Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 11. ApRÍl 2018 25 Heilsupistill Steinunnar Evu Orkuleysi virðist vera eitthvað sem fólk upplifir í miklum mæli. Kannski er það aldurinn en ekki endilega því ég þekki mikið af fólki sem er komið vel inn í gullnu árin og geislar af orku og lífsgleði. Markaðurinn fyrir allskonar sem á að endurvekja okkur, blómstrar og hver sem hefur komist út úr þessu er með sína lausn. Ef þú heldur að ég sé með lausnina getur þú hætt að lesa núna, ég veit ekki SVAR- IÐ, en hef kynnt mér ýmislegt um málið og aukið mína eigin orku. Það sem ég hef lært eru yfirleitt svo mikil grundvallaratriði að það er eiginlega vandræðalegt að fara að segja fullorðnu fólki þau, en ég var samt sjálf ekki nógu meðvituð um þau þegar ég byrjaði að um- breyta mér. Kannski er það bara ég, kannski ekki. Það sem kemur á undan öðru er að hvíla sig nóg, sérstaklega að sofa meira. Allar þær rannsóknir sem ég hef rekist á eru sammála um að nútímafólk sefur almennt og að staðaldri of lítið. Þannig að ef þér finnst þú mega við meiri orku á daginn prófaðu að sofa að- eins meira, fara korteri fyrr í rúm- ið. Auka það svo smám saman þar til þú færð þína 8 til 9 tíma eða hvað það er sem þú þarft. Það sem þú munt líklega upplifa er að við það eykst einnig svokallaður vilja- styrkur. Svokallaður segi ég því að hann er víst mun líkamlegri en við höfum haldið. Viljastyrkur til að fylgja skynsamlegu mataræði, eða fara í ræktina er ekki bara í hausnum. Viljastyrkur er ekki ann- að hvort eða. Hann er takmörkuð auðlind þannig að við getum klár- að hann t.d. er fólk sem er duglegt að fylgja ströngu mataræði lík- legra til að missa sjálfstjórnina á öðrum sviðum. Það væri dæmigert að neita sér um kræsingar í ferm- ingarveislu en keyra svo of hratt heim aftur eða hreyta einhverju út úr sér af ómerkilegu tilefni þeg- ar heim er komið. Sjálfstjórn er samt líka eins og vöðvi; þú getur þjálfað hana á margvíslegan hátt. T.d. með því að hafa litlar æfing- ar, stilla þig um eitthvað smáveg- is daglega til að byggja hana upp. Einföld og fljótleg leið til að auka viljastyrk er að stunda núvitund, það bæði minnkar stress og bygg- ir upp viðnám við freistingum. Fá- einar mínútur á hreyfingu hjálpa, eins og að fara út að ganga í 5 mín- útur, vinna í garðinum, eða bara að standa upp frá skrifborðinu og tví- stíga eða teygja sig, svo dæmi séu tekin. Mikil hreyfing sem gerir þig þreytta/n gæti virkað öfugt og líka gefið innra „leyfi“ til að láta eftir sér eitthvað óskynsamlegt. Mat- aræði hefur áhrif, það að borða meira grænmeti ýtir undir sjálf- stjórn. Það að verja góðum stund- um með vinum eða við trúariðkun líka. Það sem étur upp viljastyrk hins- vegar er eiginlega allt álag bæði andlegt og líkamlegt (ég tek svona til orða en í alvörunni er engin greinarmunar á andlegu og líkam- legu). Kvíði, einmanaleiki, streita, krónískir verkir eða sjúkdómar tæma af viljastyrkstankinum. Jafn- vel mengun og hávaði í umhverfi draga úr viljastyrk. Auðvelt er að sjá hvernig fólk getur fest í víta- hring þar sem lífsstíllinn eða veik- indi draga orku frá þeim, sem ger- ir breytingar til hins betra erfiðari því sjálfstjórn krefst orku. Einfaldasta leiðin til að byrja að þjálfa sjálfstjórn er að æfa sig í að hægja á öndun, þannig að þú náir 4-6 andardráttum á mín. eða þann- ig að hver öndun taki 12-15 sek. Þessi einfalda æfing hefur hjálpað fíklum að halda sér edrú, og hald- ið þunglyndi frá fólki í meðferð við áfallastreituröskun. Æfingin hefur aukið sjálfstjórn og minnk- að streitu hjá fólki í krefjandi störfum eins og við löggæslu eða í hlutabréfaviðskiptum, sem þurfa að „halda haus“. Svona hæg önd- un eykur hjartsláttarbreytileika og bætir samstundis viljastyrkinn. Gott að gera hana fyrirfram ef þú veist af freistingum á leiðinni. (Hjartsláttarbreytileiki er breyti- leiki í bili hjartsláttar, sem er það sem kemst næst því að vera líkam- leg mæling á viljastyrk). Þannig að þetta kemur saman í því sem mamma þín sagði þér þeg- ar þú varst barn; farðu snemma í rúmið, borðaðu grænmetið þitt og farðu út að leika til að fá súr- efni í kroppinn. Ég er reyndar ekki mamma þín en ég vil bæta við nú- vitund. Það að gefa sér tíma til að auka meðvitund sína er forsenda þess að breyta einhverju, bæði þarftu að fatta hverju þú vilt breyta og auka viljastyrkinn til þess. Mitt „Svar“ er því; byrjaðu á að anda, rólega. Þetta er ekki flókið. Steinunn Eva Þórðardóttir Aðallega byggt á bókunum The Willpower Instinct: How Self- Control Works, Why It Matters, and What You Can Do to Get More of It, eftir dr. Kelly McGonigal og Walter Dixon og How to Boost Your physical and Mental Energy eftir dr. Kimberlee Bethany Bon- ura; og svo því sem mamma sagði. Það sem mamma þín sagði -Pistill um orkuleysi, sjálfstjórn, meðvitund og umbreytingu Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Safnahús Borgarfjarðar hafa á und- anförnum árum unnið saman að því að hvetja ungt fólk til að semja tón- list við borgfirsk ljóð. Fer verkefnið þannig fram að ljóðahefti er útbú- ið og sett í hendur nemenda. Þeir velja sér texta úr safninu og semja lög við. Þeir ákveða síðan flutn- ingsmátann sjálfir og frumflytja verkin ásamt kennurum sínum á opnum tónleikum. Uppskerutón- leikar verkefnisins verða nú haldnir í sjötta sinn, á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl nk. kl. 15.00, í Safnahúsi. Dagskráin tekur um klukkutíma. Hún er öllum opin og boðið verður upp á sumarkaffi að henni lokinni. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur forstöðumanns Safnahúss hefur verkefnið fengið sérstaklega jákvæð viðbrögð, bæði hjá nemendum skólans og fjölskyldum þeirra, svo og hjá sveitarstjórn Borgarbyggðar og íbúum í héraðinu. „Einnig fékk verkefnið styrk hjá afmælisnefnd um fullveldi Íslands og eru tónleik- arnir því einn af viðburðum afmæl- isársins 2018. Verkefnið byggir á ákvæði í menningarstefnu Borgar- byggðar um frumkvæði, sköpun og menningararf,“ segir Guðrún. Um 160 nemendur stunda nú nám við Tónlistarskóla Borgar- fjarðar sem starfað hefur í fimmtíu ár, en Safnahús hefur verið við lýði síðan um 1960. Báðar stofnanir eru í eigu Borgarbyggðar og vinna að þessu verkefni þvert á fagsvið sín undir heitinu: „Að vera skáld og skapa“. Verkefnisstjórar eru þær Guðrún Jónsdóttir og Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlist- arskólans. Á árinu 2018 tekur markmið og textaval sérstakt mið af fullveldis- árinu og horft er til ástar á landinu eins og hún kemur fram í ljóðum skálda. Eru skáldin fulltrúar ým- issa tímabila, alveg til samtíma. Val ljóða annaðist Sævar Ingi Jónsson héraðsbókvörður. mm Að vera skáld og skapa - árlegt verk- efni í Safnahúsi á fyrsta sumardegi Framboðslisti Vinstri hreyfingarinn- ar græns framboðs í Borgarbyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var samþykktur á félagsfundi í síðustu viku. listann leiðir Halldóra lóa Þorvaldsdóttir, bóndi og náms- og starfsráðgjafi, en hún hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir VG á liðn- um árum og á kjörtímabilinu sem er að líða hefur hún verið fulltrúi í fræðslunefnd Borgarbyggðar. Í öðru sæti er Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri auðlindasviðs Skógrækt- arinnar og sveitarstjórnarfulltrúi, en hún var einnig í öðru sæti í síðustu kosningum. Nýr í þriðja sæti er Ei- ríkur Þór Theódórsson, móttöku- og sýningastjóri í landnámssetri Íslands, en hann tekur þátt á listanum sem óháður frambjóðandi. Eiríkur hefur í gegnum tíðina gegnt ýmsum ábyrgð- arhlutverkum í félagsstörfum, og er m.a. varaformaður ungliðahreyfingar ASÍ og meðstjórnandi í stjórn Stétt- arfélags Vesturlands. Listinn í heild sinni er þannig: 1. Halldóra lóa Þorvaldsdóttir. 36 ára. Bóndi og náms- og starfsráðgjafi. Reykholti 2. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir. 44 ára. Sviðsstjóri auðlindasviðs Skóg- ræktarinnar. Borgarnesi 3. Eiríkur Þór Theódórsson. 28 ára. Móttöku- og sýningastjóri. Hvann- eyri 4. Friðrik Aspelund. 55 ára. Skóg- fræðingur og leiðsögumaður. Hvann- eyri 5. Brynja Þorsteinsdóttir. 39 ára. leiðbeinandi á leikskóla. Borgarnesi 6. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir. 31 árs. líffræðingur og kennari. Klepp- járnsreykjum 7. Stefán Ingi Ólafsson. 39 ára. Raf- virki og veiðimaður. Borgarnesi 8. Ása Erlingsdóttir. 47 ára. Grunn- skólakennari. laufskálum 2 9. Rúnar Gíslason. 21 árs. lögreglu- maður. Borgarnesi 10. Unnur Jónsdóttir. 30 ára. Íþrótta- fræðingur. lundi 11. Flemming Jessen. 71 árs. Fv. skólastjóri. Hvanneyri 12. Eyrún Baldursdótir. 24 ára. Hjúkrunarfræðinemi. Borgarnesi 13. Sigurður Helgason. 77 ára. Eldri borgari og fv. bóndi. Hraunholti 14. Hildur Traustadóttir. 63 ára. Framkvæmdastjóri. Hvanneyri 15. Kristberg Jónsson. 60 ára. Fyrr- verandi verslunarmaður. litla-Holti 16. Bjarki Þór Grönfeldt Gunnars- son. 23 ára. Sálfræðinemi. Brekku 17. Vigdís Kristjánsdóttir. 84 ára. Eft- irlaunaþegi. Borgarnesi 18. Guðbrandur Brynjúlfsson. 69 ára. Bóndi. Brúarlandi. mm Listi VG í Borgarbyggð kynntur Þau skipa forystusæti á lista VG. F.v. Sigríður Júlía, Halldóra Lóa og Eiríkur Þór.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.