Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 11.04.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 11. ApRÍl 2018 11 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Háskólinn á Hólum Hagnýtt háskólanám • Ferðamálafræði • Stjórnun ferðaþjónustu og móttaka gesta • Viðburðastjórnun • Fiskeldisfræði • Reiðmennska og reiðkennsla Tækifærin eru í okkar greinum Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is Háskólasamfélag með langa sögu Hólar í Hjaltadal er í senn mikill sögustaður og útivistarparadís. Háskólinn á Hólum er lítill en öflugur háskóli sem sinnir kennslu og rannsóknum á sviði ört vaxandi atvinnugreina. w w w .h ol ar .is ný pr en t 0 3 /2 0 18 Taktu þátt í léttu m spurningaleik. Dregið verður ú r réttum lausnum í lok fe rðar. Í aðalvinning er vegleg utanland sferð og ýmsir aukavi nningar frá sýnendum. SPURNINGALEI KUR! Neðangreind fyrirtæki leggja land undir fót og heimsækja 13 staði á landinu. Tilgangurinn er að kynna vörur og þjónustu fyrirtækjanna. Fyrsti viðkomustaður verður Hvolsvöllur. Þar verðum við mmtudaginn 12. apríl. Verið velkomin. Við tökum vel á móti ykkur. Hvolsvöllur mmtudaginn 12. apríl // Verslun Líands - Kl. 10:00-12:00 Kirkjubæjarklaustur mmtud. 12. apríl // Félagsheimilið - Kl. 15:00-17:00 Flatey Hornarði föstudaginn 13. apríl // ósið í Flatey - Kl. 10:00-12:00 Breiðdalsvík föstudaginn 13. apríl // Kl. 16:00-18:00 Egilsstaðir laugardaginn 14. apríl // Verslun Jötuns - Kl. 9:30-12:00 Aðaldal laugardaginn 14. apríl // Hafralækjarskóli - Kl. 16:00-18:00 Akureyri sunnudaginn 15. apríl // Verslun Jötuns - Kl. 11:00-14:00 Varmahlíð sunnudaginn15. apríl // Miðgarði - Kl. 16:00-18:30 Blönduós mánudaginn 16. apríl // Verslun Líands - Kl. 9:00-11:00 Hvammstangi mánudaginn 16. apríl // Gamla mjólkurstöðin - Kl. 13:00-15:00 Króksarðarnes mánudaginn 16. apríl // Gamla verslun - Kl. 18:00-20:00 Búðardalur þriðjudaginn 17. apríl // KM-Þjónustan - Kl. 10:00-12:00 Borgarnes þriðjudaginn 17. apríl // Reiðhöllin - Kl. 14:30-16:03 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 Fyrirlestrar á öllum stöðum !1 2 3 4 5 6 7 89 10 12 11 13 G RI LL UM HRINGINN! Eins og greint var frá í Skessuhorni í síðustu viku mótmæltu bæjarfulltrú- ar Samfylkingarinnar á Akranesi þátttöku fulltrúa Akranskaupstaðar í þeirri ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að hækka laun forstjóra OR um 6,9 prósent. Ákvörðun um launahækkun forstjóra OR var tekin á stjórnarfundi í lok febrúar. Í bók- un segja bæjarfulltrúar Samfylking- ar að eðlilegra hefði verið að bjóða forstjóra prósentuhækkun í takt við þær hækkanir sem bjóðast almennu launafólki. Orkuveita Reykjavíkur er í eigu þriggja sveitarfélaga; Akraneskaup- staðar, Borgarbyggðar og Reykja- víkurborgar. Eignarhlutfall Akranes- kaupstaðar er 5,53% en Borgarbyggð á 0,93% hlut. Reykjavíkurborg á 93,54%. Rakel Óskarsdóttir, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn OR. launahækkun forstjóra upp á 6,9 prósent var samkvæmt tillögu starfs- kjaranefndar. Í krónum talið hækka laun forstjórans um rúmar 153 þús. kr. á mánuði og verða eftir hækk- unina 2.374.110 kr. á mánuði. Sér ekki eftir atkvæðinu Valgarður l. Jónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs þegar málið var til umfjöllunar. „Ég held að það sjái allir að til að það náist sátt og haldist sátt á launamarkaði þá verður að láta af þeirri stefnu, sem ein- hvern veginn virðist alltaf dúkka upp í samfélaginu á Íslandi, að hátekju- fólk hafi einhvern veginn greiðari að- gang að launahækkunum en almennt launafólk og fái hærri prósentutölur í hækkanir sem auðvitað eykur bara launabilið. Þetta svíður fólki og mér finnst rétt að mótmæla þessu,“ sagði Valgarður á fundinum áður en hann las upp bókun bæjarfulltrúa Samfylk- ingarinnar. Rakel Óskarsdóttir fékk næst orðið og útskýrði hvers vegna hún greiddi atkvæði með launahækk- un forstjórans. „Mér finnst rétt að bera saman epli og epli, ekki epli og appelsínur,“ sagði Rakel. „Það er ekki gott að bera saman ólíka geira þó ég skilji rökræðuna hjá Valgarði lyng- dal Jónssyni bæjarfulltrúa þegar við erum að horfa á SAlEK-ið, þegar við erum að horfa á hvað við getum boð- ið almennum launamönnum. Ég skil það mjög vel, en forstjóri Orkuveit- unnar hefur ekki fengið neitt launa- skrið ef verið er að vísa í það. Hann fékk ekki, að mig minnir, og hefur ekki fengið miklar launahækkanir frá hruni,“ sagði hún og bætti því við að forstjórinn væri gríðarlega dýrmæt- ur starfsmaður fyrir Orkuveituna og þar af leiðandi fyrir Akraneskaupstað. „Hann þekkir þessa stofnun og þekk- ir þennan geira. Það er gott aðgengi að þessum manni og ég sé ekki eftir því að hafa greitt atkvæði með þessari tillögu,“ sagði Rakel. Menn standi við þá stefnu sem þeir setja Næstur tók til máls Ólafur Adolfsson, flokksbróðir Rakelar í bæjarstjórn. Hann minnti á að Orkuveitan hefði samþykkt eigendastefnu. „Eigenda- stefnu sem við höfum skrifað undir og sammælumst um að eigi að gilda. Þar er meðal annars vikið að kjör- um stjórnenda og annars starfsfólks,“ sagði Ólafur og las því næst upp úr kaflanum þar sem sagt er til um starfskjör. Þar kemur fram að starfs- kjör eigi að vera samkeppnishæf við kjör í sambærilegum fyrirtækjum. Þá eigi launakerfi OR að hafa jafnræði og gangsæi að leiðarljósi, sambærileg laun skulu greidd fyrir sambærilegt vinnuframlag og árangur. Kynbund- inn launamunur megi ekki vera til staðar. „Síðan er vikið að stjórn móð- urfélagsins en ég ætla að ræða hér að- eins um forstjórann. Þar kemur fram: Stjórn ræður forstjóra OR og innri endurskoðanda og ákveður starfs- kjör þeirra. Starfskjaranefnd OR skal endurskoða laun beggja árlega og gera tillögu til stjórnar um breyting- ar með tilliti til markmiða og mæli- kvarða fyrirtækisins eftir því sem við á,“ sagði Ólafur. „Starfskjaranefnd Orkuveitunnar skilaði þessari tillögu inn á fund til samræmis við starfs- kjarastefnuna. Nú velti ég fyrir mér, hvað átti bæjarfulltrúi Rakel Ósk- arsdóttir að gera í þessari stöðu? Ég vænti þess að flest okkar hefðu ein- faldlega bara samþykkt þessa tillögu þó ég sjái reyndar að þarna sitja menn hjá. En ef menn á annað borð setja stefnuna og ætla að vera henni trúir þá hljóta menn að framfylgja henni.“ kgk Tekist á um launa- hækkun forstjóra OR Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Ljósm. OR.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.