Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 11. ApRÍl 20188 Framkvæmdir verða dýrari B O R G A R B Y G G Ð : Byggðarráð Borgarbyggð- ar ræddi á fundi sínum í liðinni viku um nauðsyn þess að endurskoða fjár- festingaáætlun fyrir árið 2018 og árin 2019-2021 í sambandi við fyrirhugaðar framkvæmdir við Grunn- skóla Borgarness og bygg- ingu leikskólans Hnoðra- bóls á Kleppjárnsreykjum. „Framkvæmdakostnaður við þessar framkvæmdir er hærri en áætlað var í fjár- hagsáætlun Borgarbyggð- ar sem samþykkt var í des- ember 2017,“ segir í fund- argerð. Byggðarráð fól sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslu- sviðs að annast verkið. -mm Páskaaflatölur fyrir Vesturland dagana 31. mars - 6. apríl Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 13 bátar. Heildarlöndun: 77.250 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 19.703 kg. í þremur róðr- um. Arnarstapi: 2 bátar. Heildarlöndun: 72.978 kg. Mestur afli: Bárður SH: 71.704 kg í sex róðrum. Grundarfjörður: 2 bátar. Heildarlöndun: 102.332 kg. Mestur afli: Hringur SH: 66.166 kg. í einni löndun. Ólafsvík: 14 bátar. Heildarlöndun: 348.732 Mestur afli: Steinunn SH: 97.922 kg í fjórum löndun- um. Rif: 12 bátar. Heildarlöndun: 287.575 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 110.397 kg í fjórum róðr- um. Stykkishólmur: 3 bátar. Heildarlöndun: 30.210 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson SH: 27.440 kg í fjór- um löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 66.166 kg. 4. apríl. 2. Steinunn SH - ÓLA: 37.430 kg. 3. apríl. 3. Farsæll SH - GRU: 36.166 kg. 4. apríl. 4. Örvar SH - RIF: 35.313 kg. 6. apríl. 5. Saxhamar SH - RIF: 34.106 kg. 5. apríl. -kgk Forystufólk ríkisstjórnarinnar kynnti fjármálaáætlun stjórnar- innar í síðustu viku. Í slíkri áætlun eru lagðar línur fyrir efnahagslíf- ið, skattheimtu, gjöld og fjárfest- ingar ríkissjóðs það sem eftir lifir þessa kjörtímabils. Fjármálaáætl- un er sögð endurspegla áherslur ríkisstjórnarinnar um að samfé- lagið allt njóti góðs af yfirstand- andi hagvaxtarskeiði og að sam- félagslegur stöðugleiki og lífsgæði verði treyst til framtíðar. „Í áætl- uninni er tryggð áframhaldandi jákvæð afkoma opinberra fjármála og stuðlað að ábyrgð og festu í opinberri starfsemi. Styrkari staða ríkissjóðs, lægri vaxtagreiðslur og horfur um minnkandi spennu í hagkerfinu skapa ríkisstjórninni góða stöðu til að fylgja eftir mark- miðum um auknar fjárfestingar í samfélagsinnviðum og styrkingu velferðarþjónustu,“ segir í kynn- ingu Bjarna Benediktssonar fjár- málaráðherra á áætluninni. Þá segir í kynningu ráðuneytis fjármála að frá 2013 hafi skuldir ríkissjóðs verið lækkaðar um 600 milljarða króna. Á sama tíma hef- ur landsframleiðslan vaxið umtals- vert og er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Aukin efnahagsleg umsvif og lægri vaxtagjöld í kjölfar skulda- lækkunar hafa skapað nauðsynlegt svigrúm í ríkisrekstrinum. „Þrátt fyrir verulega aukin framlög til allra helstu málefnasviða helst samneysla ríkisins, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, stöðug yfir áætlunartímann eða í kringum 11,2%. Aukin framlög haldast því í hendur við getu þjóðarbúsins til að fjármagna betri þjónustu við al- menning.“ Háir vextir látnir fjár- magna framkvæmdir „Fjárfestingar vaxa um 13 millj- arða á árinu 2019 og ná hámarki á árinu 2021. Alls er gert ráð fyr- ir að á tímabilinu 2019-2023 nemi fjárfestingar um 338 milljörðum króna. Umfangsmikil fjárfesting í samgöngu- og fjarskiptamálum verður meðal annars fjármögnuð með arðgreiðslum frá fjármála- fyrirtækjum í eigu ríkisins. Alls er reiknað með að framlög fjár- málafyrirtækja nemi 124 milljörð- um króna á tímabilinu og að frá árinu 2019 bætist við sérstök ár- leg framlög til þriggja ára upp á 5,5 milljarða króna. Gert er ráð fyrir að ljósleiðaravæðingu lands- ins ljúki árið 2020. Alls er gert ráð fyrir tæplega 75 milljörðum króna í fjárfestingu í sjúkrahúss- þjónustu og fer mest til byggingar nýs landspítala við Hringbraut. Framkvæmdir við byggingu nýs meðferðarkjarna hefjast á árinu 2018 en meginþungi framkvæmda verður á árunum 2020-2023. Í áætluninni er einnig gert ráð fyr- ir að ráðist verði í uppbyggingu á innviðum og önnur verkefni á fjöl- sóttum stöðum í náttúru Íslands og á ferðamannastöðum. Af öðr- um stærri fjárfestingum má nefna kaup á þyrlum fyrir landhelgis- gæsluna, uppbyggingu hjúkrun- arheimila og Hús íslenskra fræða í Reykjavík.“ Aukin framlög til heil- brigðis- mennta- og umhverfismála “Framlög til heilbrigðismála verða í lok tímabilsins um 249 ma.kr. á ári, og hafa þá uppsafnað aukist um 40 ma.kr. frá fjárlögum 2018, eða rúmlega 19% að raunvirði. Fyrir utan uppbyggingu land- spítala og raunvöxt í heilbrigðis- kerfinu er lögð sérstök áhersla á geðheilbrigðismál, að efla heilsu- gæsluna og draga úr greiðsluþátt- töku sjúklinga. Framlög til félags-, húsnæðis- og tryggingamála verða um 226 ma.kr. árið 2023. Upp- söfnuð aukning framlaga nem- ur 28 ma.kr. og hækkar um rúm- lega 14% að raunvirði. Gert er ráð fyrir kerfisbreytingu til að bæta kjör örorkulífeyrisþega og efla þá til samfélagsþátttöku. Einnig er áformað að hækka hámarksfjár- hæðir í fæðingarorlofi og lengja orlofstímann. Í mennta- og menningarmálum ber hæst verulega vaxandi fram- lög til háskólastigsins. Framlög til háskóla voru aukin um ríflega 2 ma.kr. í fjárlögum 2018 og er á áætlunartímanum gert ráð fyrir að framlög til sviðsins hækki um ríf- lega 2,8 ma. kr. Framlög á hvern nemanda á framhaldsskóla- og há- skólastigi hækka. Á sviði menn- ingar og lista verður lögð áhersla á aðgerðaáætlun um máltækni, höfuðsöfn verða efld og fagleg- ir starfslauna- og verkefnasjóðir listamanna styrktir. Framlög til umhverfismála verða aukin um tæplega 4 ma.kr. yfir tímabilið og hækka þannig um 35% frá fjárlögum ársins 2017. Unnið verður að stofnun Miðhá- lendisþjóðgarðs, stutt við land- vörslu og framlög aukin til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda, í samræmi við markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Auk 900 m.kr. aukningar vegna almanna- og réttaröryggis í fjár- lögum 2018 er nú gert ráð fyrir að framlög verði aukin um nærri 14% á árinu 2019. Er þar miðað að því að bæta landamæravörslu og samþætta landamærastjórnun, meðal annars á grundvelli skuld- bindinga Íslands vegna Schengen- samstarfsins. Því til viðbótar verða framlög aukin um rúmlega 800 m.kr. einkum til að styrkja lög- gæslu og rekstur landhelgisgæsl- unnar. Áfram fara umtalsverðir fjármunir til aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota.„ Tryggingagjald notað sem skiptimynd í kjaraviðræðum „Áfram er stefnt að því að draga úr álögum, gera skattheimtu sann- gjarnari og tryggja skilvirkt skatteft- irlit. Ríkisstjórnin mun eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um sam- spil tekjuskatts og bótakerfa á árinu, en í áætluninni er gengið út frá að tekjuskattur lækki í neðra skattþrepi og geti lækkað um eitt prósentustig í áföngum á áætlunartímanum. Um leið er stefnt að heildarendurskoð- un tekjuskatts einstaklinga, samhliða endurskoðun bótakerfa. Þar er horft til stuðnings hins opinbera við barna- fjölskyldur og vegna húsnæðiskostn- aðar, með markvissari fjárhagsleg- um stuðningi við efnaminni heim- ili. Gert er ráð fyrir lækkun trygg- ingagjalds um 0,25% á árinu 2019, úr 6,85% í 6,6%. Frekari lækkun ræðst m.a. af niðurstöðu samráðs við aðila vinnumarkaðarins um út- færslu réttinda, sem fjármögnuð eru með tryggingagjaldi, og afkomu rík- issjóðs,“ segir í kynningunni. Þannig má segja að álagning tryggingagjalds verði notuð sem skiptimynt í kjara- viðræðum sem framundan eru. Virðisaukaskattur á bækur verður afnuminn í byrjun árs 2019 og ári síðar verða höfundaréttargreiðslur, sem viðurkennd rétthafasamtök inn- heimta, skattlagðar sem eign en ekki tekjur. Sérstakur bankaskattur verð- ur lækkaður úr 0,376% í 0,145% á áætlunartímabilinu. Skattaívilnun vegna þróunarkostnaðar verður auk- in á árinu 2019 og stefnt að afnámi þaksins síðar á tímabilinu. Skatt- stofn fjármagnstekjuskatts verður endurskoðaður með það að mark- miði að skattleggja raunávöxtun, en áhrif þeirra breytinga koma fram árið 2020. Í upphafi árs var kolefnisgjald á eldsneyti hækkað um 50% og er fyr- irhugað að hækka gjaldið um 10% árið 2019 og aftur 2020. Skoðaðar verða leiðir til gjaldtöku af ferða- mönnum. Miðað er við að gjaldið verði lagt á frá og með árinu 2020. Gott samstarf við vinnumarkaðinn Í kynningu á fjármálaáætlun seg- ir að ágætt jafnvægi sé í hagkerfinu um þessar mundir eftir kröftugan vöxt undanfarin ár. Samkvæmt opin- berum hagspám og efnahagsleg- um greiningum er útlit fyrir hægari hagvöxt á næstu árum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að gott samstarf tak- ist milli stjórnvalda og aðila vinnu- markaðarins til að varðveita efna- hagslegan stöðugleika og efla vel- ferð. Þannig megi stuðla að farsælli niðurstöðu í kjarasamningum næstu ára sem varðveiti óvenju mikla kaup- máttaraukningu síðustu ára með hóflegum launahækkunum og skili heimilunum áfram auknum kaup- mætti. Í fjármálaáætlun er gert ráð fyr- ir áframhaldandi afgangi af rekstri ríkis og sveitarfélaga öll ár áætlun- arinnar í samræmi við þá fjármála- stefnu sem lögð var fram samhliða fjárlögum ársins 2018 og Alþingi hefur nú samþykkt. Góður árang- ur hefur náðst við að lækka skuld- ir ríkissjóðs frá því þær náðu há- marki árið 2012. Stefnt er að því að heildarskuldir hins opinbera samkvæmt viðmiðum laga um opinber fjármál fari undir lögboð- ið 30% viðmið í árslok 2019, eða ári fyrr en fjármálastefnan gerir ráð fyrir og verði um 22% í árs- lok 2023. Ekki án gagnrýni Stjórnarandstaðan og ýmis hags- munasamtök hafa gagnrýnt áherslur ríkisstjórnarinnar sem fram koma í fjármálaáætluninni. Meðal annars Öryrkjabandalagið, VR og þá hefur Inga Sæland for- maður Flokks fólksins bent á að lítið sem ekkert sé gert fyrir þá sem bágust hafa kjörin. Þá hefur verið bent á að framlög til vega- mála séu lítið meiri en áður höfðu verið áætluð og því muni upp- bygging vegakerfisins ekki verða nógu mikil með tilliti til bágbor- ins ástands vega og vaxandi um- ferðarþunga. Þá hefur lítil lækk- un tryggingagjalds verið harðlega gagnrýnd og á það bent að skatt- ar sem lagðir voru á almenning og fyrirtæki eftir gjaldþrot bankanna árið 2008 ætli að verða lífsseigir. Þeir séu íþyngjandi fyrir atvinnu- lífið og dragi úr sóknarmöguleik- um þess. mm Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir batnandi hag ríkissjóðs Forystufólk ríkisstjórnar Íslands. F.v. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir formaður VG og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokks. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.