Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 11. ApRÍl 20186 Sniffa gas úr rjómaspraut- um VESTURLAND: lög- reglan á Vesturlandi varar foreldra unglinga og ung- menna við nýrri tísku- bylgju. „Borið hefur á því að undanförnu að ung- menni hafa verið að gera tilraunir með að komast í vímu með því að nota gashylki úr rjómaspraut- um. Eru þá rjómaspraut- ur fylltar af gasi og gasið síðan sniffað með þrýst- ingi. Vitað er til að nokk- ur ungmenni hafi fallið í yfirlið eftir slíkt,“ segir í tilkynningu á Facebo- ok-síðu lVl síðastlið- innn miðvikudag. Varar lögreglan við afleiðing- um þessa, þær geti ver- ið mjög alvarlegar, valdið súrefnisskorti, varanleg- um skaða og jafnvel önd- unarstoppi. -kgk Ljósleiðara- mál til um- ræðu BORGARBYGGÐ: Á fundi byggðarráðs Borg- arbyggðar í síðustu viku mætti Guðmundur Daní- elsson ráðgjafi og kynnti stöðuna varðandi undir- búning að vinnu útboðs- gagna vegna lagning- ar ljósleiðara um dreif- býli Borgarbyggðar. Gerð var verðkönnun hjá Verk- fræðistofunni Eflu, Verk- fræðistofunni Verkís og Berki Brynjarssyni hjá Frostverki, vegna vinnu við uppsetningu útboðs- gagna til notkunar fyrir Ríkiskaup. Samþykkt var að ganga til samninga við Verkfræðistofuna Eflu um að ljúka gerð útboðsgagna vegna útboðs. Á fundin- um kom fram að komið hafa upp vandkvæði á að nota heitið „Borgarljós“ um ljósleiðaraverkefni Borgarbyggðar þar sem fyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu hafði undirbú- ið notkun sama nafns við starfsemi sína sem meðal annars byggir á innflutn- ingi listafólks til landsins. Byggðarráð samþykkti að breyta nafni verkefnis- ins í „ljósleiðari Borgar- byggðar“. loks var lagð- ur fram undirskriftalisti 42 íbúa í lundarreykja- dal þar sem þeir óska eftir því að undinn verði bráð- ur bugur að því að leggja ljósleiðara að hverju heimili í dalnum. -mm Reglur sem draga eiga úr notkun sterkra lyfja VESTURLAND: Nýverið tóku gildi nýjar reglur á öll- um starfsstöðvum Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands (HVE). Þær eru byggðar á niðurstöð- um starfshóps sem hafði það markmið að draga úr notkun sterkra verkjalyfja, róandi lyfja og svefnlyfja. Meðal annars kemur fram í þeim að lyfjaend- urnýjun í síma er aðeins á föst lyf. Ekki verða afgreidd sýkla- lyf i lyfjaendurnýjun og þurfa sjúklingar að panta símatíma eða viðtalstíma á stöð. Eftir- ritunarskyld lyf eins og sterk verkjalyf má eingöngu endur- nýja einn mánaðarskammt í einu og þarf að koma á stöð í eftirlit a.m.k. einu sinni í mán- uði vegna þessa. Markmiðið er að draga úr þeirri lyfjanotkun eins og hægt er. Róandi- eða svefnlyf má eingöngu endur- nýja einn mánaðarskammt í einu og mest þrisvar sinnum. Eftir það er nauðsynlegt að koma á stofu til læknis ef þörf er á áframhaldandi meðferð. Allir sem nota lyf að staðaldri ættu að koma á stofu til læknis í eftirlit a.m.k. árlega. Sjá nán- ar á hve.is -mm Opna Borgar- fjarðarmótið VESTURLAND: Hið ár- lega Opna Borgarfjarðar- mót í bridds hefst á morgun, fimmtudag. Spiladagar verða þrír, sá fyrsti fimmtudagurinn 12. apríl á Akranesi klukkan 19:30 og svo mánudagskvöld- in 16. og 23. apríl í logalandi en þar hefst spilamennskan að venju kl. 20:00. Það eru Bridgefélag Borgarfjarðar og Bridgefélag Akraness sem taka höndum saman um þetta ár- lega vormót félaganna. -mm Á fundi ríkisstjórnarinnar síðastlið- inn föstudag gerði Ásmundur Ein- ar Daðason, félags- og jafnréttis- málaráðherra, grein fyrir aðgerð- um sem hann hefur nú til skoðun- ar til að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna vax- andi fjölda barna og ungmenna með fíknivanda. Um er að ræða annars vegar aðgerðir til að bregðast við bráðavanda og hins vegar aðgerðir til lengri tíma. Unglingum sem leita meðferðar hjá Barnaverndarstofu og hafa notað sprautur og lyfseðilsskyld lyf til vímuefnaneyslu hefur fjölgað á undanförnum árum. Þá sýna tölur SÁÁ að fleiri ungmenni leita til sam- takanna vegna fíknivanda en áður. Það sem af er ári hafa um 80 leitar- beiðnir borist lögreglu vegna týndra barna en í flestum tilfellum er um að ræða börn sem nota vímuefni eða eiga við fíknivanda að etja. Þá hafa aldrei borist jafn margar leitar- beiðnir í einum mánuði og í nýliðn- um mars en þá var 34 barna leitað. Um síðustu helgi þurfti til dæmis að leita að og lýsa eftir sex börnum. Forgangsraðað í þágu barna „Við verðum að forgangsraða í þágu barnanna. Samfélag sem bregst ekki við svona þróun er óábyrgt sam- félag,“ segir Ásmundur Einar. Að mati hans er mikilvægt að grípa inn í þessa þróun sem allra fyrst og nú er til vinnslu að setja á laggirn- ar tilraunaverkefni fyrir unglinga sem sótt hafa meðferðarúrræði en ekki náð tökum á vanda sínum. Um væri að ræða sérhæft búsetuúrræði í framhaldi af vistun á meðferðar- heimili þar sem áhersla yrði lögð á eftirmeðferð og stuðning við aðlög- un að samfélaginu. Gert er ráð fyr- ir að einstaklingar geti dvalið í þessu úrræði til að minnsta kosti 18 ára aldurs og jafnvel lengur. Sérstökum verkefnahópi verður falið að vinna nánari útfærslu á slíku úrræði og er gert ráð fyrir að niðurstöður hans liggi fyrir eftir tvær vikur. Fjölgun úrræða fyrir börn í fíknivanda Ráðherra kynnti jafnframt á ríkis- stjórnarfundinum að sett verði af stað vinna þar sem horft verður til framtíðar og metið hvort þörf er á breyttum vinnubrögðum og hugs- anlega fjölgun úrræða fyrir börn í fíknivanda. Að höfðu samráði við marga þeirra aðila sem koma að málefnum barna með fíknivanda hefur ráðherra ákveðið að skipa starfshóp til að kanna fleiri og fjöl- breyttari hugsanleg úrræði fyr- ir þennan hóp. Áætlað er að starfs- hópurinn skili niðurstöðum sínum innan tveggja mánaða. „Ég hef átt fundi með fjölda foreldra, félaga- samtökum og stjórnvöldum og það er nauðsynlegt að grípa strax til að- gerða,“ segir Ásmundur Einar. mm Viðbrögð við vaxandi fjölda barna og unglinga með fíknivanda Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra, hér staddur á Akranesi. Ljósm. úr safni/ Hilmar Sigvaldason.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.