Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 201822
Í sumarbyrjun, þriðjudaginn 24.
apríl næstkomandi, flytur Helgi
Bjarnason blaðamaður fyrirlestur í
Bókhlöðu Snorrastofu um íþrótta-
mótin, sem haldin voru á Hvít-
árbakka og Ferjukotsbökkum og
sundkeppni sem fram fór um ára-
bil í Hvítá og Norðurá. Segir þar
af blöndu skemmtunar og menn-
ingar, sem héraðsmenn stóðu fyr-
ir og nefnir Helgi undirheiti fyrir-
lestursins, „héraðsfólk sameinast í
skemmtun, menningu og íþróttum“.
Íþróttakeppni þessi átti sér nokkra
sérstöðu á landsvísu og þá verð-
ur einnig sagt frá nokkrum íþrótta-
mönnum héraðsins.
Helgi Bjarnason er 64 ára að aldri,
frá Laugalandi í Stafholtstungum.
Hann stundaði íþróttir og var í for-
ystu ungmennafélagsstarfs í Staf-
holtstungum, Borgarnesi og Ung-
mennasambandi Borgarfjarðar á sín-
um betri árum. Hann hefur starfað
lengi sem blaðamaður við Morgun-
blaðið. Helgi hefur skrifað greinar
um sögu íþróttamóta Borgarfjarðar
fyrir Borgfirðingabók. Fyrri hlut-
inn birtist í bókinni 2016 og seinni
hlutinni í bókinni sem væntanleg er
á næstunni.
Fyrirlesturinn hefst að venju kl.
20:30 þar sem boðið er til kaffiveit-
inga og umræðna. Aðgangseyrir er
kr. 500 og Snorrastofa tekur fagn-
andi á móti heimamanni, sem hef-
ur lagt sig eftir að rannsaka og skrá
þennan merkilega þátt í sögu Borg-
arfjarðarhéraðs. -fréttatilkynning
Fyrirlestur um íþróttamót
Borgfirðinga á bökkum Hvítár
Vesturlandssýning verður hald-
in föstudaginn 20. apríl klukkan
20:00 í Reiðhöllinni Faxaborg í
Borgarnesi. Ræktunarbú af svæð-
inu koma fram og börn og ung-
lingar sýna hesta sína. „Nokkr-
ir glæsilegir stóðhestar af Vestur-
landi munu mæta á svæðið. Grín-
atriði og fleira óvænt verður í boði.
Veitt verða peningaverðlaun í boði
Borgarverks og Límtré-Vírnets,
kr. 100.000 fyrir þann hest sem fer
hraðast í gegnum höllina á skeiði.
Skráning skeiðhesta er hjá Heiðu
Dís Fjeldsted í síma 862-8932.
Forsala aðgöngumiða hófst mánu-
daginn 16. apríl í Líflandi Borgar-
nesi. Miðaverð er 2500 kr,“ segir í
tilkynningu.
mm
Vesturlandssýning í
Faxaborg á föstudaginn
Eins og glöggir bæjarbúar í Stykk-
ishólmi hafa tekið eftir hafa að und-
anförnu staðið yfir framkvæmd-
ir við Aðalgötu 20. Ný hurð og
gluggar, skjólveggur og stétt fagna
sumri með þeim sem um götuna
fara. Við Aðalgötu 20 er til húsa
Leir 7 og Smávinir. Leir 7 leggur
áherslu á nýtingu á leir úr Fagra-
dal. Sigríður Erla Guðmundsdóttir
vinnur úr leirnum ýmsa muni sem
henta mat og drykk. Lára Gunnars-
dóttir á og rekur Smávini og vinnur
með íslenskt birki. Fuglar og aðrir
smávinir eru hennar viðfangsefni.
Í tilefni sumarkomunnar ætla
Leir 7 og Smávinir að sýna Villi-
blómavasa sem unnir eru leir og
tré. Stykkishólmur Slowly mun
einnig opna þennan gleðiríka dag
í nýjum húsakynnum að Aðalgötu
20. Þar munu Theodóra Matthías-
dóttir og María Jónasdóttir reka
lítið kaffihús og litla ferðaþjónustu
sem ber þetta nafn.
Á sumardaginn fyrsta verður
opið frá kl. 14 - 17 og eru allir vel-
komnir. mm
Sumardagur-
inn fyrsti á
Aðalgötu 20
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissátta-
semjari efnir til þriggja daga náms-
stefnu um samningagerð fyrir ís-
lenskt samninganefndafólk dagana
2.- 4. maí á Bifröst í Borgarfirði.
Þetta er í fyrsta skipti sem embættið
gengst fyrir slíkri námstefnu í þess-
ari mynd en hún verður endurtekin í
byrjun október. Námsstefnan er hluti
af umbótaverkefni á vegum embætt-
isins og miðar að því bæta verklag
við kjarasamningagerð með því að
efla færni samninganefndafólks, auka
fagmennsku við samningaborðið og
stuðla að órofa samningaferli.
Alls eru um 300 manns frá stétt-
arfélögum og launagreiðendum
sem koma að hverri kjarasamninga-
lotu hér á landi. Þetta er fólk með
ólíka reynslu og bakgrunn og samn-
inganefndirnar eru einnig ólíkar
að stærð og eru í forsvari fyrir mis-
stóra hópa. Alþjóðavinnumálastofn-
unin (ILO) hefur mælt með því að
samningsaðilar hafi aðgang að sam-
eiginlegri fræðslu um samningagerð
og með námsstefnu ríkissáttasemjara
er brugðist við því og þannig stuðl-
að að vandaðri vinnu við samninga-
gerðina.
Á námstefnunni mun gefast ein-
stakt tækifæri til að læra nýjustu að-
ferðir, deila reynslu og efla mark-
sækni og fagmennsku við samninga-
borðið með það að markmiði að
bæta vinnubrögðin við kjarasamn-
ingagerðina. Meðal annars verður
fjallað um leikreglur á vinnumarkaði,
kröfugerð, góða samningahætti og
teymisvinnu auk þess sem farið verð-
ur yfir ábyrgð samningarmanna og
mikilvægi góðra og yfirvegaðra sam-
skipta í samningaferlinu.
Tímasetning námstefnunnar er
meðal annars valin með hliðsjón af
því að 80 kjarasamningar renna út í
desember n.k. og 149 til viðbótar í
mars 2019. Stefnt er að því að náms-
stefna í samningagerð verði reglu-
lega í boði á vegum embættis ríkis-
sáttasemjara enda er yfirleitt mik-
il endurnýjun í samninganefndum
samningsaðila.
Skráning á námsstefnuna stendur
nú yfir á vef ríkissáttasemjara og má
þar nálgast dagskrá námstefnunnar.
mm
Námskeið til að auka færni í kjarasamningagerð
Krakkarnir á Drekadeild leikskól-
ans Sólvalla í Grundarfirði kíktu í
vinnustaðaheimsókn í sjúkrabíla-
skýli HVE í Grundarfirði á dögun-
um. Það var margt forvitnilegt sem
hægt var að skoða og voru sjúkra-
flutningamennirnir önnum kafn-
ir við að svara fyrirspurnum fróð-
leiksfúsra gesta þegar bíllinn var
skoðaður hátt og lágt. Gestirnir
voru svo leystir út með ávaxtadrykk
og snúði áður en þeir héldu glað-
beittir aftur yfir á leikskólann.
tfk
Sjúkrabíllinn
heimsóttur