Skessuhorn


Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 201812 Ársreikningur Snæfellsbæjar fyr- ir árið 2017 var til fyrri umræða í bæjarstjórn miðvikudaginn 11. apríl en verður tekinn til síðari umræða fimmtudaginn 3. maí nk. Rekst- ur Snæfellsbæjar gekk vel á árinu og var rekstrarniðurstaðan tölu- vert betri en áætlun gerði ráð fyr- ir, eða um 262,9 milljónir króna í samanteknum rekstrarreikningi A- og B-hluta en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarnið- urstöðu upp á 31,4 milljónir króna. Útsvar er nánast það sama milli ár- anna 2016 og 2017, eða rúmar 909 milljónir króna. Ástæðu jákvæðr- ar rekstrarniðurstöðu má rekja til mun hærri framlaga til Snæfells- bæjar frá Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyr- ir 392,6 milljónum króna úr sjóðn- um en niðurstaðan varð hins vegar framlög upp á 522,1 milljón króna. Sjálfur rekstur Snæfellsbæjar var nánast á pari við fjárhagsáætlun og athygli vekur að allar stofnanir Snæfellsbæjar skiluðu rekstri á eða undir áætlun. Meðal helstu lykiltalna úr árs- reikningi kemur fram að rekstrar- tekjur sveitarfélagsins á árinu námu um 2.314,2 milljónum króna sam- kvæmt samanteknum rekstrarreikn- ingi fyrir A- og B-hluta en fjár- hagsáætlun gerði ráð fyrir rekstr- artekjum um 2.108,4 milljónum króna. Rekstrartekjur A- hluta námu um 1.876 milljónum en fjár- hagsáætlun gerði ráð fyrir að tekj- urnar yrðu 1.670 milljónir. Rekstr- arniðurstaða A-hluta var jákvæð upp á 137,1 milljón0 en fjárhags- áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri af- komu upp á 47,4 milljónir. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 3.311 millj. króna samkvæmt efnahags- reikningi en þar af nam eigið fé A- hluta 2.550 millj. króna. Laun og launatengd gjöld sveit- arfélagsins námu 1.153,4 milljónum króna en starfsmannafjöldi sveitar- félagsins var 136 stöðugildi í árslok. Veltufé frá rekstri var 237 milljón- ir króna og veltufjárhlutfall er 0,93. Handbært frá rekstri var 245 millj. króna. Heildareignir bæjarsjóðs námu um 3.870 millj. króna og heildar- eignir sveitarfélagsins í samantekn- um ársreikningi um 5.072 millj. króna í árslok 2017. Heildarskuld- ir bæjarsjóðs námu um 1.320 millj- ónum króna og í samanteknum árs- reikningi um 1.761 millj. króna, og hækkuðu þar með milli ára um 112 milljónir. Eigið fé bæjarsjóðs nam um 2.549,8 milljón króna og eigið fé í samanteknum reikningsskilum nam 3.311 milljón í árslok 2017. Eiginfjárhlutfall er 65,89% á á árinu 2017 en var 65,92% árið áður. Snæfellsbær fjárfesti á árinu fyrir 535 milljónir í varanlegum rekstr- arfjármunum og tók ný lán á árinu 2017 upp á 220 milljónir. Greidd voru niður lán að fjárhæð 143,9 milljónir. Álagningarhlutfall útsvars var 14,52%. Álagningahlutfall fast- eignaskatts nam 0,44% á íbúðar- húsnæði og álagningarhlutfall á aðrar fasteignir nam 1,55%. mm Afkoma Snæfellsbæjar mun betri en áætlað hafði verið Sigurður páll Jónsson þingmað- ur Miðflokksins í Norðvesturkjör- dæmi og bæjarfulltrúi í Stykkis- hólmi bar á þingi 9. apríl sl. upp fyrirspurn til heilbrigðisráðherra vegna búsetu eldri borgara í Stykk- ishólmi. Minnti hann á að árið 2012 hafi verið undirrituð viljayf- irlýsing milli þáverandi heilbrigð- isráðherra og forseta bæjarstjórn- ar í Stykkishólmi um sameiningu hjúkrunarrýmis og dvalarheimilis við sjúkrahús Stykkishólms und- ir sama þaki og St. Franciskusspít- alinn. Í umræðum um málið sagði Sigurður páll m.a. að eldri borg- arar í Stykkishólmi búi í 12–14 fm kytrum sem eru á undanþágu, þar er jafnvel músagangur og því ekki fólki bjóðandi. „Gerð var kostnaðaráætlun sem hljóðaði á þeim tíma upp á 1,3 milljarða. Þá var miðað við 35 fm rými sem breyttist seinna í 27 fm. Bréf kom frá fjármálaskrifstofu um að málið yrði tekið út af borð- inu vegna þess að kostnaður væri of mikill miðað við fjölda íbúa og annað slíkt. Á þeim tíma var bágt ástand í ríkiskassanum,“ rifj- aði Sigurður páll upp. Gat hann þess að eftir að ný bæjarstjórn tók við í Stykkishólmi 2014 hafi málið verið endurvakið við ráðu- neytið og farið í endurmat á þess- um rýmum og verkefninu í heild á þeim forsendum að 27 fm her- bergi myndu duga. Því er áætlun um 18 hjúkrunarrými og tvö dval- arrými. „Gerð var önnur kostnað- aráætlun. Hún lækkaði um helm- ing og er um 630–650 milljónir í dag. Málið er á borði heilbrigðis- ráðherra. 100 milljónir voru á fjár- lögum 2016. Þær verða ekki nýtt- ar vegna breyttra laga um opinber fjármál. Ég spyr: Getur ráðherra upplýst hvar þetta mál er statt í dag,“ sagði Sigurður páll. Í svari Svandísar Svavarsdótt- ur heilbrigðisráðherra kom m.a. fram: „Ánægjulegt er frá því að segja að um þetta er búið í nýrri fjármálaáætlun eins og hún er lögð fram fyrir þingið. Ég vænti þess að fjármagnið sem um ræðir sem þarf til að breyta þessum rýmum, þ.e. sjúkrarýmunum, verði til þess að geta síðan ráðist í hjúkrunarrýma- hlutann og að hægt verði að fara í þetta af fullum krafti árið 2020 og svo 2021,“ sagði ráðherra. Hún bætti við: „Það er ánægjulegt að geta svarað með afgerandi hætti svona fyrirspurn, en það vill svo til að þarna var um að ræða mjög vel rökstutt mál sem sýnir bæði hús- inu sóma og sveitarfélaginu, en kemur ekki síður til móts við að- stöðu þeirra sem þurfa á hjúkrun- arrýmum að halda og annarri heil- brigðisþjónustu á svæðinu,“ sagði Svandís. Hún bætti við í síðari hluta svars við fyrirspurn Sigurðar páls: „Samkvæmt mínum skilningi er ekkert því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir síðar á þessu ári eða snemma á því næsta, að því gefnu að Alþingi afgreiði fjármálaáætl- un,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. mm/ Ljósm. sá. Hillir undir að endurbætur hjúkrunar- rýma í Stykkishólmi geti hafist Rekstrarniðurstaða Dalabyggð- ar var jákvæð um sem nemur 61,3 milljónum króna á árinu 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Dalabyggðar. Rekstrartekjur samstæðu A og B hluta voru 895,9 milljónir en rekstrargjöld 796,7 milljónir. Án fjármunatekna og -gjalda var rekstrarniðurstaða já- kvæð um 70,7 milljónir. Fjár- magnsgjöld umfram fjármagns- tekjur námu 9,8 milljónum og nið- urstaðan því jákvæð um 61,3 millj- ónir, sem fyrr segir. Veltufé frá rekstri A og B hluta var 84,4 milljónir og handbært fé 129,1 milljón. Veltufjárhlutfall samstæðunnar var 1,28, eiginfjár- hlutfall 0,56, skuldahlutfallið 59% og skuldaviðmiðið 48%. Fjárfest- ing í varanlegum rekstrarfjárnun- um nam 65,6 milljónum. Eng- in langtímalán voru tekin á árinu 2017. Handbært fé var 93,9 millj- ónir í ársbyrjun 2017 en 141,8 milljónir í árslok. Fastafjármunir A og B hluta voru 751 milljón um áramótin, veltufjár- munir 245,4 milljónir og eignir alls 1.189 milljónir. Langtímaskuldir Dalabyggðar voru 244,6 milljónir og skammtímaskuldir 191,3 milljón- ir. Lífeyrisskuldbindingar námu 90,2 milljónum. Skuldir og skuldbinding- ar nema því samtals 526,2 milljónum króna. Útsvarsprósentan var 14,52%, sem er lögbundið hámark. Álagning- arhlutfall fasteignaskatts nam 0,50% í A flokki sem er lögbundið hámark og 1,32% í B flokki sem er lögbund- ið hlutfall. Í C flokki var álagningar- hlutfallið 1,50%. Lögbundið hámark þess er 1,32% en sveitarstjórnir hafa heimild til að hækka hlutfallið í A og C flokki um allt að fjórðung umfram framangreind mörk. kgk/ Ljósm. úr safni/ sm. Rekstrarniðurstaða Dalabyggðar jákvæð Ársreikningur Borgarbyggðar var samþykktur samhljóða á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar 12. apríl síðastliðinn. „Afkoma sveit- arfélagsins var góð á síðasta ári. Útsvarstekjur hækkuðu milli ára, skuldir voru áfram greiddar niður, skuldahlutfall lækkar og er í 112% fyrir samstæðuna og 72% fyrir A hlutann. Viðmiðunarmörk eftir- litsnefndar sveitarfélaga eru 150%. Veltufé frá rekstri er var 537 m.kr. og greiðsluafgangur (eftir greiðslu afborgana langtímalána og ann- arra skuldbindinga) var 225 m.kr.“ segir í frétt um afkomuna. „Almennt má segja að rekstur og fjárhagsstaða sveitarfélagsins byggi á traustum grunni eftir því sem segja má um rekstur sveit- arfélaga. Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því litið að að það er nauðsynlegt að viðhafa öfl- ugt aðhald í rekstri svetiarfélags- ins framvegis sem fram til þessa. Á þann hátt verður auðveldara að þróa áfram þá góðu þjónustu við íbúana og margvíslega aðstöðu sem er til staðar í sveitarfélaginu á margan hátt,“ segir í frétt Borgar- byggðar. mm Skuldir komnar niður í 112 prósent af veltu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.