hallveig, kennarinn minn, skoraði á mig að syngja hvar og hvenær sem er og nýta hvert tækifæri sem gefst til að koma fram því öll reynsla er góð. Þetta er líklega eitt það mikil- vægasta sem ég hef lært því þetta er besta leiðin til að bæta sviðsfram- komu og öryggi mitt á sviði, það skiptir jú miklu máli.“ Ásta hefur verið mjög dugleg að koma fram og halda tónleika í heimasveit sinni. „Mér finnst gaman að syngja hér í Hvalfjarðarsveit, svona fyrir mitt fólk ef svo má segja. Ég hef sungið með borgarfjarðardætrum í Reyk- holti og þá koma alltaf um 150 manns. borgarfjarðardætur eiga ákveðinn aðdáendahóp sem kem- ur alltaf og það er eitthvað sem mig langar að búa til hér í Hvalfjarðar- sveit. Ég hef bara verið mjög dug- leg að sækja um styrki hjá sveitar- félaginu og halda tónleika við hvert tækifæri.“ Aðspurð hvort hún verði mjög stressuð áður en hún fer á svið segir hún svo vera. „Ég er bara mun betri í dag að fela stressið en ég verð oft mjög stressuð. Ég hef lært að þekkja inn á mig og þegar ég verð mjög stressuð hugsa ég bara: „Ég er vön að syngja vel og ef ég klúðra skiptir það engu máli,“ og ég nota líka mikið núvitund rétt áður en ég fer á svið og það hefur oft hjálpað mér mikið, “ svarar hún. Það sem stendur upp úr Aðspurð hver séu eftirminnilegustu skiptin þar sem hún hefur komið fram og sungið segir Ásta Marý það vera hæfileikakeppni í Heiðarskóla, þegar hún tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri og framhaldsprófstónleikarnir henn- ar úr söngnáminu. „Fyrsta skipti sem ég kom fram er alltaf frekar eftirminnilegt. Það var á hæfileika- keppni í Heiðarskóla þegar ég var í 8. bekk. Ég man líka alltaf mjög vel eftir því þegar ég söng með Álfheiði vinkonu minni á söngkeppni fram- haldsskólanna og svo standa upp- úr tónleikarnir þegar ég tók fram- haldsprófið. Þá náði stressið mér aldrei og ég var svo einbeitt að ég man nákvæmlega hvernig hvert orð hljómaði og hvernig mér leið all- an tímann. Venjulega man ég ekk- ert eftir að ég kem af sviðinu,“ segir Ásta Marý og bætir því við að hún stefnir á að eiga sem flesta svona tónleika í framíðinni. Langar að lifa af listinni „Ég held að ég hlusti mest á Rás 2 eða útvarp Suðurland þegar ég er í bílnum. Ég hlusta mjög mik- ið á gamalt rokk eins og Led Zep- pelin, Deep Purple og fleiri göm- ul bönd en svo hlusta ég líka mik- ið á popptónlist. Ég hlusta líklega minnst á tónlist sem spiluð er á FM 957 eða rapp,“ segir Ásta Marý að- spurð hvað hún hlusti helst á í bíln- um. „Annars þykir mér líka gaman að hlusta bara á fræðsluþætti á Rás 1, en ég er mikill nörd í mér,“ segir hún og hlær. Framundan hjá Ástu Marý er að taka þátt í sýningum á Phantom of the Opera í Hörpu en frumsýn- ing er næstkomandi laugardag, 17. febrúar. „Ég syng þar ásamt nokkr- um skólasystkinum úr Söngskóla Sigurðar Demetz,“ segir Ásta Marý og bætir við að hún muni líka taka þátt í óperusýningu í skólanum í vor. „Í apríl ætla ég svo að fara til barcelona í prufur fyrir alþjóðlegan kór fyrir unga söngvara. Mig langar mikið að prófa að lifa sem listamað- ur í eitt ár og sjá hvernig gengur. Ef ég kemst í kórinn tekur við ferðalag þar sem ég fæ að syngja með kórn- um um allan heim,“ bætir hún við. „Ef vel gengur tek ég jafnvel lengri tíma í að lifa af listinni en ég get svo alltaf snúið mér að vélsmíðinni aft- ur. Ég veit ekki hvernig er að lifa sem listamaður nema prófa og í versta falli fer þetta bara í reynslu- bankann,“ segir Ásta Marý að end- ingu. arg Söng til sigurs á Vox Domini Vélvirkinn Ásta Marý Stefánsdóttir stefnir á að reyna að lifa af söngnum Ásta Marý Stefánsdóttir á bæjarhlaðinu heima í Skipanesi með Akrafjallið í baksýn. Sigurvegari í framhaldsflokki á Vox Domini söngkeppninni sem fram fór í janúar. Ásta Marý er menntaður vélvirki og vinnur nú á vélaverkstæðinu Vélfangi í Reykjavík.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.