Skessuhorn - 28.02.2018, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 28. fEBRúAR 2018 19
að ára hefur þurft að taka breyting-
um í tímans rás í takti við þarfir at-
vinnulífsins. fram til 1990 var skól-
inn deild innan Sambands íslenskra
samvinnufélaga og í eigu þess. frá
1990 hefur skólinn verið sjálfseign-
arstofnun. „Öflugustu fyrirtæki hafa
reynst hverful,“ minnti Vilhjálmur
á, „og á sviði menntunar hafa breyt-
ingar orðið örar. Við á Bifröst höf-
um orðið að breyta þessum skóla ört
og þannig verður það áfram. Stærst
var breytingin hugsanlega 1988 þeg-
ar Samvinnuháskólinn var stofnaður
og hækkaði þar með um eitt mennt-
astig úr því að vera framhaldsskóli
yfir í að vera háskóli. Árið 2000 er
nafni hans breytt í Viðskiptaháskóla
og óx skólinn gríðarlega hratt eftir
aldamótin, bætti við sig meistara-
námi, námsgreinar breyttust og nýj-
um sviðum var bætt við. frá árinu
2006 hefur skólinn borið nafnið Há-
skólinn á Bifröst.“ Vilhjálmur rifjaði
upp að miklar breytingar urðu óhjá-
kvæmilega eftir bankahrunið 2008
þegar þrengdi að rekstri skólastofn-
ana víðsvegar um landið. farið var
að ræða um sameiningar háskóla,
fjarnám var aukið og þverfaglegt
nám sömuleiðis. Á erfiðleikatímum
hafi bæði hollvinafélag og heima-
menn í Borgarfirði tekið höndum
saman þegar sýnt þótti að tæpt yrði
með áframhaldandi tilurð skóla-
halds á Bifröst.
Skóli mun alltaf
taka breytingum
„Skóli sem þarf að lifa þarf einfald-
lega að taka stöðugum breytingum
og þróast í takti við strauma þjóð-
lífsins,“ sagði Vilhjálmur. Rifjaði
hann upp að á síðasta ári var t.a.m.
farið í viðamikla stefnumótun fyrir
skólann og greindi frá helstu niður-
stöðum þeirrar vinnu í ræðu sinni.
„Meðal niðurstaðnanna var að skil-
greina Háskólann á Bifröst sem við-
skiptaháskóla en halda nafni skólans
óbreyttu. Að Bifröst sé fyrsti kostur
staðsetningar fyrir skólann og ekk-
ert frumkvæði verði haft að flutningi
hans. Haldið verði áfram að vera í
fararbroddi í fjarnámi og þróað nýtt
námslíkan fyrir nemendur búsetta
á Bifröst. Auk þess verður horft til
aukins samstarfs við aðrar háskóla-
stofnanir og sótt fram á alþjóðavett-
vangi,“ sagði Vilhjálmur og benti
á að á síðasta hausti hafi 570 nem-
endur verið skráðir í nám við skól-
ann. „Það er býsna góður árangur
og varnarsigur þessa skóla ef mið er
tekið af því sem á undan hefur geng-
ið. Hér hefur verið samfelld viðleitni
til breytinga. Háskólanám hér er 30
ára og skólinn að grunni hundrað
ára. Slíkur árangur hefði aldrei náðst
hefðu menn horfið frá því upphaf-
lega markmiði að skólinn rækti það
hlutverk að mennta fólk til forystu
í atvinnulífinu. Það hefur að mínu
mati tekist og lýsir sér kannski best
þegar við sjáum glampann í augum
fyrrum nemenda þegar þeir sækja
heim gamla skólann sinn. Þessi Bif-
rastarglampi, sem erfitt er að lýsa
nema fyrir þá sem til þekkja. Héð-
an hefur fólk minningar um ánægju-
lega, gefandi og uppbyggjandi tíma,
þar sem fólk upplifði kafla skrifaðan
í lífi sínu sem það einatt bjó að eftir
að hafa hér numið og dvalið,“ sagði
Vilhjálmur.
Fólk mun verða
að nema alla tíð
Að endingu sagði rektor í erindi
sínu að sú sviðsmynd að fólk settist
á skólabekk 6 ára og lyki háskóla-
prófi eftir samfellda skólagöngu
á þrítugsaldri væri tímanna tákn.
Störf munu áfram hverfa og önnur
koma í staðinn. fólk verður því að
nema allt sitt líf. Við þurfum því að
bjóða upp á sveigjanlegan skóla og
uppfylla stöðuga nýsköpunarþörf.
Skóli á Bifröst verður hér eftir sem
hingað til öðruvísi skóli sem leggja
mun áherslu á einstaklinginn en
ekki kennitölur,“ sagði rektor að
endingu.
mm
Snæbjörn Gíslason verkamaður
á Akranesi varð 100 ára í síðustu
viku, 22. febrúar. Hann hefur síð-
ustu árin búið á hjúkrunar- og dval-
arheimilinu Höfða og er við þokka-
lega heilsu miðað við aldur og fyrri
störf. Snæbjörn fylgist vel með og
mætir í mat á hverjum degi; „þótt
hann gefi sér varla tíma til þess núna
þessa dagana, hann er svo spenntur
að fylgjast með Vetrarólympíuleik-
unum í sjónvarpinu,“ sagði starfs-
maður Höfða sem Skessuhorn
ræddi við. Snæbjörn þvertekur fyrir
að njóta athygli fjölmiðla þrátt fyrir
áfangann, en veislukaffis var notið á
afmælisdaginn með ættingjum.
Snæbjörn er fæddur á Litla-
Lambhaga í Skilmannahreppi 22.
febrúar 1918, sonur Gísla Gísla-
sonar bónda og kennara og Þóru
Sigurðardóttur. Hann átti sjö systk-
ini sem sum hafa náð háum aldri.
Kristín systir hans er orðin 96 ára,
Elísa varð 96 ára og Þórður 97
ára. Snæbjörn giftist ekki og á ekki
börn, en systkinabörn hans fylgjast
með honum. Snæbjörn starfaði við
byggingavinnu en var lengstan sinn
starfsaldur hjá HB&Co. fyrir rúm-
um fjórum árum flutti Snæbjörn á
Höfða. mm
Hundrað ára og upptekinn að
fylgjast með Vetrarólympíleikunum
Þessi mynd er frá 1965. Þarna eru bræðurnir Þórður t.v. og Snæbjörn Gíslasynir að
útbúa saltskammta fyrir síldarsöltun á eyrinni. Ljósm. Haraldarhús.
Snæbjörn Gíslason við beykisstörf á eyrinni og mundar hér dixil árið 1980. Síldin
var send á Rússlandsmarkað. Ljósm. Haraldarhús.
Haraldur Benediktsson þingmaður og Vilhjálmur Egilsson rektor á tali.Jón Sigurðsson og Þorvaldur T Jónsson á tali saman.
Meðal gesta voru Dröfn Viðarsdóttir, Ágústa Elín Ingþórsdóttir, Guðveig
Eyglóardóttir og Lilja Alfreðsdóttir.
Sigrún Jóhannesdóttir, Sirrý Arnardóttir og Geirlaug Jóhannsdóttir.
Merki SÍS er greypt í gólf anddyris gamla skólans. Lengi vel eftir að SÍS hætti
starfsemi og háskólinn varð sjálfseignarstofnun var merkið vel varið undir teppi.
Nú hefur það að nýju verið gert sýnilegt.
Prýðilega var mætt. Jón Sigurðsson fyrrum rekstor er þarna út við vegg að svara
fyrirspurnum.