Skessuhorn - 28.02.2018, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 28. fEBRúAR 201826
MT: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Fylgist þú með Söngvakeppni
Sjónvarpsins, undankeppni
Eurovision?
Spurni g
vikunnar
(spurt á Akranesi)
Óskar Þór Þórðarson
Nei, hef heyrt lögin í útvarpinu
en hef ekki fylgst með.
Sigurósk Sunna Magnúsdóttir
Nei, hef ekki gert það þetta
árið.
Emilía Ólafsdóttir
Já, ég geri það.
Ásgeir Kristinsson
Já.
Birna Pálsdóttir
Nei.
Knattspyrnufélagið Víkingur Ólafs-
vík hefur samið við spænska mark-
vörðinn francisco Miguel Marmo-
lejo Mancilla um að spila með lið-
inu í sumar. francisco, sem er öfl-
ugur markvörður, er þrítugur að
aldri. Hann spilaði seinast með liði
Jönköping í Svíþjóð þar sem hann
var liðsfélagi Árna Vilhjálmsson-
ar. „Víkingur Ó. lýsir yfir mikilli
ánægju með að hafa náð samning-
um við leikmanninn og býður hann
velkominn til félagsins,“ segir Þor-
steinn Haukur Harðarson fram-
kvæmdastjóri Víkings. mm
Spænskur
markvörður
til Víkings
Starfið hjá Karatefélagi Akraness
(KAK) hefur verið öflugt í vetur
en hjá félaginu æfa um 40 iðkend-
ur í þremur flokkum. Sunnudag-
inn 25. febrúar tóku tveir iðkendur
frá KAK þátt í fyrsta Bushido móti
ársins, en það er mótaröð fyrir ung-
menni, haldin af Karatesambandi Ís-
lands. Þau Kristrún Bára Guðjóns-
dóttir og Ólafur Ían Brynjarsson
hömpuðu bæði bronsverðlaunum
í KATA í sínum aldurshópi. Eydís
Líndal formaður KAK segir æfingar
félagsins alla jafnan fara fram í kjall-
ara íþróttahússins að Vesturgötu en
þegar vel viðrar sé ekkert því til fyr-
irstöðu að færa æfingar utandyra. Þá
er áherslan á aðra þætti svo sem „að
harka af sér“. mm/ Ljósm. elf.
Öflugt starf hjá Karatefélagi Akraness
Þessi mynd af
Kristni var tekin
á æfingu nýverið,
en þegar stund
gafst milli stríða
vegna veðurs
var farið upp að
Akrafjalli.
Kristrún og Ólafur, verðlaunahafar á mótinu um liðna helgi.
Skallagrímur vann sigur á Gnúpverj-
um, 95-96, í miklum spennuleik í 1.
deild karla í körfuknattleik. Leikið
var í fagralundi á sunnudag. Gnúp-
verjar byrjuðu leikinn af krafti og
komust í 9-0 áður en Borgnesingar
komust á blað. Skallagrímsmenn
voru ekki lengi koma sér upp að hlið
gestanna eftir að þeir skoruðu fyrstu
stigin sín. Seint í upphafsfjórðungn-
um höfðu þeir jafnað metin í 18-18
og komust síðan yfir áður en leik-
hlutinn var úti, 25-28. Gnúpverj-
ar náðu forystunni í upphafi annars
leikhluta en Skallagrímsmenn hrifs-
uðu hana til sín aftur skömmu síð-
ar. Að nýju komust heimamenn yfir
og leiddu allt til loka fyrri hálfleiks,
52-46.
Skallagrímsmenn komu ákveðn-
ir til leiks eftir hléið. Þeir tóku for-
ystuna snemma í þriðja leikhluta og
höfðu yfirhöndina í leiknum. Að
loknum þriðja leikhluta hafði Skalla-
grímur níu stiga forystu, 67-76. En
Gnúpverjar voru ekki á því að leggja
árar í bát. Þeir vörðu fjórða leikhluta
í að kroppa hvert stigið af fætur öðru
af forskoti Skallagríms. Þegar fjórar
mínútur lifðu leiks munaði aðeins
fjórum stigum á liðunum. Gnúp-
verjar komust yfir með tæpa eina og
hálfa mínútu á klukkunni en Skalla-
grímsmenn svöruðu í sömu mynt.
Borgnesingar gerðu engin mistök á
lokamínútunni og sigldu heim eins
stigs sigri, 95-96.
Aaron Parks átti stórleik fyr-
ir Skallagrím, skoraði 46 stig, tók
fimm fráköst og gaf fimm stoðsend-
ingar. Eyjólfur Ásberg Halldórs-
son var með 20 stig, 13 fráköst og
fimm stoðsendingar og þeir Krist-
ófer Gíslason og Davíð Guðmunds-
son skoruðu ellefu stig hvor.
Everage Lee Richardsson dró
vagninn í liði Gnúpverja. Hann átti
stórleik, skoraði 44 stig, tók ellefu
fráköst, gaf sex stoðsendingar og
stal boltanum sex sinnum. Gabrí-
el Sindri Möller skoraði 24 stig en
aðrir höfðu minna.
Skallagrímur styrkti með sigr-
inum stöðu sína á toppi deildar-
innar. Borgnesingar hafa 36 stig í
fyrsta sæti og hafa sex stiga forystu á
næstu lið. Næsti leikur Skallagríms
er Vesturlandsslagur gegn Snæfelliá
morgun, fimmtudaginn 1. mars. Sá
leikur fer fram í Borgarnesi. kgk
Skallagrímur vann
Gnúpverja naumlega
Aaron Parks átti stórleik gegn Gnúpverjum. Ljósm. úr safni/ kgk.
Snæfell vann öruggan sigur á ÍA,
108-80, þegar liðin mættust í 1.
deild karla í körfuknattleik á sunnu-
dag. Leikið var í Stykkishólmi.
Snæfell hóf leikinn af krafti og
komst í 14-5 þegar upphafsfjórð-
ungurinn var hálfnaður. Skaga-
menn minnkuðu muninn í 17-10
en Snæfell svaraði með góðum
kafla og leiddi 28-14 að loknum
fyrsta leikhluta. Skagamenn héldu í
við Hólmara stærstan hluta annars
leikhluta. Snæfell hafði áfram þægi-
lega forystu en hún óx ekki að ráði
fram að hléinu. Heimamenn leiddu
með 18 stigum í hálfleik, 55-37.
framan af síðari hálfleik náðu
Skagamenn að kroppa örfá stig af
forystu Snæfells. Það var síða und-
ir lok þriðja leikhluta að Snæfell-
ingar áttu góða rispu og náðu 22
stiga forskoti lokafjórðunginn. Þar
komst Snæfell mest 31 stigi yfir um
miðjan fjórðunginn og vann að lok-
um örugglega, 108-80.
Christian Covile átti stórleik fyrir
Snæfell, skoraði 38 stig og tók tólf
fráköst. Geir Elías úlfur Helga-
son var með 20 stig, sex fráköst og
fimm stoðsendingar en aðrir kom-
ust ekki í tveggja stafa tölu á stiga-
töflunni.
Í liði ÍA var Marcus Dewberry
langstigahæstur með rúman helm-
ing stiga Skagamanna. Hann skor-
aði 42 stig og tók fimm fráköst.
Sindri Leví Ingason skoraði 13 stig
og tók fimm fráköst en aðrir höfðu
minna.
Snæfell er í fimmta sæti deildar-
innar með 24 stig og stendur vel
að vígi í baráttunni um sæti í úr-
slitakeppninni. Sex stig eru í næsta
lið fyrir neðan sem Snæfell þarf að
halda fyrir neðan sig það sem eftir
lifir deildarkeppninni. Skagamenn
verma hins vegar botnsæti deildar-
innar og eru án stiga enn sem kom-
ið er.
Næst leikur Snæfell á morgun,
fimmtudaginn 1. mars, þegar liðið
mætir Skallagrími í Vesturlandsslag
í Borgarnesi. Skagamenn taka hins
vegar á móti Breiðabliki föstudag-
inn 2. mars næstkomandi.
kgk
Snæfell sigraði örugglega
í Vesturlandsslagnum
Christian Covile gerist hér aðgangsharður við körfu Skagamanna. Ljósm. sá.