Skessuhorn - 18.04.2018, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 18. ApRÍL 2018 29
Nýfæddir Vestlendingar
Akranes - miðvikudagur
18. apríl
Ljúfiir hádegistónar á síðasta
degi vetrar. Tónlistarkonan
Valgerður Jónsdóttir syngur og
spilar ljúfa tónlist á Lesbókinni
miðvikudaginn 18. apríl milli kl.
12 og 13. Dýrindis súpa og brauð
á boðstólum. Eigum saman
notalegt hádegi á síðasta degi
vetrar. Valgerður tekur við frjálsum
framlögum í upptökusjóðinn
sinn. Hún er á leið í hljóðver að
taka upp lagið sitt „Minningar
morgundagsins.“
Grundarfjörður -
miðvikudagur 18. apríl
Kótilettukvöld meistaraflokks
kvenna í blaki í Fjölbrautaskóla
Snæfellinga. Kótilettur, sulta,
kartöflur, grænar baunir
og smjör. Húsið opnar kl.
19:00. Heimsending fyrir þá
sem óska í póstnúmeri 350.
Happdrætti. Nánar á heimasíðu
Grundarfjarðarbæjar, www.
grundarfjordur.is.
Akranes -
miðvikudagur 18. apríl
Konukvöld ÍA til styrktar
meistaraflokki kvenna í
knattspyrnu að Jaðarsbökkum kl.
19:00. Upplýsingar um miða- og
borðapantanir á www.kfia.is og í
tölvupósti á kfia@kfia.is.
Stykkishólmur -
miðvikudagur 18. apríl
Stofnfundur Vesturlandsdeildar
Félags kvenna í atvinnulífinu
verður haldinn á Narfeyrarstofu í
Stykkishólmi kl. 20:00. Sjá nánar
frétt í Skessuhorni vikunnar.
Stykkishólmur -
miðvikudagur 18. apríl
Leikfélagið Grímnir sýnir
gamanleikinn Maður í mislitum
sokkum í sal Tónlistarskólans í
Stykkishólmi kl. 20:00. Einnig
sýning föstudaginn 20. apríl kl.
21:00, laugardaginn 21. apríl kl.
20:30 og lokasýning sunnudaginn
22. apríl kl. 16:00. Miðapantanir
hjá Hafrúnu Bylgju í síma
863-0078 eftir kl. 16:00 virka daga.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 18. apríl
Vortónleikar Reykholtskórsins kl.
20:30. Stjórnandi og undirleikari
er Viðar Guðmundsson. Fjölbreytt
efnisskrá. Aðgangseyrir kr. 2.000
en 1.000 kr. fyrir eldri borgara og
frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Posi
á staðnum. Allir velkomnir.
Snæfellsbær -
miðvikudagur 18. apríl
Tónleikar í Langaholti. Árlegir
vortónleikar karlakórsins
Heiðbjartar verða haldnir í
Langaholti, Staðarsveit, síðasta
vetrardag, 18. apríl 2018.
Tónleikarnir hefjast klukkan
21:00. Aðgangseyrir 1.000 kr. Allir
velkomnir. Veitingar að hætti
hússins fyrir tónleika og kjörið að
lyfta sér upp og njóta söngs og
matar.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 18. apríl
Stórdansleikur með hljómsveitinni
Albatross í reiðhöllinni í
Borgarnesi. Húsið opnar kl. 23:10.
Forsala aðgöngumiða í Olís í
Borgarnesi. Miðaverð kr. 3.000 í
forsölu en kr. 3.500 við hurð.
Eyja- og Miklaholtshreppur -
fimmtudagur 19. apríl
Vormarkaður á Breiðabliki kl.
11:00 til 16:00. Ýmis matvara,
prjónles, skrautmunir og margt
fleira frá framleiðendum á
Snæfellsnesi. Nánari upplýsingar á
Facebook-síðu Búsældar.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 19. apríl
Tónleikar unga fólksins í Safnahúsi
Borgarfjarðar, í samstarfi við
Tónlistarskóla Borgarfjarðar undir
heitinu „Að vera skáld og skapa.“
Nemendur skólans frumflytja
eigin tónsmíðar við borgfirsk
ljóð. Tónleikarnir hefjast kl. 15:00.
Kaffiveitingar að tónleikum
loknum. Allir velkomnir.
Akranes -
fimmtudagur 19. apríl
Akústik indie/pönk tónleikar í
Akranesvita á sumardaginn fyrsta.
Þar munu koma fram: Snowed
In, Madre Mía, Þórir Georg og
Rythmatik. Tónleikarnir hefjast kl.
15:00. Frítt inn!
Borgarbyggð -
fimmtudagur 19. apríl
Prjóna-bóka-kaffi í bókhlöðunni
í Reykholti kl. 20:00 til 22:00.
Kvöldstund við hannyrðir,
baðstofuspjall og kaffisopa.
Akranes -
föstudagur 20. apríl
Herrakvöld ÍA að Jaðarsbökkum
kl. 19:00. Upplýsingar um miða-
og borðapantanir á www.kfia.is
og í tölvupósti á kfia@kfia.is.
Stykkishólmur - sunnudagur
22. apríl
Aðalfundur Stykkishólmssafnaðar
kl: 17:00 í safnaðarheimili
Stykkishólmskirkju. Allir
velkomnir
Borgarbyggð -
þriðjudagur 24. apríl
Vorbingó útskriftarnema
Menntaskóla Borgarfjarðar í
Hjálmakletti kl. 19:30. Spjaldið
kostar 1.000 kr. Allir velkomnir.
Grundarfjörður - miðvikudagur
25. apríl
Blakdagar í Grundarfirði. Opnar
æfingar hjá UMFG í íþróttahúsinu
í Grundarfirði dagana 25. og 26.
apríl.
Borgarbyggð - miðvikudagur
25. apríl
Aðalfundur Félagsins aldraðra
í Borgarfjarðardölum verður
haldinn í Brún 25. apríl kl. 13:30.
Á dagskrá eru hefðbundin
aðalfundarstörf.
Borgarbyggð - miðvikudagur
25. apríl
Aðalfundur Hollvinasamtaka
Borgarness kl. 20:00 í húsnæði
Stéttarfélags Vesturlands,
Sæunnargötu 2a í Borgarnesi. Allir
sem vilja koma að Brákarhátíð
hvattir til að mæta sem og allir
áhugasamir um starfið. Nánari
dagskrá er á fésbókarsíðu
Hollvinasamtakanna.
Á döfinni
7. apríl. Drengur. Þyngd: 3.698
gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar:
Jónína Riedel og Bjarki
Hjörleifsson, Stykkishólmi.
Ljósmóðir: Elísabet Harles.
Par leitar að íbúð
Reglusamt par leitar að íbúð fyrir sig
og einn kött á Borgarnes-/Hvann-
eyrarsvæðinu. Við erum bæði í fastri
vinnu og reyklaus. Íbúðin þarf að vera
tveggja herbergja eða stærri og laus frá
byrjun/miðjum júlí. Upplýsingar í síma
692-4793 eða á ingaloa03@gmail.com.
Húsnæði óskast á Hvanneyri eða
nágrenni
Við erum reglusamt og reyklaust par
með barn á fyrsta ári og eina gamla
rólega springer tík og erum að leita
að húsnæði á Hvanneyri eða einhvers
staðar í nágrenninu fyrir næsta vetur.
Annað okkar er í námi og hitt í fastri
vinnu, skilvísum greiðslum lofað. Upp-
lýsingar á ingunnsandra@gmail.com.
Rafmagnsrúm með nuddi
Til sölu Jensen rafmagnsrúm með
nuddi. 90 cm á breidd. Dýna fylgir með.
Mjög gott rúm. Upplýsingar í síma:
557-4685.
Cherokee jeppi til sölu
Til sölu Cherooke Laredo árg. 2007.
Ekinn 136 þús. km. Nýlegir demparar
og spindilkúlur. Dekurbíll. Tilboð. Uppl. í
síma 899-4924.
Nýlega bólstraður sófi
Fallegur nýlega bólstraður og útskorin
sófi til sölu. Fallegur útskurður á örmum.
Verð 45.000 kr. og upplýsingar í síma
854-8787 eða sigisl@gmail.com.
Antík sófi
Er með þennan
glæsilega sófa til
sölu. Verð 75.000
kr. Uppl. í síma
854-8787 eða
sigisl@gmail.com.
Markaðstorg
Vesturlands
5. apríl. Stúlka. Þyngd: 3.276
gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar:
Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir og
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Ásgarði
í Dalasýslu. Ljósmóðir: Ásthildur
Gestsdóttir.
Getir þú
barn þá
birtist það
hér, þ.e.a.s.
barnið!
www.skessuhorn.is
LEIGUMARKAÐUR
TIL SÖLU
11. apríl. Drengur. Þyngd: 4.928
gr. Lengd: 55 cm. Foreldrar:
Ingunn Þóra Jóhannesdóttir
og Daníel Viðarsson, Akranesi.
Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir.
Með á myndinni er Jóhannes
Már stóri bróðir.
14. apríl. Drengur. Þyngd: 4.068
gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar:
Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir og
Sölvi G. Gylfason, Borgarnesi.
Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir.