Skessuhorn


Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 2018 23 Fyrsti áfangi Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis var tekinn í notkun þann 2. febrúar 1978 og fagnaði því heimilið 40 ára starfsafmæli þann 2. febrúar sl. Mikið var um dýrðir á afmælisdaginn, með- al annars opið hús þar sem fjöldi fólks lagði leið sína á Höfða til að skoða heimilið og þiggja kaffiveit- ingar. Um kvöldið var svo hald- inn hátíðarkvöldverður fyrir íbúa, núverandi starfsmenn, fyrrver- andi starfsmenn og stjórnendur sem látið hafa af störfum sökum aldurs, stjórn Höfða, bæjarstjórn Akraness og sveitarstjórn Hval- fjarðarsveitar. Var sú skemmtun til fyrirmyndar og skemmtu gest- ir sér afar vel og var mikil ánægja hvernig til tókst. Höfði hefur ávallt verið stolt okkar Skagamanna. Heimili 73 manna og vinnustaður 120 starfs- manna í um 75 stöðugildum. Starfsfólk Höfða hefur sinnt starfi sínu af alúð og umhyggju í þessi 40 ár og vil ég nota tækifærið til að þakka þeim sérstaklega fyr- ir framlag þeirra til heimilisins. Mörg fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar í samfélagi okkar sýna starfinu á Höfða mikla vel- vild. Má í því sambandi nefna að heimilinu hafa borist marg- ar höfðinglegar gjafir í gegnum tíðina sem allar eru ómetanlegar. Bæði hefur það verið í formi bún- aðar og peningagjafa. Meðal þess búnaðar sem gefinn hefur verið til Höfða eru hjartalínuritstæki, loft- dýnur, hjól, ferðasúrefnissíu og margt margt fleira. Þessi mikla velvild hefur stuðlað að þvi að Höfði er eitt best útbúna hjúkr- unar- og dvalarheimili landsins og það ber að þakka. Í tilefni tímamótanna ákváðu bæjarstjórn Akraness og sveitar- stjórn Hvalfjarðarsveitar að leggja til fjármagn til nauðsynlegra end- urbóta á annarri hæð í suðurálmu, einum elsta hluta hjúkrunarheim- ilisins, sem er farin að láta veru- lega á sjá. Endurbætur voru gerð- ar á jarðhæð suðurálmu samhliða því að byggt var við Höfða á ár- unum 2011 og 2012. Fyrirhug- að er að sækja um styrk til endur- bótanna í framkvæmdasjóð aldr- aðra. Sjóðnum hefur hins vegar ekki verið skipuð stjórn að lokn- um síðustu alþingiskosningum. Af þeim sökum er formlegur undir- búningur framkvæmda ekki haf- inn en samkvæmt upplýsingum úr velferðarráðuneytinu er unnið öt- ullega að skipun stjórnar. Ég bind því vonir við að hægt verði að hefja mikilvægar endur- bætur sem fyrst svo bæta megi enn frekar aðstöðu íbúa og starfs- fólks. Kristjana Helga Ólafsdóttir Höfundur er formaður stjórnar Höfða og skipar sjötta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórn- arkosninga 2018. Fertugur höfðingi Pennagrein Borgarbyggð er sannkallað mennta- hérað og státar af skólum á öllum skólastigum. Á könnu sveitastjórnar eru leik- og grunnskólar sveitafélags- ins. Skóli án aðgreiningar er við lýði en þrátt fyrir það hefur fjármagn aldrei fylgt verkefninu sem skyldi. Samkvæmt lögum um grunnskóla (Nr. 91/2008, 17. gr) er sveitafélög- um skylt að veita nemendum með sérþarfir og fötlun viðeigandi úrræði og aðstoð í námi. Í öðrum lið þessara laga segir: „Nemendur sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðug- leika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika og/eða fötlunar, sbr. 2. gr. laga um málefni [fatlaðs fólks], 1) nemendur með leshömlun, langveik- ir nemendur og aðrir nemendur með heilsutengdar sérþarfir eiga rétt á sér- stökum stuðningi í námi í samræmi við metnar sérþarfir.“ En hvernig höfum við komið til móts við nemendur okkar? Á síðustu árum hefur margt áunnist. Þjónusta við nemendur og kennara hefur verið styrkt með tilkomu teymis sem kall- ast skólaþjónusta Borgarbyggðar. Þar eiga sæti kennsluráðgjafi, talmeina- fræðingar, sálfræðingur, hjúkrunar- fræðingur og barnageðlæknir. Einnig hafa verið ráðnir inn þroskaþjálfar í skólana sem gegna mikilvægu hlut- verki þar sem þeir geta tekið á öðrum þáttum en kennarar hafa menntun til. Biðlisti eftir þeim greiningum sem sveitafélagið getur sjálft innt af hendi er að verða tæmdur og nú ætti að vera lag að taka næsta skref. Við þurfum að huga líðan barna okkar. Í skýrslu OECD frá síðasta ári kemur fram að bæði dvalartími og fjöldi skóladaga á leikskólum er einna mestur hjá íslenskum börnum í samanburði við önnur lönd innan OECD. Ekki nóg með það heldur erum við einnig með einna flest börn undir þriggja ára aldri í leikskólum. Á þessum árum er heilinn hvað við- kvæmastur og í hvað mestri fram- för, tilfinningalegur þroski, tungu- málið, félagshæfni og taugalífeðlif- ræðilegur þroski er hvað mestur fram á þessum árum. Þá þurfa börn að fá örvun en ekki áreiti og of lítil rými og slæm hljóðvist geta því beinlín- is verið börnum skaðleg. Börn þurfa mikla nánd og þurfa að geta mynd- að sterk tengsl við aðila í kringum sig til að þroskast vel og eðlilega. Mikl- ar mannabreytingar á leikskólum eru því ekki af hinu góða. Leikskólar hér eins og svo víða voru stofnaðir með það í huga að börn væru þar í fjóra til fimm tíma á dag. Þá voru skýr viðmið um bæði fjölda starfsmanna miðað við aldur barna og það pláss sem hvert barn var talið þurfa. Þannig var viðmiðið 7 m2 brúttó á hvert barn samkvæmt lögum um leikskóla nr. 225/1995. Þau lög hafa verið felld úr gildi og opinber- lega var hætt var að miða við fermetra töluna árið 2008 (Lög nr. 90/2008). Ekki hafa komið ný viðmið í staðinn heldur loðin og teygjanleg reglugerð sem segir að öllum eigi að líða vel og að rýmið eigi að vera gott og með góðri hljóðvist. Enn í dag er þó unn- ið með þessa fermetratölu þó að það eigi ekki að vera gert. Hafnafjarðarbær gerði nýlega út- tekt á leikskólum sínum vegna þess hve mikill órói var í fyrstu bekkjum grunnskólanna. Í úttektinni kom í ljós að börn sem höfðu hvað minnst rými í leikskóla og upplifðu þar af leiðandi meiri hávaða og læti allan daginn í skólanum voru mest truflandi inni í skólastofum að leikskóla loknum og leið verr. Það er mín von að við sem sveita- félag og við sem þjóð hættum að horfa á börn sem tölur í Excel skjali. Börn eru ólík og þurfa mismunandi nálgun. Við þurfum að hlusta á fag- fólkið í kringum okkur og við eigum að stíga skref sem önnur sveitafélög hafa ekki þorað að gera. Við þurfum að gera áætlun sem miðar að því að við minnkum álag á umsjónarkenn- ara og aukum undirbúningstíma leik- skólakennara að norrænni fyrirmynd svo að þeir hafi svigrúm til að mæta börnunum okkar á þeim stað sem þau eru. Við þurfum að endurmeta skóla- rýmin út frá þeim tíma sem börn verja í skólum í dag. Við eigum að tryggja börnum með sérþarfir þá aðstoð sem þau þurfa til að blómstra. Við eig- um að fara fram á að ríkið sjái sóma sinn í því að klára innleiðingu stefn- unnar um skóla án aðgreiningar og gera skólum og sveitarfélögum kleift að mæta börnum eins og lög segja til um. Við eigum að nota þá þekkingu sem við höfum til að bæta aðstæður í skólunum þannig að nemendum líði vel og eigi þannig meiri möguleika á að blómstra í skólakerfinu okkar. Borgarbyggð á að þora að vera í far- arbroddi þegar kemur að líðan barna og námsárangri þeirra í skólum. Því ef við gerum leik- og grunnskóla- kennurum okkar það kleift að mæta nemendum bæði með bættri aðstöðu og með betri undirbúningstíma þá mun börnunum líða betur og skila sér út úr skólanum sterkari, glaðari og betur undirbúin fyrir það sem á móti þeim tekur. Halldóra Lóa Þorvalsdóttir Höf. er oddviti VG í Borgarbyggð. Pennagrein Í fararbroddi fyrir börnin okkar Samfylking og óháðir bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningum í Borgarbyggð. Þar er á ferðinni öflugur hópur sem vill leggja sitt að mörkum til að sveitarfélagið geti nýtt þá gríðarmiklu mögu- leika sem blasa við. Bætt þjónustu og búsetuskilyrði. Byggt upp inn- viði og mannauð. Hér eru kynntir til leiks fimm efstu á þeim lista. Magnús Smári Í oddvitasætinu situr Magnús Smári Snorrason 47 ára, sveitar- stjórnarfulltrúi og atvinnulífsteng- ill hjá Virk starfsendurhæfingar- sjóði. Hann er búsettur í Borgar- nesi og er giftur Signýju Óskars- dóttur eiganda Creatrix og gæð- stjóra Háskólans á Bifröst. Þau eiga þrjár dætur. Hann er mennt- aður í Háskólanum á Bifröst og er með BA í alþjóðafræðum og dip- lómu á meistarastigi í forystu og stjórnun. Magnús hefur búið í Borgarbyggð í 14 ár, fyrst á Bif- röst og svo í Borgarnesi frá 2012. Magnús hefur setið í sveitarstjórn fyrir Samfylkinguna á kjörtíma- bilinu sem er að líða og undan- farin rúm tvö ár í meirihlutasam- starfi XS og XD. Magnús hefur gegnt ýmsum störfum fyrir sveit- arfélagið. Setið í byggðarráði, ver- ið formaður fræðslunefndar, set- ið í stjórn SSV, í stjórn Faxaflóa- hafna, auk þess að starfa í ýmsum nefndum og hópum. Nú fer hann fyrir nefnd sem hefur það verkefni að gera stefnu um upplýsingamál og þátttöku íbúa. María Júlía Annað sætið skipar María Júlía Jónsdóttir 39 ára, hársnyrti- meistari. Hún er fædd og uppal- in í Borgarnesi og búsett þar í dag ásamt eiginmanni sínum Jónasi Björgvini Ólafssyni matreiðslu- manni og börnum þeirra sex. Hún er hársnyrtimeistari að mennt og rak hársnyrtistofu í Borgarnesi í rúm 10 ár en lagði skærin á hill- una árið 2016. Hún starfar nú við ferðaþjónustu og í Kaupfélagi Borgfirðinga, auk þess að vera að bæta við sig menntun. Hún tók við sem við sambandsstjóri UMSB í mars síðastliðnum. Hún hefur áður komið að sveitarstjórnarmál- um og skipaði 5. sæti á lista Sam- fylkingarinnar í Borgarbyggð árið 2010 og starfaði í framhaldi af því í nefndum á vegum sveitarfélags- ins. Hún tók sér hlé frá sveitar- stjórnarstörfum að því kjörtíma- bili loknu, en steig inn aftur sl. haust sem nefndarmaður og vara- formaður í Umhverfis-, skipulags og landbúnaðarnefnd. Logi Logi Sigurðsson skipar 3. sæti listans. Hann er 26 ára gamall, fæddur í Reykjavík en hefur búið í Borgarfirði frá því að hann var barn. Hann fluttist í Lundar- reykjadal 2008 og byggði þar fjár- hús ásamt fjölskyldu sinni. Hann er búfræðingur að mennt en stundar nú nám í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Logi starfar bæði sem sauðfjárbóndi og við fósturtalningar í sauðfé víða um land. Sambýliskona Loga er Lára Lárusdóttir nemi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Ís- lands. Eigu þau eina dóttur, hana Eik Logadóttur. Í Steinahlíð búa einnig foreldrar Loga þau Inga Stefánsdóttir og Sigurður Ragn- arsson sálfræðingar. Logi sat í landbúnaðarnefnd Borgarbyggð- ar eftir kosningar 2010. Logi er óháður frambjóðandi. Margrét Margrét Vagnsdóttir skipar 4. sæti listans. Hún er 55 ára göm- ul, fædd og uppalin í Bolungarvík. Hún flutti á Bifröst fyrir 13 árum síðan ásamt fjölskyldu sinni þeg- ar hún hóf laganám við Háskól- ann á Bifröst. Að loknu laganámi starfaði hún hjá sýslumanninum í Búðardal við ýmsa málaflokka. Áður hafði hún starfað m.a. sem aðalbókari hjá fyrirtækinu Securi- tas í Reykjavík, á endurskoðenda- skrifstofum og hjá sýslumanninum á Hólmavík. Hún starfar nú sem sérfræðingur á fjármálasviði Há- skólans á Bifröst. Hún er gift Guð- jóni Fr. Jónssyni húsasmíðameist- ara sem starfar á húsnæðissviði há- skólans og sem húsasmíðakennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Þau eiga eina 17 ára gamla dótt- ur. Margrét hefur ekki áður tek- ið þátt í sveitarstjórnarstörfum en hún hefur lengi verið virk í félags- störfum. Hún hefur m.a. um ára- bil verið félagi í Rauða krossin- um og var m.a. formaður Borgar- fjarðardeildar í tvö ár og hefur átt sæti í landsstjórn Rauða krossins sl. fjögur ár. Þá er hún einnig fé- lagi í Rótarýklúbbi Borgarness og danshópnum Sporinu. Margrét er óháður frambjóðandi. Guðmundur Karl Fimmta sætið skipar Guðmund- ur Karl Sigríðarson 36 ára, fram- kvæmdastjóri Landnámsseturs Ís- lands, búsettur í Borgarnesi. Guð- mundur er fæddur á Fæðingar- heimilinu í Reykjavík. Hann flutt- ist ungur að árum með foreldrum sínum til Kantaraborgar í Eng- landi þar sem þau stunduðu nám. Fimm ára gamall fluttist hann aft- ur til Íslands. Hann hefur eftir þann búið í Reykjavík, Los Ange- les, Mexíkó og ellefu ár í Svíþjóð þar sem hann stundaði nám í al- þjóða stjórnmálahagfræði, mann- fræði þróunarlanda og samskipta- fræðum. Guðmundur byrjaði að vinna hjá Landnámssetrinu árið 2009 og var þá í námi á veturna. Árið 2014 ákvað hann að setjast að í Borgarbyggð og sér svo sannar- lega ekki eftir því. Guðmundur er óháður frambjóðandi. Nú er verið að leggja lokahönd á málefnavinnu framboðsins og eru allir hvattir til að setja sig í sam- band við frambjóðendur og koma á framfæri þeim málum sem þeir telja mikilvæg fyrir samfélagið. -fréttatilkynning Samfylking og óháðir í Borgarbyggð – fólkið í efstu fimm sætunum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.