Skessuhorn


Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 201818 Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu hélt 78. héraðs- þing SIH í Samkomuhúsi Grund- arfjarðar mánudaginn 16. apríl síðastliðinn. Þar voru hefðbund- in aðalfundarstörf þar sem skýrsla stjórnar og ársreikningar félags- ins voru lagðir fram til skoðunar. Líney Rut Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, flutti ávarp og heiðraði þau Björg Ágústdóttur og Eyþór Benediktsson fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina. Ragnheiður Högnadóttir og Auður Inga Þor- steinsdóttir fluttu svo ávarp fyrir hönd UMFÍ. tfk Héraðsþing HSH Laugardaginn 10. mars hélt Lions- klúbbur Búðardals Kótilettukvöld þar sem einnig var happdrætti og var ákveðið fyrirfram að ágóðinn skyldi skiptast á milli Auðarskóla, Björgunarsveitarinnar Óskar og Slysavarnadeildar Dalasýslu. Söfn- uðust tæpar 750.000 kr. og styrkt- um við þessa þrjá aðlila því um 250.000 kr. hvern. Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg bæði með vinnu- framlagi, gjöfum og happdrætt- isvinningum. Þetta eru: MS, KM þjónustan, Kjörbúðin, Kastalinn, Dalahyttur, Dalabyggð, Sigurður á Hólum, Níels á Seljalandi, Helga Möller, Stefán Jónsson veislustjóri, Hljómsveitin B4, félagar úr Slysa- varnadeild Dalasýslu, Björgunar- sveitinni Ósk og Lionsklúbbi Búð- ardals. Þökkum öllum sem komu og skemmtu sér með okkur fyrir stuðninginn og væntum þess að sjá fleiri á næsta ári. F.h. Lionsklúbbs Búðardals, Sigfríð Andradóttir formaður Lionsklúbbur Búðardals styrkti þrjá aðila Meðfylgjandi mynd er frá afhendingu styrkjanna. Á fundi sveitarstjórnar Borgar- byggðar 12. apríl síðastliðinn var opnaður nýr upplýsingavefur um lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu; Ljósleiðari Borgarbyggðar. Hann er tengdur inn á vef Borgarbyggðar undir heitinu „Ljósborg“. „Á vefn- um er að finna margháttaðar upp- lýsingar sem tengjast verkefninu og fréttir verða settar inn eftir því sem því vindur fram,“ segir í tilkynningu. „Ýmsar upplýsingar er þar að finna um eðli þessa mikla verkefnis og síð- an hefur verið byggt upp yfirlit um algildar spurningar og svör. Að lok- um er gefinn möguleiki á að senda inn fyrirspurnir. Það eru bundnar vonir við að þessi uppsetning auð- veldi þeim sem málið varðar mögu- leika á að fylgjast með og aðgengi að upplýsingum verði bætt.“ mm Vefurinn Ljósborg nú aðgengilegur Krakkarnir í Grunnskóla Grund- arfjarðar eru búnir að vera á dans- námskeiði alla síðustu viku undir dyggri leiðsögn Erlu danskennara. Afraksturinn var svo sýndur í sal íþróttahússins föstudaginn 13. apríl og óhætt er að segja að krakkarnir hafi sýnt glæsileg tilþrif. tfk Danssýning í Grunnskóla Grundarfjarðar Úrslit í Stóru upplestarkeppninni hjá nemendum í 7. bekk fóru fram í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit og Ólafsvíkurkirkju á þriðjudaginn í síðustu viku. Eins og Skessuhorn hefur greint frá fóru úrslit á Akrnesi fram í síðasta mánuði. Í Heiðar- skóla kepptu fulltrúar úr Auðarskóla í Dölum, Grunnskóla Borgarfjarð- ar, Grunnskólanum í Borgarnesi og Heiðarskóla. Dómnefndina skipuðu Hjördís Hjartardóttir, Ingibjörg Einarsdóttir og Björk Einisdótt- ir. Í Ólafsvíkurkirkju kepptu full- trúar úr Grunnskólanum í Stykkis- hólmi, Grunnskóla Grundarfjarð- ar og Grunnskóla Snæfellsbæjar. Dómnefndina þar skipuðu þau Lilja Ólafsdóttir, Elva Ösp Magnúsdóttir og Jón Hjartarson. „Þetta er menn- ingarlegur viðburður og sannköll- uð gæðastund, hrein unun að hlýða á börnin gera sitt allra besta,“ seg- ir Sigríður Lára Guðmundsdóttir, skólastjóri í Heiðarskóla, í samtali við Skessuhorn. Í báðum keppnum var lesið í þremur umferðum, í þeirri fyrstu var voru fluttar svipmyndir úr sög- unni Strokubörnin á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn. Í annarri um- ferð fluttu nemendurnir ljóð eft- ir Ólaf Jóhann Sigurðsson og að lokum lásu nemendur ljóð af eigin vali. Að keppni lokinni var öllum þátttakendum afhent viðurkenn- ing fyrir þátttöku og dómnefnd til- kynnti úrslit. Í Heiðarskóla var Sól- björt Tinna Cornette úr Auðarskóla í þriðja sæti, Helga Rún Hilmars- dóttir úr Auðarskóli í öðru sæti og Ingibjörg Þórðardóttir úr Grunn- skóla Borgarfjarðar var hlutskörpust og hlaut fyrsta sætið. Í Ólafsvíkur- kirkju varð Kolbrún Líf Jónsdótt- ir úr grunnskóla Grundarfjarðar í þriðja sæti, Ingigerður Sól Hjartar- dóttir úr Grunnskólanum í Stykk- ishólmi í öðru sæti og hlutskörpust var Sylvía Dís Scheving úr Grunn- skóla Snæfellsbæjar. arg Stóra upplestarkeppnin á Vesturlandi Keppendur úr Grunnskóla Snæfellsbæjar, Grunnskóla Grundarfjarðar og Grunnskólanum í Stykkishólmi kepptu í Ólafs- víkurkirkju. Hér má sjá alla keppendur með viðurkenningaskjal að keppni lokinni. Ljósm. frá Grunnskóla Snæfellsbæjar. Í Heiðarskóla kepptu fulltrúar úr Auðarskóla, Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskólanum í Borgarnesi og Heiðarskóla. Hér má sjá keppendur með viðurkenningaskjöl að keppni lokinni. Ljósm. frá Heiðarskóla.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.