Skessuhorn


Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 201820 Skagamaðurinn Andri Snær Axels- son er á leiðinni til Rúmeníu í júlí að keppa í stærðfræði á Ólympíu- leikunum. Andri Snær sem er nem- andi í MR er einn af sex liðsmönn- um sem valdir voru til að fara á Ól- ympíuleikana fyrir Íslands hönd. Það var ekki auðvelt að ná þess- um árangri. „Fyrst var haldin for- keppni framhaldsskólanna þar sem nemendum var skipti á tvö stig eftir árgöngum og 20 nemendur af hvoru stigi komust áfram í úr- slit,“ segir Andri Snær í samtali við Skessuhorn, en hann var einn af 40 sem komust áfram. „Við vorum svo 17 úr þessum 40 manna hópi sem kepptum í Norrænu stærðfræði- keppninni og út frá niðurstöðu þeirrar keppni var valið í Ólympíu- liðið,“ bætir Andri Snær við. Andri Snær segir að áhuginn á stærðfræði hafi fyrst kviknað í 8. bekk í grunnskóla á Akranesi. „Þeg- ar áhuginn kom fór mér líka að fara mikið fram,“ segir hann. Framund- an eru miklar æfingar áður en hald- ið verður til Rúmeníu í byrjun júlí. „Við förum í þjálfun í Háskóla Ís- lands og svo förum við ásamt hin- um norrænu liðunum í æfingabúðir í Danmörku fyrir keppnina í Rúm- eníu,“ segir Andri Snær. Aðspurður hvort hann hafi sett sér það mark- mið að komast í liðið svarar Andri Snær því játandi. „Auðvitað vildi ég komast í liðið og lagði mjög hart að mér til að ná þessum árangri. Fyrr í vetur hélt ég þó að þetta væri óraunhæft markmið hjá mér en svo reyndist það ekki vera. Ég er bara rosalega glaður með þetta og spenntur fyrir framhaldinu, segir Andri Snær. arg Andri Snær á leiðinni á Ólympíuleikana Andri Snær Axelsson keppir í stærðfræði á Ólympíuleikunum í sumar. Ljósm. aðsend. popphljómsveitin Meginstreymi sendi síðastliðinn fimmtudag frá sér lagið Það sem enginn vita má. Um er að ræða fyrsta lag sveitarinnar. Hefur það verið gert aðgengilegt á öllum helstu streymisveitunum og er farið að óma á öldum ljósvakans. Lag og texti er hugarsmíð Jakobs Grétars Sigurðssonar frá Varmalæk í Borgarfirði og er í doo-wop stíl, sem náði hvað mestum vinsæld- um í kringum 1960. „Það var mik- il vinna lögð í að ná fram þessu 60s sándi, notaðar græjur frá þeim tíma og mixið sett á segulband,“ segir hann. Það er því við hæfi að smá- skífa, 45 snúninga vínylplata, með laginu sé væntanleg síðar í þessari viku. „Vínyllinn kemur út í tölu- settum eintökum í mjög takmörk- uðu upplagi. Á B-hliðinni er að finna acapella útgáfu af laginu, sem hefur vakið mikla lukku síðan við sendum lagið frá okkur á netinu,“ segir Jakob. Lagið var tekið upp í Studio Straumi á Varmalæk í Borgarfirði en eftirvinnsla fór fram í Hljóð- smiðjunni í Hveragerði. Sérstakur gestur við upptökur var Gunnar Ringsted, gítarleikari í Borgarnesi, sem annaðist gítarleik í laginu. Auk Jakobs er hljómsveitin Meg- instreymi skipuð bróður hans Ás- mundi Svavari Sigurðssyni, Heið- mari Eyjólfssyni frá Hlíð í Hval- firði og Kristjáni Inga Arnarssyni frá Litla-Holti í Saurbæ í Dölum. Hefur sveitin komið fram í þessari mynd í á þriðja ár. „Það er búið að vera nóg að gera undanfarin misseri við að spila á dansleikjum, árshátíð- um, í brúðkaupum og á þorrablót- um víðs vegar um landið. Við erum byrjaðir að bóka sumarið, en mest hefur verið að gera við að spila í brúðkaupum síðastliðin sumur, en einnig hefur sveitin komið fram á nokkrum bæjarhátíðum,“ segir Jakob. „Einnig er stefnt að því að taka meira upp í sumar og vonandi verður ekki of langt þar til við send- um frá okkur meira efni, því upp- tökur eru ávallt tímafrekar og krefj- ast mikilla spekúlasjóna og vinnu,“ segir Jakob að endingu. Áhugasömum er bent á að hlusta má á lagið Það sem enginn vita má í öllum helstu streymisveitum, s.s. Spotify, Deezer, Tital, iTunes og Tonlist.is en einnig á YouTube. Þeir sem vilja eignast smáskífuna á tölusettum vínyl geta haft sam- band á meginstreymi@gmail.com, en auk þess verður skífan fáanleg í verslun Lucky Records og 12 tón- um. Fylgjast má með sveitinni á In- stagram og hafa samband í gegnum ofangreint netfang. kgk Meginstreymi sendir frá sér sitt fyrsta lag Vínylsmáskífa væntanleg Popphljómsveitin Meginstreymi. Standandi f.v. eru Kristján Ingi Arnarsson, Jakob Grétar Sigurðsson og Heiðmar Eyjólfsson. Ásmundur Svavar Sigurðsson situr fyrir framan. Ljósm. Ingibjörg Birgisdóttir. Í síðustu viku var unnið við skrásetn- ingu á kútter Sigurfara á Safnasvæð- inu í Görðum á Akranesi. Norðmað- urinn Gunnar Holmstad myndaði skipið í bak og fyrir frá mánudegi til fimmtudags. Ljósmyndirnar not- ar hann til að útbúa þrívíddarlíkan af skipinu. Byggðasafnið í Görðum fær síðan öll gögnin afhent til notkunar á safninu. Skessuhorn hitti Gunnar að máli í síðustu viku og ræddi við hann um verkefnið og aðferðina, sem nefnist photogrammetry á erlendum málum, en myndmæling upp á ís- lenska tungu. „Markmið verkefnis- ins er að skjalfesta og skrásetja Sigur- fara með því að skrá rúmfræði bátsins í því ástandi sem hann er núna. Til þess notum við myndmælinu, þ.e. að taka myndir sem síðan er raðað sam- an eftir sameiginlegum einkennum hverrar og einnar myndar til að út- búa þrívíða mynd,“ segir Gunnar í samtali við Skessuhorn. „Myndmæl- ing virkar í raun alveg eins og augun okkar. Við höfum tvær linsur, augun, sem skynja hluti frá örlítið mismun- andi sjónarhorni. Heilinn raðar þeim síðan saman í eina mynd. Þess vegna erum við fær um að skynja dýpt. Myndmæling virkar á sama hátt, nema bara eins og við hefðum dálít- ið mikið fleiri augu. Ef við hefðum nógu mörg augu gætum við séð fyrir horn eða jafnvel í kringum hluti,“ út- skýrir hann og brosir. Miðlaði þekkingu sinni Gunnar segir mikilvægt að vinna skipulega, taka myndirnar eftir fyr- irfram ákveðinni röð til að hugbún- aðurinn eigi auðveldara með að raða þeim saman. „Þetta er mikil vinna og nokkuð tímafrek, því hver mynd þarf að vera að minnsta kosti 60% af sama ramma og myndin á und- an. Það er svo hugbúnaðurinn eigi auðveldara með að finna sameigin- leg einkenni til að raða myndunum saman,“ segir hann. Þá skiptir birt- an máli og Gunnar kveðst hafa verið heppinn með veður hvað það snertir í síðustu viku. „Gráu skýin eru mjög góð þegar myndað er utandyra því þá fær maður mjög jafna birtu. Í sól- skini verður mjög sterkt kontrast og ef rignir er mjög erfitt að gera mynd- mælingu, því regnið gerir það að verkum að birtan er aldrei nákvæm- lega eins á tveimur myndum,“ segir hann. Heimsókn Gunnars til Íslands var jafnframt nýtt til að slá upp nám- skeiði í mymdmælingu og vinnu- stofu. Þrír Norðmenn, einn Færey- ingur og þrír Íslendingar skráðu sig á námskeiðið. Var engu líkara en hluta safnaskálans hefði verið breytt í ljós- myndastúdíó. Þar mynduðu nem- endur Gunnars hnífa, bækur, brúður og ýmsa muni og útbjuggu þrívídd- arlíkan af þeim í tölvu. Vinnan lofar góðu Spurður hvernig til tókst við mynd- mælingu kúttersins kveðst Gunnar ekki vilja slá neinu föstu um lokaút- komuna en segir vinnuna þó gefa til- efni til bjartsýni. „Ég er ekki með of- urtölvuna mína, sem þarf til að full- vinna ferlið. En ég er búinn að for- vinna líkanið í fartölvunni minni og þetta lofar góðu,“ segir hann og sýn- ir blaðamanni hvernig módelið leit út þegar búið var að vinna nokkurn hluta þess. „Þrátt fyrir að upplausn- in sé tiltölulega lág sjáum við hvar plankarnir mætast á ytra byrði báts- ins og ýmis önnur einkenni á viðn- um, sprungur og ýmislegt í þeim dúr. Þetta verður enn skýrara þeg- ar ég kemst í ofurtölvu. Ég held þetta muni koma vel út og gefa góða mynd af Sigurfara eins og hann er núna,“ segir Gunnar meðan hann fer umhverfis kútter Sigurfara á lík- aninu í tölvunni, færir sjónarhornið upp á þilfar og fer þaðan undir þilj- ar og ofan í lestina. Hann myndaði kútterinn nefnilega að innan sem utan, hvern krók og kima. Næst varpar hann upp líkani sem hýst er á netinu af báti sem hann mynd- aði áður í Noregi. Gefur það líkan mjög ítarlega og raunverulega mynd af bátnum. Gunnar segir að þannig ætti kútter Sigurfari að birtast þeim sem skoða líkanið af honum í fram- tíðinni. Með því að ljá þeim sem skoðar stjórntæki getur viðkomandi meira að segja skoðað hverja spýtu. „Ef einhver vill þá er hægt að nota svona líkön til að þrívíddarprenta eða smíða mjög nákvæmt módel af bátnum, nú eða endursmíða bátinn,“ segir Gunnar Holmstad að endingu. kgk Útbýr þrívíddarlíkan af Kútter Sigurfara Báturinn skrásettur með myndmælingu Einn af nemendum Gunnars myndar hér tuskudýr í bak og fyrir á nám- skeiðinu. Gunnar Holmstad leiðbeinir nemendum sínum á myndmælingarnámskeiði á Safnasvæðinu í Görðum á Akranesi í síðustu viku. Kútter Sigurfari eins og hann leit út þegar hann var skrásettur með myndmælingu í síðustu viku.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.