Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 20182
að fella þau mannvirki verksmiðj-
unnar sem útboðið nær yfir í þessum
áfanga. Í framhaldinu verður unnið
við að mylja steypu, hreinsa járn úr
steypubrotum og koma þeim fyrir í
sandgryfju. Brotmálmar verða unn-
ir á athafnasvæði verktaka og í fram-
haldi þess skipað út frá Akraneshöfn.
Innan tíðar verður framkvæmd
könnun á vef Akraneskaupstaðar þar
sem íbúar í bæjarfélaginu geta gefið
álit sitt á því hvort fella eigi stromp
sementsverksmiðjunnar. Það verð-
ur kynnt sérstaklega. Samkvæmt
heimildum Skessuhorns er veru-
lega minnkandi áhugi meðal íbúa að
strompurinn verði látinn standa. Það
mun þó koma í ljós þegar hugur fólks
til þess verður kannaður sérstaklega.
mm
Sumardagurinn fyrsti er á morg-
un og er það okkar von að sumar-
ið verið öllum Vestlendingum gott.
Það er þó vert að minna á að nú er
líka kominn tími til að taka nagla-
dekkin undan bílunum og skipta
þeim út fyrir önnur sem duga, en
menga minna.
Á morgun, sumardaginn fyrsta, er
spáð austlægri átt og 3-8 m/s og
skýjað um landið vestanvert. Súld
og rigning á Vesturlandi og Suð-
vesturlandi. Hægari suðlæg átt
og bjart um landið austanvert en
gætu verið þoka við ströndina. Hiti
á bilinu 5-12 stig og hlýjast á Norð-
urlandi. Gert er ráð fyrir hægri norð-
lægri eða breytilegri átt á föstudag.
Skýjað og lítilsháttar skúrir verða á
Norðurlandi en bjart með köflum
fyrir sunnan jökla og stöku skúrir
með suðurströndinni. Hiti 3-10 stig
og hlýjast á Suðurlandi. Á laugardag
er spáð hægt vaxandi austanátt og
rofar til um tíma á Norðurlandi en
þykknar upp í öðrum landshlutum
og fer að rigna síðdegis. Hiti á bilinu
3-9 stig. Á sunnudag er gert ráð fyrir
suðaustan- og austanátt, víða 5-13
m/s og rigning með köflum og hiti
5-11 stig. Á mánudag snýst smám
saman í norðlæga átt og kólnar á
Norðurlandi. Hæg suðaustlæg átt
og súld eða rigning með köflum á
Suðurlandi og bætir í úrkomu um
kvöldið. Hiti 1-9 stig og svalast á
Norðurlandi.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessu-
horns: „Hvaða einkunn fær ríkis-
stjórnin hjá þér eftir fyrstu 6 mán-
uðina?“ Alls tóku 724 þátt í könnun-
inni og er vegið meðaltal svara ein-
kunnin 3,61 af 10 mögulegum.
Í næstu viku er spurt:
Hefur þátttaka þín í félagsmálum
breyst samhliða aukinni
samfélagsmiðlanotkun?
Andri Snær Axelsson tryggði sér
sæti í Ólympíuliði Íslands í stærð-
fræði og verður hann einn af sex
liðsmönnum sem keppa í Rúmen-
íu í júlí. Andri Snær er Vestlending-
ur vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Vísbendingar
um að þenslu-
skeiði sé að ljúka
LANDIÐ: Ýmsir hagvís-
ar benda nú til þess að þeim
mikla uppgangi sem ver-
ið hefur í íslensku efnahags-
lífi sé lokið. Hlutfall starfandi
á vinnumarkaði hefur lækkað
allt frá apríl 2017 og atvinnu-
leysi hefur aukist örlítið á
sama tímabili. Þá hefur hægt
á hækkunum húsnæðisverðs,
sem þó eru enn miklar. Í sein-
ustu uppsveiflu, árin 2003
– 2007, hækkaði fasteigna-
verð langt umfram útborguð
laun og var bólan á fasteigna-
markaði vel sýnileg strax árið
2005. Sú bóla var þó byggð á
mikilli skuldaaukningu heim-
ilanna. Núverandi hækkun
fasteignaverðs er vegna lít-
ils framboðs fasteigna en ekki
eins mikið vegna aukningar á
skuldum. Þetta er meðal þess
sem kemur fram í efnahags-
yfirliti Verslunarmannafélags
Reykjavíkur sem kom út í lið-
inni viku. „Íslenska hagkerf-
ið er þó ekki eins brothætt
nú og það var skömmu fyr-
ir hrunið 2008. Ástæðan er
sú að skuldir eru mun lægri
nú því árin fyrir hrun ein-
kenndust af mikilli aukningu
í skuldsetningu, bæði fyrir-
tækja og heimila. Næsta nið-
ursveifla verður því eflaust
innflutt en ekki heimatilbúin,
eins og fyrir tæpum áratug.
Það verður því að teljast ólík-
legt að árið 2019 verði endur-
tekning á árinu 2009,“ segir í
efnahagsyfirliti VR.
-mm
Lentu í
sjálfheldu
SNÆFELLSNES: Þyrla
Landhelgisgæslunnar var að-
fararnótt mánudags kölluð á
utanvert Snæfellsnes. Tveir
ferðamenn höfðu komist í
sjálfheldu í klettabelti í Botns-
fjalli rétt austan við Arnar-
stapa. Lögregla og björgun-
arsveitarfólk mátu aðstæður
þannig að rétt væri að kalla út
þyrlu klukkan eitt um nóttina
enda skollið á myrkur og að-
stæður til björgunar af landi
því erfiðar. Þyrlan var mætt
um klukkan hálf þrjú á svæð-
ið og gekk björgun mannanna
niður af fjallinu fljótt og vel.
Ekkert amaði að mönnunum,
en þeim var þó orðið dálítið
kalt.
-mm
Eyja- og Miklaholtshreppur óskar
sveitungum sínumog öðrum
Vestlendingum gleðilegs sumars.
Sveitarstjórn Dalabyggðar óskar Dalamönnum
og Vestlendingum öllum gleðilegs sumars
Helga Jensína Svavarsdóttir hef-
ur verið ráðin skólastjóri Grunn-
skóla Borgarfjarðar, en Ingibjörg
Inga Guðmundsdóttir sagði í vet-
ur starfi sínu lausu og hættir í vor.
Helga Jensína er grunnskólakenn-
ari að mennt og búsett á Vatns-
hömrum í Andakíl. Á starfsferli
sínum hefur hún kennt við Anda-
kílsskóla á Hvanneyri, við Ing-
unnarskóla í Grafarholti, Grunn-
skólann í Borgarnesi og frá árinu
2012 við Grunnskóla Borgarfjarð-
ar þar sem hún hefur verið deild-
arstjóri. Helga Jensína er einnig
sundkennari og hefur kennt ung-
barnasund og verið með sundnám-
skeið og sundþjálfun í Borgarnesi.
Hún hefur í vetur verið í námsleyfi
og er nú að ljúka meistaragráðu í
uppeldis- og menntunarfræði með
áherslu á stjórnun menntastofn-
ana.
Grunnskóli Borgarfjarðar starf-
ar í uppsveitum Borgarfjarðar og
er þriggja deilda skóli; á Hvann-
eyri, Varmalandi og Kleppjárns-
reykjum. Helga Jensína kveðst í
samtali við Skessuhorn vera full
tilhlökkunar að taka við þessu
starfi og ekki síst að starfa með
öllu því góða fólki sem sem starfar
hjá Grunnskóla Borgarfjarðar.
mm
Helga Jensína ráðin skólastjóri GBF
Helga Jensína Svavarsdóttir verðandi
skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar.
Niðurrif mannvirkja Sementsverk-
smiðjunnar á Akranesi gengur vel
og eru framkvæmdir á undan áætl-
un miðað við verksamning við Work
North ehf. Í þessari viku er unnið
við niðurrif stóru efnisgeymslunnar
samhliða Faxabraut og af þeim sök-
um er götunni lokað fyrir allri um-
ferð til 21. apríl nk. Líkur eru til að
búið verði fyrir næstu mánaðamót
Niðurrif efnisgeymslu Sementsverksmiðjunnar hafið
„Það er ákvörðun okkar hjá með-
ferðarsviði og framkvæmdastjórn
SÁÁ að hætta að taka inn á sjúkra-
húsið Vog ólögráða einstaklinga
og miða ungmennameðferðina
við 18 ára,“ segir í tilkynningu frá
SÁÁ. „Augljós krafa um að ólög-
ráða einstaklingar geti ekki verið í
sama rými og fullorðnir í meðferð
er meira en sjúkrahúsið Vogur get-
ur orðið við að svo stöddu. Því er
ekki stætt á að halda áfram meðferð
þeirra þar.“ Þá segir í tilkynningu
að það að eitt barn hafi hugsanlega
orðið fyrir skaða innan veggja spít-
alans sé einu barni of mikið. „SÁÁ
setur öryggi sjúklinga sinna í fyrsta
sæti og vill með þessum aðgerð-
um axla ábyrgð. Sjúkrahúsið Vog-
ur mun í samráði við ráðuneytið
sinna áfram þjónustu við þennan
viðkvæma hóp þar til nýtt úrræði
er í augsýn.“ Þá segir að óskað hafi
verið eftir leiðbeiningum heil-
brigðisráðherra um hvernig þetta
skref verður tekið þar sem brýnt er
að ólögráða með vanda af fíkn fái
áfram viðeigandi heilbrigðisþjón-
ustu. Samráðsfundur er fyrirhug-
aður til að ákveða framtíðarfyrir-
komulag og næstu skref.
mm
Vogur hættir að taka við
ungmennum undir 18 ára