Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 20188
Söngkeppni framhaldsskólanna
verður haldin í Íþróttahúsinu við
Vesturgötu á Akranesi laugadaginn
28. apríl. Fyrr í vetur hafði keppn-
in verið blásin af vegna ótta þá-
verandi rekstraraðila við taprekst-
ur. Nú hafa hins vegar Vinir hall-
arinnar á Akranesi tekið að sér að
blása nýju lífi í keppnina og verð-
ur hún því haldin eftir tíu daga. Í
ár eru 23 framhaldsskólar skráðir
til keppni og er markmið allra sem
koma að Söngkeppninni, að hún
verði sú allra glæsilegasta til þessa.
Sýnt verður beint frá keppninni í
sjónvarpi.
Það er Ísólfur Haraldsson og
hans fólk hjá Vinum hallarinnar
sem tók að sér að undirbúa keppn-
ina. „Seint að kvöldi miðvikudags-
ins 11. apríl höfðu þau hjá Sam-
bandi íslenskra framhaldsskóla
(SÍF) samband og spurðu hvort
við værum tilbúin að halda keppn-
ina. Ég þurfti nokkrar mínútur til
að hugsa málið en ákvað strax um
nóttina að þetta væri alltof gott
tækifæri til að láta ekki reyna á það.
Gaf því jákvætt svar með fyrirvara
um að við fengjum íþróttahúsið
leigt og hljómsveit og allt annað
sem til þarf. Á fimmtudaginn fór
svo allt á fullt við áætlanagerð og
undirbúning og nú stefnir allt í að
Skagamenn standi fyrir flottustu
Söngkeppni framhaldsskólanna
sem haldin hefur verið,“ segir Ís-
ólfur í samtali við Skessuhorn.
Allir jákvæðir
Ísólfur segir að Vinir hallarinnar
séu vel tengdir inn í skemmtana-
bransann, það sé í raun lykilatriði
til að hægt sé að gera svona lagað
með einungis hálfs mánaðar fyrir-
vara. „Það hjálpar líka til að maður
er spennufíkill inn að beini,“ seg-
ir hann og hlær. „Nei, án gríns þá
hafa allir, og þá meina ég allir, ver-
ið ótrúlega jákvæðir og tilbúnir til
að leggja hönd á plóg til að þetta
verkefni geti tekist. Strax var far-
ið að afla bakhjarla í formi styrkt-
ar- og kostunaraðila, skipuleggja
gistingu, leysa tæknileg atriði, fá
heimafólk með í lið, semja um út-
sendingu og allt sem svona ævintýri
fylgir. Það liggur ekki alveg fyrir
enn á hvaða sjónvarpsstöð þetta
verður sýnt, en allavega er búið að
festa útsendingarbíl, ljósleiðarinn
er til staðar og þetta mun því leys-
ast,“ segir Ísólfur.
Búast má við fjölmenni á Akra-
nesi vegna keppninnar. Alls taka
23 skólar þátt og því má reikna
með vel á annað þúsund gestum í
bæinn. Selt verður inn á skemmt-
unina en miðaverði verður að sögn
Ísólfs stillt í hóf. „Við gerum einn-
ig ráð fyrir að heimamenn geti
keypt miða og fylgst með keppn-
inni á Vesturgötunni. Við reiknum
með að generalprufa verði klukk-
an 13 á laugardeginum og að all-
ir sem að þessu koma borði síðan
saman síðdegis; keppendur, tækni-
fólk og annað starfsfólk. Klukkan
20 hefst svo keppnin og útsending
frá henni í beinni.“
Ísólfur segir að Fjölbrautaskóli
Vesturlands, starfsfólk íþrótta-
hússins og fólk víðs vegar í sam-
félaginu leggist á eitt við fram-
kvæmdina. „Það eru allir á því að
samfélagið hér á Akranesi leysi
þetta vel úr hendi og að keppn-
in og framkvæmd hennar verði
staðnum til sóma. Söngkeppni
framhaldsskólanna byggir á ára-
tuga hefð og í henni hafa margir af
fremstu söngvurum landsins stigið
sín fyrstu skref á ferlinum. Auðvi-
tað er svo ætlun okkar að tryggja
þessa keppni áfram á Akranesi. Ef
okkur tekst að framkvæma þetta
verkefni okkur til sóma á hálfum
mánuði, þá ættum við að ráða við
að gera það að árlegum viðburði,“
segir Ísólfur að endingu.
mm
Bjóða út tjald-
svæðisrekstur
AKRANES: Akraneskaup-
staður óskar eftir tilboðum
í leigu á landi undir rekstur
tjaldsvæðisins í Kalmansvík.
Nýr leigutaki mun þá taka
við svæðinu fyrir opnun í ár
sem alla jafnan er 1. maí og
samningstímabilið er tvö ár
með kost á framlengingu. Í
auglýsingu í Skessuhorni í
dag segir að tilboðin verði
opnuð mánudaginn 30.
apríl klukkan 11, degi áður
en tjaldsvæðið er alla jafnan
opnað. „Öllum tilboðum
skal skilað á sérstöku til-
boðseyðublaði undir heit-
inu Akranes – leiga á landi
undir rekstur tjaldsvæðisins
í Kalmansvík.“
-arg
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 7. - 13. apríl
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu
Akranes: 14 bátar.
Heildarlöndun: 61.382
kg.
Mestur afli: Klettur ÍS:
19.180 kg í tveimur róðr-
um.
Arnarstapi: Engar landan-
ir á tímabilinu.
Grundarfjörður: 5 bátar.
Heildarlöndun: 262.193
kg.
Mestur afli: Farsæll SH:
80.360 kg í tveimur lönd-
unum.
Ólafsvík: 16 bátar. Heild-
arlöndun: 301.776 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
44.553 kg. í fjórum róðr-
um.
Rif: 13 bátar.
Heildarlöndun: 473.766
kg.
Mestur afli: Saxhamar SH:
207.461 kg í sjö löndunum.
Stykkishólmur: 2 bátar.
Heildarlöndun: 21.150
kg.
Mestur afli: Hannes Andr-
ésson SH: 18.840 kg í
þremur róðrum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Hringur SH - GRU:
68.052 kg. 10. apríl.
2. Örvar SH - RIF:
67.205 kg. 12. apríl.
3. Grundfirðingur SH -
GRU: 55.969 kg. 8. apríl.
4. Helgi SH - GRU:
45.075 kg. 9. apríl.
5. Rifsnes SH - RIF:
44.051 kg. 7. apríl.
-kgk
Söngkeppni framhaldsskólanna verður á Akranesi 28. apríl
Stefnum á að keppnin verði
hér eftir haldin á Skaganum
Ísólfur Haraldsson við Íþróttahúsið á Vesturgötu þar sem Söngkeppni framhalds-
skólanna verður haldin um aðra helgi.
Stefnt er að opnun Hótels Varma-
lands seinni partinn í maímánuði.
Breytingar á húsnæði gamla Hús-
mæðraskólans í 60 herbergja hót-
el hafa staðið yfir í rúmt ár en
eru nú á lokametrunum. „Fram-
kvæmdir hafa gengið vel undan-
farið. Við erum örlítið á eftir áætl-
un en stefnum að því að opna fyr-
ir háannatímann. Fyrstu hóparnir
eru væntanlegir til okkar í lok maí.
Við ætlum reyndar að opna form-
lega um miðjan maímánuð en vilj-
um gefa okkur smá svigrúm til að
allt verði örugglega klappað og
klárt áður en gestirnir koma,“ segir
Magnús Már Hauksson, aðstoða-
maður eigenda Hótels Varmalands,
í samtali við Skessuhorn.
„Um þessar mundir er verið að
leggja lokahönd á salinn, sem verð-
ur morgun-, hádegis- og kvöld-
verðarsalur á efstu hæð hússins
með 360 gráðu útsýni yfir Borg-
arfjörðinn. Þar er verið að leggja
gólfefni og setja upp eldhús. Einn-
ig er verið að flísaleggja móttökuna
og setja við á einn vegginn. Næst
á dagskrá er frágangur utanhúss,“
segir hann. „Öll herbergin eru til-
búin, búið að innrétta að fullu og
á aðeins eftir að koma fyrir hús-
gögnum. Þau fá nöfn eftir sveita-
bæjunum hér í kring sem styrktu
starf skólans á sínum tíma. Þannig
ætlum við að heiðra sögu skólans
og hússins,“ bætir hann við.
Yndisleg staðsetning
Eigandi Hótels Varmalands ehf. er
ferðaskrifstofan Vulkanresor, sem
Benedikt Kristinsson stendur að.
Ferðaskrifstofan sérhæfir sig í ferð-
um til Íslands frá Svíþjóð, Noregi
og Danmörku. Magnús segir bók-
anir fara vel af stað fyrir sumarið.
„Það er búið að bóka flesta daga
nú þegar, bæði fyrir hópa og ein-
staklinga. Opnað hefur verið fyr-
ir pantanir í gegnum bókunarsíð-
ur og hægt að panta bæði í gegnum
innlendar og erlendar ferðaskrif-
stofur,“ segir hann. „Það er gaman
að segja frá því að við höfum fengið
margar bókanir frá Íslendingum. Í
sumar verða tvö ættarmót á Varma-
landi og töluvert hefur verið bókað
hjá okkur í tengslum við þau. Þá
hafa herbergi verið tekin frá vegna
brúðkaups seinni part sumars,“ seg-
ir Magnús. „Á Varmaland er aðeins
klukkustundarakstur frá Reykjavík
með fólksbíl. Staðsetningin er ynd-
isleg með fallegu útsýni um Borg-
arfjörðinn og fjölmörgum afþrey-
ingarmöguleikum og áhugaverð-
um stöðum í næsta nágrenni, til
dæmis Víðgelmi, Krauma, Deild-
artunguhver, ísgöngin í Langjökli
og margt fleira,“ segir hann.
Tilhlökkun
fyrir sumrinu
En hverjar eru væntingarnar til opn-
unar Hótels Varmalands? „Fyrst
og fremst tilhlökkun að taka á móti
fyrstu gestunum,“ segir Magnús.
„Bókunarstaðan er góð og við för-
um að leita að starfsfólki innan tíð-
ar. Það verður gaman að fá bæði
innlenda sem erlenda ferðamenn
í heimsókn í sumar. Hér verður
einnig boðið upp á bæði hádegis-
og kvöldverð og allir geta því lit-
ið við, borðað góðan mat og notið
útsýnisins þó þeir gisti ekki hérna.
Á Varmalandi er mikið líf á sumr-
in, frábærar gönguleiðir í kring og
þetta verður eins og skemmtileg-
ur lítill bær,“ segir hann og bæt-
ir því við að heimamenn hafi ver-
ið jákvæðir. „Allt hefur þetta verið
unnið í jákvæðum samskiptum við
íbúa á Varmalandi sem hafa tek-
ið okkur vel og eru jákvæðir fyrir
þessu verkefni,“ segir Magnús Már
Hauksson að endingu.
kgk/ Ljósm. mm.
Hótel Varmaland verður opnað í lok maí
Hótel Varmaland í gamla Húsmæðraskólanum, séð frá þjóðveginum. Garðyrkju-
stöðin Laugalandi nær á mynd.
Húsnæði Hótels Varmalands eins og þar var umhorfs síðastliðinn sunnudag. Á
myndinni má sjá glerviðbyggingu við húsið. Þar á efstu hæð verður matsalur með
360 gráðu útsýni um Borgarfjörðinn.