Skessuhorn


Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 2018 25 Kæru Skagamenn! Um leið og ég óska ykkur gleðilegs sumars þá langar mig að þakka fyrir veturinn sem er að líða. Kosningar til Alþingis fóru fram í upphafi vetrar. Ég gaf ekki kost á mér til áframhaldandi þingstarfa. Ein aðal ástæðan fyrir því er sú að mig langar að nýta krafta mína og þekkingu í stjórnmálum hér heima á Skaganum. Þess vegna gef ég kost á mér til starfa í bæjarstjórn Akra- ness og skipa nú fyrsta sæti á lista Framsóknar og frjálsra fyrir kom- andi kosningar. Mér finnst ég ein- staklega heppin að fá það traust að leiða lista sem skipaður er öflugu og jákvæðu fólki, sem er svo sann- arlega tilbúið til að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið okkar. Á tímamótum sem þessum er til- valið að líta aðeins um öxl og fara yfir nokkur mál sem ég vann að á Alþingi. Hér má nefna tillögu um skattaafslátt vegna kostnaðar við ferðir til og frá vinnu, tillögu um Vesturlandsveg, tillögu um eflingu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og tillögu um heilbrigðisáætlun. Allar þessar tillögur eru settar fram með hagsmuni landsbyggðarinnar í huga og þar með Skagamanna. Skattaafsláttur vegna kostnaðar við ferðir til og frá vinnu Þessi tillaga fjallaði um að fela fjár- málaráðherra að gera breytingu á lögum um tekjuskatt. Sú breyting átti að heimila ráðherra að útfæra og setja reglur þannig að þeir sem borga skatta hér á landi og greiða háan kostnað vegna ferða til og frá vinnu, fái afslátt af tekjuskatti. Samkvæmt tillögunni var afsláttur- inn veittur óháð ferðamáta innan tiltekinna og skilgreindra atvinnu- svæða. Í greinargerð með tillög- unni kom fram að síðustu ár hafa þéttbýliskjarnar stækkað og auk þess hafa samgöngur víða batnað. Samhliða því hafa miklar breyt- ingar orðið á þróun byggða- og at- vinnusvæða. Margir sækja nú störf í nágrannabæjum þannig að skil- greindar hugmyndir um atvinnu- svæði hafa verið að breytast. Þessi þróun hefur leitt af sér sífellt stækk- andi atvinnusvæði og lengri ferðir vegna vinnu. Tillagan hefur núna komið fram í byggðaáætlun sam- göngu– og sveitastjórnarráðherra og stefnt er að því að afgreiða þá áætlun fyrir sumarhlé þingsins. Vesturlandsvegur Markmið þessarar tillögu var að fela samgönguráðherra að hefja viðræður við Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, sveitarfélög á Vestur- landi, Vegagerðina, Samgöngur- áð og aðra hlutaðeigandi aðila um nauðsynlegar vegabætur á Vestur- landsvegi. Þessar viðræður áttu að fela í sér sameiginlegt átak og áætl- unargerð varðandi framkvæmdir á Vesturlandsvegi um Kjalarnes, um fyrirhugaða Sundabraut og hvernig bregðast ætti við vaxandi umferð í Hvalfjarðargöngunum. Í framhaldi af viðræðum aðila skyldi leggja fram tímasetta áætlun um framkvæmd- ir og fjármögnun þessara verk- efna. Tillagan var lögð fram árið 2015 en síðan þá hafa m.a. sveitar- félög á Vesturlandi sameinast um Samgönguáætlun Vesturlands fyr- ir árin 2017 – 2029. Sú vinna er til fyrirmyndar og þar er vegur- inn um Kjalarnes settur í forgang. Þess vegna var ánægjulegt að heyra staðfestu núverandi samgönguráð- herra, í útvarpinu á dögunum, um að vegurinn um Kjalarnes væri eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinn- ar í samgöngumálum. Efling Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands Markmið tillögunnar var að styrkja innviði, efla starfsemi og standa vörð um starfsemi Heilbrigð- isstofnunar Vesturlands og að minnka álag á LSH. Samkvæmt tillögunni var heilbrigðisráðherra falið að stofna starfshóp sem átti að greina starfsemi stofnunarinn- ar og skila hugmyndum og tillög- um um með hvaða hætti væri hægt að efla starfsemina og auka fjárveit- ingar til stofnunarinnar. Í tillög- unni var jafnframt lagt til að færa aðgerðir sem ekki þarfnast bráða- þjónustu til heilbrigðisstofnunar- innar á Akranesi. Auk þessa var lagt til að Heilbrigðisstofnun Vestur- lands yrði gerð að varasjúkrahúsi fyrir LSH. Flutningsmenn tillög- unar töldu mikilvægt að horft yrði til þessa þátta því stofnunin er mik- ilvæg, m.a. fyrir samfélag okkar Skagamanna. Árið 2016 fór þáverandi ríkis- stjórn í átak til að stytta bið eftir völdum aðgerðum. Heilbrigðis- stofnun Vesturlands annaðist lið- skiptaaðgerðir í þessu átaki. Það gekk vel og árið eftir var átakið framlengt. Einnig fékk gamla E deild Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands nýtt hlutverk þegar biðdeild með 15 rúmum opnaði á Akranesi vorið 2017. Heilbrigðisáætlun Tillagan mín um heilbrigðisáætlun var forgangsmál þingflokks Fram- sóknarmanna á kjörtímabilinu 2016 – 2017. Hún hafði það markmið að fela heilbrigðisráðherra að hefja vinnu við heilbrigðisáætlun fyrir Ís- land. Samkvæmt tillögunni átti áætl- unin að vera unnin í samráði við fag- fólk í heilbrigðisstéttum. Við gerð áætlunarinnar ætti m.a. að horfa til landfræðilegra þátta eins og sam- gangna og fjarlægða milli byggðar- laga, til íbúaþróunar á starfssvæðum heilbrigðisstofnana, aldurssamsetn- ingar íbúa, staðsetningar sjúkrabif- reiða, aðgangs að sjúkraflugi, fjölda ferðamannastaða og sumarhúsa- byggða, svo eitthvað sé nefnt. Einn- ig átti að horfa til þess hvort sóknar- færi séu í því að nýta auð sjúkrarými á heilbrigðisstofnunum á landsbyggð- inni og létta þar með álagi af Land- spítala. Tillagan var samþykkt á Al- þingi og vinna komin á fullt innan heilbrigðisráðuneytisins þegar rík- isstjórnin sprakk í september 2017. Það var ánægjulegt að sjá áhærslu- þætti tillögunnar birtast í stjórnar- sáttmála núverandi ríkisstjórnar. Dropinn holar steininn Auk þessa lagði ég m.a. fram tillögur um endurskoðun á skilyrðum gjaf- sóknar, tillögu um húsnæðissparnað, tillögu um að taka húsnæðislið út úr vísitölu, tillögu um gjafabréf og inn- eignanótur og tillögu um ný neyslu- viðmið fyrir íslensk heimili. Mikilvægt er fyrir þingmenn hverju sinni að vera vakandi um málefni sam- félagsins og vekja athygli á þeim innan þingsins. Stundum tekur það nokkrar umferðir að koma málum í farveg en dropinn holar steininn. Á þessu þingi sé ég þingmálin mín vakna hvert á eftir öðru. Sem dæmi má nefna tillöguna um húsnæðislið vísitölunnar. Ný áskorun Það er ný en góð áskorun að leiða lista Framsóknar og frjálsra hér á Akranesi. Hér vil ég búa og ég vill leggja mitt að mörkum til að gera gott samfélag enn betra. Við í Framsókn og frjálsum erum tilbúin til þeirra verka. Þessa dagana erum við með opna málefnafundi þar sem farið er ofan í öll helstu málefni bæjarins. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að mæta og koma sinni skoðun á framfæri. Út frá þessum fundum vinnum við stefnuskrá okkar. Við höfum fengið ábend- ingar um nauðsynlegar umbætur í dagvistunarmálum, menntamál- um, ábendingar um það sem betur má fara í íþrótta– og æskulýðsmál- um og velferðarmálum. Átt virki- lega góðar umræður um skipulags– og umhverfismál og þegar þessi grein er skrifuð þá eigum við eftir að funda um atvinnu– og ferðamál og menningar– og safnamál. Það er alveg á hreinu að Skaginn okkar á sóknarfæri á hinum ýmsu sviðum og þau ætlum við að nýta. Elsa Lára Arnardóttir Höf. er oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi. Litið um öxl Pennagrein Áður: Húsið var byggt sem verslunar- og vörugeymsluhús í Flatey og í því rak Björn Sigurðsson verslun ásamt dönskum kaupsýslumönnum. Síðar tók Guðmundur Bergsteinsson í Ásgarði við húsinu og rak þar verslun uns Kaupfélag Flateyjar eignaðist húsið. Upphaflega var húsið kallað Sölubúðin en Kaupfélagið á meðan Kaupfélag Flateyjar rak verslun í húsinu um áratuga skeið fram til um 1958. Nú: Guðmundur Páll Ólafsson heitinn, náttúrufræðingur eignaðist húsið 1973 og er það nú í eigu Ingunnar Jakobsdóttur, eftirlifandi eiginkonu hans. Áður: Sláturhús Sláturfélags Suðurlands – SS við Laxárbrú frá 1953. Nú: Veitinga- og gististaðurinn Hótel Laxárbakki í Leirársveit. Áður: Narfeyrarhús í eigu Kf. Stykkishólms – afgreiðsla flóabátsins Baldurs, veitingaaðstaða og sjoppa. Nú: Narfeyrarstofa – veitingahús við Aðalgötu 3 í Stykkishólmsbæ. Áður: Verslunar- og skrifstofuhús Kf. Suður-Borgfirðinga frá 1936. Nú: Veitingastaðurinn Gamla kaup- félagið við Kirkjubraut 11 á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.