Skessuhorn - 21.02.2018, Síða 24
MIÐVIKUDAGUR 21. feBRúAR 201824
Hugleiðingar eru margþættar svo
það verður vaðið úr einu í annað.
„Djöfulsins skítaveður er þetta
alltaf hreint” hugsa ég við lestur
frétta um lægðaganginn sem hef-
ur farið yfir Ísland síðustu miss-
eri. Þegar fréttirnar vísa í „hugleið-
ingar veðufræðings“ hljómar það
reyndar alltaf skemmtilega, jafnvel
vinalega. en svo fatta ég að hann er
að tala um áframhaldi éljagang. Ég
bað örugglega um þetta með því að
hugsa stundum „því það er eitthvað
svo mikið heitt kakó og kósý þeg-
ar élið lemur gluggana á húsinu“.
Allavega, ég hugsaði ekki orð eins
og „kósý“ og „kúr“ þegar ég fór og
athugaði með stillansinn sem mág-
ur minn hafði beðið mig að athuga
rétt eftir kl. 23:00 í síðustu viku,
hann var auðvitað fokinn á hlið-
ana svo ég dró hræið upp að vegg í
skjól. Ég prufaði svo að standa úti á
veginum við húsið til að finna fyrir
veðrinu (það brakaði í himninum)
og þegar ég hafði lokið blásturs-
meðferðinni í andlitinu (kinnar út-
þandar eins og þegar maður stakk
höfðinu út úr bílnum á faxabraut-
inni á fullri ferð) þá sneri ég við.
Ég fauk næstum út í móa, það var
eins og hópur af fólki væri að ýta
á bakið á mér, svona eins og þegar
maður er búinn með alla gestrisni
húsráðanda „ok, ok, eftir smá, ég er
að fara, bídd´aðeins ég ætla að fá að
segja eitt enn.“
Mér finnst þetta samt fínt að
einhverju leyti því þegar storm-
inn lægir og lognið kemur, brak-
andi ferskt vetrarloftið leikur um
mann, þá kann maður meir að meta
slík augnablik. Þegar ég horfi nið-
ur eftir Hvítá eftir hamaganginn er
eins og ég sé að horfa á háskerpu
skjáhvílu í Windows 10. Þú veist,
þessi sem heitir Nature. Svo kem-
ur náttúrulega hitinn og eyðilegg-
ur allt, asahláka og fleiri glaðning-
ar og snjórinn verður kúkabrúnn á
sumum stöðum. Ákvörðunarfælni
einkennir íslenskt veðurfar. fras-
inn „það er ekki slæmt veður á Ís-
landi heldur illa klætt fólk“ er það
sem við Íslendingar segjum til að
sætta sig við ástandið. Moskítóflug-
urnar þrífast reyndar ekki í svona
umhleypingaveðri svo það er ágæt-
is punktur til að halda sig við þegar
maður reynir að sætta sig við veð-
urfarið.
Nöldur pistlahöfundar
Þórdís Kolbrún spurði í hálfkæringi
hvenær höfuðborgarbúar hættu að
kunna að aka í smá snjó. Auðvitað
varð allt vitlaust. Það urðu marg-
ir alveg rosalega móðgaðir, hvern-
ig gat ráðherra í ríkisstjórn eigin-
lega látið þetta út úr sér. Við erum
heimsmeistarar í mörgu miðað við
höfðatölu, jafnvel í því að miða allt
við höfðatölu líka. en við erum ein-
staklega góð í að móðgast, hvort
sem það erum við sjálf eða fyrir
hönd annara.
Hvenær varð svo Stjörnufræði-
Sævar að Bigga löggu, meina má
ekkert gera í dag? Sprengja flug-
elda einu sinni á ári, er það svona
hræðilegt? erum við sem samfé-
lag að breytast í Gaurinn í blokk-
inni sem Jón Gnarr lék snilldarlega
í fóstbræðrum.
Pistillinn sem birtist á Vísi og
kallast Land hreindýranna er frá-
bær málsvari fyrir dýravernd. Þar
er sagt að íslenzki hreindýrastofn-
inn sé sá stærsti í evrópu, 6500 dýr.
Ok, samanlagt eru um 135 þúsund
dýr í Noregi og Grænlandi. Svo
segir hann að það sé ljótt og ógeðs-
legt að veiða dýr. Veiðimenn þurfa
að lobbýa meira.
Undankeppnin fyrir Söngva-
keppnina er byrjuð aftur, svona til
að auka enn á þunglyndið. Í alvöru
mér finnst líf mitt styttast þegar
þessi keppni byrjar (reyndar styttist
í endann hjá okkur öllum á hverjum
deginum sem líður í okkar lífi en
þú veist hvað ég meina). Ég sakna
þessara old school „executive dec-
isions“ sem réðu ríkjum hér á árum
áður, til dæmis hvernig ICY flokk-
urinn fékk að fara með Gleðibank-
ann út til Bergen. Þar voru eirík-
ur Hauksson og félagar handvald-
ir af stjórnendum sjónvarpsins og
Þorgeir Ástvaldsson fékk að fljóta
með.
Nöldur er jóga fyrir sálina.
Axel Freyr Eiríksson
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmar 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Sprautu- og bifreiðaverkstæði
Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is
Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti
Þjónustum öll tryggingafélög
Borgarness
Skagabraut 6, Akranesi - sími: 431-5110/666-5110
www.smaprent.is - smaprent@smaprent.is
Hönnum, prentum og merkjum
fyrir einstaklinga, hópa, félög, samtök og fyrirtæki
Smáprent
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
ekkert samfélag kemst lífs af án
fegurðar, tungumáls og sögu. Þau
samfélög sem ekki hafa varðveitt
sögu sína eiga það á hættu að týn-
ast og líða undir lok. Má þar nefna
sorgarsögu þjóðfélaga í Ameríku
og Afríku sem ekki höfðu tileink-
að sér ritlistina og nýlenduveldin
eyðilögðu hugsunarlaust, litu á in-
fædda sem skynlausar skepnur og
útrýmdu nánast menningu þeirra
sem týndist í hafsjó gleymskunnar.
Hver þjóð og hvert samfélag í
þjóðunum þarf að varðveita sögu
sína ef ekki á illa að fara eins og þeg-
ar frumbyggjunum í Bandaríkjun-
um var bannað að rækta menningu
sína og höfðu nærri dáið út. fræði-
mennirnir þurfa að skrifa söguna,
skáldin, tónlistarmenn og aðrir
listamenn þurfa að gæða svæði sitt
lífi með verkum sínum, kennarar
skólanna, tónlistarmenn og heim-
ilin kenna svo nemendunum svo
að héraðið verður að lifandi sam-
stilltri heild. Svo varðveita söfnin
söguna handa kynslóðunum. Söfn
eru ekki geymsla listaverka, muna,
bóka og skjala, heldur lifandi sam-
band fræðimanna sem þar vinna og
eru hið raunverulega líf safnsins. Á
safninu finna allir muni og rit við
sitt hæfi. fyrir fræðimennina eru
söfnin líftaug til að semja fræði-
rit og kennslubækur, þar finna
meistara- og doktorsnemar efni
í ritgerðir sínar og fólkið kemst í
snertingu við sögu sína til að skilja
nútímann betur. Söfn, listamenn,
kennarar og fræðimenn verða lif-
andi heild og sérfræðingar safnsins
eru lykillinn að söfnunum og þau
verða ein af líftaugum svæðisins.
Án sögu og lista deyr hver byggð.
Þetta virðast þeir sem rituðu safna-
lögin sem gengu í gildi árið 2011
nr. 141 hafa gert sér grein fyrir.
Þar er tilgangur safns að varðveita
menningar- og náttúruarf Íslands
og „tryggja að honum verði skil-
að óspilltum til komandi kynslóða,
veita fólki aðgang að honum og
stuðla að aukinni þekkingu á þess-
ari arfleifð og skilningi á tengslum
hennar við umheiminn.“ (Safnalög
nr. 141/2011).
Tilefni þessa pistils er að lýsa
reynslunni af Safnahúsinu í Borg-
arnesi. Sögu þess kunnum við að-
eins í molum en vitum hve gott
og ómetanlegt starf Bjarna Bach-
manns var. Síðar tóku við þær
Guðrún Jónsdóttir og Jóhanna
Skúladóttir sem hafa opnað starf-
semi safnsins enn frekar með
skipulagningu fyrirlestra auk þess
sem tekið er á móti skólahópum
sem undirrituð man enn vel eftir
úr uppvextinum. er slíkt fræðslu-
starf oft fyrsta reynsla verðandi
samfélagsþegna af safnastarfi og
er góð tilfinning að vita að við eig-
um öll sameiginlega hlutdeild í.
Vel er látið af bókasafninu fyrir þá
sem þangað leita. fátt jafnast á við
að hitta á söfnum fólk sem hefur
yfirsýn yfir sögu héraðs og þekk-
ir hvern hlut og hvert skjal líkt og
þær Guðrún og Jóhanna gera. fyr-
ir nokkrum árum leitaði ég undir-
ritaður til safnsins til að sjá verk
frænda míns sem ég bjóst við að
finna þar í handriti og fékk að sjá
það sem mig vantaði og var það í
hinni bestu vörslu og ekki stóð á
því að finna það sem ég bað um.
Tónlistarskólinn í Borgarnesi
er önnur glitrandi perlan í kaup-
staðnum sem gerir staðinn lífvæn-
legan og fagran eins og safnahúsið,
gleymum ekki Landnámssetrinu.
Þar sem ekki er söngur, önnur tón-
list og leiklist og þar sem ekki er
skrifað og ort, nennir fólkið ekki
að vera og fer burt. Vonandi munu
íbúarnir fága þessa gimsteina sína
svo að lífið verði fagurt og gott
og öllum þyki vænt um Borgar-
nes, þennan meginkjarna Borg-
arbyggðar. Þó að hér sé rætt um
einn kaupstað á það sama við flesta
staði á Íslandi. Listin og sagan ger-
ir þá að góðum og fögrum heim-
ilum íbúa sinna. Í því sambandi er
Safnahúsið í Borgarnesi ómissandi
hlekkur í þeirri keðju, keðju sem
er mikilvægari en margan grunar.
Það er ei á það hættandi að höggva
á slíka hlekki.
Edda Björnsdóttir kennari og Þor-
steinn Þorsteinsson lífefnafræðingur.
Pennagrein
Söfnin, listin og menningin Stofnfundur femínistafélags Pí-
rata var haldinn á laugardagskvöld.
Hlutverk þess verður að standa fyr-
ir málfundum, námskeiðum og ým-
iss konar fræðslu í þeim tilgangi að
efla málefnalega umræðu um fe-
menísk málefni, sem og að styðja
og efla þá einstaklinga sem starfa
innan félagsins.
fyrsti formaður femínistafélags
Pírata er Dóra Björt Guðjónsdótt-
ir, ritari er Helena Magneu Stef-
ánsdóttir og gjaldkeri er Valgerð-
ur Árnadóttir. Varamenn eru elín
eddudóttir og Helgi Hrafn Gunn-
arsson. -fréttatilkynning.
Píratar stofna femínistafélag
Nöldur er jóga fyrir sálina
PISTILL