Skessuhorn - 28.02.2018, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 28. fEBRúAR 201816
Um liðna helgi fór fram 54. ársþing
Glímusambands Íslands þar sem
ljóst var að nýr formaður myndi
taka við þar sem sitjandi formað-
ur, Ólafur Oddur Sigurðsson, ætl-
aði ekki að gefa kost á sér áfram.
Þau Svana Hrönn Jóhannsdótt-
ir úr Hörðudal í Dölum og Sig-
urjón Leifsson gáfu kost á sér til
formanns og sigraði Svana Hrönn
í kosningunni með 18 atkvæðum
gegn þremur. Er þetta í fyrsta sinn
sem kona verður formaður Glímu-
sambandsins. „Þetta eru virkilega
spennandi tímar og ég hlakka til
að takast á við þetta verkefni,“ seg-
ir Svana Hrönn þegar blaðamaður
Skessuhorns heyrði í henni hljóðið
eftir helgina. „Það má segja að kyn-
slóðaskipti hafi átt sér stað í stjórn-
inni og var nokkuð ljóst á fundin-
um að fólk vill breytingar. Kynja-
hlutföllin breyttust líka töluvert en
áður voru aðeins karlar í stjórn en
nú skipa fjórar konur og einn karl
aðalstjórn. Sjálfri þætti mér ákjós-
anlegast að kynjahlutföllin væru
jöfn en þar sem varastjórn er skip-
uð körlum tel ég þessa niðurstöðu
nokkuð góða,“ bætir Svana Hrönn
við.
Svana er vel kunnug glímustarf-
inu en hún hefur sjálf náð fram-
úrskarandi árangri í glímu þar
sem hún hefur meðal annars unn-
ið freyjumenið sex sinnum. Hún
tók við starfi íþrótta- og tóm-
stundafulltrúa í Dalabyggð fyrir
rétt tæpum tveimur árum en læt-
ur af því starfi um mánaðamótin.
„Ég er ekki að fara úr Búðardal
og mun áfram starfa á þessu sviði,
í íþróttum. Ég hef næg verkefni
sem ég hef ekki haft tækifæri til að
sinna og ætla fara að einbeita mér
að þeim. formannsstarfið er líka
töluverð vinna og mörg verkefni
sem bíða mín þar. Ég vil líka efla
starfið enn frekar og það eru mjög
spennandi tímar framundan,“ seg-
ir Svana Hrönn.
arg
Svana Hrönn er nýr formaður Glímusambands Íslands
Svana Hrönn Jóhanns-
dóttir fyrsta konan til að
verða kjörin formaður
Glímusambands Íslands.
Ljósm. úr safni
Skessuhorns.
Bræðurnir Ómar og fannar Helga-
synir opnuðu vefverslun árið 2016
þar sem þeir selja kajaka og annan
búnað sem því sporti fylgir. Versl-
unin fékk nafnið Ósinn eftir æsku-
heimili þeirra bræðra, Ósi í Hval-
fjarðarsveit. „Þetta eru ekki þess-
ir hefðbundnu lokuðu kajakar sem
margir þekkja, heldur erum við að
selja svokallaða „sit on top“ kajaka.
Þeir eru opnir og hafa mun meiri
stöðugleika heldur en þessir hefð-
bundnu og eru því hentugri fyr-
ir hinn venjulega notanda,“ seg-
ir fannar þegar blaðamaður hitti
hann í lok síðustu viku.
Kajakar að verða
vinsælli á Íslandi
„Við bræður erum báðir miklir
veiðimenn og okkur langaði í ka-
jaka til að nota til veiða og feng-
um algjöra dellu fyrir þessu. Okk-
ur þótti úrvalið á Íslandi mjög tak-
markað og verðið of hátt svo við
fórum að skoða báta erlendis.
fljótlega vorum við svo farnir að
flytja inn Polar báta sem eru fram-
leiddir í Kína: Það eru mjög fín-
ir bátar fyrir þá sem eru að byrja.
Seinasta haust fórum við einnig að
flytja inn feelfree báta, sem er eitt
stærsta kajakmerkið í Bandaríkj-
unum en þar eru menn mjög langt
komnir hvað varðar gæði. Núna
erum við líka komnir með Wild-
erness báta sem hafa pedalabún-
að,“ segir fannar og bætir því við
að vinsældir kajaka séu að aukast
mjög hratt núna á Íslandi og salan
hafi gengið vonum framar.
„Við seldum um 240 kajaka á síð-
asta ári og þetta ár fer mun betur af
stað. Skagamenn eru að koma sér-
staklega sterkir inn enda aðstæður
mjög góðar hér við Langasand til
að sigla á kajak. Kajakarnir með
pedalabúnaðinum eru að verða
mjög vinsælir og stefnum við á að
auka úrvalið af þeim og vera með
svoleiðis kajaka frá bæði Wildern-
ess og feelfree. Með pedölunum
getur fólk komist mun lengra og
farið hraðar, svo gefa þeir manni
líka mjög góða hreyfingu og sterk
læri,“ segir fannar og brosir.
Fólki velkomið að prófa
Ómar og fannar búa báðir á Akra-
nesi þar sem þeir eru einnig með
aðstöðu fyrir kajakverslunina.
„Við getum því miður ekki átt ka-
jaka á lager fyrir fólk, en erum hér
með litla aðstöðu og erum alltaf
tilbúnir að taka á móti fólki sem
vill skoða eða prófa. fólk pantar
bátana í forsölu en það er aldrei
löng bið eftir næstu sendingu.
Með því að gera þetta svona þurf-
um við minni yfirbyggingu og
getum haft verðið lægra,“ seg-
ir fannar. Aðspurður hverjir það
eru sem kaupi helst kajaka segir
hann það vera fólk á öllum aldri.
„Þetta eru bátar sem henta mjög
vel í veiði, hvort sem er á sjó eða í
vötn og ár, og við seljum líka all-
an veiðibúnað fyrir kajakana okk-
ar. Með því að nota kajaka er hægt
að lengja veiðitímabilið og fjölga
veiðimöguleikum töluvert,“ seg-
ir fannar. „Kajakar eru ekki bara
fyrir þá sem eru í veiði heldur líka
fyrir þá sem vilja bara njóta nátt-
úrunnar og fá góða hreyfingu. Ka-
jakarnir sem við erum að selja eru
mjög stöðugir og öruggir. fólk á
ekki að geta velt þeim auðveldlega,
nema veðrið sé mjög slæmt, en þá
ætti líka enginn að fara út á ka-
jak. Það skiptir bara mestu máli að
fólk beri virðingu fyrir náttúrunni,
sé vel búið og alltaf er nauðsyn-
legt að kynna sér veðurspá áður en
haldið er út á sjó eða vatn,“ segir
fannar að endingu.
arg/ Ljósm. úr einkasafni
Flytja inn og selja kajaka sem henta öllum
Kajakarnir sem seldir eru í Ósnum eru opnir og mun stöðugri en þessir hefðbundnu lokuðu kajakar sem margir þekkja.
Bræðurnir Ómar og Fannar Helgasynir reka vefverslunina Ósinn, þar sem þeir
selja kajaka.
Kajakarnir sem þeir bræður selja henta mjög vel í veiði.