Skessuhorn


Skessuhorn - 18.04.2018, Side 31

Skessuhorn - 18.04.2018, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 2018 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skallagrímskonur féllu úr leik í úrslitakeppni Domino‘s deildar kvenna eftir 77-63 tap gegn Hauk- um í Hafnarfirði þriðjudaginn 10. apríl sl. Fyrir leikinn höfðu Hauk- ar sigrað fyrstu tvo leikina, en sigra þurfti þrjá til að komast í úrslitavið- ureignina. Það var því á brattann að sækja fyrir Skallagrím gegn sterku liði deildarmeistara Hauka. Það var þó ljóst strax í upphafi að Skallagrímskonur ætluðu ekki að gefa sig fyrr en í fulla hnefana. Þær byrjuðu af miklum krafti og komust í 4-16 snemma leiks. Þá tók Haukaliðið við sér og minnk- aði muninn í þrjú stig áður en fyrsti leikhluti var úti en áfram höfðu Skallagrímskonur yfirhöndina. Um miðbik annars leikhluta meiddist Gunnhildur Lind Hansdóttir, leik- maður Skallagríms, illa á hné. Varð nokkur töf á leiknum og liðsfélagar hennar slegnir út af laginu. Haukar náðu góðum kafla og komust fimm stigum yfir. En með baráttu og góð- um endaspretti náði Skallagrímur að jafna metin áður en flautað var til hálfleiks, 29-29 og leikurinn í járn- um. Skallagrímur byrjaði betur í síðari hálfleik áður en Haukar komust yfir. Skallagrímur fylgdi liðinu eins og skugginn og aðeins munaði tveim- ur stigum á liðunum fyrir lokafjórð- unginn, 49-47. Það var ekki fyrr en þá að Haukar sýndu mátt sinn og megin og náðu að slíta sig frá Skallagrímsliðinu. Þegar fjórði leik- hluti var hálfnaður höfðu Haukar tíu stiga forskot. Haukar hertu tök sín á leiknum og sigruðu að lokum með 14 stigum, 77-63. Carmen Tyson-Thomas var stigahæst í liði Skallagríms með 20 stig og tók hún tíu fráköst að auki. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 18 stig og tók tíu fráköst en aðrar náðu ekki tveggja stafa tölu á stiga- töflunni. Whitney Michelle Frazier skor- aði 31 stig og tók 14 fráköst í liði Hauka og Helena Sverrisdóttir átti risaleik, skoraði 20 stig, reif niður 19 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði tólf stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoð- sendingar. Þrátt fyrir að hafa fallið út úr úrslitakeppninni gegn sterku liði Hauka mega Skallagrímskonur vel við una. Um áramót blés ekki byr- lega fyrir liðinu í deildinni og fátt sem benti til þess að þær kæmust yfirhöfuð í úrslitakeppnina. En eftir þjálfaraskipti í janúar batnaði gengi liðsins mikið og með góðum enda- spretti tókst Skallagrími að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, eitthvað sem fáir reiknuðu með þegar nýtt ár gekk í garð. kgk/ Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. Skallagrímskonur komnar í sumarfrí Þessar fjórar hnátur á Akranesi héldu nýverið tombólu. Söfnuðu þær 5.029 krónum sem þær færðu Rauða krossi Íslands til góðra verka. Stúlkurnar eru f.v. Sigurveig Sara, Eva Hrönn, Stefanía Rakel og Hugrún Ingibjörg. mm Héldu tom- bólu fyrir RKÍ Akstursíþróttasamband Íslands (AKÍS) hefur gengið frá samning- um við Alþjóða aksturssambandið (FIA) þess efnis að ein umferð í al- þjóðlegu meistaramóti rafbíla FIA í nákvæmnisakstri, oft kallað eRally (FIA Electric and New Energy Championship), verði haldið á Ís- landi í september á þessu ári. ,,Það kom okkur skemmtilega á óvart hve mikill áhugi reyndist vera á því hjá FIA að Ísland héldi eina um- ferð í meistaramóti rafbíla. Þeg- ar samkomulag var loks í höfn var það okkur sannarlega mikil gleði, enda notkun rafbíla, orkuskipti í samgöngum og þær hliðarverkan- ir sem það kann að leiða af sér of- arlega á baugi á Íslandi um þessar mundir og raunar í heiminum öll- um,” segir Tryggvi M Þórðarson formaður AKÍS. Þessi rallykeppni er ekki eins og þær sem Íslendingar hafa vanist. eRally byggir á nákvæmnisakstri fyrirfram ákveðna leið, ávallt inn- an hámarkshraða á óbreyttum bif- reiðum. Á leiðinni eru mælistaðir þar sem bíllinn þarf að vera stadd- ur á nákvæmlega réttri sekúndu annars missa keppendur stig. Sam- hliða keppninni stendur til að halda ráðstefnu um hvert stefnir í orku- skiptum í samgöngum hérlendis, hver eru hagræn áhrif þeirra skipta á breiðum grunni, hver eru um- hverfisáhrifin bæði jákvæð og nei- kvæð. mm Alþjóðlegt meistaramót rafbíla haldið á Íslandi Marella Steinsdóttir tók við for- mennsku í Íþróttabandalagi Akra- ness á 74. ársþingi ÍA sem fram fór síðastliðið fimmtudagskvöld. Tekur hún við embættinu af Helgu Sjöfn Jóhannesdóttur, sem var fyrsta konan til að gegna formennsku í ÍA. Hún gaf ekki kost á sér til end- urkjörs. Framkvæmdastjórn ÍA tekur töluverðum breytingum frá fyrra ári. Hörður Helgason tekur við embætti varaformanns í stað Sig- urðar Arnar Sigurðssonar, sem gaf ekki kost á sér að þessu sinni. Stjórnin er auk þeirra Marellu og Harðar skipuð Dýrfinnu Torfa- dóttur og Tjörva Guðjónssyni, sem bæði eru nýliðar í stjórn og Svövu Huld Þórðardóttur. Varamenn eru Ragnhildur Inga Aðalsteinsdóttir og pálmi Haraldsson. Í ársskýrslu ÍA er greint frá því að rekstur bandalagsins hafi verið jákvæður um sem nemur 800 þús- und krónum árið 2017. Rekstrar- og fjármunatekjur námu rúmum 35,7 milljónum króna á árinu 2017 og rekstrargjöldin nær 35 milljón- um. Framlög til aðildarfélaga voru tæpar 11 milljónir króna en helstu tekjuliðir voru rekstur þrekaðstöðu og útleiga. Stendur það undir ríf- lega helmingi af tekjum félagsins. Tekjur af lottói og getraunum, sem og styrkur frá Akraneskaupstað, eru rekstrinum einnig mikilvægar, eins og segir í skýrslunni. Í árslok 2017 var eigið fé ÍA tæp- lega 70 milljónir króna. Stærstu liðirnir eru peningalegar eignir og hlutur bandalagsins í íþróttamið- stöðinni að Jaðarsbökkum. kgk Marella Steinsdóttir nýr formaður ÍA Marella Steinsdóttir. Ljósm. úr safni. Síðastliðinn föstudag skrifuðu fjórar ungar og efnilegar knattspyrnukon- ur undir samning við knattspyrnu- félag ÍA. Þetta eru þær María Björk Ómarsdóttir, Sigrún Eva Sigurðar- dóttir, Erla Karitas Jóhannesdótt- ir og Róberta Lilja Ísólfsdóttir. Þær eru fæddar árin 2001 og 2002 og hafa allar spilað mikilvægt hlutverk í hópi meistaraflokks á undirbúnings- tímabilinu í vetur. Auk þess komu þær Sigrún og Erla Karitas við sögu í allnokkrum leikjum með liði ÍA í 1. deild kvenna síðastliðið sumar. Allar skrifuðu knattspyrnukonurn- ar ungu undir tveggja ára samning við félagið. kgk Efnilegar knattspyrnu- konur semja við ÍA Frá undirritun samninganna. Sitjandi f.v. eru María Björk Ómarsdóttir, Sigrún Eva Sigurðardóttir, Erla Karitas Jóhannesdóttir og Róberta Lilja Ísólfsdóttir. Fyrir aftan standa Hulda Birna Baldursdóttir, framkvæmdastjóri KFÍA, Helena Ólafs- dóttir, þjálfari meistaraflokks kvenna og Magnús Guðmundsson, formaður KFÍA. Ljósm. KFÍA. Skagamaðurinn Andri Adolp- hsson mun leika með ÍA í Inkasso deildinni í knattspyrnu á komandi sumri. Andri er uppalinn hjá ÍA og lék með liði Skagamanna til ársins 2015. Síðan þá hefur hann leikið með Val og varð Íslandsmeistari með liðinu síðasta sumar þar sem hann kom við sögu í 16 leikjum í deild og bikar. Andri er enn samn- ingsbundinn liði Valsmanna og mun leika með ÍA á lánssamningi á komandi keppnistímabili. kgk Andri Adolphsson að láni til ÍA Andri Adolphsson mun klæðast gulu treyjunni á ný í sumar.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.