Skessuhorn


Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 201826 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Á framhaldsaðalfundi hestamanna- félaga í Borgarfirði sem haldinn var í Borgarnesi þriðjudaginn 16. janú- ar 2018 var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða og send sveit- arstjórn Borgarbyggðar: „Aðalfundur nýstofnaðs hesta- mannafélags Borgarfjarðar og Mýrasýslu leggst gegn fyrirhuguðu skotæfingasvæði í landi Hamars og óskar eftir að önnur staðsetning verði valin fyrir skotæfingasvæði.“ Við hestamenn bendum m.a. á að á þessu svæði er svokölluð þjóð- leið hestamanna. Hún liggur með- fram þessu svæði eiginlega á alla vegu. Þá er verið að tala um leið sem tengir Vestuland -uppsveitir við Snæfellsnes. Útilokað er að fara á hestbaki þessa leið öðruvísi en þvera þar sem skotæfingasvæðið á að liggja. Á hverju ári fer þarna um fjöldi fólks og hestar. Margir hafa atvinnu af því að fara hestaferð- ir með óvana einstaklinga á hest- baki og nota þessa leið. Ömurlegt er til þess að hugsa að öryggi okkar hestamanna sé svo stórlega stefnt í voða. Þessi ákvörðun sveitarstjórn- ar skapar okkur hestamönnum van- líðan, óöryggi og vonleysi þar sem ekki er hlustað á okkar sjónarmið og við ekki höfð með í ráðum. Fjöldi hestamanna eiga fasteignir og hafa lagt í kostnað vegna girð- inga fyrir hesta sína. Þeir borga á hverju ári umtalsverðar fjárhæðir vegna fasteignagjalda. Fasteigna- gjöld í Borgarbyggð eru nefnilega ekki þau lægstu á landinu! Og nú á að stórauka hættu á að þeir slasist við að stunda hestamennsku sína. Hestur sem fælist vegna skothvells er lífshættulegur! Mikil andstað við staðsetningunni Áður höfðu Skógræktarfélag Borg- arfjarðar, umsjónarnefnd Einkunna, ábúendur í Lækjarkoti og 134 íbúar mótmælt þessum gjörningi. Þrátt fyrir þessa miklu andstöðu þá sam- þykkti sveitarstjórn Borgarbyggðar á fundi sínum 27. mars breytingu á aðalskipulagi sem felst í að heim- ilt verði að gera ráð fyrir skotæf- ingasvæði í landi Hamars ofan við Borgarnes! Ekki var tekið tillit til þeirra athugsemda sem komu fram né verið boðað til samráðs, þrátt fyrir fögur orð þar um í fréttatíma RÚV. Þetta mál er búið að vera í vinnslu hjá Borgarbyggð á sjötta ár án þess að samráð hafi verið haft við hags- munaaðila sem hafa nýtt svæði í tæp sjótíu ár! Hvað veldur? Hafa menn slæman málstað að verja? Af hverju er ekki boðað til borgarfundar um málið? Það kynnt og umræður um staðsetninguna ræddar. Rök með og á móti Röki með staðsetningunni eru „T.d. lega landsins, fjarlægðir frá nær- liggjandi svæðum/starfsemi ofl ofl.“ svo vitnað sé í orð eins af stjórnar- mönnum Skotvest. Hann hefur líka látið hafa eftir sér á prenti að við „skulum hafa það alveg á hreinu að skotfélagið sóttist ekki eftir þess- ari staðsetningu frekar en annarri, við sóttumst eftir landi fyrir okkar starfsemi“. Skotvest er ekki að ásælast þessa staðsetningu. Rökin sem þeir nota með staðsetningunni má nota gegn henni sem fjölmargir hafa gert. Svo vitnað sé í skrif Hilmars Más Ara- sonar sem hefur skrifað um málið á mikilli ábyrgð og festu, þá má lesa greinar hans á netinu, á slóðinni https://folkvangurinneinkunnir. weebly.com/skrif-og-freacutettir- um-maacutelieth.html Í gögnum sem fylgja lýsingunni kemur fram að fólkvangurinn Ein- kunnir er 160 metra vestan við svæðið, en austurmörk fólkvangs- ins eru samhliða riffilbraut. Hest- húsahverfi Borgarness, reiðhöll og gróðrarstöðin Grenigerði eru um 300 m sunnan við svæðið! Við þetta er að bæta að Lækjarkot, vinsæll ferðaþjónustu bær er í 1200 m fjar- lægð. Það er viðurkennt staðreynd að hávaði frá skotvopnum getur ver- ið frá 150- 155 dB frá litlum riffl- um og upp í 175 dB frá öflugustu rifflunum. Almenna reglan er sú að hljóð minnkar um 5dB fyrir hverja 100 m. Það er gert er ráð fyrir að hægt verði að skjóta úr 5 rifflum samtímis og geta mæld hljóðstigs- gildi þá hækkað um nálega 7 dB. Til glöggvunar má geta þess að sársaukamörk eru skilgreind við 140 dB. Við fólkvangasmörkin má reikna með hávaða upp á 165 dB, í hesthúsahverfi Borgarness, reið- höll og við gróðrarstöðina Greni- gerði má reikna með hávaða upp á 150 dB þegar skotið er úr hávær- ustu rifflum. Allt hávaði yfir sárs- aukamörkum. Ábúendur í Lækjar- koti og gestir þeirra geta búist við hávaða upp á 65 dB þegar skotið er úr háværustu rifflum. Þetta er óásættanlegt! Ábúendur í Lækjarkoti fengu fasteignasölu til að meta jörðina og löfræðistofu til að annast þeirra mál, krafa þeirra á hendur Borgar- byggð er upp á 250.000.000 kr. Það mun aldrei ríkja sátt um skotæfingasvæðið á þessum stað og það er einlæg von mín að frá þess- ari áætlun verði horfið. Vil ég enda þess skrif mín á því að hvetja nýja sveitarstjórn til þess að hverfa frá þessari slæmu hugmynd. Steinunn Árnadóttir. Nýstofnað hestamannafélag Borgarfjarðar og Mýrasýslu leggst gegn fyrirhuguðu skot- æfingasvæði í landi Hamars Fulltrúar framboðs Sjálfstæð- isflokksins í Borgarbyggð fyr- ir komandi sveitarstjórnarkosn- ingar leggja upp með að gera líf- ið betra í Borgarbyggð. Með það að markmiði verður unnið að því að bæta aðgengi, aðstöðu og lífs- gæði í Borgarbyggð fyrir alla sem þar búa. Lækkun leikskólagjalda Þegar horft er til yngstu aldurs- hópanna þ.e. þeirra sem eru á leik- skólaaldri, þá er markmiðið að bjóða upp á ódýrustu dvalargjöld, fyrir allt að 8 klukkustunda dvöl á leikskólum, í samanburði við sveit- arfélög af sambærilegri stærð og í grennd við höfuðborgarsvæðið. Við viljum að Borgarbyggð verði þekkt fyrir lág leikskólagjöld. Í dag eru dvalargjöld í leik- skólum Borgarbyggðar með þeim hærri í samanburði við þessi fyrr- greindu sveitarfélög. Lækkun- in yrði framkvæmd í ákveðnum þrepum og ofangreindu markmiði náð við lok komandi kjörtímabils. Til viðbótar við bætt kjör til fjöl- skyldna með börn á leikskólaaldri viljum við auka sveigjanleika varð- andi opnunartíma leikskóla í Borg- arbyggð og bjóða þannig upp á val- kost sem gerir fólki t.d. kleyft að búa í Borgarbyggð og starfa á höf- uðborgarsvæðinu. Tekjutapi vegna slíkrar lækkunar verður mætt með auknum tekjum vegna nýrra íbúa sem koma til með að velja Borgarbyggð sem búsetu- kost. Íbúafjöldi í Borgarbyggð þann 1. janúar 2018 var samtals 3.745 talsins og á síðasta ári var fjölgun í Borgarbyggð rúmlega 1,8%. Það þarf í raun ekki slíka fjölgun eitt ár til að mæta tekjutapi vegna lækk- unar leikskólagjalda. Með öflugri markaðssetningu á sveitarfélaginu og kynningu á innviðum þess og þjónustu má markvisst fjölga íbú- um í sveitarfélaginu enn meira. Er það markmið fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins að fjölga íbúum í Borg- arbyggð í yfir 4200 talsins á næstu fjórum árum eða að meðaltali að lágmarki um 3% á ári næstu fjög- ur ár. Barnvænt sveitarfélag Sveitarfélög sinna stærstum hluta þeirra verkefna sem hafa beina tengingu við daglegt líf barna og ungmenna. Frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins vilja skoða að hefja formlegt ferli við innleiðingu barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna og gerast barnvænt sveitar- félag. Mikilvægt er að sveitarfé- lög noti sáttmálann sem viðmið í sínum störfum og allir verk- og ákvarðanaferlar er varða börn verði skoðaðir með réttindi barnanna sjálfra að leiðarljósi. Á þessu kjörtímabili hefur verið tekið gott skref varðandi gjaldtöku vegna barna í grunnskóla, er hann nú gjaldfrjáls í Borgarbyggð og því ber að fagna. Skólinn er stór hluti lífs barna og mikilvægt að þau njóti bæði uppfræðslu í skóla og hafi rými til að stunda tómstundir og íþróttir samhliða því. Því er mikilvægt að skoða betri nýtingu tíma barna yfir daginn með frekari samtengingu skóla og tómstunda og/eða íþrótta. Tómstundir og íþróttir eru mikil- vægur þáttur í þroska og heilbrigði barna og því er mikilvægt vinna að góðri samfellu með skóla og auka þar með lífsgæði barnanna. Gjaldfrjálst aðgengi að íþróttamiðstöðvum Ef horft er til eldri íbúa sveitar- félagsins þá er stefnt að gjaldfrjálsu aðgengi að íþróttamiðstöðvum í Borgarbyggð. Með þessu viljum við styðja við heilsueflandi samfé- lagið Borgarbyggð og bæta stöðu eldri borgara til að auka hreyf- ingu. Verður þá frítt fyrir 67 ára og eldri aðgengi að öllum sund- laugum og íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins. Í þessu samhengi þarf einnig að skoða betri nýtingu grænna svæða í þéttabýli og gera umhverfið hvetjandi til hreyfing- ar fyrir íbúa á öllum aldri. Dæmi um slíka nýtingu væri uppbygg- ing púttvallar í þéttbýliskjarnan- um Borgarnesi en púttvellir hafa verið vel nýttir af bæði börnum og eldri borgurum víða um land og sjáum við fjölmörg tækifæri í slíkri iðkun í Borgarnesi þvert á kynslóðir. Eru þessar aðgerðir hluti af þeirri vegferð að fjölga íbúum í Borgarbyggð. Með fjölmennara samfélagi eykst geta til að byggja upp og styðja við grunnstoðir þess. Teljum við mikilvægt að taka skref í átt að betri lífsgæðum með bættu aðgengi, sveigjanleika og hóflegri gjaldtöku fyrir þá þjónustu sem veitt er í samfélaginu okkar. Gerum lífið betra í Borgarbyggð! Lilja Björg Ágústsdóttir Höfundur er oddviti lista Sjálf- stæðisflokksins í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar Látum verkin tala -Borgarbyggð fyrir fjölskyldufólk og eldri borgara Með meiri vitund og áhuga á um- hverfismálum er fólk í auknu mæli að átta sig á mikilvægi sorpflokk- unar og endurvinnslu. Hagsæld síðustu ára hefur fylgt aukinn úrgangur. Samkvæmt sam- antekt Sorpu skilur hver íbúi á Ís- landi eftir sig um 220 kg af úr- gangi á hverju ári. Þrátt fyrir mikla aukningu í endurvinnslu er mikil- vægt að setja skýr markmið til þess að draga megi frekar úr urðun úr- gangs. Þar þurfa sveitarfélögin að koma til og skapa íbúm það um- hverfi sem þarf til þess að flokkun sorps sé ekki íþyngjandi, heldur geti orðið sjálfsagður hluti af dag- legu lífi, umhverfinu til hagsbóta. Þó nokkur sveitafélög hafa sett sér verðug markmið hvað um- hverfisvernd varðar og ætti Akra- neskaupstaður alls ekki að láta sitt eftir liggja. Við eigum að setja okk- ur háleit markmið og taka næstu skref. Verum leiðandi samfélag í umhverfisvernd. Allt sorp sem ekki er flokkað áður en það fer í tunnuna hjá okk- ur endar á einn eða annan hátt úti í náttúrunni þar sem það brotnar niður á löngum tíma á urðunar- stað. Akraneskaupstaður er hluti af Sorpsamlagi Vesturlands sem á jörðina Fíflholt á Mýrum. Þang- að fer nær allt sorp af Vesturlandi sem ekki er endurnýtt eða endur- unnið á annan hátt. Í Fíflholt fer ekki aðeins sorp af Vesturlandi heldur fer þangað einnig stór hluti heimilissorps frá Vestfjörðum eftir að sorpbrennslan á Ísafirði lokaði. Þar er því urðað gífurlegt magn sorps. Núgildandi starfsleyfi í Fíflholti gildir til ársins 2028, þó að svæðið sé í dag langt frá því að vera full- nýtt þá kemur að þeirri stund að leita þarf annað með tilheyrandi kostnaði. Þrátt fyrir að starfsemin í Fíflholti virðist hafa gengið vel, má líklega fullyrða að fáir séu áfjáðir í það að gera sína sveit að urðunar- stað. Bæjarfélagið okkar hefur því augljósa hagsmuni af því draga úr magni af sorpi sem fer til urðunar til lengri tíma litið. Fyrir utan um- hverfissjónarmið og mikilvægi þess að takmarka þau óæskilegu áhrif sem urðun getur haft á umhverf- ið vega einnig þungt hagræn sjón- armið sem ráðamenn sveitarfélaga þurfa jú ávalt að hafa í huga. Næstu skref í flokkun þyrftu ekki að vera flókin. Til að mynda mætti koma upp grenndarstöðv- um og einnig flokka lífrænan úr- gang frá öðru sorpi. Með moltu- gerð væri hægt að draga úr gífu- legu magni sem urðað er og íbúar gætu svo nýtt moltuna í garða og beð og þannig fullkomnað endur- vinnsluhringinn. Við getum verið stolt af því hér á Akranesi að í flestum leik- og grunnskólum er unnið gott starf í þessum málum og vinna flestir skólarnir, ef ekki allir, eftir ein- hverskonar umhverfisstefnu, þá flagga bæði Akrasel og Brekku- bæjarskóli nú grænfánanum. Með meiri fræðslu má gera ráð fyr- ir aukinni umhverfisvitund næstu kynslóða, sem er frábært! Sem samfélag getum við gert betur, tökum næstu skref saman, nú er rétti tíminn. Ragnar Sæmundsson Höf. skipar 2. sæti á lista Fram- sóknar og frjálsra á Akranesi Stígum skrefið saman

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.