Skessuhorn


Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 201810 Síðastliðinn föstudag unnu starfs- menn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða við að loka gamalli borholu í Reykholti í Borgarfirði. Hola þessi var boruð 1974 og var vatn úr henni notað til upphitunar húsa á staðnum, allt þar til á síðasta ári að boruð var önnur hola með góð- um árangri og vatn úr henni virkj- að í fyrrahaust. „Nýja borholan skilaði okkur góðu vatni en mjög heitu. Hún er 306 metra djúp, en vatnsæðin í henni er á 247 metra dýpi og hitinn á botni hennar 127 gráður, en inni í dæluskúr er það 122 gráður. Við hins vegar dæl- um ekki svo heitu vatni upp í hús- in, heldur erum með lokað hita- veitukerfi. Nýtum bakstreymis- vatnið sem kemur frá húsunum um 30-40 gráðu heitt, blöndum því við heita vatnið og dælum svo um 70 gráðu heitu vatni upp í húsin að nýju,“ segir séra Geir Waage sókn- arprestur í Reykholti. Það er Reyk- holtsstaður ehf. sem stendur fyrir þessari framkvæmd og rekur hita- veituna á staðnum og auk þess er vatni dælt þaðan til nokkurra nær- liggjandi bæja í dalnum. Gamla borholan í Reykholti var gölluð að því leyti að þegar hún var boruð á sinni tíð var ekki sett fóðr- ing niður á fasta klöpp. Fóðrað var niður í 18 metra en klöppin er hins vegar á 25 metra dýpi. Af þeim sök- um hefur heitt vatn náð að þrýstast út í setlögin um lausa fóðringu á þeim átta metrum sem munaði og hafa heitir hverir og uppsprettur verið að koma upp víða í landinu í kring, meðal annars í Snorragarð- inum með tilheyrandi slysahættu. Að sögn Geirs var Snorragarðurinn orðinn svo heitur að þar festi ekki snjó í vetur. Mikill vatnsagi og hiti hefur reyndar verið til vandræða í Snorragarðinum allt frá upphafi skólahalds við héraðsskólann. Gamla borholan í Reykholti var enn virk eftir að sú nýja var tekin í notkun. Til að loka fyrir hana var byrjað á að dæla köldu vatni niður til kælingar, en eftir það voru sett- ir fimm rúmmetrar af möl niður í holuna og að endingu steypa þeg- ar sýnt þótti að aðgerðin myndi heppnast. Nú binda menn von- ir við að heitt vatn hætti að flæða óhindrað um borholuna út í jarð- lögin og þaðan upp á yfirborðið á ýmsum stöðum í nágrenninu. „Það má segja að við búum við lúxus- vandamál hér í Reykholti. Meðan margir leita logandi ljósi að heitu vatni til upphitunar og brúdrýg- inda höfum við hér yfrið nóg af því og vel heitu að auki. Vandamálið hér felst einkum í að mikið af vatni virðist vera að renna milli setlaga á um 30 metra dýpi. Það kemur sér svo upp á yfirborðið þar sem það finnur sér leið,“ segir Geir að end- ingu. mm Gömlu borholunni í Reykholti lokað Til að vinna verkið var notað sérsmíðað síló sem skrúfað var fast á borholuna. Fyrst var köldu vatni dælt niður, þá hellt möl og að endingu sementi til að búa til varanlegan tappa. Sílóið smíðaði Snorri Kristleifsson á Sturlu-Reykjum. Hér er verið að láta möl renna niður í holuna.Séra Geir Waage ásamt Johnny Símonarsyni verkstjóra hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. Á nokkrum stöðum í Snorragarði hefur komið upp heitt vatn með tilheyrandi slysahættu. Hér standa þeir Björn Húnbogi Sveinsson og Snorri Kristleifsson við hundapyttinn svokallaða vestan við Akur, uppsprettu sem frussaði á föstudaginn vatni. Í kjölfar þess að steypt var í holuna síðar um daginn leggur nú einungis gufustrók upp um augað. Stjórn Veiðifélags Andakílsár í Borgarfirði hefur ákveðið að engin laxveiði verði í ánni í sumar. Þetta var ákveðið að höfðu samráði við fiskifræðing og með tilliti til að- stæðna í ánni. „Við höfum ákveð- ið að láta náttúruna njóta vafans. Við vitum ekki hvernig seiðum sem nú eru í sjó mun reiða af og telj- um skynsamlegast í ljósi stöðunnar að heimila enga laxveiði í sumar,“ segir Ragnhildur Helga Jónsdótt- ir í Ausu og stjórnarmaður í veiði- félaginu í samtali við Skessuhorn. Eins og margir vita varð umhverf- isslys í ánni í fyrravor þegar þús- undum rúmmetra af aur var hleypt niður í ána úr inntakslóni ofan við Andakílsárvirkjun. Allir veiðistaðir ofantil í ánni fylltust af leir og ár- botninn allur og bakkar hans allt út í Borgarfjörð voru þaktir af líf- vana leirnum. Nokkur ár mun taka að meta tjón sem þetta olli á lífríki árinnar, orðspor og sölu veiðileyfa til lengri tíma. Orka Náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, á og rekur Andakílsárvirkjun. Fyrir- tækið hefur viðurkennt ábyrgð sína í málinu. Veiði í klak gekk vel Vel gekk að ná hrygnum úr ánni í klak síðasta haust og því er útlit fyr- ir að takast muni að viðhalda hin- um náttúrulega stofni Andakílsár. Hrygnur voru kreistar og seiði eru nú í uppeldi á fiskeldisstöðinni á Húsafelli og bíða sleppingar sumar- ið 2019. „Það fengust 40-50 hrygn- ur í klak í fyrrahaust og úr þeim fást seiði sem fara í sjó 2019 og skila sér vonandi í ána sumarið 2020. Við munum væntanlega taka klakfisk aftur í haust og leggjum alla áherslu á að viðhalda þeim góða laxastofni sem hér hefur verið í áratugi. Veiði- réttareigendur eru einhuga um að farið verði varlega í þessu máli og að náttúran verði látin njóta vafans. Því verður engin laxveiði í sumar og við munum leita ráðgjafar fær- ustu sérfræðinga hjá Hafrannsókna- stofnun áður en hún verður leyfð að nýju,“ segir Ragnhildur. Áhrifa gætti um alla á Í fyrrasumar fór fram mikið hreinsun- arstarf í Andakílsá og er því ekki lok- ið. „Eftir er að hreinsa meira af leir og setlögum úr ánni og verður von- andi byrjað á því verki á næstu dög- um,“ segir Ragnhildur. Aðspurð seg- ir hún að ekki sé byrjað að meta það tjón sem umhverfisslys þetta olli. „Við erum ekki farin að ræða slíkt ennþá. Orka Náttúrunnar er fús til að bæta það tjón sem hægt er að bæta og hef- ur viðurkennt bótaskyldu sína í mál- inu. Því erum við í veiðifélaginu ró- leg hvað það snertir. Tjón sem þetta verður hins vegar ekki metið að fullu fyrr en að einhverjum árum liðnum. Við eigum eftir að sjá hvort þetta mun hafa áhrif á stofn fiska og almennt á lífríkið í ánni. Það er ljóst að gríðar- legur aurburður var í alla veiðistaði, um bakka árinnar, út í ós og jafnvel út í Borgarfjörð. Þá vitum við heldur ekki hvort þetta mun hafa áhrif á orð- spor árinnar og sölu veiðileyfa þegar fram í sækir. Ennþá erum við að vinna í því sem kalla mætti rústabjörgun og það gætu hæglega liðið fimm til tíu ár þar til hægt verður að meta það tjón sem varð. En það er allavega veru- legt,“ segir Ragnhildur. Case Study Sjálf er Ragnhildur Helga mennt- uð í umhverfisfræði og kennir m.a. við LbhÍ á Hvanneyri. Það liggur því nærri að spyrja hana hvort það sé ekki heppileg menntun fyrir stjórn- armann í veiðifélagi þegar svona lag- að hendir? „Ekki get ég mælt með að þurfa að lenda í svona löguðu. Hins vegar er þetta líkt og við köll- um gjarnan „Case Study“ í nám- inu, mikil fræðsla um lífríkið og af- leiðingar þess þegar umhverfisslys af þessu tagi verða. Vissulega hjálpar menntunin mér og það er betra en ekki að hafa slíka menntun, en hér starfa allir sem einn við að gera það besta úr slæmu máli,“ segir Ragn- hildur Helga að endingu. mm Mörg ár mun taka að meta tjónið á lífríki Andakílsár Engin laxveiði verður í ánni í sumar Hér eru sérfræðingar að störfum við ána í fyrrasumar og reyna að meta seiðabúskap árinnar. Vikuna eftir umhverfisslysið var veiðistaður fjögur þannig útlítandi, en fram að því hafði þetta verið fengsælasti veiðistaður árinnar. Allt var fullt af aur og hægt að ganga þurrum fótum eftir miðri ánni. Ragnhildur Helga Jónsdóttir um- hverfisfræðingur og stjórnarmaður í Veiðifélagi Andakílsár.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.